Morgunblaðið - 26.09.1987, Qupperneq 26

Morgunblaðið - 26.09.1987, Qupperneq 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 26. SEPTEMBER 1987 Ferðaskrifstofa Reykjavíkur: Umboðsmenn ráðnir um allt land og boðið upp á pakkaferðir Ferðaskrifstofa Reykjavíkur hefur ráðið 22 umboðsmenn um land allt til að kynna og selja pakkaferðir sem ferðaskrifstof- an býður upp á i samvinnu við Hótel Borg, Hótel Akureyri, Bro- adway, Hollywood og Sjallann á Akureyri. Ferðaskrifstofan býður upp á Stjömupakkann, Borgarpakkann, Lystipakkann, Akureyrarpakkann og Sjallapakkann. Innifalið í Stjömupakkanum er flug og flugvallarskattur, gisting í tvær nætur á Hótel Borg, aðgöngu- miði í leikhús og Hollywood, aðgöngumiði í Broadway þar sem boðið verður upp á fordykk, þrírétt- aðan kvöldverð og skemmtidagskrá en í október byijar skemmtidag- skráin „Gullár KK sextettsins" í Broadway. Bílferð frá Hótel Borg til Kringlunnar og til baka aftur er einnig innifalin í þessum pakka, svo og afsláttarhefti samtakanna „Gamli miðbærinn" en ýmis versl- unar og þjónustufyrirtæki í gamla miðbænum veita kaupendum pakkaferðanna 5 til 10% aflátt. Einnig stendur þeim til boða bfla- leigubfll með helmings afslætti. Stjömupakkinn gildir frá föstu- degi til sunnudags en Borgarpakk- inn gidir hins vegar alla daga vikunnar og er eins og Stjömupakk- inn nema að því leyti að hann inniheldur ekki aðgöngumiða. Innihaldið í Lystipakkanum er það sama og í Stjömupakkanum nema að því leyti að leikhússmiði er ekki innifalinn í þessum pakka. Akureyrarpakkinn inniheldur flug og flugvallarskatt og gistingu á Hótel Akureyri í tvær nætur. í Sjallapakkanum verður það sama innifalið og í Akureyrarpakk- anum, auk aðgöngumiða á leiksýn- ingu hjá Leikfélagi Akureyrar og aðgöngumiða í Sjallann þar sem boðið verður upp á fordrykk, þríréttaðan kvöldverð og skemmti- dagskrána „Stjömur Ingimars Eydals í 25 ár“ en fmmsýning á henni verður föstudaginn 2. október næstkomandi. Vilji kaupendur pakkaferðanna dveljast lengur en tvær nætur á Hótel Akureyri eða Hótel Borg fá þeir 30% afslátt af hverri aukanótt sem þeir gista á þessum hótelum. Halla Pálsdóttir er framkvæmda- stjóri Ferðaskrifstofu Reykjavíkur og Birgir Hrafnsson er markaðs- stjóri. Umboðsmenn Ferðaskrifstofu Reykjavíkur fyrir framan Hótel Borg ásamt starfsfólki ferðaskrifstofunn- ar og fleirum. Fiskverðsdeilan á Eskifirði: Engar viðræður ennþá ENGAR viðræður hafa ennþá farið fram á Eskifirði um fisk- verð til sjómanna. Togaramir Hólmanes og Hólmatindur liggja við bryggju. Hómanesið hefði átt að fara á veiðar um helgina og VETTVANGUR SKEMMTANAHALDS A SUÐURLANDI SKOLADAGUR laugardaginn 26. sept. kl. 19 GENGDARLAUST FJÖR ALLAN TÍMANN Skólahljómsveit Hveragerðis leikur við innganginn. Nemendafélag Fjölbrautaskólans á Selfossi tekur ó móti gestum og opnar hótíðina.1 BJARTMAR GUÐLAUGSSON SYKURMOLARNIR JÓN PÁLL OG HJALTI URSUS BUBBI MORTHENS GILDRAN GREIFARNIR SÚMO-glíma Jón Páll og Hjalti Úrsus gefa gestum færi á að spreyta sig. %X's,°ð,n . ■ 4rb, ■es’f . Kef/°0es,: SLds,°ð/n bt%t> kl. ff >8 >8 18 '8°9>9 y>9 k/ k/. >8 ?8 Vöfu , 16 !e Bókarinn 2 60 54 & 62 35 05 Sameinuð lærum við — sundruð föllum við. Nemendafélag Fjölbrautaskólans á Selfossi Dvir.Au dYLuJAN fylgist með undirbúningi Verið því stillt - á FM 98,9 Rútur og bílar Súðavogi 7 S: 688868 éJWkWSTi’/ Hólmatindur á miðvikudags- kvöld. Sjómenn gera kröfu um að fiskverð verði miðað við verð á fiskmarkaðnum í Hafnarfirði. Hingað til hefur fiskverð verið greitt í samræmi við samninga sjómanna á Vestfjörðum. Aðalsteinn Jónsson, forstjóri á Eskifirði, sagði að hann hefði sagt strax að ekki kæmi til greina að samþykkja kröfur sjómanna og þannig stæði málið. „Pað ber svo mikið á milli að ég sé ekki að við- ræður hafi neinn tilgang," sagði Aðalsteinn. Hann sagðist ekki vita hvert framhaldið yrði, en þetta væri ekki orðinn langur tími ennþá. Ekki væri hægt að greiða fyrir fisk- inn verð eins og á fiskmarkaðnum í Hafnarfírði. Aðalvandinn væri sá að enginn gámaútflutningur á fiski væri frá Austfjörðum og það gerði mismuninn á verðinu sem greitt væri á Austfjörðum og Vestfjörð- um. Vestfirðingar settu meira og minna í gáma og því fengist hærra verð. Þetta væri sameiginlegt vandamál útgerðar og sjómanna, að geta ekki sett í gáma smáfisk og annan verðlítinn fisk og fengið ef til vill tvöfalt eða þrefalt verð fyrir hann erlendis. Hrafnkell A. Jónsson, formaður verkalýðs- og sjómannafélagsins Árvakurs, sem sæti á í samninga- nefnd sjómanna, sagði í samtali við Morgunblaðið, að erfitt ætlaði að reynast að fá vinnuveitendur til við- ræðna, því þetta væri í þriðja skipti sem óskað væri formlega eftir við- ræðum um fiskverð. Hann sagði, að sjómenn teldu eðlilegt að miðað væri við verð á mörkuðum eftir að fiskverð var gefið frjálst. Því hefði nýlega verið lýst yfir á fundi fisk- vinnslustöðva að verðlagning á fiskmörkuðunum væri eðlileg og þeir vildu fá sömu verðlagningu og gengi á suðvesturhorni landsins, þó þeir viðurkenndu að fiskvinnslu- stöðvar með aðgang að mörkuðum ættu auðveldara með að sérhæfa vinnsluna. Hann tryði ekki öðru en þau mál yrðu rædd af fyllstu sann- gimi. Vestmannaeyjar: Bæjarstjórn með þriggja ára áætlun Vestmannaeyjum. í fyrri viku boðaði bæjarráð Vestmannaeyja blaðamenn á sinn fund til að kynna nýgerða þriggja ára áætlun. Samkvæmt nýjum sveitarstjómarlögum ber hveijum kaupstað að gera slíka áætlun. Fram kom í máli Arnaldar Bjarnasonar, bæjarstjóra í Eyj- um, að Vestmannaeyjar væri fyrsta sveitarfélagið á Suður- landi sem lyki slíkri þriggja ára áætlun. Á fundinum var lögð fram skýrsla um þessa áætlun. Þar kem- ur fram að frekar væri um rammaáætlun að ræða sem þó yrði stefnumarkandi fyrir árin 1988-1990. Mætti ætla að slík áætlun auðveldaði samskipti bæjar- ins við opinberar stofnanir, sjóði og banka. Af nokkrum helstu fram- kvæmdaatriðum sem fram koma í skýrslunni að stefnt sé að má nefna: Lokið verði við nýbyggingar við báða bamaskólana, framkvæmdir verði hafnar við byggingu verk- námshúss, byggt verði við dvalar- heimili aðdraðra, byggt verði safnahús og reist verði sambyggt dagheimili-leikskóli-skóladagheim- ili. Fram kom hjá einum bæjarfull- trúanna að hvergi væri gert ráð fyrir auknum álögum á bæjarbúa í áætlun þessari. -bs. KULDASKÓR STERKIR OG ÞÆGILEGIR
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.