Morgunblaðið - 26.09.1987, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 26. SEPTEMBER 1987
43
græðingur í tónlist. Níu ára fór
hann í skóla fyrir börn, sem þykja
hafa tónlistarhæfileika. Krakkar
eru teknir inn í slíka skóla eftir
próf, sem gengur einkum út á að
láta þau endurtaka hljómfall og
laglínur. Sumsé grennslast fyrir um
tónheym og næmni. í þessum skól-
um er ekki kennt sérstaklega á
ákveðin hljóðfæri, en krakkarnir
eru í tónmennt á hveijum degi,
söng, tónlistarsögu og einfaldri tón-
fræði. Ellefu ára fór Tuomela svo
í eiginlegan tónlistarskóla, lærði á
píanó. Þetta er rakið hér, til að
gefa smá sýnishorn af því hve tón-
listarkennslukerfið finnska er
markvisst, minnir á það sovézka,
þó það sé hvergi nærri eins strangt,
segja Finnar. En vísast er það ein
Tapio Tuomela
skýring á hvað Finnar eiga mikið
af frábæm tónlistarfólki. Rjóminn
úr öllum þessum barna- og ungl-
ingatónlistarskólum fer svo í Síbelí-
usar akademíuna í Helsinki og
þangað fór Tuomela nítján ára í
píanónám. Lét þó ekki sitja við
píanónámið eitt, heldur hóf nám í
tónsmíðum, sem áður vom tóm-
stundagaman og síðan í stjómun,
eftir að hafa lokið prófi úr akademí-
unni í hinum greinunum tveimur. í
Viliníus í Litháen var hann í tvö ár
í stjórnun. Þar em margir stórkost-
legir stjórnendur segir Tuomela, og
gamalgróin hefð þó landið sé lítið.
En hvað einkennir svokallaðan
rússneskan skóla í hljómsveitar-
stjómun?
„Rússneski skólinn er byggður á
Leningrad-skólanum og megin-
áherzla er lögð á tæknina og í
fyrstu er henni sinnt eingöngu.
Þessi tækni er ekki sér rússnesk,
heldur er þetta gömul tækni frá
Mið-Evrópu en er útdauð þar.
Það er erfitt að lýsa út á hvað
tæknin gengur, en til skýringar
má segja að hún sé eins og mál-
fræði og það mjög flókin og ströng
málfræði. Það er algengt að sjá
stjómendur stjóma á innblástrinum
einum saman án- fastmótaðrar
sprotatækni. Slíkt gengur, ef
stjórnandinn er mjög hæfur, annars
ekki.
Góð kennsla sézt bezt á miðlungs
nemendunum, ekki þeim góðu, sem
em alltaf góðir, án tillits til allrar
kennslu. En ef kennslan er góð, nær
hún að gera gott úr miðlungs nem-
endunum. Og ef yfirbragð nemend-
anna er almennt gott, þá sýnir það
að kennslan er góð-
Og þetta yfirbragð hefur einmitt
batnað mjög mikið í Finnlandi
síðastliðin tíu ár eða svo og auk
þess em þar nokkrir afburðastjórn-
endur, sem alls staðar stæðu
uppúr.“
Þú hefur lagt fyrir þig píanóleik,
tónsmíðar og stjórnun. Hvernig
ætlarðu að koma þér fyrir í tónlist-
inni?
„Eg stjórna ekki mikið enn sem
komið er, er rétt að byija á því, svo
ég hef nógan tíma í tónsmíðarnar,
sem em aðaltakmark mitt. En ég
vildi geta komið fram sem píanó-
leikari og stjórnandi, jöfnum
höndum. Eg hef áhuga á ópem-
stjóm, því þar nýtist píanóið vel á
æfingum. En ég hef mestan áhuga
á að stjórna samtímatónlist og þá
gjarna eigin verkum.
Hvemig er með styrki til
tónsmíða í Finnlandi?
„Það em til stórir styrkir og jafn-
vel hægt að fá þá til margra ára.
Nefnd úthlutar styrkjunum, sem
em líka veittir til þeirra sem fást
við létta tónlist. það er ég og fleiri
ósáttir við, því hinir eiga mikla
möguleika á að vinna sér vel inn
af sinni tónlist. En yfirleitt er
finnska kerfið afar gott fyrir tón-
skáld, betra en í flestum öðmm
löndum.
En því miður koma styrkimir oft
of seint, koma eftir að menn em
búnir að slíta sér út í brauðstriti.
Það er auðvitað áhætta að setja ung
tónskáld á háa styrki, en slíkt ætti
samt að gera í bland. A hinn bóg-
inn má segja, að þeir sem em
Þeir tónleikar sem ekki voru haldnir utandyra fóru fram í „Darting-
ton Hall“ sem er frá miðöldum, byggð á árunum 1388—1400, og er
stærsta hús sinnar tegundar á vestanverðu Englandi.
og fá þátttakendur tveggja mínútna
kvikmyndabút sem þeir eiga síðan
að gera tónlist við. Aðstöðu sem
þessa er ekki víða að finna og er
þama tækifæri fyrir áhugasöm tón-
skáld til aðkynnast fleiri hliðum á
tónlistinni. 1 fjórðu og síðustu viku
sumarskólans var 1 ögð áhersla á
japanska tónlist. Kennarar vom Jo
Kondo og Yoshikazu Iwamoto og
vom einir tónleikar haldnir í sam-
bandi við þessa Japans-kynningu,
að sjálfsögðu japönsk tónlist, flutt
af Yoshikazu Iwamoto, með aðstoð
þeirra Pierre Yves Artaud flautu-
leikara og Stephen Gutman píanó-
leikara. A tónleikunum vom
einungis flutt ný verk og vom tvö
þeirra fmmflutt, „High Song“ eftir
Jo Kondo og „Synchronie“ eftir
Yoshihisa Taira.
Eins og lesa má hér að framan
er heilmikið um að vera í sumarskól-
anum í Dartington og verður ekki
lýst nægilega í grein sem þessari.
Hér hefur aðeins verið stiklað á
stóm og dregin upp gróf mynd og
frekar yfirborðskennd af viku dvöl
á staðnum. Ég hef t.d. ekki lagt í
að lýsa síðasta kvöldinu þar sem
orrastu Napoleons Bonaparte og
Englendinga var lýst í tónum, með
glæsilegri flugeldasýningu í kvöld-
kyrrðinni. Stjömubjartur himinninn
yfir og rósailmur allt um kring. Þá
hrökkva orð ekki til.
óömggir í sínu fagi, missa sköpun-
arkraftinn fljótt, þegar á móti blæs,
en þeir sem stunda tónsmíðar, og
reyndar hvaða aðra listgrein sem
er, af köllun, gefast ekki upp.“
En víkjum að tónsmíðunum.
Hvað ertu að gera þar?
„Á síðustu tveimur ámm hef ég
einbeitt mér að því að stefna saman
andstæðum tónbreytum (musical
parameters), sökkt mér niður í ólík-
ar stíltegundir til að víkka sjóndeild-
arhringinn og fínna hvað mér er
eiginlegt. Sem stendur er skynsem-
ishyggja í tónsmíðum vinsæl í
Finnlandi, en ég er ekki sannfærður
um að svo verði lengi. Held að það
gæti komið eittþvað, sem er af-
slappaðra, þar sem er meira rúm
fyrir innsæi. Áferð er mjög ráðandi
þáttur í finnskri samtímatónlist, en
sjálfur hef ég mikinn áhuga á tón-
hæð (pitch), held að hún geti sagt
mjög mikið.
Það er ekki þar með sagt að
tæknin sé ekki nauðsynleg. Hún er
það, því aðeins sá, sem hefur hana
á valdi sínu, getur komið hugsýn
sinni óbrenglaðri á pappírinn."
En hvernig kvikna hugmyndim-
ar?
„Byijunin er alltaf erfið. Fyrst
er oft hörgull á hugmyndum, sem
síðan fljóta fram og þá er erfitt að
velja. En valið er einmitt nauðsyn-
legt, því annars verður verkið
ofhlaðið. Efnið verður ósamstætt
og helzt ekki saman. Þá verður
erfítt að koma formi á það, halda
í það.
Ég vinn mikið við píanóið, eink-
um til að leita eftir hljómum. Svo
hjálpar að fara í gönguferðir, rölta
um uppi í sveit. Við Finnar emm
sagðir fólk skógarins. Nafnið mitt,
Tapio, er gamalt nafn yfír skógar-
guðinn . ..
En eftir erfiða byijun við að safna
saman og velja efni úr, þá rúllar
verkið oft greiðlega. Ég skil líka
eftir nægilegt rúm fyrir innsæi, læt
ekki stjómast af forminu.
Ég hugsa um áheyrendur meðan
ég skrifa, vil að þeir skilji hvað ég
er að fara og reyni að hafa verkið
þannig að það hjálpi þeim til að ná
áttum. Ég hugsa um þetta en læt
ekki stjórnast af því fremur en
forminu.
Györgi Geiger
Trompet —
hljóðfæri
hetjunnar
Kætt við ungverska tromp-
etsnillinginn Györgi Geiger
Það sézt ekki á meðfylgjandi
mynd af Györgi Geiger að hann er
með hávaxnari mönnum, þrekinn
og fjallmyndarlegur, enda kemst
trompetið hans ekki upp með moð-
reyk, þegar meistari þess er annars
vegar. Það spilar bara það, sem
hann vill heyra og eins og hann
blæs ... og það er með undmm og
ólíkindum hvað úr því kemur, bar-
okk, jazz, samtímatónlist og allt þar
á milli.
Geiger er ófimur í öðmm málum
en sínu eigin, sínum eigin réttara
sagt, ungversku og tónlistinni, svo
það var Gunnsteinn Olafsson nem-
andi í tónsmíðum í Ungveijalandi,
sem túlkaði samtalið fimlega. En
þegar Geiger vildi koma einhveiju
að milliliðalaust, þá seildist hann
bara í hljóðfærið og talaði með því.
Grátlegt að geta ekki komið þeim
texta á blaðið. Lesendur verða því
sjálfir að setja inn barokktrillur og
upphafstóna trompetsins úr Rienzi
forleik Wagners á viðeigandi stað.
En hvernig lágu leiðir meistarans
og hljóðfæris hans saman?
Það er fróðleg saga og skemmti-
leg, því hún segir líka frá framandi
lífí og landi.
„Ég var tíu ára þegar ég bytjaði
að læra á hljóðfæri. Þá var harm-
óníka vinsæl í Ungveijalandi, svo
ég byijaði að læra á hana. Mér
gekk vel og hún lék fljótt í höndun-
um á mér. í Ungvetjalandi em skil
milli barna- og miðskóla við íjórtán
ára aldurinn. Tónlistarkennsla er
inni í skólunum og á þeim tíma var
ekki kennt á harmóníku í miðskól-
anum, svo ég varð að velja annað
hljóðfæri. Þá tók ég til við trompet.
Það er engin tilviljun að einmitt
trompetið varð fyrir vaiinu. Ég bý
og bjó þá í litlum bæ utan við Buda-
pest, sem hefur verið innlimað í
borgina, en haldið nafni. Þar búa
margir Svabar, fólk af þýzkum
ættum og meðal þeirra er rótgróin
málmblásturmenning á þýzka
vísu.“
Og Geiger reynir að telja okkur
Gunnsteini trú um að hann hafi
alls ekki hreiðrað um síg í tónlist-
inni vegna sérstakra hæfíleika.
Hann hafí einfaldlega ekki haft
hæfileika í neitt annað en tónlist
og svo hafi hann verið lúsiðinn, æft
sig svolítið á hveijum degi. Gott
og blessað þetta með iðnina, en við
sem heyrðum í honum látum tæp-
lega sannfærast um að iðnin ein
dugi í leik eins og hans.
Eftir að hann hafði lært á tromp-
et í sjö ár, var auglýst staða í
ópemhljómsveitinni í Búdapest.
Kennari Geigers benti honum á að
það skaðaði ekki að fara í pmfu-
spil, herti hann upp en ætlaðist
ekki til að hann yrði tekinn inn, sem
varð og ekki aðeins að hann fengi
sæti, heldur fékk hann einleikara-
stöðuna, þá tvítugur.
■ „Þetta var mikill hamingjudagur,
því það em margir góðir trompet-
leikarar til í heiminum. En þama
lenti ég í hljómsveit, sem æfir ekki,
heldur spilar bara á kvöldin og hef-
ur milli tuttugu og þijátíu ópemr á
Sjá næstu siðu
-k
Dúr og- moll
Næstkomandi þriðjudag, 29.
sept., halda Kristinn Sigmundsson
og Jónas Ingimundarson tónleika í
Norræna húsinu kl. 20.30. Enn
flytja þeir ljóðaflokka og em reynd-
ar með fleiri en einn í farteskinu.
Nú er röðin komin að Dichterliebe,
sextán ljóðum Heines við lög eftir
Schumann, samin 1840. Eftir hlé
er á dagskrá Of Love and Death
eftir Jón Þórarinsson og Don Quic-
hotte á Dulcinée, lög Ravels við
þijú ljóð franska skáldsins Paul
Morand, samin 1932 fyrir kvik-
mynd, byggða á ævi Don Kíkóta
og það var sjálfur Sjaljapín sem í
myndinni var riddarinn lukku-
granni. Þama verða líka fluttir sex
söngvar úr ljóðaflokki eftir
bandarískt tónskáld, Irving Fine
(1914—1962), en þeir félagar Krist-
inn og Jónas hafa einmitt verið iðnir
við að flytja bandarísk lög, ekki
sízt eftir Ives.
Það er þó ekki rétt að einblína
bara á þriðjudaginn, því á morgun,
sunnudag, flytja þeir Dichterliebe á
Sauðárkróki kl. 16 á vegum Tónlist-
arfélagsins þar og blandað efni eftir
hlé, bæði íslenzkt og erlent.
- O -
Englendingurinn Robin Staple-
ton hefur komið hingað og stjómað
sýningum hjá íslenzku ópemnni,
nú síðast eftirminnilega í Aidu,
m.a. fyrstu textuðu sýningunni.
Stapleton var áður kórstjóri hjá
Covent Garden, en síðan í lausa-
mennsku og hefur því getað tekið
að sér verkefni hér, auk þess sem
Kristinn Sigmundsson
hann hefur gjarnan stjómað plötu-
upptökum með Placido Domingo.
Nú verður því miður lfklega bið á
að hann geti látið okkur hér njóta
krafta sinna, því hann er aftur horf-
inn til Covent Garden, sem kór-
stjóri.
Annar, sem hefur stjómað óper-
um hér, reyndar ópemtónleikum
sinfóníunnar, er Klauspeter Seibel.
Hann var áður hjá óperanni í Ham-
borg en frá og með nýbyijuðu
leikári verður hann aðaltónlistar-
stjóri Kielar-ópemnnar, heldur þó
Hamborgarsambandinu og stjórnar
Don Carlosi á tónleikum hér í borg.
- O -
Islenzkir tónlistarmenn gera út-
Jónas Ingimundarson
hlaup þessa dagana. Á íslenzkum
menningardögum í Bordeaux em
að spila þau Guðný Guðmunds-
dóttir, fiðluleikari, Gunnar Kvaran,
sellóleikari, og Edda Erlendsdóttir,
píanóleikari.
Sigurður Ingi Snorrason, klari-
nettuleikari, er að fara til Aust-
urríkis ásamt Önnu Guðnýju
Guðmundsdóttur, píanóleikara, og
Signýju Sæmundsdóttur, söngkonu.
Signý er við nám í Vín, Sigurður
lærði þar á sínum tíma og er reynd-
ar að halda upp á að síðan era
tuttugu ár. Þau koma fram í Vín
og nágrenni.
- O -
Eftir vel heppnaða sýningu á
Tannháuser í þýzka bókasafninu
skal áfram haldið. Næst er það
Hollendingurinn fljúgandi þriðju-
daginn 6. október á sama stað. Það
er styrktarfélag ópemnnar, þýzka
bókasafnið og Goethe Institut, sem
halda ópemunnendum þessa veizlu.