Morgunblaðið - 26.09.1987, Side 30

Morgunblaðið - 26.09.1987, Side 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 26. SEPTEMBER 1987 Olympíuleikarnir í Seoul: Samaranch hvetur komm- únistaríki til þátttöku Lausaime, Reuter. JUAN Antonio Samaranch, formaður Alþjóðaólympíu- nefndarinnar (IOC), lagði leið sína á fund íþróttaráðherra 19 kommúnistarílga, sem haldinn var í sovézku borginni Souk- houmi við Svartahaf, og hvatti þá til þess að stuðla að þátttöku viðkomandi ríkja í Ólympíuleik- unum I Seoul að ári. „Hann skoraði mjög kröftug- lega á viðkomandi ríki að taka þátt í leikunum," sagði Jose Sot- elo, talsmaður Samaranch. Norður-Kóreumenn hafa hótað að. hvetja til heimasetu kommúnist- arílga fái þeir ekki að halda hluta leikanna. Samaranch skýrði ráð- herrunum frá tilraunum IOC til að koma til móts við N-Kóreu- menn. Fyrir tilstuðlan IOC hafa Suður- o g Norður-Kóreumenn ræðst fjórum sinnum við og eru þeir fyrmefndu samþykkir því að nokkrar keppnisgreinar leikanna verði haldnar norðan vopna- hléslínunnar, þ.e. í Norður-Kóreu. Norðanmenn hafa ætíð hafnað málamiðlunartillögum IOC og sett jafnharðan fram nýjar kröfur um skiptingu leikanna. I Soukhoumi ræddi Samaranch einslega við Marat Gramov, for- mann Ólympíunefndar Sovétríkj- anna, en Sotelo kvaðst ekki geta greint frá þeim viðræðum. Samar- anch leggur allt upp úr því að ríkjablokkir hundsi ekki leikana í Seoul og í því skyni hefur hann óskað eftir fundi með Mikhail Svíþjóð: Forstjóri Fermenta lýstur gjaldþrota Stokkhólmi, Reuter. REFAAT el-Sayed, Egyptinn sem stofnaði fyrirtsekið Fermenta i Svíþjóð, hefur verið lýstur gjald- þrota eftir að hann samþykkti að hann gæti ekki greitt persónulegar skuldir, sem nema um 60 milþ'ónum dollara. Árið 1986 var el-Sayed talinn vera annar ríkasti maður Svíþjóðar og hann var kallaður „Svíi ársins" í Qöl- miðlum. Hann byggði fyrirtækið Fermenta á framleiðslu á einni tegund penisillíns, sem kom fyrirtækinu í fremstu röð í líftækniiðnaði í Evrópu, en brátt tók að halla undan fæti. Árið 1985 missti fyrirtækið af stór- um samningi við Volvo eftir að Refaat ei-Sayed viðurkenndi að hafa logið til um menntun sína. Þetta varð tii þess að verð á hlutabréfum í fyrirtækinu iækkuðu. Á árinu 1986 lækkaði hlut- ur í fyrirtækinu úr 325 sænskum kr. í 33 sænskar krónur. Fyrirtækið, sem hafði séð fyrir hagnað sem næmi 113 milljónum dollara árið 1986, tapaði á árinu 88 milljónum doliara. í desember 1986 var allt komið úr böndum og hluta- bréf félagsins hurfu af verðbréfa- mörkuðum. Bandaríska fyrirtækið Trans Res- urces Inc. (TRI) hefur nýverið gert tilboð í fyrirtækið. Gorbachev, aðalritara Kommúni- staflokks Sovétríkjanna. Fyrir tilstilli Bandaríkjamanna hundsuðu um 60 ríki Ólympíuleik- ana í Moskvu 1980 í mótmæla- skjmi við innrás Sovétmanna í Afganistan á jólunum 1979. Sov- étmenn hefndu þessa fjórum árum síðar með því að hundsa leikina í Los Angeles 1984 og fengu þeir 14 fylgiríki til liðs við sig. Á fundinum í Soukhoumi voru mættir íþróttaráðherrar Sovétríkj- anna, Austur-Þýzkalands, Kúbu, Búlgaríu, Ungverjalands, Víet- nam, Norður-Kóreu, Laos, Mongólíu, Póllands, Rúmeníu, Tékkóslóvakíu, Angólu, Afganist- ans, Mózambík, Kambódíu, Nicaragua, Suður-Jemen og Eþíópíu. Hinn 17. september, þegar ná- kvæmlega ár var í setningu leikanna í Seoul, sendi IOC form- legt boð til allra ríkja, sem aðild eiga að nefndinni, en þau eru 167 talsins, um þátttöku í leikunum. Hafa þau fjóra mánuði til að svara, eða til 17. janúar. Þrjú ríki hafa svarað boðinu; Vestur- Þýzkaland, Sviss og Sameinuðu arabísku furstadæmin. • • Onnur bylting1 hersins á Fiji Snva. Fiii. Rpntpr. Suva, Fyi, Reuter. SITIVENI Rabuka, yfirmaður herafla Fiji, tilkynnti í gær að herinn hefði tekið að nýju við landsstjórninni. Samkvæmt heimildum frá Fiji lögðu hermenn undir sig skrifstofur blaða og útvarpsstöðva. Einnig fjar- skiptadeild pósts og síma og var ógjömingur að ná talsambandi við Fiji af þeim sökum. Kreppa hefur verið í stjómmálum Fiji frá því herinn, undir forystu Rabuka, steypti stjóm Dr. Timoci Kennarar í Færeyjum semja til tveggja ára Þórshöfn, frá Snorra Halldórssyni, fréttaritara Morgunblaðsins. EFTIR margra mánaða samn- ingaþjark hefur tekizt samkomu- lag i kjaradeilu kennarafélagi Færeyja og yfirvalda. Gerðir voru samningar til tveggja ára. Hans Trygvi Henriksen, formað- ur f færeyska kennarafélaginu, Foroya Lærarafelag, segir að með- altalshækkun launa samkvæmt nýja samningnum sé 12,54%. Hins vegar hækki lægstu launaflokkam- ir og byijunarlaun mun meira. Bavadra 14. maí sl. Samkomulag náðist þó milli tveggja andstæðra stjómmálaflokka um skipan bráða- birgðastjórnar, sem lyti forystu Iandsstjórans, Ratu Sir Penaia Ganilau. Bavadra var steypt af stóli að undirlagi innfæddra Fiji-manna, sem mislíkaði hlutur manna af ind- versku bergi í stjóm hans. Hinir sömu töldu engar líkur á að bráða- birgðastjómin fengi nokkm áorkað og tók herinn því af skarið í gær. Fylgismenn Rabuka höfðu meðal annars hótað því að grípa til nauð- synlegra ráðstafana til að koma í veg fyrir myndun hennar. Þegar Rabuka ávarpaði þjóðina í útvarpi í gær minntist hann hvergi á landsstjórann eða framtíð hans. Hann ítrekaði áform sín um að inn- fæddir eyjaskeggjar ættu að ráða lögum í landinu. Hann vill meðal annars tryggja þeim meirihluta í þingi. Innfæddir landsmenn em nú í minnihluta á Fiji en menn af ind- versku bergi í meirihluta. Siðferðisvandi Svía: Vígtól eingöngu seld fríðelskandi þjóðum Bofors-fallbyssur þykja ómissandi í sérhveiju vopnabúri. ALFRED Nobel fann upp dýn- amitið og stofnaði friðarverð- Iaunasjóðinn, sem við hann er kenndur, fyrir hagnað af fram- leiðslu þess. Landar hans, Svíar, eiga enn við svipaðan siðferðisvanda að glima. Þeir hafa lýst yfir hlutleysi og kveð- ast fylgjandi afvopnun. Hlut- leysisstefnan krefst öflugra varna enda hafa Svíar ekki átt í átökum allt frá því Napóleon var og hét. Hlutleysisstefnan krefst einnig vopnaframleiðslu en heimamarkaðurinn er of lítill og því þarf að selja fram- ieiðsluna til útlanda. Þörf sænska hersins fyrir vígtól vopnaframleiðenda er breytileg frá ári til árs. Bofors-fyrirtækið, sem er þekkt fyrir fallbyssur sínar og flugskeyti, verður að treysta á að það geti selt vopnin úr landi. Hið sama gildir um SAAB-fyrir- tækið, sem smíðar þotur, Hagg- lunds, sem framleiðir skriðdreka, og Kockums, sem sérhæfir sig í smfði kafbáta. Það er með öllu óraunhæft að krefjast þess af Svíum að þeir keppi ekki við aðra vopnafram- leiðendur. Vandinn er hins vegar sá að Svíar virðast sjálfir gera öldungis óraunhæfar kröfur. Þeir kveðast eingöngu selja frið- elskandi þjóðum vopn, sem ekki verði beitt. Forstjórar Bofors hafa verið leystir frá störfum og bíða niður- stöðu lögreglurannsóknar. Bofors er dótturfyrirtæki Nobel-sam- steypunnar og þótt fyrirtækið sé ekki í hópi helstu vopnaframleið- enda heims hefur það ákveðna sérstöðu sökum fallbyssna sem það framleiðir. Fallbyssum þess- um hefur nær undantekningar- iaust verið beitt í vopnuðum átökum ríkja allt frá árinu 1936. Á þessu sviði nýtur fyrirtækið svipaðrar virðingar og Hoover- fyrirtækið, sem framleiðir ryksug- umar góðu. Samviska og þjóðarhagnr Forráðamenn Bofors hafa við- urkennt að ríkjum við Persaflóa hafi verið seld flugskeyti. Annað dótturfyrirtæki Nobel hefur selt sprengiefni til fjölmargra ríkja. Sænskir stjómmálamenn standa á öndinni sökum þess að fullyrt hefur verið að sendimenn Bofors hafí mútað indverskum embættis- mönnum til að tryggja samning varðandi sölu á fallbyssum til Ind- lands. En framferði forráðamanna Bofors er ekki síður ávöxtur tvískinnungs sem einkennt hefur stefnu stjómvalda um alllangt skeið. Samkvæmt sænskum lögum er gmndvallarreglan sú að vopna- sala til erlendra ríkja er bönnuð. Þetta nægir til að friða samvisku stjómvalda. Undantekningamar eru aftur á móti til þess fallnar að þjóna þjóðarhag. Svíar kveðast telja að óháð ríki þurfí að geta varist líkt og þeir. Því er stjóm- völdum heimilt að veita útflutn- ingsleyfí svo framarlega sem viðkomandi ríki á ekki í vopnuðum átökum og ekki er talin hætta á að það dragist inn í átök. Þá er heimildin einnig bundin því skil- yrði að landsmenn eigi ekki í innbyrðis átökum og ekki sé unnt að beita vopnunum til að hafa í frammi mannréttindabrot. Þessar kröfur eiga við fæst þeirra 40 ríkja sem Svíar selja vopn, t.a.m. ríki Mið-Austurlanda. Á síðasta ári seldu sænsk fyrirtæki vopn úr landi fyrir 500 milljónir Banda- ríkjadala (um 20 milljarðar ísl. kr.). Svo virðist sem sænská ríkis- stjómin hafi ekki áeð neitt athugavert við að Singapore skyldi allt í einu vera orðið helsta viðskiptaland Svía á sviði vopna- kaupa. Ekki hefði þurft ítarlega rannsókn til að leiða í ljós að Sin- gapore hafði haft milligöngu um vopnasölu til Mið-Austurlanda. Vopnasala bönnuð? Fiat-fyrirtækið á Ítalíu og Vo- est-Alpine í Austurríki hafa einnig verið sökuð um að hafa selt írön- um vopn. En stjómmálamenn í viðkomandi löndum láta sér þetta í léttu rúmi liggja. Vopnaframleið- endur í Svíþjóð höfðu einnig vanist því að embættismenn litu undan þegar afla þurfti útflutnings- heimildar. Svo virðist sem for- ráðamenn Bofors hafi gripið til þess ráðs að smygla vopnum úr landi í lok áttunda áratugarins þegar í ljós kom að sænska ríkis- stjómin hugðist beita neitunar- valdi gegn samningum um sölu á flugskeytum til Bahrain og Dubai. Þær raddir hafa heyrst á sænska þinginu að stöðva beri alla vopnasölu til erlendra ríkja eða að takmarka beri hana ein- göngu við Norðurlönd. Ekki verður séð að þetta fyrirkomulag kæmi frekar að notum við að framfylgja stefnu yfírvalda en það sem nú er við lýði. Sænskir vopna- framleiðendur hafa leitað eftir viðskiptum erlendis og óskað eftir samþykki yfirvalda þegar gengið hefur verið frá samningum. Ef til vill verður fyrirtækjunum fram- vegis gert að leita fyrst eftir opinberu samþykki áður en samn- ingaviðræður um vopnsölu hefj- ast. Með þessu móti geta yfirvöld ef til vill komið í veg fyrir að vopnaframleiðendur nýti sér veil- ur í lögunum en skriffinskan sem þessu fylgir kann að koma sér illa fyrir stærstu fyrirtækin. Stytt og endursagt úr The Economist.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.