Morgunblaðið - 26.09.1987, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 26.09.1987, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 26. SEPTEMBER 1987 47 Bjarki Þórlinds son — Minning Fæddur 19. janúar 1933 Dáinn 3. september 1987 Bjarki var fæddur 19. janúar 1933. Hann var sonur Guðnýjar Hallgrímsdóttur og hins kunna afla- manns Þórlindar Magnússonar skipstjóra og útgerðarmanns frá Eskifirði. Hann var giftur Önnu Sveinsdóttur frá Borgarfirði eystri og eignuðust þau 7 mannvænleg börn. Bjarki var vélvirki að mennt og eftirsóttur til starfa enda hörku- duglegur og vel að sér í sínu fagi. Var hann gjarnan kallaður til lang- ar leiðir þegar mikið lá við og brást það sjaldan að hann kæmi hlutunum í lag. Hann var góður málamaður og kom það því oft í hans hlut að sinna erlendum skipum sem áttu í vélabilunum eða öðrum slíkum erf- iðleikum hér við land. Framkoma Bjarka einkenndist af ljúfmennsku og jafnan var stutt í gamansemi og glettni jafnvel á erfiðleika tímum. Hann var góður heimilisfaðir og barnelskur og jafn- an hrókur alls fagnaðar í hópi félaga og vina. Þá er mér minnis- stæður sá mikli áhugi og kraftur sem einkenndi framgöngu hans til þeirra verka sem honum voru falin. Hann var lítið gefinn fyrir að fara í kringum hlutina og sagði skoðan- ir sínar umbúðalaust. Hiónaminning: * Jón Oskar Jóns- son ogHalldóra Lilja Jónasdóttir Jón Óskar Fæddur 17. apríl 1915 Dáinn 3. júlí 1986 Halldóra Lilja Fædd 14. apríl 1911 Dáin 18. september 1987 Fyrir hönd fjölskyldunnar vil ég minnast afa og ömmu, Jóns Óskars Jónsssonar og Halldóru Lilju Jónas- dóttur, sem dóu með svo st.uttu millibili. Við þökkum Guði fyrir að hafa fengið að njóta návistar þeirra og umhyggju. Þau voru bæði af „gamla skólan- um, skóla lífsins", um margt lík, en um margt ólík. Afi og amma byrjuðu ung að vinna eins og þá gerðist. Hann var innan við ferm- ingu þegar hann fór í sjóróðra með föður sínum, en fjölskyldan bjó á Öndverðarnesi á Snæfellsnesi. Afi kom ungur maður suður til Kefla- víkur í atvinnuleit og var þá á bátum. Amma var fædd áAlfatröðum í Hörðudal og alin upp á Hamri. Ung að árum var hún send á milli bæja til aðstoðar við sláturgerð og önnur bústörf. 1930 kom hún suður til vistar hjá föðurbróður sínum í Sandgerði. Ári seinna fór hún til Keflavíkur og þar kynntust þau afi og hún, felldu hugi saman og stofn- uðu heimili. Það var nú ekki stórt í sniðum fyrsta heimilið, aðeins eitt kvistherbergi. Eina barn þeirra, faðir minn, fæddist 26. nóvember 1935 og fékk nafnið Hreinn Bergmann. Með hann lítinn bjuggu þau fyrst á Vallargötu 22 og síðar á Suðurgötu 27. Arið 1939 fluttust foreldrar ömmu til þeirra að vestan og hefur þá verið þröngt um fjölskylduna í tveggja herbergja íbúð. Þegar faðir minn var á 12. ári keyptu foreldrar hans fjögurra herbergja íbúð á Hafnar- götu 78 og þar bjuggu afi og amma alla tíð síðan. Faðir minn giftist 16. júlí 1955 Guðrúnu Ástu frá Þóru- koti í Njarðvík og hafa þau alltaf búið í Njarðvík. Þau eignuðust þrjú börn; undirritaða 1956, Sigurð 1958 og Óskar 1962. Þeirra börn eru orðin fimm. Við systkinin eigum margar dýr- mætar minningar af Hafnar- götunni. Langamma og langafi lifðu til 1968 og kynntumst við þeim líka. Við fengum oft að vera yfir nótt hjá þeim og alltaf voru lesnar bæn- ir áður en við fórum að sofa. Amma var mjög trúuð manneskja og sagði mér oft að hún hefði beðið Guð fyrir þessu eða hinu. Þegar afi var orðinn sjúkur bað hún til Guðs að hann þyrfti ekki að liggja lengi aumingi og Guð bænheyrði hana. Alveg eins held ég að hún hafi ver- ið bænheyrð núna, því hún dó kvalalaust og var sátt. Alltaf bað hún fyrir okkur öllum ef við lögðum upp í ferðalög eða áttum í erfiðleik- um í einkalífi, sem hún vissi um. Afi bar ekki sínar tilfinningar á torg og hafði ekki mörg orð um sína trú eða bænalíf. En hann var sjómaður næstum allt sitt líf og til að endast í því starfl, verða menn að hafa trú. Afi var af „gamla skól- anum“ eins og áður er getið, og fannst ekki mikið til um langskóla- nám, en hann unni sínum og studdi okkur öll í hvetju því sem við ákváð- um að leggja fyrir okkur. Og hann var stoltur þegar árangurinn kom í ljós. Hann vildi líka að við ynnum fyrir því, sem við eignuðumst og svo þegar okkur gekk vel var hann manna ríkastur. I þessu voru þau alveg sammála. Þegar ég var lítil og fyrsta bamabarnið, kom hann oft á sunnudögum til að taka mig rúnt á rútunni, sem hann veitti for- stöðu í nokkur ár. Þegar sonur minn eldri var lítill, kom hann til að sækja hann og fara „bryggju- rúnt“. Þá fóru þeir í Sandgerði eða Grindavík, eftir því hvar báturinn hans var í það skiptið. Nú, eða sátu í bílnum á hafnarbakkanum í Keflavík og spáðu í sjóinn. Ef afi var ekki á sjó en ekki heima var öruggt að fínna hann í námunda við bryggjumar eða á rútustöðinni, því hann fylgdist með öllu þar líka og rabbaði við bílstjórana um dag- inn og veginn. Amma var mjög heimakær alla tíð. Þó höfðu þau farið saman í ferðalög, en aldrei lengi. Afi fór til útlanda til að kynna sér eitthvað í sambandi við báta fyrir mörgum ámm. Á meðan Siggi bróðir bjó í Danmörku langaði afa að heim- sækja hann, en á vertíð fer enginn í frí, svo hann bauð ömmu að fra eitt sumarið. Hún hafði þá aldrei komið til útlanda og þótti það óþarfi, en svo naut hún þessa ferða- lags auðvitað mjög vel. Við lærðum það af afa og ömmu að fara vel með, hvort sem er mat- ur, föt eða peningar. Þau þurftu að spara hér áður og töluðu um það við okkur hve tímarnir voru öðru- vísi. En þau fylgdust vel með og skildu það, að okkar þarfir voru aðrar og annars eðlis. Afl og amma áttu góða vini, sem sóttu þau heim. Oft var gaman nú seinni árin að hitta Eriðrik, Halla eða Didda hjá afa og heyra þá spjalla. Vinkonur ömmu reyndust henni sérlega vel, eftir að afl dó. Þær komu mikið til hennar, Gústa, Gyða, Kalla, Gauja, Gógó sem býr á efri hæðinni og svo Erla og Magga, sem áður höfðu búið í hús- inu. Við þökkum þessu fólki svo og öllum öðrum sem reyndust vel; hjartanlega fyrir vináttuna, sem þau sýndu gömlu hjónunum. Við erum rík í hjarta að hafa átt Já, svona er lífið, menn koma og fara. Nú hefur þessi góði drengur kvatt og lagt upp í sína síðustu ferð yfir móðuna miklu, kominn til Guðs sem gaf hann. Það veit ég að hann hefur fengið góða heim- komu. Nú umveija hann englar Guðs. Bjarki varð bráðkvaddur þann 3. september síðastliðinn er hann var staddur upp á Héraði í sumarbústað sínum. Eg kynntist Bjarka er hann var ungur að árum. Það kom strax í ljós á uppvaxtarárum hans að þar fór enginn flysjungur. Hann var drengskaparmaður og einstaklega hlýr í viðmóti. Á heimili sínu voru hann og kona hans, Anna, mjög samstiga í gestrisni og höfðings- skap og þaðan fór enginn án þess að þiggja góðgerðir. Barnaláni hafa þau hjón átt að fagna. Öll eru þau nýtir þjóðfélagsþegnar. Um leið og ég kveð Bjarka Þór- lindsson, sendi ég Önnu og börnum þeirra innilegar samúðai'kveðjur svo og öðrum aðstandendum þeirra. Minningin um góðan dreng lifir. Jóhann Þórólfsson frá Reyðarfirði. AIPAM UÓSAPERUR LOGA LENGUR FINNSK FRAMLEIÐSLA Heildsolubirgöir !ál>ÝSK-ÍSLENSKAHF. ■ ■ Lynghálsi 10-110 Fteykjavik - Sími: 82677 Fródleikur og skemmtun fyrirháa semlága! Óskar afa og Dóru ömmu að og Fyrir hönd föður míns og móður, biðjum Guð að blessa minningar bræðra, maka okkar og barna, okkar og ykkar allra um þau. Gróa Hreinsdóttir. FLUTNINGSVANDAMÁL FRAMTÍÐARINNAR LEYSAST MEÐ SAWO lyftibúnaði og gámum. SAWO HL 16 LYFTIBÚNAÐUR Komio og sjaiö sýningu okkar að Fosshálsi 1 (Bílaborg). Laugardaginn 26. sept. Sunnudaginn 27. sept. Kl. 13—18 VIÐ SÝNUM: SAWO lyftibúnaö Hl 8L og HL 16N SAWO lokaöa gáma frá 5—25 rúmmetra SAWO opna gáma SAWO Fe pressugám 16 rúmmetra sawo lokaour gímur 25 rúmmetra SAWO traktorsvagn með lyftibúnaói Fylgist með þróun flulninga og heimsækið sýningu okkar. Þar sem markaOsstjóri SAWO HYDRAULIC AS i Danmörku verður á staönum og segir ykkur hvers vegna einn at hverjum þremur vörubilum I Danmörku er búinn lyftibúnaöi. Aöeins imyndunarafliö takmarkar möguleika á notkun gáma. UmboAsaOlli fyrtr SAWO HYDRAULIC AS SAWO F 16 PRESSúGAMUR SAWO HYDRAUUCt FL UTNINGA TÆKNISF TRANSPORT TECNICS SF. VATNAGORDUM 12.124 REYKJAVÍK - ICELAND P.O.BOX 4368 - TEL. 688155 - TLX. 2134 JlS 4 mmLmmfam WyUMi «LÍ ■ ■■[ |
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.