Morgunblaðið - 26.09.1987, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 26.09.1987, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 26. SEPTEMBER 1987 51 Ingigerður aflaði sér bóksölurétt- inda meðan hun átti heima í Dalsseli og dreifði þaðan bókum, einkum eftir pöntun. Á Reykjavíkurárum sínum hafði hún bóksölu á heimili sínu. Með þessu efldi hún bók- menntasmekk sinn og þekkingu. Ingigerður hélt úr föðurhúsum árið 1947. Hún settist að á Ránar- götu 7 í húsi því er bræður hennar Leifur og Ólafur höfðu þá fyrir tveim árum fest kaup á. Það hús var um skeið fjögurraíbúða hús- næði Dalsselssystkina, er stofnað höfðu heimili, auk Ingigerðar sem bjó þar einhleyp. Ingigerður réðst til skrifstofu- starfa í Reykjavík og undi vel sínum ’nlut og starfi. Hún naut trausts yfirboðara sinna og var vinsæl meðal starfsfélaga. Hún eignaðist góðar og tryggar vinkonur með líkan skoðana- og umræðuferil. Þær stofnuðu með sér afþreyingarfé- lagsskap (saumaklúbb) með léttu húmorísku ívafi. Þá greip Ingigerð- ur gjaman í píanó sitt og lék létt lög af fingrum fram. Þær félags- systur sóttu oft leikhús og tónleika. Ingigerður var fyrirhyggjusöm í fjármálum, ráðdeildarsöm, stál heiðarleg og mátti ekki vamm sitt vita. Hún eignaðist íbúð við lok sjötta áratugarins, sem hún notaði ekki í eigin þágu, en bjó jafnan í leiguhúsnæði á Ránargötu 7. Hún seldi íbúð sína er hún fluttist frá Reykjavík. Ingigerður var gestrisin, góð heim að sækja og greiddi götu margra, er til hennar leituðu, skyldra sem vandalausra. Hún var ávallt veitandi á Reykjavíkurámm sínum, þrátt fyrir vanheilsu á seinni árum þar. Á sjöunda áratugnum höfðu systkini hennar er fyrst bjuggu á Ránargötu 7 fært búsetu sína all- langt frá miðborginni og sum flutt í önnur byggðarlög. Valdimar bróð- ir hennar hafði byggt sér nýbýli í Miðeyjarlandi í Austur-Landeyjum og hlaut það nafnið Grenstangi. Það er staðsett allnokkuð í vestur frá Dalsseli. Þar nýtur sín vel hinn víði og fagri fjallahringur, svo sem í Dalsseli. Á árinu 1975, þegar Valdi- mar hafði fyrir nokkru komið þar upp góðum húsakosti sýndu hann og Þuríður, kona hans, Ingigerði þá góðvild að taka hana inn á heim- ili sitt. Var hún þá lítt fær til sjálfsbjargar sökum vanheilsu. Börn þeirra hjóna sýndu Ingigerði mikla vinsemd og umhyggju. End- urheimti Ingigerður þar heilsu sína að miklum mun og naut þess að hafa nú aftur fyrir augum alla daga hinn fagra fjallahring sem á bernskuslóð fyrrum. Þar dvaldi Ingigerður í 6 ár, eða þar til hún á vordögum 1981 fór til vistar á Dvalarheimilinu Lundi. Þar fór vel um hana, og hafði hún þar lengst af snoturt sérherbergi, fumviði klætt. Hún stytti sér stundir með því að grípa í harmónikku sína og setja saman vísur. Með hressu og velhugsandi samvistarfólki naut hún þess að sitja við spil ásamt öðru því er í boði var á þessu hlý- lega og manneskjulega dvalar- heimili. Þar á bökkum Ytri-Rangár, hinnar blátæru bergvatnselfu, féll hið volduga tjald er skilur þá gengnu frá þeim er cftir standa. í hugans geymd kemur mynd á skjá: Fyrir nær 40 árum nýt ég þess að liggja á mjúkri baðströnd, þar sem smágerðar öldur Eyrar- sunds kitla hvíta sandströnd. Þar úti fór einn á sundi með öðrum hætti en danskir. Hann nálgaðist með hröðum, vel þjálfuðum sund- tökum og sté á land háreistur og vel á sig kominn. Þetta var Leifur Auðunsson frá Dalsseli, strandfé- lagi minn þann dag. Þegar ég hafði orð á fegurð umhverfisins svaraði Leifur að bragði: „Ég á eftir að sýna þér fjöllin mín.“ Rúmu ári síðar sýndi Leifur mér æskuheimili sitt og fjöllin sín. Ég naut fegurðar og samræmis fjallanna þegar hann ók með mig í Dalsselsjeppa meðfram Eyjafjöllum. Við eystri mörk þeirra er beygt var til vinstri blasti Skóga- foss við. Þá sagði Leifur: „Hér sýni ég þér djásn Rangárþings og göngum við nú hljóðir að fossinum, þar eiga menn óskastund." Nú hafa raddir þeirra Dalssels- systkina hljóðnað hver af annarri, en tregablandnir, sefandi tónar fossins halda áfram undir lögmáls- stjórn hinnar voldugu sköpunar fyrir sjáandi augum og minna á mátt sinn og göfgandi fegurð. Konráð Bjarnason, Öldutúni 18. SVAR MITT eftir Billy Graham Eg kemst ekki í guðshús Ég beinbrotnaði fyrir nokkrum mánuðum og á mjög erfitt um gang, jafnvel með hækju. Ég finn til sektarkenndar af því að ég get ekki farið í guðshús en eg er varla ferðafær. Heldur þú að Guð sýni mér biðlund þó að ég sæki ekki kirkju? Guð veit hvernig komið er fýrir þér, og hann þekkir líka hjarta þitt. Hann veit hvort þú átt raunverulega erfitt með að komast í guðshús og þráir af einlægni að tilbiðja hann. Þú hefur því enga ástæðu til að hafa vonda samvisku þó að þú getir ekki farið vegna meiðsla þinna. Þó ættir þú að nota hvert tækifæri sem þér gefst til að styrkjast í samfélaginu við Krist og tilbiðja hann eins og ber. Guðræknisstund- ir eru td. í útvarpi og sjónvarpi. Þær eiga ekki að koma í staðinn fyrir að fara þangað sem orð Guðs er haft um hönd þegar þú kemst aftur á kreik, en þú getur öðlast hvatningu og styrk fyrir hjálp Guðs með því að leggja við hlustir. Svo vona ég að þú gerir þér far um að halda sem bestum tengsl- um við hina trúuðu vini þína. Láttu þá vita um áhyggjuefni þitt. Ef til vill hafa einhveijir þeirra tök á að líta til þín reglulega. Við þörfn- umst samfélags við kristna menn, eins oft og því verður við komið. Þess vegna nægir okkur ekki að hlusta á guðsþjónustu í útvarpi. Jafnvel þegar Páll postuli var í fangelsi í Róm fagnaði hann heim- sóknum trúsystkina. Hann vissi að hann mátti ekki fara á mis við þetta samfélag við trúað fólk. Annað atriði vild ég líka leggja áherslu á. Vera má að þér fínnist „þú til lítils nýt þennan tíma meðan sjúkleiki hamlar þér svo mjög sem raun ber vitni. Þú ert ófær um að gera ýmislegt sem þú lagðir stund á að jafnaði, m.a. það sem þú leystir af hendi meðal kristna fólksins. En þetta er misskilningur. Ef til vil ætlar Guð þér að sinna ann- ars konar verkefnum um tíma, t.d. að lifa bænalífi. Biður þú reglulega fýrir forstöðumanni safnaðar þíns? Nefnir þú þá á nafn sem koma til að hlusta á orðið? Biður þú fyrir kristniboðum og predikurum sem kunngjöra fagnaðarerindið? AF ERLENDUM VETTVANGI eftir PÁL ÞÓRHALLSSON Pólitískt hneyksli í Schleswig-Holstein ÚRSLIT í fylkiskosiiingum í Scleswig-Holstein í Vestur-Þýska- landi sunnudaginn 13. september hafa fallið í skuggann af pólitísku hneyksli. I grein sem timaritið Der Spiegel birti fyrir- fram, daginn fyrir kosningarnar, er því haldið fram að Uwe Barschel, leiðtogi Kristilegra demókrata (CDU) og forsætisráð- herra í fylkinu, hafi gerst sekur um umfangsmikla ófrægingar- herferð á hendur mótframbjóðanda sínum úr flokki jafnaðar- manna (SPD), Björn. Engholm. Siðan þá hafa fjölmiðlar birt hverja söguna annarri svæsnari af rógherferðinni sem stjórnað var úr forsætisráðuneytinu í Schleswig-Holstein. Þetta leiddi til þess að Barschel sagði af sér í gær. Tímaritið greindi frá eiðsvar- inni yfirlýsingu ReinerS Pfeiffer, eins af blaðafulltrúum forsætisráðuneytisins í Schles- wig-Holstein og stjórnanda aðgerða. Pfeiffer þykir þó ekki mjög áreiðanlegt vitni því hann hefur í starfi og einkalífi ekki þótt mjög ábyrg persóna. Sam- kvæmt yfirlýsingunni lét Pfeiffer að skipan yfirmanns síns, Barsc- hels, leynilcgreglumenn fylgjast grannt með ferðum mótframbjóð- anda Barschels, Björns Engholm, í þeirri von að hægt væri að sýna fram á að hann væri hommi. Einn- ig á Barschel að hafa sjálfur gert uppkast að nafnlausu bréfi sem sent var skattyfirvöldum. I bréf- inu er Engholm saklaus borinn þurigum sökum um skattsvik og eru ákærurnar studdar tilvitnun- um í skattskýrslur Engholms sem eiga að vera trúnaðarmál. I þriðja lagi segir Pfeiffer að Barschel hafi beðið sig um að koma hle- runartækjum fyrir í símtæki Barschels rétt áður en opinberir eftirlitsmenn kæmu á staðinn til hefðbundinnar leitar fyrir kosn- ingarnar. Til stóð að kenna jafnaðarmönnum um hleranirnar. Pfeiffer segir að sér hafi þá þótt nóg komið og ákveðið að ljóstra öllu upp. í upphafi neitaði Uwe Barschel þessum ásökunum en í síðustu viku viðurkenndi hann að hafa sjálfur skrifað uppkastið að bréf- inu til skattyfirvalda en segist ekki muna svo glöggt hver til- gangurinn með skriftunum hafi verið. I gær var svo tilkynnt að Barschel hefði sagt af sér forsæt- isráðherraembætti. Hvorum skal trúað Barschel eða Pfeiffer? Menn spytja nú sjálfa sig hver segi sannleikann — Reiner Pfeif- fer eða Uwe Barschel. Og er tímaritið fallið í sömu gryfju og Stern er það birti falsaðar dag- bækur Hitlers eða hefur það rétt einu sinni gegnt sjálfskipuðu hlut- verki sínu sem bijóstvörn lýðræð- isins? Er um nýtt pólitískt hneyksli að ræða eða fjölmiðlafár? Vfst er að flest styður lýsingu Pfeiffers á herferðinni gegn Engholm en ekki er Ijóst hvort hann átti sjálfur upptök að öllu saman eða hvort Barschel sjálfur stóð þar að baki. Upp úr dúrnum hefur líka kom- ið að ráðuneytisstarfsmenn stóðu á bak við falsaða yfirlýsingu frá græningjum sem send var dag- blaði í Lúbeck í vor. I yfirlýsing- unni var sagt frá því að Engholm hefði nýverið látið skíra sig til kristinnar trúar til þess -að eiga betri möguleika í kosningabarát- tunni. Flokksmaður græningja sem skrifaður var fyrir yfirlýsing- unni sagðist ekki kannast við þessi skrif og í síðustu viku kom í ljós að bréfið átti rætur að rekja til ráðuneytis Uwe Barschels. Én bragðið hafði tilætluð áhrif því í brýnu sló milli græningja og jafn- aðarmanna og íjölmiðlar gerðu sér mat úr „skinhelgi“ Engholms. Greinin í Der Spiegel sem fjaðrafokinu olli virtist í upphafi byggjast eingöngu á framburði eins manns, Reiners Pfeiffer. Margir draga eiðfestan vitnisburð hans í efa því maðurinn á skraut- lega fortíð. Síðan hefur ritari Pfeiffers stutt framburð hans og segist hún hafa orðið vitni að símtali Pfeiffers og Barschels þar sem Barschel útlistaði áætlunina um símhleranirnar. Skrautleg fortíð Pfeiffers Pfeiffer gat sér fyrst frægð sem óprúttinn blaðamaður sem einskis sveifst ef um æsilegar fréttir var að ræða. Hann þótti koma vel fyrir sig orði og vann á tímabili fyrir sér með því að flytja líkræður. Hann starfaði lengst af að útgáfumálum fyrir kristilega demókrata í Bremen. Árið 1983 var hann dæmdur fyrir meiðyrði vegna þeirra ummæla sinna um kennslukonu nokkra að hún hellti áfengi í nemendur sína til að eiga auðveldara með að innræta þeim kommúnisma. í janúar á þessu ári réð Uwe Barschel, forsætisráðherra Schleswig-Holstein, Pfeiffer til sín sem ráðgjafa í kosningabarát- tunni. Pfeiffer á meðal annars að hafa ráðlagt Barschel að brosa meira og hrista fleiri hendur. Pfeiffer hefur átt í erfiðleikum vegna áfengisneyslu og óreiðu á fjármálum sínum. Eitt er víst að kristilegir demókratar hafa ekki vandað valið á starfsmanni sínum og ógæfulegri pólitískan hand- langara getur vart. Der Spiegel hefur einnig hlotið ámæli fyrir að slá upp frétt sem reist væri á svo ótraustum grunni. Aðrir hafa látið svo ummælt að í átta mánuði hafi forsætisráðuney- tið í Kiel ekki þjónað fylkinu eins og því er ætlað heldur verið vett- vangur bellibragða manns sem J.R. gæti lært ýmislegt af. Barsc- hel á jafnvel að hafa gengið svo langt að notfæra sér gagnabanka lögreglunnar t.il þess að grafa upp minniháttar lögbrot pólitískra andstæðinga sinna eins og til dæmis ölvunarakstur helsta kep- pinautar síns á hægri væng stjórnmálanna fýrir átta árum. Barschel neitar slíkum ásökun- um en staðhæfingar hans þykja fremur ósannfærandi og fleiri spurningar vakna en svarað er. Af hvetju krafðist hann þess ekki að dreiflng tímaritsins yrði stöðv- uð? Af hveiju greip hann ekki til neinna þeirra lagalegu ráða sem í hans valdi stóðu? Hann lét það einnig dragast að koma fram op- inberlega til að skýra sinn mál- stað. Barschel hefúr haft á sér yfirbragð hins óflekkaða upp- streymismanns. Hann er tvöfaldur doktor og gengur í flokknum und- ir nafninu „Baby Doe Doc“. Og menn spyija sig hví í ósköpunum hann valdi Reiner Pfeiffer til að stjórna aðgerðum en honum var á yfirborðinu ætlað fremur lítið hlutverk; að fylgjast með straum- um og hræringum í fjölmiðlum á kosningaári. Der Spiegel hefur svar á reiðum höndum og segir Barschel hafa vitað nákvæmlega að Pfeiffer væri rétti maðurinn fýrir alls kyns myrkraverk. Barschel segir af sér Barschel hefur sem fyrr segir sagt af sér forsætisráðherraemb- ætti en áður hafði hann neitað öllum ásökununum og kært tíma- ritið og Pfeiffer sem reyndar var rekinn daginn eftir kosningarnar. Barschel og Engholm hafa báðir farið fram á að rannsóknarnefnd á vegum fylkisþingsins í Schles- wig-Holstein fari ofan í kjöl málsins. í öllu fjaðrafokinu hefur per- sóna þess sem sverta átti fallið í skuggann. Ljóst er að vopnin hafa snúist í höndum þeirra sem stóðu fyrir ófrægingarherferðinni. Þær raddir sem kröfðust afsagnar Barschels voru orðnar mjög há- værar því jafnvel þó að hann væri ekki persónulega ábyrgur bæri honum skylda til að taka afleiðingum þess að svakalegustu, pólítísku ófrægingarherferð í sögu Vestur-Þýskalands skuli hafa verið stjórnað úr forsætis- ráðuneytinu. Reiner Pfeiffer, vitnið sem felldi Uwe Barschels af stóli forsætis- ráðherra í Schleswig-Holstein.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.