Morgunblaðið - 26.09.1987, Page 41
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 26. SEPTEMBER 1987
41
Sjávarútvegssýningin
Per Strömberg
Morgunblaðið/Bjami
Bezta sýning, sem
við höfum verið á
- segir Sigurður Jóhannsson, fram-
kvæmdastjóri Plasteinangrunar
„ÞESSI sýngin gekk mjög vel
og var sú bezta, sem við höfum
verið á. Við höfum auk fram-
leiðslu á fiskikössum verið að
auka framleiðslugetu okkar á
trollkúlum og sú aukning hefur
skilað sér í meiri sölu. Við höf-
um aukið markaðshlutdeild
okkar og erum mjög bjartsýn-
ir,“ sagði Sigurður Jóhannsson,
framkvæmdastjóri Platsein-
angrunar á Akureyri í samtali
við Morgunblaðið.
Plasteinangrun er rekin í sam-
vinnu við norska fyrirtækið Pers
Box og framleiðir og selur kassa
með einkaleyfi Pers Box vestur
um haf, til Kanada, Nýfundna-
lands; Grænlands, Færeyja og
Bretlands auk íslands svo dæmi
séu tekin. Per Strömberg er eig-
andi Pers Box og var hann einnig
staddur á sýningunni og lét mjög
vel af henni.
„Ég er mjög ánægður með
þessa sýningu. Hún hefur gefið
góðan árangur. Þegar menn eru
að hugsa um þægindi, mega gæð-
in ekki gleymast. Það er skref
aftur á bak. Þróun og nýjungar
eru örar í fiskiðnaði. Það kemur
alltaf eitthvað nýtt fram á sjónar-
sviðið, en það er misskilningur að
allt nýtt sé gott,“ sagði Per Ström-
berg.
Björgnnarnetið Markús:
Þessi sýning hef-
ur skilað mér miklu
Morgunblaðið/Bjami
Pétur Th. Pétursson og Ólafur Magnússon í sýningarbás sínum
- segirPétur
Th. Pétursson
„VIÐ höfum náð sambandi við
ýmsa nýja aðila og umboðs-
menn okkar erlendis voru hér
á sýningunni. Það hefur gengið
mjög vel að þessu sinni og sala
á talsverðu af Markúsarnetinu
á að geta hafizt innan tiltölu-
lega skamms tíma. Ég var mjög
ánægður með þessa sýningu,
hún hefur skilað mér miklu,“
sagði Pétur Th. Pétursson,
framleiðandi Markúsarnetsins.
„Núna hefur endanlega verið
gefín út reglugerð um notkum
björgunameta í dönskum físki-
skipum, sem miðast við Markúsar-
netið í einu og öllu. Því get ég nú
í framtíðinni svarað endanlega
fyrirspurnum og óskum frá sigl-
ingamálastofnunum víða um
heim. Fulltrúar skozku hafnanna
hafa sýnt mikinn áhuga á netinu
og þegar keypt eitt og Hollenzkir
útgerðarmenn hafa lýst áhuga
sínum á kaupum á um 200 netum.
Framtíðin hjá mér snýst því um
selja netið sem víðast. Styrkja
umboðsmannakerfið erlendis og
líklega að veita framleiðsluleyfí í
einhveijum öðrum löndum. Hins
vegar mun ég áfram verða með
þróunardeild og framleiðslu hér
heima.
Eg er kominn inn í verkefni,
sem heitir Eureka-Helios og snýst
um öryggis- og björgunartæki.
Innan þess mun ég vinna, í sam-
vinnu við aðra, upplýsingar um
rétt viðbrögð, þegar maður fer
fyrir borð og tengja saman nota-
gildi þeirra björgunartækja, sem
nú eru á markaðnum. Ég mun
reyna að kynna sjómönnum hvaða
tæki eru til og hver eru bezt.
Við vorum með ýmis önnur
öryggistæki á básnum hjá okkur.
Þar má nefna búnað til að geyma
afhöggna limi, svo skeyta megi
þeim við stúfinn aftur þó nokkur
tíma líði frá slysinu, súrefnistæki,
sjúkraböruur, loftspelkur og afís-
ingarmottur fyrir skip og báta.
Ég vil hvetja íslenzka sjómenn til
að fara á þjálfunamámskeiðin hjá
Slysavamafélaginu. Þau em
hveiju sjómanni nauðsynleg,"
sagði Pétur Th. Pétursson.
Vík í Mýrdal:
Nýtt barnaheimili opnað
Skriðdeild fyrir yngri en 2ja ára, nýung í dagvistun
Selfossi.
NÝTT barnaheimili var opnað i
Vík í Mýrdal 21. september. Það
er starfrækt í húsnæði hreppsins
og er fyrir böm yngri en 2ja
ára. Deildin, sem kölluð er skrið-
deild, er opin fyrir og eftir
hádegi og starfa þar tvær konur.
Þessi nýja deild var opnuð til að
auðvelda fólki að fara til vinnu frá
bömum sínum. Sjö böm eru á þess-
ari nýju deild fyrir hádegi og annað
eins eftir hádegið. Það er Mýrdals-
hreppur sem stendur fyrir þessari
nýju deild og ákveðið að hún verði
rekin til reynslu fram til 14. maí á
næsta ári. Mýrdalshreppur starf-
rækir einnig leikskóla fyrir börn
eldri en tveggja ára.
í hreppshúsinu í Vík er margt
undir sama þaki. Þar er tónlistar-
skóii, hreppsskrifstofa, íbúð sveitar-
stjóra og svo skriðdeildin á efstu
hæð hússins. Fjörugustu dvalar-
gestirnir á deildinni eru reyndar
kallaðir skriðdrekar svona í gamni.
Sig. Jóns.
Til sölu
Blazer S-10 árg. 1985. Litur svartur, ekinn 48.000 mílur, 6
cyl, sjálfskiptur, 4 gira, vökva- og veltistýri, cruise control,
rafmagnsrúðurog læsingar, litað gler, gasdempararog álfelg-
ur. Thaoe innrétting. Verð 980 þúsund. Nánari upplýsingar í
síma 689589.
4
. .Stór
rýmingarsala
Opið í dag frá kl. 10-16.
Sími 91 691600
B—Wlil—UMlfftriTtl-T^ TiTilf-lflBiMi lif »»» >iil,U,U.U4UAfcl
Gunnar Ásgeirsson hf.
Suóurlandsbraut 16 Sími 9135200
■■•■annUHWHNHMMWM