Morgunblaðið - 26.09.1987, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 26.09.1987, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 26. SEPTEMBER 1987 Af ormi í fiski og hættulegu tannkremi Neytendamál í Vestur-Þýskalandi: VAFASÖM efni í tannkremi, krabbameinsvaldandi sjampó, geislavirk matvæli; æ fleiri hryllingsfréttir berast til eyrna vestur-þýskra neyt- enda, segir í grein í vestur-þýska tímaritinu Der Spiegel. En slíkar fréttir hafa þó skammvinn áhrif. En frásögn af ormum í fiski hafði alvarlegri afleiðingar: Viðbjóðurinn er langvinnari en óttinn við eitur. Fréttaþátturinn „Monitor“ í vest- díoxan. Neytendur kusu frekar fit- ur-þýska sjónvarpinu kemur öðru hveiju með nýjar fréttir af skaðleg- um efnum í vamingi sem neytendum er boðið upp á. Nýjasta nýtt er að samkvæmt rannsóknum á tannkr- emi innihalda flestar tegundir á markaðnum Natriumlaurylsulfat (NLS). Lítill skammtur af þessu efni nægir til að skaða tennur og tannhold og getur jafnvel leitt til þess að fólk missir tennumar. Efna- fræðingar tannkremsframleiðenda viðurkenna að ekki sé óhætt að tannkrem innihaldi meira en 2% af NLS. Rannsóknir sýndu á hinn bóg- inn að margar gerðir innihalda meira. Daginn eftir að „Monitor“ fjallaði um málið streymdi fólk í verslanir til að skila ákveðinni tannkremstegund sem hafði reynst innihalda 7,4% af NLS. í öngþveit- inu sem fylgdi þættinum hvöttu tannlæknar þjóðina til að halda upp- teknum hætti þrátt fyrir allt og bursta tennumar eftir sem áður. Sjónvarpið hafðí rétt einu sinni sýnt áhrifamátt sinn. ugt hár en húðkrabba og nú að ári liðnu hefur sj&mpósalan ekki enn náð sér á strik. En þrátt fyrir skjót viðbrögð neyt- enda við fréttum af þessu tagi nær salan sér yfirleitt aftur á strik, gjama eftir að framleiðendur hafa hrakið fréttina eða bætt framleiðsl- una. „Monitor“-þáttur sem sýndur var í júlí hefur haft hvað afdrifaríkastar afleiðingar. Áhorfendum var sýnd ormafjöld í fiski en hann hefur átt vaxandi vinsældum að fagna sem hollustufæða. Fyrstu dagana eftir sýningu þáttarins dróst salan hjá mörgum kaupmanninum saman um 70%. Fiskverkendur urðu að stytta vinnutíma starfsfólks eða senda það heim. Enn sem fyrr borða Vestur- Þjóðveijar helmingi minna af fiski en fyrir sjónvarpsþáttinn. Klaus Warzecha framkvæmdastjóri sam- taka fiskseljenda óttast að salan muni ekki ná sér í bráð. Sálfræðingar ganga jafnvel svo Óman skipar sendi- herra í Moskvu og boðar bætt samskipti við Suður-Jemen Leiðandi markaðssálfræðingar töldu sýnt að neytendur brygðust gjaman við fréttum sem þessum á þann hátt að þeir forðuðust ekki aðeins viðkomandi vörumerki heldur hættu þeir yfirhöfuð að kaupa vör- una. Fyrir ári síðan var í sjónvarps- þættinum vakin athygli á krabba- meinsvaldandi efninu díoxan í sjampótegundum sem einnig eru seldar hér á landi. Sérstaka reiði neytenda vakti að sjampótegund sem auglýst er sem einstaklega náttúruleg og heilsusamleg afurð reyndist innihalda hvað mest af Bahrein, Reuter FRÉTTASTOFA Ómans tilkynnti á fimmtudag, að Bin Quabos, sold- án hefði skipað sendiherra lands- ins í Sovétríkjunum, Nazar bin langt að segja að viðbjóðurinn á fískinum eigi eftir að breyta neyt- endavenjum til lengri tíma litið: Sá sem heldur sig frá ákveðinni vöru í lengri tíma trúir því á endanum að hann komist af án hennar. Því auðveldar sem reynist að fínna nýj- ar vörur í stað hinna gömlu því fyrr breytast venjumar. Sem dæmi má nefna að síðan greint var frá gly- koli í austurrísku léttvíni er það óseljanlegt í Vestur-Þýskalandi ekki síst vegna ríkulegs framboðs af frönskum, ítölskum og vestur-þýsk- um víntegundum. Aðrir benda á að minni mann- skepnunnar hafi mjög stuttan helmingunartíma (svo notað sé orðalag úr eðlisfræðinni). Cherno- byl-slysið sé meira að segja flestum gleymt og grafið. Fyrirtækið Unilev- er sem í fyrra varð að moka yfir heilu spínatekrumar selur nú vöru sína af meiri krafti en nokkm sinni fyrr. Einnig er varað við uppslætti „eiturefna vikunnar" því slíkt slævi einungis skilningarvit og dómgreind neytenda. Að síðustu er framleiðendum sem sitja í súpunni ráðlagt að hafa sem kyrrast, sitja sem fastast og bíða þolinmóðir eftir næsta hneyksli. Muhammed bin Ali al-Sheikh. Óman og Sovétríkin ákváðu fyrir tveimur árum að taka upp stjórn- málasamband, en sendiherrar hafa ekki verið ákveðnir fyrr en nú. Reuter Prentaraverkfall í Frakklandi París Prentarar í París fóru í sólarhrings verkfall og efndu til mót- mæiaaðgerða í gær. Verkfallið var mótmælaaðgerð vegna ryskinga lögreglu við prentara í bænum Le Mans. Þar fóru fram réttarhöld yfir forystumönnum prentara sem fóru í ólöglegt verkfall og voru þeir dæmdir til að greiða tjón vegna þess. Er dómurinn var gerður kunnur réðust mótmælendur inní dóms- húsið og réðist lögregla þá gegn þeim. Verkfall prentara í gær varð til þess að engin dagblöð komu út í París í gær. Frakkland var því án stórblaða, en í Lille komu út þau fjögur landsmála- blöð sem þar eru prentuð. Sovéska vísindaakademían: Eldri menn víkja don cano ÚLPUR Litir: Biár, liila, grænn svartur, hvítur. utiuf Glæsibæ, sími 82922. Óman og tvö önnur ríki í Sam- bandsráði Flóans hafa þá stjóm- málasamband við Sovetríkin. Hin eru Kuwait og Sameinuðu arabisku fur- stadæmin. Þijú aðildarríkin Saudi Arabia, Quatar og Bahrein hafa það ekki. Ekki vakti síður athygli önnur til- kynning soldánsins í Óman þess efnis, að ákveðið hefði verið að ómanskur sendiherra tæki við störf- um í Aden, höfuðborg Suður Jemens. Suður Jemen og Oman tóku upp stjómmálasamband að nafninu til fyrir fjórum árum, en hafa ekki skipzt á sendiherrum. Töluverð stirfni hefur verið í samskiptum ríkjanna um árabil og landamæra- skærur tíðar. Stjórnin í Suður Jemen hefur verið gmnuð um að styðja andófsöfl í Dhofarhéraði. Þau hafa ekki látið á sér kræla lengi. Viðræð- ur milli háttsettra aðila hafa ræðzt við undanfarið og sendiherraskipunin er sýnilega ávöxtur þeirra viðræðna. fyrir hinum yngri Moskvu, Reuter. ÞEIR vísindamenn sem orðnir eru eldri en 75 ára munu fram- vegis ekki geta haft með höndum stjórnunarstörf innan Sovésku vísindaakademíunnar. Að sögn dagblaðsins Izvestia eru nú 250 lausar stöður innan akademíunnar af þessum sökum. Mikhail S. Gorbachev hefur sagt að gefa verði ungum og hæfileika- miklum vísindamönnum tækifæri til starfa til þess að unnt verði að efla tækniþekkingu í Sovétríkjun- um. Á síðasta ári hugðist Gorbachev innleiða lög um eftirlaunaaldur en þau áform mættu mikilli mótspymu innan sovéska valdakerfisins, að sögn vestrænna sérfræðinga um málefni Sovétríkjanna. Lögin sem nú hafa verið sett varðandi vísinda- akademíuna eru þau fyrstu sem sett eru um hámarksaldur starfs- manna ríkisstofnana. Samkvæmt nýju lögunum verður vísindamaður að láta af störfum þegar hann nær 75 ára aldri og getur akademían kosið nýjan mann í stað hans. Áður gat akademían aðeins kosið nýjan mann þegar fé- lagi í henni safnaðist til feðra sinna eða sagði af sér. Vísindamenn sem láta af stjómunarstörfum geta eftir sem áður unnið áfram að rannsókn- um og halda þeim forréttindum sem fylgir því að vera meðlimur í aka- demíunni. Leitin að morðingja Palmes: Ognar lögregla réttindum þeguanna? Stokkhólmi, Reuter. LEITIN að morðing]a Olofs Palme stofnar réttindum borgaranna í hættu, segja tveir af kunnustu lögfræð- ingum Svía. Leif Silberski, sem varði kúrda sem hand- tekinn var í fyrra, grunaður um aðild að morðinu, segir að lögreglan hafi komið hlustunartækjum fyrir í íbúð- um manna, hleri síma og opni póst til að hafa hendur í hári morðingjans. Silberski sagðist ennfremur óttast að lögreglan væri að safna upplýsingum sem ekki kæmu morðinu á Palme við og menn hlytu að spyija sig til hvers það væri. „Dómstólar hafa veitt lögreglu leyfí til hvers kyns aðgerða ef þær tengjast rannsókn Palme-morðsins,“ bætti hann við. Gunnar Falk, lögfræðingur sænsks manns, sem tekinn var höndum skömmu eftir morðið, tekur undir þessi orð og segir lög- reglu halda að hún komist upp með hvað sem er. Talsmenn lögreglu segja að gerðar hafi verið skýrslur um 28.000 manns og 40.000 ábendingar verið kannaðar en án árangurs. Því er þó neitað að rannsóknin stofni fitjálslyndu og opnu þjóðfélagi Svía í hættu. Laun til handa þeim sem veitt geta upplýsingar er leiddu til handtöku morðingjans hafa verið tífölduð og nema nú fímm milljónum sænskra króna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.