Morgunblaðið - 26.09.1987, Blaðsíða 20
20
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 26. SEPTEMBER 1987
Dagur frímerkisins 9. okt
Frímerki
Jón Aðalsteinn Jónsson
Fyrir hálfum mánuði var sagt frá
því, að Póst- og símamálastofnunin
væri í þann veginn að gefa út ný
fuglafrímerki eftir nokkurt hlé á
útgáfu þess konar frímerkja. Nú eru
þessi merki komin á markað, og á
ég von á, að menn séu ánægðir með
þau. En skammt er stórra högga
milli hjá póststjóm okkar, því að
9. október sendir hún frá sér hvorki
meira né minna en sex ný frímerki.
Er ekki ólíklegt, að sumum þyki það
heldur mikil rausn á einum og sama
degi, jafnvel þótt hann heiti Dagur
frímerkisins. Verð þessara frímerkja
er samtals 213 krónur.
Þegar þessi þáttur birtist, eru
þrjár tilkynningar Póst- og síma-
málastofnunarinnar um það leyti að
berast mönnum í pósti hér heima,
en þá eiga þær eftir að fara út um
allan heim og aðeins hálfur mánuð-
ur til útgáfu merkjanna. Hér hefur
því enn orðið óskiljanlegur dráttur
á tilkynningum póststjórnarinnar,
því að allar útgáfur þessa árs eru
löngu ákveðnar og þess vegna ætti
að vera hægurinn nær að koma til-
kynningunum út með nægum fyr-
irvara. Eg hef svo sem áður minnzt
á þetta hér í þáttum mínum, en eitt-
hvað þarf meira til að kippa þessu
í lag en nöldur í mér.
Ekki er útgáfudagur hinna nýju
frímerkja valinn af verri endanum,
því að 9. október er einmitt orðinn
fastur liður í íslenzkri póstsögu sem
Dagur frímerkisins. Þessi mánaðar-
dagur er jafnframt stofndagur
Alþjóðapóstsambandsins árið 1874.
Af þessu tilefni kemur enn út smá-
örk, sem er sérstaklega helguð
þessum degi. Myndefnið er sem í
fyrra sótt í teikningar eftir Auguste
Mayer úr hinni kunnu ferðabók
Paul Gaimards og sýnir verzlunar-
staðinn Djúpavog 1836. Eins og
lesendur sjá á mynd arkarinnar, sem
hér fylgir, liggja tvö verzlunarskip
fyrir akkerum. Ég á von á, að þessi
smáörk eða blokk þyki ekki síðri
en smáörkin í fyrra, en hún vakti
mikla athygli svo sem margir muna.
Söluverð arkarinnar verður 45 krón-
ur, en verðgildi frímerkisins verður
30 krónur. Andvirði yfirverðsins,
15 krónur, rennur í Frímerkja- og
tosis&ö DuDáD
Umsjónarmaöur Gísli Jónsson
406. þáttur
Þá er að birta með þakklæti
eitthvað af þeim bréfum sem
borist hafa. Mér finnst fengur
í þeim svörum flestum sem ég
fæ við spumingum. í þeim er
oft fróðleikur sem er nýr fyrir
mig og líklega mörg ykkar líka.
Fijálst er mönnum að senda
bréf, hvort heldur er beint til
umsjónarmanns eða til Morgun-
blaðsins, sunnan eða norðan
heiða. ^
Þá tekur til máls Magnús
Kristjánsson, Þambárvöllum í
Strandasýslu, og segir:
„í lok 402. þáttar er spurt
um orðatiltækið: það ímir ekki
á svartan sauð.
Þetta orðtak heyrði ég fyrir
meira en 60 árum, í þessu til-
efni: Það var snjókoma öðrum
megin íjarðarins, en hinum
megin snjóaði ekki. Þá sagði
maður nokkur sem bjó þeim
megin íjarðarins sem snjókom-
an var: Hér er hríðarveður en
það ímir (eimir) ekki á svartan
sauðinn fyrir handan fjörðinn.
Mig minnir að sagt væri: það
eimir ekki á svartan sauð, en
ekki ímir. Það er þó ekki víst.
Þama lýsir orðatiltækið því
að það sé engin snjókoma og
sjáist ekki snjókom á svörtu
-ull sauðarins."
Þetta vora góðar upplýsing-
ar, því að vitneslga okkar um
orðtakið er af skomum
skammti. Eina dæmið, sem ég
fékk hjá Orðabók Háskólans,
er rannið frá Hallgrími Péturs-
syni (1614—1674), er hann var
að fást við fomyrðaskýringar.
Hann skrifar sögnina að íma
með ý, en það held ég skipti
litlu, svo seint á öldum. Dæmi
Hallgríms er tekið upp í 38.
árgangi Andvara og síðan í
orðabók Blöndals: „vær segjum
það ekki ými á svartan sauð,
þá ekki sést hrímfall á sauðar-
lagði“.. Ber þetta að sama
branni og orð Magnúsar Krist-
jánssonar. Blöndalsorðabók
þýðir sögnina að íma þannig á
dönsku: „bedækkes með et
tyndt Dække af noget“, þ.e.a.s.
hyljast þunnu lagi af einhveiju.
Vitnað er í Rastir eftir Einar
Erlendsson, en þar segir: „Upp
frá_ því ímaði sjaldan á polli.“
í orðabók Áma Böðvarssonar
er sögnin að íma þýdd: hríma,
hema, héla.
Sögnin að íma er vísast dreg-
in af hvoragkynsnafnorðinu ím,
en það getur þýtt ryk eða ann-
að þvílíkt lag sem hylur það sem
það leggst á. Fritzner þýðir á
dönsku: „Stöv eller hvad der
lægger sig saaledes over en
Ting, at den derved fordunkles,
besmittes." Fritzner tilfærir úr
Stjóm: „Þerði spámaðr ím af
andliti sér“, og úr Flateyjarbók:
„Hann hreinsar þat skjótt af
með sínum góðvilja, þó at nökk-
ut ím hafi á oss dregit af
samneyti annarligs siðferðis."
Þá hefur Fritzner þijú dæmi
úr kristilegu riti sem sr. Þor-
valdur Bjamason (1840—1906)
lét prenta. Þar er ím alstaðar
í óeiginlegri merkingu, svo sem
í þessari málsgrein: „Því meirr
másk synda ím sem hjarta
manns glóar meirr í ástar eldi.“
★
Þá er röðin komin að Sigur-
steini Hersveinssyni í
Reykjavík. Hann segir:
„Ég þakka fyrir góða og fróð-
lega þætti þína ...
í 403. þætti spyr þú um
merkingu spakmælisins „Garð-
ur er granna sættir“. Þetta
spakmæli las ég fyrst sem máls-
hátt innan úr páskaeggi. Mér
skildist þá að merkingin væri
sú að landamæradeilur yrðu
settar niður þegar garður eða
önnur sýnileg tákn era reist á
mörkum yfírráðasvæðis granna
eða þar sem tóðir liggja saman.
Mér komu í hug þessar hending-
ar:
„Garður er granna sættir."
Gott er að heyra það.
Forbjóða fomir hættir
að færa nokkuð úr stað.
Nú bíð ég eftir að heyra af
svöram lesenda þinna hvort
skilningur minn er réttur eða
hvort ég hafí misskilið spak-
mælið.
Sem ég fór nú að skrifa þér
til, langar mig til þess að leggja
orð í belg um nýyrði fyrir orðið
vélmenni eða „robot“ og legg
til orðið vélald.
Annað orð er títt notað í
tölvutækni og rökrásum. Það
er orðið „segment". Ég sting
upp á að orðið raðhluti verði
reynt.“
Skjótt er af því að segja, að
öllum kemur ásamt um að skiln-
ingur bréfritara á orðtakinu sé
réttur. Það er einnig til í af-
brigðinu: Garður er granna
sætt, og því var ég líka að velta
fyrir mér hvort sættir væri
fleirtala af kvenkynsorðinu
sætt eða karlkynsorðið sættir,
gerandnafn af sögninni að
sætta = sá sem sættir, beygist
eins og læknir. Ég hallast að
hinu síðara.
Ég þakka Sigursteini uppá-
stungur um nýyrði og vísa þeim
tii umsagnar mér dómbærari
manna.
★
Orðið skafl getur haft breyti-
lega merkingu. Fylgir hér
gömul vísa því til staðfestingar,
og nú bið ég ykkur að segja
mér hvað orðið skafl merkir
þar í hverri braglínu:
Hrannar skaflinn herðir smell,
hákarls skaflinn bítur.
Hesthófs skaflinn hruflar svell,
hengju skaflinn niður féll.
P.s. Má ég svo enn ýta á flot
nýyrðunum myndhús eða list-
hús fyrir erlendu ómyndina
gallerí?
póstsögusjóðinn, sem komið var á
fót í fyrra. I sjóðinn rann þá sem
stofnfé allt yfírverð þeirrar arkar
og varð það um tvær milljónir króna.
Hlutverk þessa sjóðs er að efla og
styrkja störf á sviði frímerkjafræða
og póstsögu og eins styrkja kynn-
ingar- og fræðslustarfsemi til
örvunar á frímerkjasöfnun. Dagur
frímerkisins verður einnig merkur
að þessu sinni fyrir það, að nú fer
fyrsta úthlutun úr sjóðnum fram
þennan dag. Er enginn efí á, að
þessi sjóður verður mjög til fram-
dráttar frímerkjasöfnun hérlendis
og margvíslegum rannsóknum á
póst- og frímerkjasögu. Því er það
hagur allra safnara, að þessar smá-
arkir seljist sem bezt.
Þröstur Magnússon hefur hannað
þessa smáörk sem hina fyrri, en sá
kunni myndgrafari Czeslaw Slania
grafíð hana. Þá er hún prentuð með
stálstunguaðferð hjá Joh. Enschedé
en Zonen í Hollandi. Vonandi tekst
betur til að þessu sinni en í fyrra,
þá reyndist eftirlitið ekki nógu gott
með þeim örkum, sem prentaðar
voru, svo að út sluppu arkir, sem
hefðu átt að lenda í brennsluofnin-
um. En vissulega varð þetta til að
gleðja þá safnara, sem sækjast eftir
alls kyns prentafbrigðum.
Þá gefur póststjómin út frímerki,
sem ég hygg, að muni vekja tölu-
verða athygli og marga til um-
hugsunar um það málefni, sem það
á að boða, þ.e. tannvemd. Heilbrigð-
is- og tryggingamálaráðuneytið
mun standa á bak við útgáfu þessa
frímerkis og eins Tannvemdarráð,
en þessir aðilar hafa beitt sér fyrir
fræðslu um tannvemd hér á landi,
og mun víst ekki vanþörf á. Frímerki
þetta er teiknað af Birnu Steingrí-
msdóttur á Auglýsingastofu Kristín-
ar og er afar fmmlegt. Ung stúlka
stendur á skammeli við handlaug
og burstar tennur sínar. Þá fylgir
skemmtilegur texti með: Þínar tenn-
ur — þitt er valið. Verðgildi þessa
frímerkis, sem prentað er hjá Cour-
voisier S.A. í Sviss, er 12 krónur.
Því miður hentar þetta verðgildi
ekki lengur undir almennt bréf,
þannig að hætt er við, að frímerkið
og myndefni þess berist ekki eins
víða og æskilegt hefði verið. Von-
andi tekst þó með því „að minna
á, að mest er undir einstaklingunum
sjálfum komið, hvort tekst að koma
í veg fyrir tannskemmdir", eins og
í tilkynningunni segir.
Loks er að geta fjögurra
frímerkja, sem vafalaust munu
þykja skemmtileg nýbreytni í
íslenzkri frímerkjasögu. Hér er um
að ræða frímerki með mynd af land-
vættunum fjóram í skjaldarmerki
íslands, þ.e. dreka, fugli, griðungi
og bergrisa. Verðgildi þeirra allra
er hið sama eða 13 krónur, en það
er enn hið almenna burðargjald á
bréf innanlands sem utan. Frímerk-
in verða einungis seld í heftum með
tólf merkjum, þannig að söluverð
heftisins verður 156 krónur. Þá er
þess að geta, að frímerkin eru prent-
uð í „stungudjúpþrykki", svo sem
segir í tilkynningunni, hjá Prent-
smiðju sænsku póststjómarinnar.
Er það í fyrsta skipti, sem íeitað er
á þau mið af íslenzku póststjóm-
inni, ef mig misminnir ekki. Eins
og safnarar vita, hefur sænska póst-
stjórnin gefið út frímerki í heftum
um áratuga skeið og á þann hátt,
að merkin eru óskorin að ofan eða
neðan og eins til hliðanna. Við það
hefur sama frímerkið orðið til með
margs konar tökkun, sem þeir safn-
arar sænskra frímerkja verða
auðvitað að kaupa, sem vilja eiga
heilt Svíþjóðarsafn. Ekki munu samt
allir ánægðir með þetta, enda hef
ég heyrt Svía sjálfa segja sig orðna
þreytta á að elta uppi öll þessi tökk-
unarafbrigði. Ég vænti þess hins
vegar, að íslenska póststjómin fari
hér ekki alveg sömu leið og Sviam-
ir, enda held ég, að vel megi sneiða
fram hjá þessu að mestu leyti, þótt
merki séu gefin út í heftum. En
fróðlegt verður að fylgjast með und-
irtektum safnara við þessari nýjung
við útgáfu íslenzkra frímerkja.
Að sjálfsögðu verða notaðir sér-
stakir útgáfudagsstimplar, sem
tengjast myndefni frímerkjanna.
Loks er í tilkynningu nr. 10 greint
frá því, að sérstakur póststimpill
verður í notkun á frímerkjasýning-
unni ASDA-NATINOAL ’87 í New
York frá 22. til 25. okt. nk. Hér
hefur orðið breyting til batnaðar
fyrir alla stimplasafnara, því að til
skamms tíma voru þeir stimplar,
sem íslenska póststjómin notaði er-
lendis ekki alltaf tilkynntir fyrir-
fram.
Félag frímerkjasafnara hefur oft
verið með einhveija frímerkjakynn-
ingu á Degi frímerkisins í pósthús-
um borgarinnar. Ekki er mér
kunnugt um, að svo verði að þessu
sinni, enda hefur stjóm FF haft í
mörgu að snúast á þessu ári í sam-
bandi við 30 ára afmæli félagsins.
Hefur áður verið sagt frá því i
frímerkjaþáttum Mbl. Stjóm FF
hefur þó ákveðið að minnast þessa
dags á þann hátt að halda afmælis-
fund 9. október í húsakynnum sínum
í Síðumúla 17. Hefst hann kl. 20.30.
Þar fer m.a. fram verðlaunaaf-
hending vegna afmælissýningarinn-
ar FRIMEX 87. Eru félagsmenn
hvattir til að sækja þennan fund og
taka með sér gesti.