Morgunblaðið - 26.09.1987, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 26.09.1987, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 26. SEPTEMBER 1987 Leikf élag Akureyrar: Fiðlarinn á þakinu söngleikur þessa árs Nýbygging DNG við Berghól í Glæsibæjarhreppi. Morgunblaðið/GSV DNG flytur í nýbyggingu um áramót: Seldi fyrir tíu milljónir á sjávarutvegssýmngumii FYRIRTÆKIÐ DNG á Akur- eyri seldi um 70 færavindur á sjávarútvegssýningunni, sem nú er nýlokið í Laugardalshöll, samtals á yfir tíu milljónir króna. „Þetta eru allt stað- festar pantanir sem komu á meðan á sýningunni stóð en auk þess fengum við hátt í 20 óstaðfestar pantanir og búast má við að einhverjar pantanir fylgi í kjölfar sýningarinnar,“ sagði Davíð Gíslason hönnuður hjá DNG, í samtali við Morgun- blaðið. Davíð sagði að saian hefði far- ið fram úr björtustu vonum manna, þar sem þetta væri ekki hinn hefðbundni sölutími færa- vinda því vertíð trillukarla væri að mestu lokið. Salan hæfíst venjulega í febrúarmánuði og stæði fram í ágúst og september. „Þennan tíma í fyrra nýttum við eingöngu til að framleiða. Fyrir- tækið hefur gengið mjög vel frá því við hófum framleiðsluna fyrir rúmum tveimur árum enda höfum við aldrei haft við eftirspurninni." DNG hefur verið í 400 fer- metra leiguhúsnæði við Óseyri hingað til, en fyrirtækið mun flytja í eigið húsnæði um áramót ef áætlanir standast. Nýbygging- in stendur við Berghól í Glæsibæj- arhreppi og er tæpir 1.000 fermetrar að stærð. Járnsmíðin hefur hinsvegar öll farið fram í 200 fermetra eigin húsnæði fyrir- tækisins við Berghól. Davíð sagði að ekki væri fyrirhugað að bæta starfsmönnnum við þá rúmlega 20 sem fyrir eru þó flutt yrði í stærra húsnæði, heldur er mein- ingin að koma á meiri sjálfvirkni og hagkvæmni á rekstur fyrir- tækisins. Forráðamenn fyrirtæk- isins eru á leið til Danmerkur til að fjárfesta í frekari vélakosti vegna framleiðslunnar og ætla einnig á sýningu í Mílanó á Ítalíu til að skoða vélar. LEIKFÉLAG Akureyrar mun halda þeirri stefnu í verkefnaval- iað lokaverkefni leikársins sé söngleikur. Nú hefur verið ákveðið að söngleikur ársins verði Fiðlarinn á þakinu og verð- ur hann frumsýndur í aprU 1988. Þessa ákvörðun upplýsti Pétur Einarsson leikhússtjóri í gær. Þá er Leikfélagið einnig að hefja sölu á áskriftarkortum. Fiðlarinn á þakinu er einhver kunnasti og vinsælasti söngleikur seinni tíma og hefur verið sýndur víða um heim. Nú eru um það bil tuttugu ár síðan Fiðlarinn var fyrst sýndur hér á landi, í Þjóðleikhús- inu, og komið er á annan tug ára síðan Húsvíkingar settu leikinn á svið. Ekki hefur verið skipað endan- lega í hlutverk í Fiðlaranum en þetta verður viðamikil sýning með fjölda leikara, miklum söng og dansi. Leikstjóri verður Stefán Baldursson. Leikfélagið hefur nú um mánaða- mótin sölu áskriftarkorta, þar sem unnt er að kaupa fasta miða á ákveðnar sýningar. Verð kortanna er 3000 krónur og þau gilda á fjór- ar sýningar, þar með talinn söng- leikinn. Flugleiðir hafa skipulagt pakkaferðir til Akureyrar í tengsl- um við sýningar Leikfélags Akur- eyrar og Ferðaskrifstofa Reykjavík- ur hefur jafnframt auglýst slíkar ferðir. Auk þess mun Leikfélagið eins og áður greiða fyrir gestum annars staðar af Norðurlandi ef þeir þurfa á gistingu og þvílíkri þjónustu að halda. Nánar verður greint frá vetrar- starfí Leikfélags Akureyrar í Morgunblaðinu síðar. Krislján Hall- dórsson 75 ára KRISTJÁN Halldórsson húsa- smiður, til heimilis í Einilundi 6c, Akureyri, er 75 ára i dag. Hann tekur á móti gestum í Lóni við Hrísalund frá kl. 15.00 tii 18.00 í dag. Fiskmarkaður Norðurlands hf.: Ný og óþekkt braut - segir Gunnar Arason stj órnarformaður FISKMARKAÐUR Norðurlands hf. var formlega vígður í gær og hélt Sigurður P. Sigmundsson framkvæmdastjóri fyrirtækisins sýnikennslu á tölvubúnaði fyrir- tækisins fyrir hluthafa, en eins og fram hefur komið í fréttum fara öll viðskipti fiskmarkaðar- ins í gegnum fjarskipti. Fyrsta sala fer að öllum líkindum fram þann 29. september. Gunnar Arason stjómarformaður NYTT OG BETRA SÚLNABERG Fjölbreytt úrval heitra og kaldra rétta Opið frá kl. 8.00-20.00 alla daga Hótel KEA fiskmarkaðarins sagði af tilefninu að aðdragandinn að stofnuninni væri orðinn töluvert langur, en þó væri hann ekki óeðlilegur þar sem um nýja og óþekkta braut væri að ræða. „Upphafið má rekja til frjáls fiskverðs, sem þó tókst betur en marga grunaði. Oft voru hugmynd- ir um fiskmarkað ræddar á hafnar- stjómarfundum og svo fór að þann 12. nóvember í fyrra var nefnd skipuð til að undirbúa stofnun fisk- markaðar á Akureyri. Ekki þótti þó fysilegt að fara út í hefðbundinn fiskmarkað meðal annars vegna þess að menn voru hræddir við byggðaröskun auk þess sem menn sáu fram á að missa tekjustofna úr sveitarfélögunum hér norðan- lands. Fljótlega kom upp sú hugmynd að koma upp einhvers- konar fjarskiptamiðlun og fljótlega kom tölvan inn í dæmið. Hafnar- stjóm hélt málinu á lofti og fékk til liðs við sig sjö menn tengda sjáv- arútvegi af Norðurlandi. Undirbún- ingsstofnfundur var síðan haldinn 29. mars og þá var fyrirtækinu jafn- framt gefið nafn. Stofnfundur var haldinn 3. maí og kosið var í aðal- stjóm. Framkvæmdastjóri var ráðinn frá og með 1. júlí sl., ritari Ásta Jónsdóttir hóf störf 1. septem- ber sl., og verða þau eina starfslið fyrirtækisins. Síðan hefur verið unnið við söfnun hlutabréfa, inn- réttingu húsnæðis og uppsetningu tölvukerfis." Gunnar sagði að allir aðstand- endur fyrirtækisins væm sammála um að rasa ekki um ráð fram held- ur væri fysilegra að flýta sér hægt. Hluthafar hafa verið mjög opnir fyrir hugmyndum enda hafa þeir aðilar sem starfa að sjávarútvegi ávallt verið framtakssamir. Við Is- lendingar eigum þeim mönnum mikið að þakka hvað lífsgæði okkar snertir, sagði Gunnar. Vinnum með þróuninni Sigfús Jónsson bæjarstjóri sagði að norðanmenn hefðu séð fram á að ef ekkert hefði verið aðhafst hér norðanlands, hefðu togaramir siglt óhikað suður á bóginn til að selja afla sinn. Því hefði verið ákveðið að vinna með þróuninni í stað þess að vinna gegn henni. „Fiskmarkað- urinn er liður í því að auka viðskipti á Norðurlandi og styrkja Akureyri sem þjónustumiðstöð. Vonandi er þetta aðeins byijunin í þeirri við- leitni. Við verðum að ná stærri hluta af fiskútflutningi okkar íslendinga hingað norður, en allt frá síðari heimsstyijöldinni hefur fiskútflutn- ingur okkar samþjappast á höfuð- borgarsvæðinu. Gylfí Gautur Pétursson lögfræð- ingur sjávarútvegsráðuneytisins sagði að eitt sinn hefðu menn ekki verið á eitt sáttir um að fiskmarkað- ur gæti gengið á Norðurlandi. „Hinsvegar hafa flestir fiskmarkað- ir leitt gott eitt af sér. Fyrirtækin hafa í auknum mæli farið út í sér- hæfni í fullvinnslu innanlands og á fiskmarkaðurinn hér ömgglega eft- ir að efla byggð.“ Gylfí sagði að vissar efasemdir hefðu komið upp viðvíkjandi gæðum aflans ef selt yrði í gegnum tölvur. Hinsvegar vissu sjómenn að þeir þyrftu að skapa sér orðstír sem einungis gæti byggst á trausti milli seljenda og kaupenda. „Markaðurinn hefur vissa sérstöðu. Menn geta fengið nánast hvaða upplýsingar sem er í gegnum tölvukerfið og tel ég að hann eigi jafnvel að ná til landsins alls," sagði Gylfi Gautur. Bifreiðastjórar: Hafið bílbænina í bílnum og orð hennar hugföst þegarþiðakið i Drottinn Guó, veit mér vernd þína, og lát mig minnast ábyrgöar minnar er ég ek þessari bifreiö. I Jesú nafni. Amen. Fæst í Kirkjuhúsinu, Klapparstíg 27, í verslun- inni Jötu, Hátúni 2a, Reykjavík og í Hljómveri, Akureyri. Verð kr. 50.- Orð dagsins, Akureyri. I
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.