Morgunblaðið - 26.09.1987, Blaðsíða 63

Morgunblaðið - 26.09.1987, Blaðsíða 63
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 26. SEPTEMBER 1987 Eru blaðamenn hættulegir landsliðsstrákunum? Fréttamönnum gert eins erfitt fyrir og hægt er. Stefnir KSÍ að algjörri einangnm leikmanna í framtíðinni? Islenska landsliðið í knatt- spymu sigraði Norðmenn frækilega á Ullevaal-leikvangin- um í Osló á miðvikudaginn og á heiður skilinn fyrir góðan og skynsaman leik. Allir börðust sem einn og upp- skeran var slík að norskir eru í sárum enda var ætlun þeirra að bursta íslenska liðið, og töldu þeir sig lítið sem ekkert þurfa að hafa fyrir sigrinum. Annað kom á dag- inn. Ekki var ætlunin að ri§a upp gang mála í leiknum sjáifum, það gerði ég á fimmtudaginn, held- ur ræða aðeins um þá stefnu sem Knattspymusam- band íslands virðist hafa gagnvart fjöl- miðlum. Eftir að hafa fylgt landsliðinu tvívegis til keppni á erlendri grund og fylgst með mörgum leikjum hér heima finnst mér tími til kominn að spyija nokkurra spuminga. Ef marka má það samskipta- form sem KSÍ vill hafa við þá blaðamenn sem fylgja iiðinu hverju sinni mætti halda að við væmm hættulegir strákunum í landsliðinu. Við fáum iítinn sem engan tíma til að ræða við þá og eigum því í miklum erfiðleik- um með að koma fréttum af þeim heim. Við þurfum að fara krókaieiðir til að fá upplýsingar sem við viljum koma áfram til lesenda. í Noregi gekk þetta þannig fyr- ir sig að blaðamenn þurftu að elta rútu leikmanna í leigubíl á æfingamar. Síðan þegar æfing- unni lauk fóru strákamir beint út í rútu og við eltum í leigubíl. Úr rútunni beint upp á herbergi inn voru strákamir fiestir komir út í rútu. Hvað var nú tii ráða? Klukkan orðin margt og ég þurfti að koma fréttunum heim. Á leiðinni út í rútu náði maður þó í þijá leikmenn og varð ég að láta það gott heita, punktur og basta. Norðmenn, og reyndar fleiri þjóðir sem ég þekki til, hafa það þannig að þjálfarinn fær nokkr- ar mínútur til að ræða við ieikmenn eftir leik, ef hann kemst þá inn í klefa fyrir frétta- mönnum sem vilja ræða við hann. Síðan fá fréttamenn að- gang að leikmönnum. Daginn fyrir leik tilkynnti þjálf- ari Norðmanna byijunariið sitt á blaðamannafundi þar sem allir leikmenn liðsins vom og var mikið rætt um hvemig liðið ætti að leika og fengu Ijósmynd- arar fijálsan aðgang að lcik- mönnum í rúma klukkustund eftir æfinguna. Hjá okkur má þakka fyrir að ná einni mynd þegar strákamir hlaupa út í rútu eftir æfingu og blaða- mannafúndur til að tilkynna landsliðið — hvað er nú það? Gagnkvæm samskipti Það þurfa að vera gagnkvæm samskipti milli frétta- manna og sérsambandanna. Slík samskipti eru því miður ekki til staöar hvað KSÍ varöar. Eru blaðamenn hættulegir landsllðlnu? Erekki kominn tími til að KSl endurskoði afstöðu sína varðandi sam- skipti við íslenska fjölmiðla? Er það ekki knattsp/rnunni fyrir bestu að fréttamenn skýri frá sem mestu um islenska knattspyrnu? og með lagni og dálítilli heppni náði maður að yrða á einn eða tvo leikmenn. Eftir leikinn var blaðamanna- fundur með þjálfurum liðanna. Á meðan ætiaði ég að fara inn í klefa íslenska liðsins þar sem fréttaritari Morgunblaðsins í Noregi var á þjálfarafundinum. „Nei, enginn inn í klefa," sagði Guðni Kjartansson aðstoðar- þjálfari. Og ástæðan var að Held vill ekki að menn fari inn í búningsklefa íslenska liðsins. Það er ósköp eðlilegt en þá þurf- um við líka að hafa aðgang að leikmönnum eftir að þeir koma út úr búningsherberginu. Því var ekki fyrir að fara því þegar þjálfarafundurinn var bú- Landsliðið er oftast tilkynnt með bréfi á íslandi! Það hefur alltaf verið skoðun mín að íþróttahreyfingin og fjöl- miðlar þurfí að starfa saman. Sérsamböndin koma oft því sem kallað er fréttatilkynning til fjöl- miðla og losna þar með við að auglýsa. Samskiptin þurfa að vera gagnkvæm. Það er auðvit- að hluti fréttamannsstarfsins að afla frétta, en það er óþarfi að gera honum eins erfítt fyrir og kostur er. KSÍ þarf að muna eftir íslenskum fjölmiðlum — líka þegar við leitum til þeirra, ekki bara þegar þeir þurfa á okkur að halda. Skúli Unnar Sveinsson KNATTSPYRNA / GULLSKOR ADIDAS Morgunblaðifl/Bjarni Eiriksson Markahæstu lelkmenn íslandsmótsins, 1. deild. Þeir eru frá vinstri: Halldór Áskelsson með silfurskóinn, Svein- bjöm Hákonarson með bronsskóinn, Pétur Ormslev með gullskóinn og Jónas Hallgimsson með bronsskóinn. Pétur Pétursson hlaut einnig bronsskó, en hann var ekki viðstaddur afhendinguna í gærkvöldi. Pétur Ormslev hlaut gullskó Adidas GULLSKÓR Adidas var í gær- kvöldi afhentur markahæsta leikmanni íslandsmótsins í knattspyrnu í fimmta skiptið hér á landi. Pétur Ormslev úr Fram hlaut gullskóinn að þessu sinni. Pétur skoraði alls 12 mörk í 1. deild íslandsmótisins. að er heildverslun Björvins Schram hf., sem stendur að afhendingunni og var þetta í fimmta sinn sem Adidas-umboðið á fslandi verðlaunar markahæsta leikmann 1. deildar með þessum hætti. Ingi Bjöm Albertsson, Val, fékk gullskóinn 1983, Guðinundur Steinsson, Fram, 1984, Ómar Torfason, Fram, 1985, Guðmundur Torfason, Fram, 1986 og nú Pétur Ormslev,_ Fram. Halldór Áskelsson úr Þór hlaut silf- urskóinn, skoraði alls 9 mörk. Bronsskóinn fengu þrír knatt- spymumenn, sem allir gerðu 8 mörk, Sveinbjörn Hákonarson, ÍA, Jónas Hallgrímsson, Völsungi og Pétur Pétursson úr KR. KNATTSPYRNA / LAND.SLIÐIÐ U-18 ARA íslendingar unnu Belga ÍSLENSKA landsliðið, skipað leikmönnum 18 ára og yngri, sigraði Belga 2:0 í Evrópu- keppni landsliða í Brussel í gærköldi. Vaidimar Kristófers- son skoraði bæði mörk íslands. Valdimar Kristófersson úr Stjörnunni skoraði fyrra mark- ið á 15. mínútu eftir góðan undir- búning Bjama Benediktssonar. Islendingar voru mun betri í fyrri hálfleik og réðu þá gangi leiksins. Ólafur Viggósson og Haraldur Ing- ólfsson áttu þá báðir skot í stöng. Síðari hálfleikur var jafnari. Valdi- mar skoraði seinna markið um miðjan seinni hálfleik eftir auka- spymu og var sigurinn aldrei í hættu eftir það. Að sögn Sveins Sveinssonar, farar- stjóra liðsins, var þetta einn besti leikur íslenska liðsins í keppninni. „Það furðulega við þessa keppni er að við emm taplausir á útivelli en höfum tapað öllum leikjunum heima. Þetta verður að teljast góður árangur hjá strákunum." Þetta var síðasti leikur liðsins í riðl- inum og fékk það 4 stig og skaust upp fyrir Belga með þessum sigri. Pólveijar eru efstir í riðlinum. BADMINTON / EVROPUKEPPNI Lið TBR sigraði LIÐ TBR, sem tekur þátt í Evr- ópukeppni félagsliða í badmin- ton íVillach í Austurríki, vann í gær finnsku meistarana, SMASH, frá Helsinki 5:2. eð þessum sigri aukast líkur TBR á að sigra sinn riðil í keppninni, en til þess að það takist verður liðið að vinna belgísku meist- arana, Olve. Sá leikur fer fram í dag og ef TBR sigrar er það í þriðja sinn sem liðið kemst í undanúrslit Evrópukeppni félagsliða á fjórum árum. Leikimir í gær fóru sem hér segir: Stjaman úr Garðabæ er komin í 2. umferð í Evrópukeppni bikarahafa í handknattleik. Liðið sigraði írska liðið Yago, 44:13, í seinni leik liðanna í Evrópukeppn- inni í Dublin í gærkvöldi. Fyrri leikinn unnu þeir einnig með mikl- um mun, en hann fór fram í Broddi Kristjánsson tapaði fyrir Tominen 7:15 og 6:15, Guðmundur Adólfsson vann Heinunen 15:5 og 15:3, Þórdís Edwald sigraði Da- hlberg 11:5, 5:11 og 11:2. Elíasbet Þórðardóttir sigraði Ninu Adolfsson 11:1 og 11:1. Broddi og Ámi Hallgrímsson töpuðu fyrir Toumin- en og Heinunen í tvíliðaleik 15:11, 16:18 og 2:15 og Þórdís og Elísa- bet unnu Susanna og Ninu 13:15, 15:10 og 18:16. Loks unnu Þor- steinn Hængsson og Guðrún Júlíus- dóttir þau Kauppinen og Salo í tvendarleik 15:8 og 15:8. fyrrakvöld. Stjaman vann saman- lagt 86:26. Yfírburðir Stjömunnar voru miklir eins og lokatölumar gefa til kynna. Staðan í hálfleik var 20:5. Gylfi Birgisson var markahæstur með 13 mörk. -si8 11/1 Jqcíu wt{i 1 Lr. lácai HANDBOLTI Valur ogFram meistarar Reykjavikurmótinu í meistaraflokki karla og kvenna í handknattleik er nú lokið. Valur varð meistari í karlaflokki og Fram í kvennaflokki. Valur tryggði sér sigur í meistaraflokki karla með því að vinna íslandsmeistara Víkings, 24:20, í næstsíðasta leik mótsins. Víkingar leiddu 13:10 í hálfleik en Valsmenn jöfnuðu 16:16 og komust síðan í 22:17. Fram sigraði Víking 28:27 í síðast leik mótsins eftir að staðan i hálfleik hafði verið 19:13 fyrir Fram. Valur, Fram og KR urðu öll efst og jöfn að stigum en Valsmenn unnu á markahlutfalli. Fram varð Reykjavíkurmeistari í meistaraflokki kvenna með því að vinna Val, 21:20, í síðasta leik mótsins. Iid r.u uýi:>i fiji.s;! ímí iuy4 HANDBOLTI / EVROPUKEPPNIN Stjaman áfram I -•i\d ’iiiinL' s'iiiáe bii ritsv biúd 0.5 IrJ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.