Morgunblaðið - 26.09.1987, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 26.09.1987, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 26. SEPTEMBER 1987 Af túristum og táþvotti Þær systur Kristín og Iðunn Steinsdætur munu skrifa af og til til skiptis greinar í laugardagsblað Morgunblaðsins. Kristín Steinsdóttir er fædd og uppalin á Seyðis- firði, hún er húsmóðir og kennir í Pjöl- brautaskóla Vesturlands á Akranesi og stundar ritstörf þegar tími vinnst til. Hún hefur sent frá sér barnabók og samið nokkur leikrit fyrir hljóðvarp og leiksvið ásamt systur sinni Iðunni. Iðunn Steinsdóttir er húsmóðir og kennari við Laugarnesskólann í Reykjavík. Hún hefur fengist við ritstörf undanfarin 6 ár ogjiú fyrir jólin er sjötta barnabók henn- ar væntanleg á markaðinn. Fáir staðir á lai.dinu eru jafn tilkomu- miklir á heiðskíru sumarkvöldi og Skaftafell í Öræfum. Tjaldstæðið kúrir undir skógivaxinni Skaftafellsheiðinni, skriðjöklarnir Skeiðarár- og Skaftafell- sjökull ganga fram á báða vegu og yfir öllu saman gnæfir Hvannadalshnjúkur, snjóhvítur í síðustu geislum kvöldsólarinn- ar. _ A tjaldstæðinu er líf og fjör. Yngsta kynslóðin er fljót að ná saman utan um fótbolta. Einstaka pabbi slæst í hópinn á meðan mamman skekur prímusinn eða kveikir upp í grillinu. Og brátt leggur ilm- inn af grillkolunum um allt tjaldstæðið. Af tjöldunum er auðgert að sjá hvar Islendingar eru á ferð. Þeir eru í stórum tjöldum eða húsvögnum með borð, stóla og útigrill. Útlendingarnir eru í litlum tjöldum, sumir m.a.s. svo litlum að þeir verða að fara út til að klæða sig og af- klæða._ Öll eldamennska fer fram utan dyra. Á meðan íslenskir krakkar eru enn að sparka fótbolta úti á flöt eru útlending- amir löngu búnir að loka tjöldum sínum og gengnir til náða. En á morgnana byija þeir líka eldsnemma að skrölta með prímusa og ræða saman hástöfum utan dyra á meðan landinn kúrir í fastasvefni. Og þegar við loksins komum okkur upp úr pokunum eru þeir búnir að ganga upp um fjöll og fimindi í tvo tíma. Ymislegt annað en stærð húsakynna og ólíkar svefnvenjur vekur til umhugsun- ar um ólíkar siðvenjur þjóða þegar dvalið er á tjaldstæði. Á kvennasnyrtingunni er allt í fullum gangi upp úr níu á kvöldin. Á hveijum spegli stendur á ensku, þýsku og frönsku að hér megi ekki þvo nema hendur og andlit. En annað hvort eru blessaðir út- lendingarnir ekki læsir eða þeir líta á skrifin sem brandara. Þarna fer fram ein- muna þrifabað. „Höfuð, herðar hné og tær“ og allt þar á milli, snögg handtök og ákveðin. Það er skrúbbað, nuddað, skafið og þurrkað og á meðan gengur munnurinn stanslaust. Mest ber á þýsku. Skipulega er farið yfir atburði dagsins og gerð áætlun fyrir morgundaginn. Þær þagna rétt á meðan tannburstinn veður í munninum, gúlgra með bakföllum og halda svo áfram á innsoginu. Og svo er að heyra að það sé ekki með öllu hættulaust að fara til íslands. Svo dæmi sé nefnt varð ungur Þjóðveiji fyrir því að örn réðist sjö sinnum á hann uppi í Austurheiði. Fuglinn reyndi í sífellu að læsa í drenginn klónum en hann barði frá sér og slapp á flótta undan ódýrinu. Við eftirgrennslan íslendinga reyndist þó örn- inn vera kjóatetur sem var að veija stálpaðan unga sinn og amarklærnar voru sundfitin. Já, það leynist mörg hættan á Islandi! Lítil stúlka stendur agndofa og horfir á kviknakta veru sem hefur ' málæðinu hulið líkamann í sápuloðri og er nú að vinna á tánum á sér með boðaföllum í litl- um vaskinum: „Mamma, er þetta nauðsyn- legt?“ spyr bamið. Sumir álíta bersýnilega nauðsynlegt að sleppa aldrei úr þvotti. íslendingar em kannski ekki meiri sóðar en gengur og gerist. Kannski em þeir latir í útilegum, láta sér nægja hendur og andlit eins og stendur á speglinum í Skaftafelli og fara í sund þegar færi gefst. Hvað sem öðm líður virðast Íslendingar ekki hafa náð að rækta með sér það þrifnaðarbijálæði sem einkennir sumar erlendar þjóðir ef marka má ferðamennina sem koma þaðan. Það er gott að anda að sér fersku lofti og standa aftur úti á stétt. Kvöldsólin er horfin af Hvannadalshnjúk sem í húminu er sveipaður fjólublárri birtu. En það er ekki öll nótt úti enn í þrifnað- armálum. í vöskunum sem ætlaðir em fyrir uppþvott á leirtaui, stendur maður í stórþvotti. „Buxur, vesti, brók og skór.“ Hann brosir elskulega og býður Guten Abend, ermarnar em uppbrettar, sápan freyðir. Eg lalla yfir tjaldstæðið, reyni að hóa krökkunum inn en tekst það ekki og dáist enn að fegurð íslenskrar náttúm. Gott er að vera íslenskur meðalsóði, hugsa ég um leið og ég sting mér á kaf í svefnpokann. Kristín Steinsdóttir Bama og ferming-- arstarf í Reykja- víkurprófastsdæmi Morgunblaðið/KG Leikararnir Brynjólfur Jóhannesson, Arndís Björnsdóttir og Lárus Pálsson í Gullna hliðinu 1956. Sýning á teikningnm Halldórs Péturssonar eftir Ólaf Skúlason Með fyrsta sunnudegi í október færast einkenni vetrarstarfsins yfir söfnuðina í Reykjavíkurprófasts- dæmi. Þá hefjast barnasamkomumar eða bamamessurnar, sem börnin flykkjast til, og sem betur fer oft í fylgd fullorðinna. Er þá leitast við að laða boðskap og flutning að hæfi barnanna með léttum söngvum, sög- um og myndum Flestir safnaðanna em með barnastarfið á sunnudags- morgnum en nokkrir á laugardögum. Þarf því að athuga messutilkynning- amar í blöðunum. Með orðum þessum fylgja einnig tilkynningar sóknarprestanna um fyrstu fundi með væntanlegum ferm- ingarbömum. Em það börn, sem fædd em 1974, sem nú eiga rétt á fermingu. Kalla prestarnir börnin saman nú um mánaðamót september og október og síðan verða spurningar til vors, þegar fermingamar taka við. Gefin hefur verið út handbók próf- astsdæmisins, þar sem tekið er fram um sóknarmörk og er hægt að fá slíkar bækur í kirkjum og messustöð- um eða á skrifstofu dómprófasts í Bústaðakirkju, en þar fást einnig upplýsingar um sóknamörkin, ef ein- hveijir em ekki vissir um þá skipt- ingu. Og nú bætast tveir nýir sóknarprestar í hópinn, séra Guð- mundur Karl Ágústsson í Hóla- brekkuprestakalli og séra Kristján Einar Þorvarðarson í Hjallapre- stakalli í Kópavogi og taka þeir á móti sínum fyrstu fermingarbömum hér nú. Um leið og bamastarfið hefst, flyst messutíminn í mörgum söfnuðum til kl. 14 síðdegis og er athygli vakin á því, en enn vísað til messutilkynninga í blöðum. F ermingarbörn ársins 1988 ÁRBÆJARPRESTAKALL: Vænt- anleg fermingarböm mín í Árbæjar- prestakalli á árinu 1988 em beðin að koma til skráningar og viðtals í safnaðarheimili Árbæjarsóknar mánudaginn 28. sept. nk. milli kl. 17 og 18 síðdegis og hafi börnin með sér ritföng. Sr. Guðmundur Þorsteinsson. ÁSKIRKJA: Væntanleg fermingar- börn mæti í safnaðarheimili Áskirkju þriðjudaginn 29. sept. nk. kl. 17.00. Sr. Ámi Bergur Sigurbjömsson. BREIÐHOLTSSÓKN: Væntanleg fermingarbörn mæti í stofu 17 í Breiðholtsskóla fimmtudaginn 8. okt. kl. 15.30. Sóknarprestur. BÚSTAÐAKIRKJA: Væntanleg fermingarbörn mæti í kirkjunni mið- vikudag 30. sept. kl. 18.00. Sr. Ólafur Skúlason. DIGRANESPRESTAKALL: Vænt- anleg fermingarbörn em beðin að koma til innritunar í safnaðarheimil- ið við Bjarnhólastíg miðvikudag 30. sept. kl. 3—5 síðdegis. Sr. Þorbergur Kristjánsson. DÓMKIRKJAN: Væntanleg ferm- ingarböm sr. Þóris Stephensen em beðin að mæta til skráningar í Dóm- kirkjunni mánudaginn 28. sept. kl. 5 e.h. Börnin em beðin að hafa með sér ritföng. Fermingarböm sr. Hjalta Guðmundssonar komi í kirkjuna þriðjudag 29. sept. kl. 5 e.h. FELLAPRESTÁKALL: Ferming- arböm komi til skráningar í kirkjuna miðvikudag 30. sept. kl. 18—19. Sr. Hreinn Hjartarson. GRENSASKIRKJA: Væntanleg fermingarböm næsta árs komi til skráningar í safnaðarheimilinu, Grensáskirkju við Háaleitisbraut þriðjudag 29. sept. milli kl. 5 og 6 síðdegis. Sr. Halldór S. Gröndal. HALLGRÍMSKIRKJA: Fermingar- böm Hallgrímskirkju vorið 1988 mæti til innritunar laugardaginn 3. okt. kl. 11. Sóknarprestamir. HÁTEIGSKIRKJA: Væntanleg fermingarböm komi til skráningar fímmtudag 1. okt. kl. 18 í kirkjuna. Sóknarprestamir. HJALLAPRESTAKALL í Kópa- vop: Væntanleg fermingarböm komi til skráningar þriðjudag 29. sept. frá kl. 16—18 í kennslustofu „Um leið o g barnastarf- ið hefst, flyst messutím- inn í mörgum söfnuðum til kl. 14 síðdegis og er athygii vakin á því, en enn vísað til messutil- kynninga í blöðum.“ tónmennta í Digranesskóla. Sr. Kristján E. Þorvarðarson. HÓLABREKKUPRESTAKALL: Væntanleg fermingarbörn komi til skráningar þriðjudag miili kl. 16 og 17.30 í kirkjunni. Sr. Guðmundur Karl Ágústsson. KÁRSNESPRESTAKALL: Vænt- anleg fermingarbörn mæti til skrán- ingar í Kópavogskirkju miðvikudag- inn 30. september kl. 12.00. Sr. Árni Pálsson. LANGHOLTSKIRKJA: Fermingar- böm Langholtskirkju 1988 mæti til skráningar í safnaðarheimilinu þriðjudaginn 29. september kl. 18. Sr. Sigurður Haukur Guðjónsson. LAUGARNESKIRKJA: Væntanleg fermingarböm komi til skráningar í safnaðarheimili Laugarneskirkju þriðjudaginn 29. sept. kl. 17. Sr. Jón Dalbú Hróbjartsson. NESKIRKJA: Væntanleg ferming- arböm komi í Neskirkju fimmtudag 1. okt. kl. 15.30. Sr. Guðmundur Óskar Ólafsson. SELJASÓKN: Væntanleg ferming- arböm í Ölduselsskóla komi til skráningar í Ölduselsskóla föstudag 2. okt. kl. 14 og væntanleg ferming- arböm í Seljaskóla mæti til skráning- ar í Seljaskóla fímmtudaginn 1. okt. kl. 16.30. SELTJ ARN ARNESKIRK J A: Skráning fermingarbarna fer fram miðvikudag 30. sept. milli kl. 14.30 og 16.00 í kirkjunni. Sóknarprestur. Höfundur er dómprófastur í ReykjavSk. SÖLUSÝNING á myndum Hall- dórs Péturssonar stendur nú yfir í Kristalssal Þjóðleikhússins. Myndirnar tengjast allar leiklist og er sú elsta frá árinu 1948, af Lárusi Pálssyni í hlutverki Ham- lets, og sú yngsta er frá 1973. Sýningin var sett upp í tilefni þess að 10 ár eru síðan Halldór lést. í dag eru 70 ár liðin frá fæðingu Halldórs. Að sögn Arna Ibsen blaðafulltrúa Þjóðleikhússins eru sýndar 60 myndir á þessari sýningu. Hann sagði að myndirnar væru mjög fjöl- breyttar, sumar væru hráar frumskissur, aðrar unnar út frá skissum. Þama væm bæði andlits- myndir, myndir af heilum senum, og nokkrar skopteikningar af atvik- um tengdum fjölmiðlaupphlaupum um Þjóðleikhúsið. Fjóla Sigmundsdóttir, ekkja Halldórs, stendur að sýningunni í samvinnu við Þjóðleikhúsið með hjálp Péturs Halldórssonar og konu hans Olafar. Fjóla sagði í samtali við Morgunblaðið að upphafið að sýningunni megi rekja til þess að hún hefði viljað fá bókina Helgi skoðar heiminn (1976) endurút- gefna þar sem hún var uppseld. Þegar hún sá að ekkert yrði úr endurútgáfu ákvað hún að taka til sinna ráða og ræddi við Þjóðleik- hússtjóra, sem tók vel í þá hugmynd að sýna leikleikhússmyndirnar. Fjóla sagðist vera honum og Þjóð- Halldór Pétursson. leikhúsráði þakklát fyrir að bjóða henni ókeypis sýningaraðstöðu. Fjóla sagði að Halldór hefði verið mjög fljótur að ná svip fólks og sjónminni hans hefði verið einstakt. Hann hefði verið síteiknandi, oft gert skissur á meðan þau hjónin dmkku kaffi og lokið þeim síðan daginn eftir. Sýningin í Kristalssalnum, sem er á annari hæð við innganginn að áhorfendasölum, er opin alla daga nema mánudaga frá klukkan 17.00 til 19.00. Henni lýkur um miðjan næsta mánuð og er aðgangur ókeypis.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.