Morgunblaðið - 26.09.1987, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 26.09.1987, Blaðsíða 33
32 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 26. SEPTEMBER 1987 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 26. SEPTEMBER 1987 33 — Útgefandi Framkværpdastjóri Ritstjórar Aöstoöarritstjóri Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri Árvakur, Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Bjarnason. Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aöalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 83033. Áskriftargjald 600 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 55 kr. eintakið. Pólitísk ábyrgð Alberts Guðmundssonar að getur stundum verið erfitt að eiga sér pólitíska fortíð. Það kom vel í ljós í ræðu þeirri, sem Albert Guð- mundsson flutti við setningu landsfundar Borgaraflokksins í fyrrakvöld. í ræðunni sagði leiðtogi Borgaraflokksins m.a.: „Þessir gömlu hatrömmu andstæðingar hafa sameinast í vinstri ríkisstjórn undir for- ystu Sjálfstæðisflokksins. Hver skyldi hafa trúað því í kosningabaráttunni, að eftir kosningaósigur myndi Sjálf- stæðisflokkurinn leiða ríkis- stjórn, þar sem 7 ráðherrar af 11 ráðherrum eru kallaðir vinstrimenn af forystu Sjálf- stæðisflokksins, og fara þessir 7 vinstriráðherrar með ráðu- neyti fjármála, viðskiptamála, utanríkismála, sjávarútvegs- mála, bankamála og fleiri mála, sem Sjálfstæðisflokkn- um hafa verið kær fram að þessu.“ Svo mörg eru þau orð. Albert Guðmundsson er einn af örfáum stjómmála- mönnum, sem geta ekki leyft sér þann munað að gagnrýna aðild Sjálfstæðisflokksins að núverandi ríkisstjórn á þessum forsendum. Hvers vegna getur hann það ekki? Vegna þess, að snemma árs 1980 skipti afstaða hans sköpum um að Gunnar Thoroddsen gat myndað ríkisstjóm með Al- þýðubandalagi og Framsókn- arflokki. Albert Guðmundsson veitti þeirri ríkisstjóm hlut- leysi og gerði myndun hennar mögulega. í þeirri ríkisstjóm, sem hann bar þannig ábyrgð á, vom Framsóknarflokki og Alþýðubandalagi afhent öll þau ráðuneyti, sem hann býsn- ast nú yfir, að Framsóknar- flokkur og Alþýðuflokkur hafí fengið í sinn hlut í samstarfi við Sjálfstæðisflokkinn í nú- verandi ríkisstjóm. Og þar var um að ræða Alþýðubandalag- ið, sem hefur áratugum saman verið höfuðandstæðingur Sjálfstæðisflokksins í íslenzk- um stjómmálum, en ekki eins og nú, Alþýðuflokkinn, sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur löngum átt mikið og gott sam- starf við. Albert Guðmundsson bar ábyrgð á þeirri ríkisstjóm frá febrúarmánuði 1980 og fram á haust 1982. Á þessum tíma varð verðbólga á Islandi æðis- gengnari en hún hefur orðið bæði fyrr og síðar. Leiðtogi Borgaraflokksins getur ekki skotið sér undan ábyrgð á þeirri þróun. Á þeim áram vora erlend stóriðjufýrirtæki beinlínis hrakin frá samstarfi við Islendinga um uppbygg- ingu stóriðju í landinu með þeim afleiðingum, að upp- bygging þeirrar atvinnugrein- ar hefur gjörsamlega stöðvast. Það er tími til kominn að Al- bert Guðmundsson horfíst í augu við þessa ábyrgð sína. Þegar hann veitist að for- ystumönnum Sjálfstæðis- flokksins fyrir samstarf þeirra við Alþýðuflokk og Framsókn- arflokk í núverandi ríkisstjórn ætti hann fremur að horfa um öxl og skoða sína eigin pólitísku fortíð. Hann hefur sjálfur staðið fyrir því með sínum hætti, að afhenda and- stæðingum Sjálfstæðisflokks- ins öll þau ráðuneyti, sem hann sakar Sjálfstæðisflokk- inn nú um að afhenda öðram flokkum. Munurinn er einung- is sá, að hann tók þátt í að afhenda mikilvæg ráðuneyti þeim stjórnmálaflokki, sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur barizt við áratugum saman um grandvallarmál, sem varða líf og örlög íslenzku þjóðarinnar. Það hefur færzt í vöxt hin síðari ár, að íslenzkir stjórn- málamenn tali út og suður og gjörsamlega ábyrgðarlaust. Setningarræða Alberts Guð- mundssonar á landsfundi Borgaraflokksins er óvenju- lega slæmt dæmi um slíkt tal. Menn geta haft margvíslegar skoðanir á þeim atburðum, sem leiddu til myndunar Borg- araflokksins. En eftir að hann er orðinn til verða gerðar ákveðnar kröfur til formanns hans um málflutning og vinnubrögð. Hann getur ekki hlaupið frá verkum sínum í íslenzkum stjómmálum á und- anfömum árum. Hann verður að horfast í augu við þau. En kannski er það honum sízt að skapi. Meðaidrægu eldflaugamar: Leiðir samkomulag til vígvæðingar á höfunum? eftirArne Olav Brundtland THORVALD Stoltenberg, ut- anríkisráðherra Noregs, sagði nýlega á blaðamannafundi i Hels- inki, að hugsanleg uppræting meðal- og skammdrægra kjarn- orkuflauga á landi, sem fulltrúar risaveldanna hafa nú náð bráða- birgðasamkomulagi um, myndi verða til þess að auka mikilvægi vígbúnaðar á höfunum. Verði afvopnun á Iandi bætt upp með fjölgun eldflauga i skipum og kafbátum verður það sist til að tryggja öryggishagsmuni Nor- egs og Norðurlanda. Stoltenberg vill koma í veg fyrir að þetta gerist. Hann lét að þvi liggja að Norðmenn hygðust hvetja til fyllstu aðgæslu á vettvangi Atl- antshafsbandalagsins. Hið sama ættu fulltrúar þeirra Norður- landa sem aðild eiga að banda- laginu að gera. Norðmenn vilja koma í veg fyrir að „pylsukenn- ingin“ svonefnda verði að veru- leika. Heiti þessarar kenningar er tilkomið sökum þess að sett hefur verið fram sú fullyrðing að samkomulag um afvopnun á tilteknu landsvæði geti leitt til vígvæðingar utan svæðisins sem það tekur til. Líkingin er óneitan- lega nokkuð frumleg en auðskil- in; menn sjá fyrir sér pylsu sem er kreist um miðjuna þannig að innihaldið þrýstist út í báða enda. Ummæli Stoltenbergs eru í fullu samræmi við þá stefnu sem fram- fylgt var í stjómartíð Káre Willoch, fyrrum forsætisráðherra. Thorbjörn Fröyesnes, sem var nánasti aðstoö- armaður Svens Stray, þáverardi utanríkisráðherra, notaði hvert tækifæri sem gafst til að lýsa yfir því að samningaviðræður risaveld- anna yrðu einnig að taka til stýri- flauga sem komið hefur verið fyrir í kafbátum, herskipum og flugvél- um og draga allt að 600 kílómetra. Yfirlýsingum sínum beindi Fröyes- nes til annarra aðildarríkja Atlants- hafsbandalagsins. Þeim var einnig beint yfir til Finnlands en Mauno Koivisto Finnlandsforseti hefur lýst áhyggjum sínum vegna stýriflauga á höfunum sem draga lengra en 600 kílómetra. Að öllum líkindum hafði Fröyesnes einkum í huga stýriflaugar Sovétmanna, en þeir ráða yfir miklum fjölda þeirra, ekki síst Norðurflotinn, Koivisto virðist einkum beina sjónum sínum að stýriflaugum Bandaríkjamanna, sem kann að verða skotið frá skip- um eða flugvélum á Noregshafi og í næsta nágrenni þess. Ráðamenn risaveldanna hafa sýnt því takmarkaðan áhuga að jafnframt verði tekið að ræða vígbúnað í höfunum. Talið er að það myndi einungis verða til þess að gera afvopnunarviðræður þær sem nú fara fram flóknari og á allan hátt erfiðari. Samningamenn risaveldanna í Genf hafa einbeitt sér að kjamorkuvopnum á landi. Hið sama átti einnig við um Stokkhólmsráðstefnuna um öryggi og traust milli þjóða sem nú er framhaldið í Vínarborg. Viðleitni Norðmanna til þess að fá fundar- menn til að ræða einnig takmörkun vígbúnaðar á Norðurhöfum hefur Thorvald Stoltenberg. mætt öflugri mótspyrnu. Það eru ekki síst Bandaríkjamenn sem eru þessu andvígir. Þetta þýðir einnig að Sovétmenn geta sett fram óljós- ar hugmyndir um takmörkun vígbúnaðar í höfunum í trausti þess að þær verði aldrei teknar til með- ferðar. Tilfærsla á herafla Kenningar um samhengi eða öllu heldur hugsanlegt samhengi milli stöðu öryggismála í Mið-Evrópu og Norður-Evrópu voru mjög í tísku á síðasta áratug, þegar MBFR-við- ræðumar um jafnan og gagnkvæm- an samdrátt heija fóm fram í Vínarborg. Enn hefur ekki fengist viðunandi niðurstaða út úr þeim viðræðum. Samkvæmt „pylsukenningunni" mátti búast við kröftugri vígvæð- ingu utan Mið-Evrópu væri samið um samdrátt heija þar. Þannig hefði til að mynda mátt búast við því að sovéskir hermenn, sem kall- aðir hefðu verið frá Austur-Þýska- landi, skytu allt í einu upp kollinum á Kóla-skaga, nærri landamæmm Noregs. Enn hefur ekki fengist nein reynsla af kenningu þessari. Þegar Vínarviðræðumar fóm fram lögðu fulltrúar vestrænna ríkja og ekki síst fultrúar Noregs á það áherslu að einungis yrði fallist á raunvem- legan samdrátt heija. Norðmenn vildu tryggja að kenningin reyndist óframkvæmanleg til þess að Sovét- menn tækju ekki að vígbúast á ystu mörkum varnarsvæðis Atl- antshafsbandalagsins. Fulltrúar kommúnistaríkjanna kinkuðu kolli fullir skilnings þegar norsku sendimennimir lýstu sjónar- miðum sínum varðandi þetta atriði en ekkert samkomulag var gert um það. Stórveldin höfðu bæði af því hag að takmarka viðræðumar við upplýsingar um stærð herafla þeirra í Mið-Evrópu og hvernig tryggja mætti að ákvæði samkomu- lags um gagnkvæma fækkun yrðu virt. Sjálfur hef ég aldrei getað fellt mig fyllilega við „pylsukenninguna“ því ég hef jafnan gengið að því vísu að Bandaríkjamenn fallist aldrei á afvopnun í Mið-Evrópu geti hún hugsanlega leitt til enn meiri vígvæðingar Sovétmenna á norður- slóðum. En um þetta atriði er aldrei unnt að vera öldungis ömggur. Þannig er ekki unnt að ganga að því algjör- lega sem vísu að einhveijum sendimanni Bandaríkjanna verði ekki á mistök í viðræðum þessum, sem þurfi að leiðrétta annars stað- ar. Við þekkjum fjölmörg dæmi þess aðbæði góðir og lélegir samn- ingamenn hafa einskorðað sig um of við sitt tiltekna svið. Utanríkis- stefna Bandaríkjastjórnar er ekki ávallt og ævinlega fullkomlega samræmd og hið sama gildir um samskipti Bandaríkjamanna við er- lend ríki. Þetta kemur til vegna þess að ólíkir hagsmunir og ólíkar hugmyndir togast á í höfuðstöðvum stjórnarinnar í Washington. Tilfærsla á kjarn- orkuvopnum Nú hefur „pylsukenningin" enn á ný skotið upp kollinum og í þetta skipti í sambandi við samningavið- ræður risaveldanna um upprætingu meðaldrægra og skammdrægra kjamorkuflauga. Það er ekki að ástæðulausu sem menn eru nú tekn- ir að ræða hugsanlegt gildi kenn- ingarinnar. Það er óyggjandi staðreynd að innan Bandaríkjastjórnar eru ákveðin öfl sem telja að stýriflaugar í kafbátum og skipum eigi að njóta forgangs. Þessir menn em reiðu- búnir til að semja um upprætingu skammdrægra og meðaldrægra flauga svo og langdrægra eldflauga sem draga heimsálfa á millum. Þeir eru jafnvel reiðubúnir til að fallast á, að jafnframt verði samið um fækkun langdrægra kjamorku- flauga, sem komið hefur verið fyrir í kafbátum. Hugmyndir þessar lágu allar fyrir eftir leiðtogafundinn í Reykjavík. Richard Perle, fyrrum Bandaríkin: Hafin smíði háþró- aðrar stýriflaug’ar Tomahawk-stýriflaug sprengd í tilraunaskyni. Tilraunin fór fram í Bandaríkjunum í ágústmánuði og var skotmarkið á stærð við meðal vöruskemmu. Þak skotmarksins var úr steypu og var hver plata rúmlega 2.300 kUó að þyngd. Flauginni var skotið úr tæplega 600 kílíometra fjarlægð. Á VEGUM bandaríska varnar- málaráðuneytisins er nú unnið að þróun og smíði nýrrar stýri- flaugar, sem mun taka eldri gerðum fram bæði hvað varðar drægni og nákvæmni. Flaugin verður ekki búin kjarnaoddi heldur hefðbundinni sprengju- hleðslu en að sögn bandarískra embættismanna mun hún draga allt að tvisvar sinnum lengra en eldri vopn þessarar gerðar. Undanfarin tvö ár hefur verið unnið að smíði flaugarinnar og fóru fyrstu tilraunimar fram nú í sumar. Heimildir herma að tek- ist hafi að skjóta stýriflaug úr bandarískum kafbáti að skot- marki í tæplega 5.000 kílómetra fjarlægð. Tvö fyrirtæki, General Dynamics og McDonnell Douglas, vinna að þessu verkefni og vonast þau bæði til að hreppa samning við varnarmálaráðuneytið. Um gríðarlega fjármuni er að ræða því ein slík flaug kostar um 60 milljónir fsl. króna. Talið er að fimm til tíu ár muni líða þar til unnt verður að taka stýriflaugam- ar í notkun. Að sögn fyrmefndra embættis- manna munu stýriflaugar þessar ekki tefja fyrir afvopnunarsam- komulagi risaveldanna þar eð þau drög sem liggja fyrir taka ekki til stýriflauga sem unnt er að skjóta frá kafbátum, skipum og úr flugvélum. Sendinefndir stór- veldanna í Genf hafa eingöngu rætt kjarnorkuvopn á landi og nú liggur fyrir bráðabirgðasam- komulag um upprætingu skamm- drægra og meðaldrægra kjamorkuflauga. Bilið brúað Með smíði nýrrar stýriflaugar án kjamorkuhleðslu vonast menn til að unnt verði að bæta að hluta þann missi sem Atlantshafs- bandalagið verður fyrir verði meðaldrægar flaugar fjarlægðar frá Vestur-Evrópu. I stað þeirra geta komið nákvæmar stýriflaug- ar sem unnt verður að koma fyrir í kafbátum og skipum eða jafnvel á landi. Þá er talið að flaugar þessar geti dregið úr þeirri hættu að gripið verði til kjamorkuvopna ef átök blossa upp. í stað þeirra verði unnt að beita stýriflaugum með hefðbundinni sprengju- hleðslu. Þar sem flaugar þessar munu draga lengra en eldri gerð- ir sem framleiddar hafa verið verður mögulegt að skjóta þeim á skotmörk í mikilli Qarlægð sem ekki hefði verið unnt að ná til nema með því að senda flugvélar til árása og þar með stofna lífi áhafna þeirra í hættu. Þá er litið svo á að nákvæmar, langdrægar stýriflaugar geti brúað bilið milli hefðbundinna vopna og kjam- orkuvopna. Loks er talið að stýriflaugin geti reynst árang- ursríkt vopn í baráttu við hryðju- verkamenn. Hún verður búin nýjum miðunarbúnaði og verður t.d. unnt að skjóta henni á til- tekna byggingu í mikilli fjarlægð. Þar með minnka einnig líkumar á því að óbreyttir borgarar týni lífi reynist nauðsynlegt að grípa til vopna til að sigrast á hiyðju- verkamönnum. Stýriflaugar eru að öllu jöfnu um sex metra langar og fljúga undir hraða hljóðsins. Þær eru búnar litlum vængjum og fljúga venjulega í þriggja til tíu metra hæð. Þannig koma þær ekki fram á ratsjám á landi því geisli þeirra er keilulaga og nær ekki að greina flugskeyti sem skotið er með jörðu. Miðunarbúnaður nýju flauganna verður gífurlega full- kominn svo og tæki þau sem stjóma fluginu. Nú þegar ráða Bandaríkjamenn yfír mjög ná- kvæmum stýriflaugum en nýju flaugunum verður unnt að skjóta að skotmarki úr mikilli fjarlægð og verða skekkjumörkin aðeins fáeinir sentimetrar. Háþróadur tækjabúnaður Fyrstu stýriflaugamar voru einfaldlega fljúgandi sprengjur sem flugu af ógnarkrafti á skot- mörkk og sprungu þar. Nýr tækjabúnaður hefur hins vegar gert það að verkum að nú er unnt að láta flaugina springa yfír skot- markinu. Einnig er mögulegt að senda flaugina inn í skotmarkið, t.a.m. byggingu, og láta hana springa þar. Vitað er að unnið hefur verið að tilraunum á stýri- flaug sem getur dreift 166 litlum sprengjuhleðslum. I fyrstu voru ~ stýriflaugar smíðaðar í þeim tilgangi að unnt væri að koma fyrir í þeim kjama- oddum og skjóta þeim frá kaf- bátum, skipum, flugvélum eða af landi. Að undanfömu hefur á hinn bóginn verið lögð megináhersla á að komið verði fyrir í þeim hefð- bundnum sprengjuhleðslum. Þannig hafa stýriflaugar með þess háttar hleðslum verið settar um borð í bandarísk herskip sem eru á siglingu í nágrenni Persaflóa. Færi svo að gefin væri skipun um árás til að mynda á íran, yrði búið til tölvukort af skotmarkinu í höfuðstöðvum Bandaríkjaflota á Hawaii. Stuðst væri við ljósmynd- ir af skotmarkinu og upplýsingar frá gervihnöttum. Kortið yrði síðan sent til skipa utan flóans og stjómtölvur stýriflauganna mataðar á þeim upplýsingum. Þannig gætu bandarísku herskip- in skotið stýriflaugum til dæmis á skotmörk í Teheran, höfuðborg írans, úr mikilli íjarlægð. Sem fyrr sagði er ekki talið að smíði nýrra stýriflauga geti tafið fyrir samkomulagi risaveldanna um upprætingu skammdrægra og meðaldrægra kjamorkuflauga. A hinn bóginn gætu þær gert við- ræður um fækkun langdrægra kjamorkuvopna erfiðari en ella þar eð allt eftirlit yrði flóknara og viðameira. Stýriflaugar með hefðbundinni sprengjuhleðslu skera sig í engu frá flaugum sem bera kjarnaodda. Það er einungis á færi sérfræðinga að skera úr um hvort tilteknar flaugar bera kjamorkuhleðslur og til þess þurfa þeir að koma á skotstaðina og skoða flaugamar. Ef bæði stór- veldin koma sér upp fjölda langdrægra stýriflauga í kaf- bátum, skipum og á jörðu niðri verður meö öllu ógerlegt að segja til um með hefðbundnu eftirliti hvort flaugamar bera kjamaodda eða sprengjuhleðslur. (Hcimild: The New York Times) Norðmenn vilja koma í veg fyrir að uppræting meðal- og skamm- drægra kjarnorkueldflauga á landi leiði til vígvæðingar á höfunum. aðstoðarvarnarmálaráðherra, sem enn tekur þátt í umræðum um vígbúnaðarmál og afvopnuri, hefur margoft lýst kostum þessa fyrir- komulags. Hann var líka einn skeleggasti talsmaður þess að varð- andi kjamorkuvígbúnað yrði megináhersla lögð á stýriflaugar um borð í skipum og kafbátum. Þegar fulltrúar aðildarríkja Atl- antshafsbandalagsins ræddu haust- ið 1979 tvíhliða ákvörðun um uppsetningu og endumýjun meðal- drægra kjamorkuvopna var sá möguleiki einnig tekinn til skoðunar að flaugunum yrði komið fyrir á hafi úti. Norðmenn voru andvígir þessu og afráðið var að setja upp Evrópuflaugarnar svonefndu, það er Pershing II og stýriflaugar í 5 NATO-ríkjum í Evrópu. Norðmenn voru þeirrar skoðun- ar, að það myndi skaða öryggis- hagsmuni landsins ef spenna skapaðist í samskiptum austurs og vesturs og komið væri fyrir nýjum kjamorkuvopnum á hafsvæðinu í nágrenni Noregs. Norskir ráða- menn töldu einnig að öryggishags- munir Bandaríkjanna og ríkja Vestur-Evrópu færu betur saman ef ákveðið yrði að koma flaugunum fyrir á landi. Norðmenn voru því mótfallnir að kjarnorkuvopnum yrði komið fyrir í þeirra næsta nágrenni og má ef til vill segja að þeir hafi beitt fyrir sig „pylsukenningunni" með öfugum formerlgum. Hugsanleg-ar niðurstöð- ur Eins og staðan er nú liggja fyrir þrír möguleikan í fyi-sta lagi verði það sett sem skilyrði fyrir stuðningi við hugsanlegan samning risaveld- anna um upprætingu meðaldrægra og skammdrægra flauga að tryggt verði að vígbúnaðarkapphlaupið færist ekki út á höfin í formi fjölg- unar stýriflauga um borð í skipum og kafbátum. Hið sama verður að gilda verði í framhaldi af þessu samið um fækkun langdrægra flauga bæði á sjó og landi. Þar sem Bandaríkjamenn hafa nokkuð forskot á Sovétmenn hvað varðar þróun og smíði stýriflauga má ganga að því sem vísu, að Sovét- mönnum sé umhugað um að Bandaríkjamenn auki ekki vígbún- að sinn á höfunum, sem samkomu- lagsdrög stórveldanna ná ekki til. Fyrir Norðurlöndin myndi þetta þýða að staða öryggismála í Norð- ur-Evrópu myndi ekki raskast heldur frekar styrkjast. í öðru lagi er líklegt að Sovét- stjómin reynist reiðubúin til að halda í við Bandaríkjamenn hvað varðar fjölda stýriflauga og telji með öllu óviðunandi að þeir njóti yfirburða á því sviði. Þá mun víg- búnaðarkapphlaupið halda áfram en ekki af sama krafti og áður þar sem eldri eldflaugum verður eytt -amhliða því sem nýjum verður komið fyrir. Verði niðurstaðan þessi mun Norður-Evrópa falla undir nýtt spennusvæði vegna umsvifa sovéska flotans á norðurslóðum. I þriðja lagi kann að fara svo að ekki náist samkomulag um víðtæka afvopnun m.a. sökum þess að ekki takist að semja um ráðstafanir til að fyrirbyggja annars konar vígvæðingu. Þessi niðurstaða myndi síst af öllu því sem hér hefur verið nefnt þjóna öryggishagsmunum ríkja Norður-Evrópu. Það kynni að reyna verulega á þann stöðugleika sem ríkt hefur í öryggismálum. Kenningin um að hugsanlegt af- vopnunarsamkomulag stórveldanna geti leitt til vígvæðingar á öðrum sviðum gefur Stoltenberg utanríkis- ráðherra fyllstu ástæðu til að vekja athygli á þeirri þróun á vettvangi Atlantshafsbandalagsins og beijast gegn henni. Þeir utanríkisráðherrar sem vilja stuðla að sem mestri slök- un á spennu á norðurslóðum ættu að ganga til liðs við Stoltenberg. ■* 4 Höfundur starfar sem sérfræðing- ur við norsku utanríkisstofnunina og er ritstjóri tímaritsins Inter- nasjonal Politikk.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.