Morgunblaðið - 26.09.1987, Blaðsíða 18
18
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 26. SEPTEMBER 1987
BALKÖNSK
SKÓGARSÓLEY
Sóleyjarættin (Ranunculace-
ae) greinist í fjölmargar ættkvíslir
og er ein þeirra Skógarsóleyjar-
ættkvíslin, sem á fræðimáli heitir
Anemone. Þetta nafn mun dregið
af gríska orðinu „anemos“, sem
þýðir vindur. A sumum erlendum
tungumálum eru plöntur þessai’
því nefndar „Blóm vindsins".
Fleiri tilgátur eru þó til um það
hvemig nafnið sé tilkomið. Af
skógarsóleyjum er til mikill fjöldi
tegunda sem eru allbreytilegar að
útliti. Eitt af því sem stuðst er
við, við greiningu tegundanna, er
mismunandi gerð rótanna. Sumar
hafa hnúðkennda jarðstöngla og
er Balkönsk skógarsóley
(Anemone blanda) ein þeirra. Eins
og nafnið bendir til eru heimkynni
þessarar tegundar Balkanskaginn
og mun hún vera algengust í suð-
urhluta Grikklands. Hún vex
einnig á nokkrum svæðum í
Litlu-Asíu. Má þar nefna Taurus-
fjöll í Tyrklandi, landsvæði sem
heitir Norður-Kúrdistan og svo
Kákasusfjöll. Vaxtarstaðir balk-
önsku skógarsóleyjarinnar eru
oftast kjarrlendi í fjallshlíðum þar
sem nokkurrar forsælu nýtur.
Staðir þessir eru víða klettóttir
og jarðvegurinn grýttur. Plönt-
urnar vaxa því oft í klettasprung-
um eða glufum á milli steina.
Hér á landi, eins og annars
staðar á norðlægum slóðum,
þrífast þær best og verða falleg-
astar þar sem sólar nýtur og
jarðvegurinn nær að hlýna yfir
vaxtartímann. Plönturnar
blómstra snemma vors allstórum
BLOM
VIKUNNAR
69
Umsjón:
Ágústa Björnsdóttir
blómum, sem venjulega eru fagur-
blá á litinn. Blómstönglarnir verða
ekki meira en 6—10 sm. á hæð
og eru þetta því ágætis plöntur
fyrir steinhæðir, gijóthleðslur og
aðra álíka staði. Vaxtartíminn er
stuttur. Á miðju sumri visna blöð-
in niður og plantan hverfur
algerlega af yfirborðinu, en hnýð-
in falla í dvala og hvílast að mestu
til næsta vors. Nokkur rótarvöxt-
ur byijar strax að haustinu. Það
þarf að merkja vel þá staði þar
sem plöntur þessar eru ræktaðar.
Hnýði balkönsku skógarsóleyj-
anna eru fáanleg í blómaverslun-
um og hjá öðrum laukainnflytj-
Merkja- og blaðasöludagur Sjálfsbjargar er á morgun.
Hjálpum Sjálfsbjörg í baráttunni fyrir rétti og aðstöðu fatlaðra
Tökum vel á móti sölubömum.
Komið með að selja. Góð sölulaun!
/ ji
SJALFSBJARGARFELOGIN
Anemone blanda White splendour.
lengi. Þetta afbrigði hefur verið
hér í ræktun í meira en 15 ár og
reynst framúrskarandi harðgert.
Balkönsku skógarsóleyjarnar
verða stöðugt vinsælli hjá garð-
eigendum og enn meðal fegurstu
vorblóma.
í síðustu grein Haustið og litur
laufanna urðu þau leiðu mistök
að nafn greinarhöfundar Haf-
steins Hafliðasonar féll niður í
prentun. Sama skeði 29. ágúst sl.
þá féll niður í prentun nafn Hall-
dóru Haraldsdóttur með grein
sem sú ágæta garðyrkjukona og
skrifaði um Berberis.
Á næstunni á þátturinn von á
grein um haustlauka frá Haf-
steini Hafliðasyni sem verður
væntanlega birt 3. október nk.
og vonandi verður þá öllu til skila
haldið.
endum að haustinu og einnig
stundum á vorin. Vegna þess hve
blómgunartíminn er snemma að
vorinu er gróðursetning að hausti
talin betri. Sett er fremur grunnt
niður, best að holumar séu ekki
meira en 4—5 sm á dýpt. Venju-
lega eru hnýðin lögð í bleyti í
nokkrar klukkustundir til þess að
vekja þau af dvalanum. Vegna
hættu á rotnun er rétt að þau séu
ekki meira en hálfan sólarhring í
vatninu. Leifar af gömlum rótum
sjást oftast á neðri hluta hnýð-
anna og á sú hlið auðvitað að
snúa niður þegar gróðursett er.
Af balkönsku skógarsóleyjunni
em til nokkur garðaafbrigði og
skulu hér nefnd þau sem mest eru
ræktuð: Atrocoerulea með dökk-
bláum blómum, Pink star með
stómm bleikum blómum, radar,
blómin era purpurarauð með sér-
Anemone blanda blandaðir litir.
kennilegri hvítri miðju, og White
splendour með afar stómm
hreinhvítum blómum, sem standa