Morgunblaðið - 26.09.1987, Side 54

Morgunblaðið - 26.09.1987, Side 54
54 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 26. SEPTEMBER 1987 félk f fréttum Frakkland: Odýrt að skreppa í sólbað í helgarinnkaupunum á er veturinn að ganga í garð, og hætt við að þeir sem ekki hafa ráð á Rímíní-ferðum verði fölir og ræfilslegir í skammdeginu, eftir að sumarbrúnkan hefur flagnað af þeim. í Frakklandi hafa menn fundið upp ráð til að bæta úr þessu vandamáli á ódýran og handhægan hátt, en þar hafa sprottið upp sólbaðsklefar í stór- mörkuðum, þar sem hægt er að fá sér smáskammt af útfjólubláum geislum á andlitið fyrir lítinn pen- ing, á meðan menn gera upp hug sinn hvort það eigi að kaupa fiski- bollur eða svið í helgar- matinn. Tíu mínútna geislun kostar rúmar 100 íslenskar krónur, og svartar augnhlífar kosta svo annað eins. Fólk í fréttum bíður spennt eft- ir að einhver útsjónarsamur íslendingur sjái sér leik á borði og flytji svona klefa til landsins. Hver veit nema að við eigum eftir að sjá biðröð af litlausum mörlönd- um fyrir framan sólbaðsklefa í Kringlunni áður en langt um líður? „Ætti ég að hafa grillaðan kjúkling í kvöld?“ gæti konan í sólbaðsklefanum verið að hugsa. Morgunblaðið/Theódór Unnur Bergsveinsdóttir (t.v.) og Sigrún Bjarnadóttir, ásamt nokkrum verka sinna. Upprenn- andi lista- konur Þær stöllur Unnur Bergsveins- dóttir og Sigrún Bjarnadóttir eru ekki ýkja gamlar, en þær héldu sína fyrstu málverkasýn- ingu úti í góða veðrinu á Borgar- nesi í sumar. Þær eru mjög afkastamiklar í list sinni, því þær sögðust hafa málað flest verkin daginn fyrir sýninguna. Verkin voru öll til sölu, og var verðið á bilinu 150 til 200 krónur fyrir málverkið - góð kaup þar - enda seldust þau vel. Einar Guðmann spennir vöðvana á íslandsmótinu. Morgunblaðið/Ingóifur Vaxtarrækt er ákveðinn lífsstíll -segir Einar Guðmann, íslandsmeistari unglinga Hér á landi er nú vaxandi áhugi á vaxtarrækt, og eflaust dreymir marga um að líta út eins og vöðvafjallið hér á myndunum. En það þarf meira að koma til en áhuginn ti! að ná toppárangri í vaxt- arrækt, eins og fram kemur í eftirfarandi viðtali við Einar Guð- mann, Islandsmeistara unglinga í vaxtarrækt 1987. Einar er frá Akureyri, og hann er aðeins tvítugur að aldri, en það eru samt fimm ár síðan hann keppti á sínu fyrsta móti, sem haldið var í skemmtistaðnum Broadway; en það var jafnframt fyrsta íslandsmó- tið í vaxtarrækt sem haldið var. Einar var þá búinn að æfa lyftingar um skeið, en þátttakan í íslands- mótinu varð til þess að hann hætti alveg í lyftingunum, og hellti sér út í vaxtarræktina. Framfarir Einars hafa verið stórstígar. Á fyrsta móti sínu var hann aðeins 63 kíló að þyngd, og árangurinn eftir því, þremur árum síðar hafði hann bætt á sig 11 kíló- um, og í dag er Einar 94 kíló í keppnisformi. Rétt matarræði er ein aðalástæðan fyrir velgengni Einars, og hann segir að árangur sinn byggist 60-70% á því hvemig fæð- unni er háttað. Einar lærði næring- arfræði í eitt ár, og batnaði árangur hans mikið eftir það. Fyrir keppni þarf vaxtarræktar- maðurinn að ná af sér allri fitu, og það var ekki auðvelt fyrir fyrsta mótið, að sögn Einars. Það er ekki nóg með að menn þurfi að borða mjög lítið, heldur verða menn að brenna sem flestum hitaeiningum með ströngum æfingum og hlaup- um. Nú orðið er það orðið mjög auðvelt fyrir Einar að ná sér fitu- lausum, enda verður allt auðveldara með reynslunni. Einar telur að vaxtarrækt komi aldrei til með að njóta eins mikillar athygli og t.d. boltaíþróttir. Aðalá- stæðan fyrir því væri sú að vaxtar- rækt væri of erfíð fyrir þorra fólks. Það er ekki nóg að fara inn á æf- ingastöð og æfa þar þrisvar í viku, sagði Einar, því því allur manns lífsstíll snýst um vaxtarræktina, reyndar mætti segja að vaxtarrækt sé í raun ekki annað en ákveðinn lífsstíll. Menn þurfa að lifa mjög reglusömu lífí, og hafa mikinn sjálf- saga, til að ná einhveijum árangri í vaxtarrækt, sagði Einar. En þó að vaxtarrækt næði aldrei almenn- um vinsældum, þá ætti almenn líkamsrækt, þar sem menn gætu ráðið lengd og erfiði æfinganna, að geta náð miklu meiri vinsældum en hún nýtur í dag. ifc 1 [«1 | -éfe : f* i já

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.