Morgunblaðið - 26.09.1987, Blaðsíða 2
2
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 26. SEPTEMBER 1987
Fíkniefni:
Dani dæmdur
UNGUR Dani hefur verið dæmd-
ur í 50 daga fangelsi fyrir að
flytja um 300 grömm af hassi til
landsins. Hassið mun að mestu
vera komið í dreifingu og sölu.
Daninn, sem varð 21 árs á mið-
vikudag, var handtekinn við
komuna til landsins fyrir hálfum
mánuði. í för með honum var ís-
lendingur, en mál hans bíður
afgreiðslu hjá ríkissaksóknara. Þá
er talið líklegt að tveir íslendingar
til viðbótar verði ákærðir fyrir aðild
að málinu. Daninn hefur þegar haf-
ið afpláningu á fangelsisvistinni.
Alls mun um að ræða innflutning
á um 600 grömmum af hassi.
Dagskrá
kvikmynda-
hátíðar í dag
FYRSTA sýningin á kvikmynda-
hátíð Listahátíðar í dag verður
í A—sal Laugarásbíós klukkan
13.30. Verður þá sýnd kvikmynd
Romans Polanskis, „Tess“.
Aðrar sýningar í A—sal í dag
verða „Hún verður að fá’ða", klukk-
an 17.10, „Eureka", klukkan 19.00,
„Matador", klukkan 21.15 og
„Komið og sjáið", klukkan 23.10.
í B—sal verður fyrsta sýning
dagsins klukkan 15.00. Þá verður
sýnd myndin „Hinn sjötti dagur“,
og er hún einnig á dagskrá klukkan
17.00. „Yndislegur elskhugi" verð-
ur sýnd bæði klukkan 19.00 og
23.00, en klukkan 21.00 verður
síðasta sýningin á „Makkaróní“,
mynd ítalska leikstjórans Scola.
í C—sal verður „Hnífurinn í vatn-
inu“ sýnd klukkan 15.00, 17.00 og
19.00, „Sagan um virkið Súram"
klukkan 21.00 og „Fangin fegurð"
klukkan 23.00.
Morgunblaðið/RAX
Roman Polanski við Leifsstöð í gær ásamt Hilmari Oddssyni
kvikmyndagerðarmanni.
Vildi fyrir alla
muni efna
gamalt loforð
- sagði pólski leikstjórinn Roman
Polanski við komuna til landsins
„ÍSLAND hefur ávallt heillað mig. Þvi vildi ég fyrir alla muni
efna loforð sem ég hef áður svikið um að koma á Kvikmyndahá-
tíðina í Reykjavík,“ sagði pólski leikstjórinn Roman Polanski við
komuna til Keflavikurflugvallar i gær. Polanski er gestur Kvik-
myndahátíðar og verður viðstaddur sýningu myndar sinnar
„Tess“ í Laugarásbiói i dag.
Ráðgert var að Polanski dveld-
ist í fimm daga á íslandi. Hugðist
hann nota tímann til þess að ferð-
ast í bílaleigubíl um landið ásamt
lagskonu sinni, frönsku leikkon-
unni Emmanuel Seigner. Vegna
anna við klippingu myndarinnar
Frantic sem hann hefur unnið að
í sumar getur Polanski hins vegar
aðeins staldrað við í þrjá daga.
„Myndimar Tess og Knife in
the water [sem sýndar eru á Kvik-
myndahátíð] eru ákaflega ólíkar.
Ef horft er til þess hvaða mynd
ég er ánægðastur með þá var
Dance of the Wampire killers gerð
á mjög farsælu tímabili ævi
minnar," sagði Polanski.
Hann kvað erfítt að bera
Frantic saman við fyrri myndir
sínar. „Hver mynd er alltaf frá-
brugðin öðrum. Ég vona samt að
þær séu allar persónulegar.
Það er allt annað að taka kvik-
mynd í Evrópu en í Hollywood. í
Bandaríkjunum er veldi verka-
lýðsfélaganna gífurlegt. Það
hreyfir sig enginn án samþykkis
þeirra og því verða kvikmyndimar
stjamfræðilega dýrar eins og raun
ber vitni. í Evrópu og þá sérstak-
lega í Frakklandi er andinn annar
og auðveldara að semja um hlut-
ina. Starf leikstjórans verður því
auðveldara."
Polanski hrósaði Harrison Ford
aðalleikara myndarinnar Frantic.
Sagðist hann hafa haft mjög gam-
an af samstarfinu og vonaði að
áhorfendur fengju sem mest að
sjá af Ford í framtíðinni. „Ég
hreifst ungur af Orson Welles og
sérstaklega kvikmyndinni Citizen
Kane, þá hef ég einnig mikið dá-
læti á 8V2 og öðrum myndum
Fellinis. Aðrir leikstjórar sem mér
em kærir em Kurosawa og Luis
Bunuél.
Af yngri mönnum get ég nefnt
Stanley Kubrick og Steven Spiel-
berg. Fyrir mér er kvikmyndin
ævintýri og ég vil geta skemmt
mér eins og bam þegar ég fer í
bíó,“ sagði hann.
„Ég hef aldrei haft sérstakan
áhuga á kvikmyndahátíðum. Þær
þjóna ekki öðmm tilgangi en að
skemmta þeim sem elska kvik-
mjmdir. Það er sama hvort
Cannes, Feneyjar eða Reykjavík
á í hlut — sjálft orðið hátíð sýnir
að skemmtun áhorfandans situr í
fyrirrúmi. Ég er hingað kominn
til þess að sjá land sem mig hefur
lengi dreymt um að heimsækja,"
sagði Roman Polanski.
Brauð hf. kaupír Völund
endur, „það er gott að sjá fyrirtæk- hefur trú á og óska ég þeim alls
ið í höndunum á mönnum sem hins besta.“
Landsfundur Borgaraflokksins:
Kosning formanns og
varaformanns í dag
- þrír berjast um sæti varaformanns
BRAUÐ hf. hefur fest kaup á
Timburversluninni Völundi hf.
Völundur hf. var stofnað
árið 1904 af mörgum smiðum
og öðrum hluthöfum. Einn
stofnendanna, Sveinn Jónsson
húsasmíðameistari veitti fyrir-
tækinu forstöðu I upphafi, en
hann er afi fráfarandi fram-
kvæmdastjóra, Sveins K.
Sveinssonar, byggingarverk-
fræðings, en hann hóf störf
hjá fyrirtækinu 1954.
í samtali við Morgunblaðið sagði
Sveinn, að ástæðan fyrir því að
þetta gamalgróna fyrirtæki væri
nú selt, væri að ekki hefði náðst
samstaða með eigendum um
áframhaldandi rekstur. „Þegar
slíkur ágreiningur ríkir, er best að
sættast á það að selja.“
Sveini leist vel á hina nýju eig-
í dag
KOSNING formanns og varafor-
manns Borgaraflokksins ásamt
kjöri annarra embættismanna
verður á landsfundi Borgara-
flokksins í dag. Talið er víst að
Albert Guðmundsson verði sjálf-
kjörinn formaður og að Júlíus
Sólnes verði kjörinn varaformað-
ur þar sem Albert hefur lýst yfir
stuðningi við hann og mörgum
landsfundarfulltrúum finnst er-
fitt að ganga á móti skoðun
formannsins.
Hinir tveir frambjóðendumir til
varaformanns, Ásgeir Hannes Eiríks-
son og Benedikt Bogason, hafa þó
unnið ötullega að kosningu sinni og
í gær vom liðlega 500 manns búnir
að skrá sig á landsfundinn, en til
þess að mega kjósa verða menn að
vera flokksbundnir Borgaraflokki og
láta skrá sig á fundinn. Á fundinum
í gær vom tæplega 200 manns sam-
kvæmt upplýsingum starfsfólks
Borgaraflokksins á landsfundinum.
Á fundinum í gær var erindi um
uppmna Borgaraflokksins, stefnu-
skrá hans og kosningabaráttu,
kynntar vom skipulagsreglur og sam-
þykktir fyrir Borgaraflokkinn og
síðan störfuðu umræðuhópar. Fund-
inum verður fram haldið í dag kl.
10.15.
Sjá frásögn bls. 35.
Morgunblaðið/Bemharð Valsson
Forsetinn heiðursdoktor
FRÚ Vigdís Finnbogadóttir, forseti íslands, var í gær útnefnd
heiðursdoktor við háskólann í Bordeaux í Frakklandi. Á mynd-
inni áraar forseti háskólaráðsins frú Vigdísi heilla með nafn-
bótina.
l.ggBtUf
Alfa með útsendingar á ensku
Útvarpsefni á að vera á íslensku, segir Kjartan Gunnarsson, formaður útvarpsréttamefndar
HIN kristilega útvarpsstöð, Alfa,
hefur undanfarin fimmtudags-
kvöld sent út þátt á ensku með
bandaríska predikaranum
Jimmy Shaggart. Kjartan Gunn-
arsson, formaður útvarpsréttar-
nefndar sagði í samtali við
Morgunblaðið, að samkvæmt
reglugerð skyldi efni yfirleitt
flutt á íslensku.
Haukur Haraldsson hjá útvarps-
stöðinni Alfa, sagði í samtali við
Morgunblaðið, að undanfarin
fimmtudagskvöld á milli 22.30 og
23.30 hefðu þeir sent út þátt frá
samkomum Jimmy Shaggart. Hann
kostaði sjálfur þessar útsendingar
og væru þessir þættir ætlaðir ís-
lendingum, sem kynnu skil á enskri
tungu og Bandaríkjamönnum á
Keflavíkurflugvelli, en þáttur þessi
væri vinsæll hjá þeim. Aðspurður
um ástæður þess að þátturinn væri
ekki þýddur yfír á íslensku, sagði
Haukur að ekki væri unnt að skjóta
inn íslenskum þýðingum og afleit-
lega hefði komið út að setja íslenska
rödd yfir rödd predíkarans; boð-
skapurinn hefði ekki komist til
skila.
Kjartan Gunnarsson formaður
útvarpsréttameftidar sagðist ekki
hafa heyrt um þessar útsendingar
kristilegu útvarpsstöðvarinnar,
þannig að hann væri ekki f aðstöðu
til að tjá sig mikið um málið. Hann
benti þó á, að um útvarpsútsending-
ar giltu skýrar reglur samkvæmt
reglugerð, en samkvæmt henni skal
allt talað efni vera sent út á íslensku
eða þýtt og eru ekki undanþágu-
heimildir í ákvæðinu. Kjartan benti
hins vegar á að nokkur brögð hefðu
verið að því að ekki væri farið að
þessari reglu, og tók hann sem
dæmi útsendingar Ríkisútvarpsins
meðan á leiðtogafundinum stóð og
fréttir á ensku. „Sama reglan verð-
ur yfir alla að ganga," sagði
Kjartan.