Morgunblaðið - 26.09.1987, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 26.09.1987, Blaðsíða 50
50 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 26. SEPTEMBER 1987 Minning: IngigerðurA. Auðuns dóttirfrá Dalseli Fædd 17. september 1909 Dáin 16. september 1987 Margar góðar minningar leita nú á hugann þegar elskuleg föðursyst- ir og vinkona er kvödd. Ingigerður átti sinn þátt í því að gera æskuár okkar systkinanna ánægjuleg. Á Ránargötu 7, þar sem hún bjó á heimili okkar um árabil, áttum við eldri systkinin svo margar yndisleg- ar stundir með henni. Herbergi hennar hafði sérstakt aðdráttarafl fyrir okkur og þangað vorum við alltaf velkomin. Þar inni voru marg- ir faliegir munir sem litlar hendur fýsti að handfjatla, þar stóð líka fallega útskorna píanóið hennar sem hún spilaði svo oft á og vegg- imir voru þaktir bókum. Þama inni áttum við marga góða stund er við sátum við spil, spjall eða bókalest- ur, en Ingigerður kenndi okkur snemma að handfjatla bækur með virðingu. Það var líka ósjaldan sem við gleymdum okkur við að hlusta á hana segja frá æskuárum sínum heima í Dalseli, en hún hafði frá mörgu skemmtilegu að segja. Ófáar voru þá líka gönguferðimar með henni um nágrennið og þá var oft gott að lauma litlum lófa í hlýja og styrka hönd hennar, ef eitthvað hræddi litla bamssál. Aðfangadags- kvöldin eru okkur sérstaklega minnisstæð er hún birtist í gervi jólasveinsins og lék á als oddi. Já, það var oft glatt á hjalla á Ránargötunni og þegar við fluttum burtu gegndi Ránargatan áfram mikilvægu hlutverki, því hjá Ingi- gerði var mótsstaður allra ættingja og vina. Þangað var gott að koma og létta á áhyggjum sínum og spjalla saman yfir kaffibolla og öðrum góðgjörðum. Þegar hún tók að eldast hagaði svo til að foreldrar okkar tóku hana til sín og nú svo nærri æskustöðvun- um. Enn var herbergi Ingigerðar aðdráttarafl með öllum hennar fjár- sjóði og enn sagði Ingigerður sögur og dró fram spilin og nú miðlaði hún þekkingu sinni til okkar sem ynjrst erum og enn vom í föður- húsum. Einnig kynntust bömin okkar eldri systkinanna henni vel er þau dvöldu oft sumarlangt þar eystra. Þannig fengum við öll að njóta elsku hennar og hlýju. Nú er of seint að þakka henni sjálfri alla hlýjuna og umhyggju- semina, en við þökkum Guði fyrir þær stundir sem við áttum með henni. Nú er hún komin heim til Eyjafalla, fjallanna sem hún unni svo mjög. Við kveðjum hana með broti úr Jfjóði Leifs heitins bróður hennar, Óður til Eyjafalla: Ala vil ég aldur minn undir þínum fógru tindum. -Þig að líta sérhvert sinn, silfurskæran jökulinn, þar ég mestan fögnuð fínn, ftó í töfraríkum myndum. Ala vil ég aldur minn undir þínum fógru tindum." Auðunn, Kristjana Unnur, Guðlaug Helga, Svandís Regína, Sólrún Björk, Ingj- aldur, Dagný Ágústa, Bryndís Sunna. Þann 16. þ.m. lést á Dvalar- heimilinu að Lundi á Hellu Ingigerð- ur Anna Auðunsdóttir, degi fyrir sjötugasta og áttunda afmælisdag sinn. Þegar hún er í dag borin frá Stóradalskirkju til hinstu hvíldar við rætur sinna kæru Eyjafjalla finn ég sterka hvöt til þess að minnast hennar. Hún var mágkona mín, sem um langt skeið skipaði, í sterkum og litríkum persónuleika sínum, virðingar- og heiðurssess innan systkinafjölskyldna sinna. Ég vildi gjaman reyna að varpa nokkurri birtu jrfír fölnandi minningu um áður vel- og víðþekkt heimili for- eldra hennar, tengdaforeldra minna, sem ég á óendanlegar þakk- ir að gjalda, af því að ég naut á minni lífsvegferð samfylgdar jmgstu dóttur þeirra, er bar til hinstu stundar mannkosti og per- sónutöfra frá góðerfð í móður- og föðurættum. Ingigerður Anna var fædd 17. september 1909 að Dalsseli í Vest- ur-Eyjafjallahreppi. Foreldrar hennar voru Guðlaug Helga Haf- liðadóttir og Auðun Ingvarsson kaupmaður og bóndi í Dalsseli. Látum nú séra Jón Guðjónsson, preest að Holti undir Eyjafjöllum, bregða upp mynd af æskuheimili Ingigerðar, þegar hann minntist Guðlaugar Helgu, en hún lést fyrir aldur fram við áramót 1941—42: „Það er alkunna að í Dalsseli hefur um 40 ára skeið búið stórbrot- inn áhuga- og athafnamaður og Dalsselsheimilið er löngu víðfrægt fyrir höfðingsbrag. Svo mjög sem heimilisfaðirinn hefur sett sitt mót á það heimili, hefur það engu að síður borið svip húsmóðurinnar. Með mannkostum sínum, ráðdeild, örlæti og ljúflyndi átti hún sinn stóra hlut í að gera garðinn fræg- an. Dalssel var í þjóðbraut til skamms tíma. Var þá í Dalsseli oft margt gesta og gangandi. Það er löngu kunnugt þessari þjóð hvemig þau Dalsselshjónin tóku á móti gestum sínum, hveijum sem að garði bar. Þau voru samhent í rausn og kærleika. Fyrir því hefur svo margur minnst þessa heimilis með svo miklum hlýhug sem raun ber vitni og gjörir ekki síst nú, þegar hennar er minnst, sem var önnur stoð þess.“ Guðlaug Helga var fædd 17. jan- úar 1877 að Fjósum í Mýrdal. Hún var Hafliðadóttir bónda þar, Narfa- sonar frá Lunansholti á Landi, Jónssonar, Þorsteinssonar og konu hans, Guðrúnar Þorsteinsdóttur, en langamma hennar í föðurætt var Karítas á Vatnsskarðshólum, dóttir Þórunnar Hannesdóttur Scheving og fyrri manns hennar, Jóns Vig- fússonar klausturhaldara að Reyn- isstað, er átti að móður Helgu, alsystur Þórdísar í Bræðratungu, Jónsdóttur biskups Vigfússonar á Hólum. Móðir Guðrúnar húsfreyju að Fjósum var Helga Þórðardóttir bónda á Hvammi undir Eyjafjöllum. Langafi Þórðar í Hvammi var Brynjólfur sýslumaður á Hlíðarenda í Fljótshlíð, Þórðarsonar biskups í Skálholti, Þorlákssonar. Auðun var fæddur 6. ágúst 1869 að Neðra-Dal í Dalssókn, sonur Ingvars Hallvarðssonar bónda þar og Ingibjargar húsmóður þar, Samúelsdóttur bónda að Tjörnum, Pálssonar hins dverghaga hugvits- manns og bónda að Syðstu-Mörk, Hamragörðum og að Urriðakoti við Hafnarfjörð, Ámasonar skálds í Dufþakshoíti, Egilssonar prests að Útskálum, Eldjámssonar. Séra Eg- ill var albróðir séra Hallgríms prests á Grenjaðarstað, langafa Jónasar Hallgrímssonar skálds og náttúm- fræðings. Föðurmóðir Auðuns var Ingibjörg Jónsdóttir, hreppstjóra og stórbónda í Stóm-Mörk, Guð- mundssonar. Jón í Stóm-Mörk var dóttursonur séra Ólafs Thorlaciusar prests í Stóra-Dalssókn er var beinn afkomandi Þorláks biskups Skúla- sonar á Hólum. Það bar vott um framsækni Auð- uns að hann hóf að halda dagbók yfir árið 1885, þá 16 ára og hélt því áfram nær óslitið næstu fímmtíu ár. Ungur nam hann að smíða spæni og binda inn bækur og nutu þess sveitungar hans og nærsveitungar. Hann færði innheimtuskrár yfír þóknanir fyrir verk sín. Þann 1. desember 1905 gaf þá- verandi sýslumaður Rangæinga, Einar Benediktsson, út verzlunar- leyfi til handa Auðuni Ingvarssjmi bónda í Dalsseli. Auðun tefldi djarft til vinnings. Hann tók stórlán hjá kaupmanni í Vestmannaeyjum og festi kaup á timburvið miklum, ásamt tilheyr- andi húsgerðarvamingi, sem fluttur var upp að hinni sendnu brimströnd austan Markarfljóts með vélknúð- um 9 tonna bátum er drógu viðinn í flotbúntum. Á land komnum var viðnum skipt í kljrf til burðar á hestum. Ekki var hægt að hafa hestana í lest vegna hinna löngu dráttarklyfja og því varð að reka þá vestur yfir Markarfljótið. Þetta var á vordögum 1907 og vakti at- hygli á sínum tíma. Reis þá af grunni í Dalsseli tvílyft timburhús, hannað af smið í Vestmannaeyjum og byggt af kunnáttumönnum. Var hús þetta, sem einnig var verzlunar- húsnæði, talið stærsta og vegleg- asta hús i sýslunni. Voru nú öll skilyrði til staðar í Dalsseli til marg- þættra athafna og umsvifa hús- bóndans og hinnar mannkostamiklu húsfreyju til móttöku á gestum sínum „af örlæti og ljúflyndi, hverj- um sem að garði bar“. Ingigerður var 5. bam foreldra sinna og naut á uppvaxtarárum sínum betri bamafræðslu og menntunaruppeldis en þá var títt. Auðun tók ágæta heimiliskennara handa bömum sínum og lagði jafn- framt til húsnæði undir bama- fræðslu sveitunga sinna. Þá bárust inn á Dalsselsheimilið, fyrr en annarsstaðar þar í sveit, hugljúfir hljómlistarstraumar sem áttu greiðan aðgang að tilfinninga- gerð og tónhneigð Ingigerðar sem og til annarra Dalsselsbama. Þar átti Markús, fyrrikonubam Auðuns, hlut að máli. Fyrri kona Auðuns, móðir Markúsar, var Guðrún Sig- urðardóttir bónda á Seljalandi, Sigurðssonar. Föðurmóðir hennar var Ingibjörg húsfreyja á Barkar- stöðum í Fljótshlíð alsystir séra Tómasar Sæmundssonar prófasts á Breiðabólsstað í Fljótshlíð. Auðun missti Guðrúnu konu sína á öðm hjúskaparári þeirra á Seljalandi, 13. apríl 1899. Markús var fæddur 17. nóvember 1898. Hann ólst upp hjá föður sínum og fósturmóður í Dalsseli. Hann var snemma bráðger til hug- ar og handa og var eftirlæti föður síns, dáður af systkinum sínum og sveitungum. Hann hóf nám í ljós- myndun og orgelleik. Hann náði með ólíkindum góðum tökum á org- eli því sem faðir hans gaf honum og spilaði á það albúmútfærslur klassískra tónbókmennta. Ingigerður hændist ung að hijóð- færinu og naut tilsagnar bróður síns og gat síðar miðlað öðrum þar af. Svo var og með Leif bróður hennar. Síðar hrifust þau systkin, Ingigerður og Leifur, mjög af hinni fimmföldu takkaharmónikku sem norskir og sænskir harmónikkuleik- arar gerðu fræga. Þetta var afar handhægt og hljómfagurt flöl- hljóma hljóðfæri. Þau Ingigerður og Leifur eignuð- ust saman fyrstu harmónikkuna í Dalsseli og æfðu sig í frístundum af kappi, enda leið ekki á löngu þar til þau systkin voru orðin ómissandi þáttur í örtvaxandi menningar- og félagslífi sveitar sinnar og nær- sveita. Þótti framlag heimasætunn- ar í Dalsseli á þessum vettvangi heillandi nýjung. Þegar yngri bróð- ir þeirra, Valdimar, var einnig kominn til harmónikkuleiks, og hafði náð svo góðum tökum á hljóð- færi þessu að með ólíkindum þótti á hans aldri, þá dró Ingigerður sig í hlé. En þeir bræður, Leifur og Valdimar, stilltu saman hljóðfæri sín að hætti erlendra leikbræðra og urðu landskunnir sem „Dalssels- bræður“. Dökkt sorgarský lagðist yfir Dalsselsheimilið þegar hinn fjölhæfi og dáði Markús Áuðunsson lést þar heima 21. júní 1926 á 28. aldurs- ári. Þess minnist systir Ingigerðar, Guðrún skáldkona og húsfreyja í Stóru-Mörk, í eftirfarafldi ljóðlínum úr kvæðinu „Bróðurlát": „Það kom eins og haustnótt um hádag / míns hjartkjæra bróðurlát, / þögnin var þrungin af ekka / og þeyrinn af saknaðargrát. Sól skein á ný jrfír Dalsselsbæ og Guðrún skáldkona man einnig sólheitan þurrkdag á töðuvelli: Það er fagurt á grænum grundum í glóandi sólaiyl. Reykurinn liðast í bugðu upp af bænum, bráðum er kaffið til. Er faðminn breiðir minn fjallahringur flýr bæði þreyta og kíf og tjaldurinn „blíar“ og svanurinn syngur um sumar og eilíft líf. Höndin er enn við hrífuna bundin en hugurinn viða fer, við hörpuslátt fossanna hlýnar lundin, þeir hvísla svo blítt að mér. Nú er sumar í sveitum öllum og sólin í vestri skín, og kvöldblærinn líður í kyrrð undan fjöllum með kveðju frá mér til þín. (Úr ljóðinu „Heyannir") Þær Dalsse'.ssystur fundu fleiri fyrir fjötrum við tæki og skyldur stórheimilisins og áttu sér hugar- flugsdrauma á sléttunni undir fögrum fjallahring þar sem fossar steypast fram af brúnum. Ingigerður var ljóðræn og tilfinn- ingarík. Á uppvaxtarárum sínum var hún viðkvæm vegna húsdýra heimilisins er urðu þolendur sölu- markaðarins. Það féll einkum í hlut Ingigerðar að vinna hina ýmsu handavinnu innanhúss. Hún nýtti sér vel kennslu hinna góðu heimilis- kennara og undi sér best við tón- listariðkun og lestur góðra bóka. t Eiginkona mín, JAKOBÍNA HELGA JAKOBSDÓTTIR, Austurgötu 6, Stykkishólmi, lést í Sjúkrahúsi Stykkishólms að morgni 24. september. Gestur Sólbjartsson. Faðir okkar, t SIGURGEIR JÓNSSON, bifvólavirki, er látinn. Magnús, Baldur og Gunnlaugur. t Maðurinn minn, SVAVAR JÓHANNSSON fyrrverandi bifreiðaeftirlitsmaður, Bjarkarstíg 1, Akureyri, verður jarðsunginn frá Akureyrarkirkju mánudaginn 28. septem- ber kl. 13.30. Blóm vinsamlega afþökkuð en þeim sem vilja minnast hans er bent á líknarstofnanir. Björg Benediktsdóttir. t Elskuleg eiginkona mín, SIGRÚN KRISTJÁNSDÓTTIR JÖRGENSEN, Ægissíðu 111, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju miövikudaginn 30. septem- ber kl. 13.30. Carl Jörgensen. t Innilegustu þakkir til fjölskyldu, vina og allra þeirra sem með ástúö og vináttu styrktu okkur ómetanlega vegna fráfalls sonar okkar og bróður, INGVARS ARNARSSONAR, Logafold 75. Rúna Didriksen, Ásmundur Jóhannsson, Hanna Kristín A. Didriksen, Dagmar Ásmundsdóttir. t Hugheilar þakkir færum við þeim fjölmörgu nær og fjær sem sýndu okkur samúö og vinarhug við andlát og útför eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, MAGNÚSAR GUNNLAUGSSONAR fv. bónda og hreppstjóra frá Ytra-Ósi, Blöndubakka 18, Reykjavfk. Guö blessi ykkur öll. Aðalheiður Þórarinsdóttir, Sigrfður Þóra Magnúsdóttir, Rfkharður Jónatansson, Marta Gunnlaug Magnúsdóttir, Svavar Jónatansson, Nanna Magnúsdóttir, Hrólfur Guðmundsson, Þórarinn Magnússon, Sigrfður Austmann Jóhannsd., barnabörn og barnabarnabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.