Morgunblaðið - 26.09.1987, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 26.09.1987, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 26. SEPTEMBER 1987 Olympíuleikarnir í Seoul: Samaranch hvetur komm- únistaríki til þátttöku Lausaime, Reuter. JUAN Antonio Samaranch, formaður Alþjóðaólympíu- nefndarinnar (IOC), lagði leið sína á fund íþróttaráðherra 19 kommúnistarílga, sem haldinn var í sovézku borginni Souk- houmi við Svartahaf, og hvatti þá til þess að stuðla að þátttöku viðkomandi ríkja í Ólympíuleik- unum I Seoul að ári. „Hann skoraði mjög kröftug- lega á viðkomandi ríki að taka þátt í leikunum," sagði Jose Sot- elo, talsmaður Samaranch. Norður-Kóreumenn hafa hótað að. hvetja til heimasetu kommúnist- arílga fái þeir ekki að halda hluta leikanna. Samaranch skýrði ráð- herrunum frá tilraunum IOC til að koma til móts við N-Kóreu- menn. Fyrir tilstuðlan IOC hafa Suður- o g Norður-Kóreumenn ræðst fjórum sinnum við og eru þeir fyrmefndu samþykkir því að nokkrar keppnisgreinar leikanna verði haldnar norðan vopna- hléslínunnar, þ.e. í Norður-Kóreu. Norðanmenn hafa ætíð hafnað málamiðlunartillögum IOC og sett jafnharðan fram nýjar kröfur um skiptingu leikanna. I Soukhoumi ræddi Samaranch einslega við Marat Gramov, for- mann Ólympíunefndar Sovétríkj- anna, en Sotelo kvaðst ekki geta greint frá þeim viðræðum. Samar- anch leggur allt upp úr því að ríkjablokkir hundsi ekki leikana í Seoul og í því skyni hefur hann óskað eftir fundi með Mikhail Svíþjóð: Forstjóri Fermenta lýstur gjaldþrota Stokkhólmi, Reuter. REFAAT el-Sayed, Egyptinn sem stofnaði fyrirtsekið Fermenta i Svíþjóð, hefur verið lýstur gjald- þrota eftir að hann samþykkti að hann gæti ekki greitt persónulegar skuldir, sem nema um 60 milþ'ónum dollara. Árið 1986 var el-Sayed talinn vera annar ríkasti maður Svíþjóðar og hann var kallaður „Svíi ársins" í Qöl- miðlum. Hann byggði fyrirtækið Fermenta á framleiðslu á einni tegund penisillíns, sem kom fyrirtækinu í fremstu röð í líftækniiðnaði í Evrópu, en brátt tók að halla undan fæti. Árið 1985 missti fyrirtækið af stór- um samningi við Volvo eftir að Refaat ei-Sayed viðurkenndi að hafa logið til um menntun sína. Þetta varð tii þess að verð á hlutabréfum í fyrirtækinu iækkuðu. Á árinu 1986 lækkaði hlut- ur í fyrirtækinu úr 325 sænskum kr. í 33 sænskar krónur. Fyrirtækið, sem hafði séð fyrir hagnað sem næmi 113 milljónum dollara árið 1986, tapaði á árinu 88 milljónum doliara. í desember 1986 var allt komið úr böndum og hluta- bréf félagsins hurfu af verðbréfa- mörkuðum. Bandaríska fyrirtækið Trans Res- urces Inc. (TRI) hefur nýverið gert tilboð í fyrirtækið. Gorbachev, aðalritara Kommúni- staflokks Sovétríkjanna. Fyrir tilstilli Bandaríkjamanna hundsuðu um 60 ríki Ólympíuleik- ana í Moskvu 1980 í mótmæla- skjmi við innrás Sovétmanna í Afganistan á jólunum 1979. Sov- étmenn hefndu þessa fjórum árum síðar með því að hundsa leikina í Los Angeles 1984 og fengu þeir 14 fylgiríki til liðs við sig. Á fundinum í Soukhoumi voru mættir íþróttaráðherrar Sovétríkj- anna, Austur-Þýzkalands, Kúbu, Búlgaríu, Ungverjalands, Víet- nam, Norður-Kóreu, Laos, Mongólíu, Póllands, Rúmeníu, Tékkóslóvakíu, Angólu, Afganist- ans, Mózambík, Kambódíu, Nicaragua, Suður-Jemen og Eþíópíu. Hinn 17. september, þegar ná- kvæmlega ár var í setningu leikanna í Seoul, sendi IOC form- legt boð til allra ríkja, sem aðild eiga að nefndinni, en þau eru 167 talsins, um þátttöku í leikunum. Hafa þau fjóra mánuði til að svara, eða til 17. janúar. Þrjú ríki hafa svarað boðinu; Vestur- Þýzkaland, Sviss og Sameinuðu arabísku furstadæmin. • • Onnur bylting1 hersins á Fiji Snva. Fiii. Rpntpr. Suva, Fyi, Reuter. SITIVENI Rabuka, yfirmaður herafla Fiji, tilkynnti í gær að herinn hefði tekið að nýju við landsstjórninni. Samkvæmt heimildum frá Fiji lögðu hermenn undir sig skrifstofur blaða og útvarpsstöðva. Einnig fjar- skiptadeild pósts og síma og var ógjömingur að ná talsambandi við Fiji af þeim sökum. Kreppa hefur verið í stjómmálum Fiji frá því herinn, undir forystu Rabuka, steypti stjóm Dr. Timoci Kennarar í Færeyjum semja til tveggja ára Þórshöfn, frá Snorra Halldórssyni, fréttaritara Morgunblaðsins. EFTIR margra mánaða samn- ingaþjark hefur tekizt samkomu- lag i kjaradeilu kennarafélagi Færeyja og yfirvalda. Gerðir voru samningar til tveggja ára. Hans Trygvi Henriksen, formað- ur f færeyska kennarafélaginu, Foroya Lærarafelag, segir að með- altalshækkun launa samkvæmt nýja samningnum sé 12,54%. Hins vegar hækki lægstu launaflokkam- ir og byijunarlaun mun meira. Bavadra 14. maí sl. Samkomulag náðist þó milli tveggja andstæðra stjómmálaflokka um skipan bráða- birgðastjórnar, sem lyti forystu Iandsstjórans, Ratu Sir Penaia Ganilau. Bavadra var steypt af stóli að undirlagi innfæddra Fiji-manna, sem mislíkaði hlutur manna af ind- versku bergi í stjóm hans. Hinir sömu töldu engar líkur á að bráða- birgðastjómin fengi nokkm áorkað og tók herinn því af skarið í gær. Fylgismenn Rabuka höfðu meðal annars hótað því að grípa til nauð- synlegra ráðstafana til að koma í veg fyrir myndun hennar. Þegar Rabuka ávarpaði þjóðina í útvarpi í gær minntist hann hvergi á landsstjórann eða framtíð hans. Hann ítrekaði áform sín um að inn- fæddir eyjaskeggjar ættu að ráða lögum í landinu. Hann vill meðal annars tryggja þeim meirihluta í þingi. Innfæddir landsmenn em nú í minnihluta á Fiji en menn af ind- versku bergi í meirihluta. Siðferðisvandi Svía: Vígtól eingöngu seld fríðelskandi þjóðum Bofors-fallbyssur þykja ómissandi í sérhveiju vopnabúri. ALFRED Nobel fann upp dýn- amitið og stofnaði friðarverð- Iaunasjóðinn, sem við hann er kenndur, fyrir hagnað af fram- leiðslu þess. Landar hans, Svíar, eiga enn við svipaðan siðferðisvanda að glima. Þeir hafa lýst yfir hlutleysi og kveð- ast fylgjandi afvopnun. Hlut- leysisstefnan krefst öflugra varna enda hafa Svíar ekki átt í átökum allt frá því Napóleon var og hét. Hlutleysisstefnan krefst einnig vopnaframleiðslu en heimamarkaðurinn er of lítill og því þarf að selja fram- ieiðsluna til útlanda. Þörf sænska hersins fyrir vígtól vopnaframleiðenda er breytileg frá ári til árs. Bofors-fyrirtækið, sem er þekkt fyrir fallbyssur sínar og flugskeyti, verður að treysta á að það geti selt vopnin úr landi. Hið sama gildir um SAAB-fyrir- tækið, sem smíðar þotur, Hagg- lunds, sem framleiðir skriðdreka, og Kockums, sem sérhæfir sig í smfði kafbáta. Það er með öllu óraunhæft að krefjast þess af Svíum að þeir keppi ekki við aðra vopnafram- leiðendur. Vandinn er hins vegar sá að Svíar virðast sjálfir gera öldungis óraunhæfar kröfur. Þeir kveðast eingöngu selja frið- elskandi þjóðum vopn, sem ekki verði beitt. Forstjórar Bofors hafa verið leystir frá störfum og bíða niður- stöðu lögreglurannsóknar. Bofors er dótturfyrirtæki Nobel-sam- steypunnar og þótt fyrirtækið sé ekki í hópi helstu vopnaframleið- enda heims hefur það ákveðna sérstöðu sökum fallbyssna sem það framleiðir. Fallbyssum þess- um hefur nær undantekningar- iaust verið beitt í vopnuðum átökum ríkja allt frá árinu 1936. Á þessu sviði nýtur fyrirtækið svipaðrar virðingar og Hoover- fyrirtækið, sem framleiðir ryksug- umar góðu. Samviska og þjóðarhagnr Forráðamenn Bofors hafa við- urkennt að ríkjum við Persaflóa hafi verið seld flugskeyti. Annað dótturfyrirtæki Nobel hefur selt sprengiefni til fjölmargra ríkja. Sænskir stjómmálamenn standa á öndinni sökum þess að fullyrt hefur verið að sendimenn Bofors hafí mútað indverskum embættis- mönnum til að tryggja samning varðandi sölu á fallbyssum til Ind- lands. En framferði forráðamanna Bofors er ekki síður ávöxtur tvískinnungs sem einkennt hefur stefnu stjómvalda um alllangt skeið. Samkvæmt sænskum lögum er gmndvallarreglan sú að vopna- sala til erlendra ríkja er bönnuð. Þetta nægir til að friða samvisku stjómvalda. Undantekningamar eru aftur á móti til þess fallnar að þjóna þjóðarhag. Svíar kveðast telja að óháð ríki þurfí að geta varist líkt og þeir. Því er stjóm- völdum heimilt að veita útflutn- ingsleyfí svo framarlega sem viðkomandi ríki á ekki í vopnuðum átökum og ekki er talin hætta á að það dragist inn í átök. Þá er heimildin einnig bundin því skil- yrði að landsmenn eigi ekki í innbyrðis átökum og ekki sé unnt að beita vopnunum til að hafa í frammi mannréttindabrot. Þessar kröfur eiga við fæst þeirra 40 ríkja sem Svíar selja vopn, t.a.m. ríki Mið-Austurlanda. Á síðasta ári seldu sænsk fyrirtæki vopn úr landi fyrir 500 milljónir Banda- ríkjadala (um 20 milljarðar ísl. kr.). Svo virðist sem sænská ríkis- stjómin hafi ekki áeð neitt athugavert við að Singapore skyldi allt í einu vera orðið helsta viðskiptaland Svía á sviði vopna- kaupa. Ekki hefði þurft ítarlega rannsókn til að leiða í ljós að Sin- gapore hafði haft milligöngu um vopnasölu til Mið-Austurlanda. Vopnasala bönnuð? Fiat-fyrirtækið á Ítalíu og Vo- est-Alpine í Austurríki hafa einnig verið sökuð um að hafa selt írön- um vopn. En stjómmálamenn í viðkomandi löndum láta sér þetta í léttu rúmi liggja. Vopnaframleið- endur í Svíþjóð höfðu einnig vanist því að embættismenn litu undan þegar afla þurfti útflutnings- heimildar. Svo virðist sem for- ráðamenn Bofors hafi gripið til þess ráðs að smygla vopnum úr landi í lok áttunda áratugarins þegar í ljós kom að sænska ríkis- stjómin hugðist beita neitunar- valdi gegn samningum um sölu á flugskeytum til Bahrain og Dubai. Þær raddir hafa heyrst á sænska þinginu að stöðva beri alla vopnasölu til erlendra ríkja eða að takmarka beri hana ein- göngu við Norðurlönd. Ekki verður séð að þetta fyrirkomulag kæmi frekar að notum við að framfylgja stefnu yfírvalda en það sem nú er við lýði. Sænskir vopna- framleiðendur hafa leitað eftir viðskiptum erlendis og óskað eftir samþykki yfirvalda þegar gengið hefur verið frá samningum. Ef til vill verður fyrirtækjunum fram- vegis gert að leita fyrst eftir opinberu samþykki áður en samn- ingaviðræður um vopnsölu hefj- ast. Með þessu móti geta yfirvöld ef til vill komið í veg fyrir að vopnaframleiðendur nýti sér veil- ur í lögunum en skriffinskan sem þessu fylgir kann að koma sér illa fyrir stærstu fyrirtækin. Stytt og endursagt úr The Economist.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.