Morgunblaðið - 26.09.1987, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 26.09.1987, Blaðsíða 52
52 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 26. SEPTEMBER 1987 MADONNA MIA! Kvikmyndir Sæbjörn Valdimarsson Bíoborgin. Hver er stúlkan? — Who’s that Girl? 2 Leikstjóri: James Foley. Fram- leiðendur: Rosilyn Heller og Bernard Williams. Tónlist: Stephen Bray. Handrit: Andrew Smith og Ken Finkleman. Mynda- tökustjóri: Jan Debont. Aðalleik- endur: Madonna, Griffin Dunne, Haviland Morris, John McMartin, Bibi Beson, Sir John Mills. Bandarisk. Warner Bros 1987. Undarlegt, en satt. A meðan hin feikna vinsæla söngkona, Madonna, hefur farið létt með að troðfylla í marggang stærstu knattspyrnuvelli og hljómleikahailir, gengur hvorki né rekur að fá públikum að líta súperstjörnuna á hvíta tjaldinu. Fyrsta mynd hennar, (best fyrir alla að gleyma A Certain Sacri- fice), Desperately Seeking Susan, olli vonbrigðum hvað aðsókn snerti; sú næsta, Shanghai Surprise, var klúður sem hvarvetna gekk fyrir tómu húsi í örfáa daga og hvarf síðan á braut sem ein verstu mistök í kvikmyndaheiminum á síðasta ári. Og nú er röðin komin á Who’s That Girl, sem átti að rétta við ímynd leikkonunnar Madonnu á hvíta tjaldinu. Synd væri að segja að hún hafi rakað inn gulli. Á með- an hefur söngkonan Madonna staflað upp gull- og platínuplötum og hreinlega sett allt á annan end- ann hvar sem hún hefur komið. Ástæðumar eru margar. Efnivið- urinn hefur ekki verið sem bestur, hjálparhellumar misgóðar og súper- frægðin gert henni sem öðmm •erfitt fyrir. En hrokafullar yfirlýs- ingar dömunnar um að hún væri sjálf Marilyn Monroe endurfædd er meira en jafnvel margir hennar ein- lægustu aðdáendur fá kyngt. Þvílíkt sjálfsálit og belgingsháttur er til þess eins fallinn að fá almenning á móti sér. Síðan bætist svo grátt ofaná svart þegar í ljós kemur að stúlkutötrið er vita hæfileikalaus sem kvikmyndaleikkona. Ilafí hún af þremur svipbrigðum að státa, þá hefur Eastwood minnsta kosti þrjátíu. í Hver er stúlkan? kemur þetta átakanlega vel í ljós, einkum í fyrri hluta myndarinnar. Imyndið ykkur þessa, að mörgu leyti svo bráðskemmtilegu gamanmynd, ef almennileg gamanleikkona, til að mynda Goldie Hawn, hefði farið með aðalhlutverkið? Þá hefði hún haft aila tilburði til að verða metað- sóknarmynd. Annars virðist Madonnan hafa gleymt Monroe- hlutverkinu r.ema rétt í upphafí, en rembist einsog ijúpan við staurinn að herma eftir Hawn. Og kemst náttúrlega ekki með tærnar þar sem hin hefur hælana. Það sem háir Madonnu er einfaldlega að hún tel- ur sig færa í allan sjó, hvernig sem hún er búin. Hefur fráhrindandi áhrif á tjaldinu. Hún þarf að fínna sjálfa sig á tjaldinu, kúpla dálítið niður. Það gerir hún undir lok Hver er stúlkan?, og þá er ég ekki frá því að glitti í leikkonu. Nóg um Madonnu að sinni. Sem fyrr segir er Hver er stúlk- an? oft. á tíðum hressilegur farsi, sem byggist á mörgum ágætum fléttum, uppákomum og kúnstugum karakterum. Efni mynda er ástæðu- laust að tíunda, enda hið versta ógagn sem hægt er að gera lesend- um, en í farsaleikjum sem þessum er það hreinlega útilokað. Þó má geta þess að Madonna leikur tugt- húslim sem er að sleppa úr fjögurra ára betrunarhússvist er hún lendir í slagtogi með Dunne. Hann er ungur lögfræðingur sem verðandi tengdapabbi hans sendir til að sækja stúlkuna í steininn. Madonna á harma að hefna og platar strák uppúr skónum á meðan hún hefur uppá skúrkunum sem hún telur að hafí svikið sig blásaklausa innfyrir múrveggina. Og ekki má gleyma ULLARKAPUR OG JAKKAR frá Claude Havrey ALLAR STÆRÐIR Opiö á laugardögum frá kl. 10-16. Tísku ve rs I u n i n HEEA Cl /V D / R P A K I /V U Eiðistorgi 15 — Sími 61 10 16 Nám í myndbanda- og kvikmyndagerð í samvinnu við háskólann í Gautaborg Myndbandagerð - 24 vikna heilsdags námskeið. Kennd eru fræðileg og hagnýt grundvallaratriði myndbanda- gerðar. Námskeið hefjast 1/11 1988. Þátttaka tilkynnist fyrir 1/11 1987. 16 þátttakendur í hverju námskeiði. Verkstjórn á sviði myndbanda- kvikmyndagerðar. Átta vikna námskeið fyrir starfsmenn auglýsingadeilda og auglýsingastofa, sem hafa með höndum stjórn þess háttar verkefna. Námskeiðið hentar einnig blaðafulltrúum og fram- kvæmdastjórum einkafyrirtækja og opinberra stofnana. Námskeið hefjast. 26/10 1987. Þátttaka tilkynnist fyrir 29/9 1987. 1/2 1988. Þátttaka tilkynnist fyrir 15/12 1987. Átta þátttakendur í hverju námskeiði. Félag sænskra myndbanda- og kvikmyndagerðarmanna mælir með námskeiðum þessum. Nánari upplýsingar veitir Gunilla Gyllenspetz Munro í síma: +46 31 17 79 70. Studieförbundet FOLKUNIVERSITETET Kursverksamheten vid Göteborgs universitet Vasagatan 21 • Box 3059,400 10 Göteborg ■ Telefon 17 79 70 íturvöxnu, patagónísku fjallaljóni, sem kemur mikið við sögu! Dunne sannar það hér, að vel tímasettur gamanleikur hans í Aft- er Hours var engin tilviljun og Mills sýnir dæmigerða „Sir“-uppákomu. Handritið á góða spretti og Foley gerir margt virkilega gott og verður ekki sakaður um stærstu galla myndarinnar. Því þó svo að aðdá- endur hennar ættu að hafa ágæta skemmtun af Hver er stúlkan?, þá skrifast þeir flestir á egó Madonn- unnar. Eitt er víst, þetta par þjáist ekki af minnimáttarkennd! DAUÐADÆMD VITNI Kviknfiyndir Arnaldur Indriðason Dauðadæmd vitni (Keeping Track). Sýnd í Stjömubíói. Stjörnugjöf: ★ '/2 ' Bandarísk. Leikstjóri: Robin Spry. Helstu hlutverk: Margot Kidder og Michael Sarrazin. Kunnur sjónvarpsfréttamaður, sem við vitum að er afskaplega fijálslegur og sniðugur af því har.n er í gallabuxum, kemur of seint í vinnuna og rífst góðlátlega við fréttastjórann, og deildarstjóri í stórum banka, sem við vitum að er a.m.k. mjög sniðug af því hún er á uppleið í bankanum og getur svarað snaggaralega fyrir sig, hitt- ast um borð í lest í Kanada og verða vitni að skotbardaga.- Við vitum að þau eiga eftir að lifa hamingjusöm til æviloka af því þau rífast svo mikið þegar þau hittast fyrst, og lengst framanaf. Það sem við vitum ekki er að skotárásin tengist svo yfirmáta flóknu máli að leikstjórinn Robin Spry á fullt í fangi með að fá botn í það sjálfur og hvað þá að gera okkur það ljóst. Setningar eins og „gæti orsakað þriðju heims- styijöldina“ og „raskar valdajafn- væginu í heiminum“ hijóta reglulega af vörum persónanna svo það hlýtur að vera eitthvað alvar- legt á ferðinni. Pólitíski þrillerinn Dauðadæmd vitni (Keeping Track), sem sýndur er í Stjörnubíói, gæti í sjálfu sér verið athyglisverður en frásögnin er gloppótt og illa fram sett. Mein- ingin hefur verið, eins og svo algengt er í Hollywood, að blanda saman skemmtilegu en ólíku pari, BOSCH SUPER Betri gangur, minni eyösla meö Bosch-super kertum BOSCH lHöQ&rða- oq varaMuta þjónuata BRÆÐURNIR (©) ORMSSONHF LAGMÚLA 9, SÍMI 38820 og fjörugu andrúmslofti þeirra á milli, við rannsókn á glæpamáli. Á meðan þau flækja sig meira og meira í net alþjóðlegra njósna og valdajafnvægið-gæti-raskast spennumynd blossar ástin. En því miður er árangurinn held- ur slæmur. Michael Sarrazin og Margot Kidder er ekki fært að kveikja neista á milli sín eða halda athygli manns vakandi með því að gæða naggsambandið lífi. Það skrifast að talsverðu leyti á illa gert handrit og jafnvel enn verri leikstjórn. Myndin getur ekki einu sinni litið vel út á pappír. Sum atrið- in í eltingaleik óþokkanna við skötuhjúin eru hreinlega hallæris- leg eins og þegar Kidder stekkur inn í leigubíl og kallar alla leigubíl- stjóra í borginni til hjálpar og þeir mæta allir á innan við tíu sekúndum og bjarga henni af því að mamma hennar, sem við fáum sannarlega að vita að var stórbrotin kona, vann einu sinni á skiptiborðinu á leigu- bílastöðinni og það vantar bara að reisa henni styttu á bílaplaninu (fer ég of hratt). Þau eru alltaf að sleppa úr klóm óþokkanna og yfirleitt á hinn ólíklegasta máta. Það eru einstaka góðir punktar inná milli. Kidder fær eina eða tvær góðar setningar og Sarrazin, sem einhvern veginn hefur aldrei fengið að blómstra í Hollywood eftir að hann skaut Jane Fonda árið 1969 (The Shoot Horses Don’t They), nær því stundum að vera glettinn og skemmtilegur. UMBOÐSMAÐUR/SÖLUMAÐUR óskast til að annast sölu á huróalæsingum, sem framleiddar cru af stærsta fýrirtæki Evrópu á þessu sviði. Þar scm markaðurinn fcr stöð- ugt vaxandi eru tckjumöguleikar góðir. Viðkomandi þarf aó vera tilbúinn að leggja fram nokkurt fjármagn. MBM-boks 288-DK, 7800Skive, Danmark. Sími: 095 45 7 52 11 11. Blaóburðarfólk óskast! SELTJNES VESTURBÆR Nesvegur 40-82 o.fl Tjarnargata 3-40 AUSTURBÆR Ingólfsstræti Grettisgata 2-36 Hjarðarhagi 44-64 Hjarðarhagi 11-42 Einarsnes o.fl. Ægisíða 44-78 ÚTHVERFI Básendi Fer inn á lang flest heimili landsins!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.