Morgunblaðið - 26.09.1987, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 26.09.1987, Blaðsíða 60
60 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 26. SEPTEMBER 1987 „ }\vad koótar áb láta, f\cygjtx 1i' sjóinn ?" Ég ákvað að létta mig um 10 kg í ár en núna vantar aðeins 15 kg uppá____ Guði sé lof að ég vakn- aði. En sú martröð. Hvers vegna var ekki sýnt frá afhend- ingu Islands- bikarsins? Til Velvakanda Við erum hér nokkrir knatt- spymuáhugamenn sem erum undrandi á því að Ríkissjónvarpið sá ekki ástæðu til að sýna frá afhendingu íslandsbikarsins í knattspymu, sem er æðstu verð- laun íslenskrar knattspymu. Langar okkur til að spyija Bjama Felixson hvernig á þessu stóð. Það er líka furðulegt þegar Stöð 2 hefur aukið fjölbreytni sína og gert bæði innlendum og erlendum íþróttaviðburðum góð skil, þá virð- ist Ríkissjónvarpinu fara aftur við þessa auknu samkeppni. Stattu þig betur Bjami! Nokkrir íþróttaáhugamenn Mikið tal- að um skóla- mál Til Velvakanda Ég undirritaður hlusta yfirleitt á þáttinn Um daginn og veginn og gerði það einnig 14. september sl. Þá talaði Stella Guðmunds- dóttir skólastjóri og fannst mér erindi hennar ekki fróðlegt. Hún talaði bara um skólamál sem að maður er búinn að heyra svo mik- ið um. Hún hefði nú átt að tala um fleira því að margt er hægt að tala um í okkar þjóðfélagi, í stað þess að tyggjast á þessum skólamálum sem maður er svo oft búinn að hlusta á. Vonandi tekst henni betur upp þegar hún talar um daginn og veginn næst. Jóhann Þórólfsson Þessir hringdu .. . •• Okufantar vara sig ekki á ómerktum bílum Móðir hringdi: Hún kvaðst vera ósammála Víkverja, þegar hann mælir gegn því að lögreglan sé í ómerktum bílum við umferðargæslu. Hún sagði að sér hefði blöskrað svo hraðakstur sumra bflstjóra í göt- unni þar sem hún á heima, XLLXLð hún hefði hringt til lögreglunnar og óskað eftir nær- veru hennar þar, enda böm í stórhættu. Lögreglan hefði orðið við þeim tilmælum og komið í merktum bílum og lagt þeim þar sem vel hefði sést til þeirra. Þá hefði brugðið svo við að hraðakst- ursmennimir hefðu farið að keyra eins og englar. En sú dýrð stóð ekki lengi, aðeins á meðan Iög- reglan var á staðnum. Þegar lögreglan var farin héldu ökufant- amir uppteknum hætti. „Ég var farin að halda að lög- reglan héldi mig bara móðursjúka kerlingu, þar sem þeir urðu aðeins varir við prúða bílstjóra", sagði móðirin. „En svo komu lögreglu- menn í ómerktum bíl og á því vöruðu ökufantamir sig ekki og voru teknir hver af öðrum. Síðan hefur þetta verið allt annað líf hér í götunni, og maður er ekki eins hræddur og áður um líf og limi bamanna. Ég er lögreglunni mjög þakklát fyrir þetta og það átak sem hún er nú að gera til þess að hafa hendur í hári þeirra manna, sem aka eins og bijálæðingar“. Jákvæð þróun G.J. hringdi: „Það hefur vakið athygli mína að með tilkomu Kringlunar hefur viðmót afgreiðslufólks batnað mikið, ekki bara í Kringlunni held- ur einnig í öðrum verslunum hér í borginni. Þetta er jákvæð þróun. Einnig er mikil framför í rýmkun opnunartíma verslana sem nú hefur komið til farmkvæmda. En það er einkennilegt að verslanir ATVR skuli ekki mega vera opnar frameftir eins og aðarar verslanir. Ég veit að það em einhver lög sem banna það en er ekki tíma- bært að breyta þessum lögum. Á kvöldin og á laugardögum er áfengisverslunin sú eina sem lok- uð er í Kringlunni en margt vinnandi fólk notar einmitt laug- ardaginn til að versla. Hvemig væri að koma til móts við fólk og spara því snúninga með því að hafa þessa verslun einnig opna á Iaugardögum." Sýnið Sú kemur tíð Bijánn hringdi: „Ég vil mótmæla því að sjón- varpið hefji sýningar á Þrífætling- unum að nýju og legg til að þættimir Sú kemur tíð verði held- ur sýndir. Þeir eru miklu skemmtilegri. Víkverji skrifar HÖGNI HREKKVÍSI Akureyringar héldu fyrir nokkru upp á 125 ára afmæli kaup- staðarins. Víkveiji verður að viður- kenna að hann hefur löngum öfundað Akureyringa af bænum þeirra og þá fyrst og fremst hinni miklu tijárækt, sem þar er. Gefur hún bænum sérstæðan og hlýjan svip, sem stingur í stúf við það berangur, sem svo víða blasir við. Reykvíkingar geta þó með ánægju litið til þeirrar breytingar, sem orðið hefur á borginni á síðustu áratugum hvað tijárækt varðar. Hún hefur aukist til muna — og mörg nýju hverfin eru til fyrirmynd- ar. Víkveiji veit ekki hvort rétt er, en hann hitti mann, sem hélt því fram að á engum einum stað ynnu fleiri einstaklingar að tijárækt en einmitt í Reykjavík. XXX Ooft hefur verið minnst á að umgengnin í borginni mætti vera betri. Vissulega er það rétt, en hitt er engu að síður staðreynd að borgin er smátt og smátt að breytast og fá á sig skemmtilegra svipmót. Víða hafa gömul hús í niðumíðslu verið gerð upp og önnur fengið andlitssnyrtingu, ef svo má að orði komast. Það hefur verið ánægjulegt að fylgjast með því hvemig heilu húsasamstæðumar hafa verið „lífgaðar við“. Fyrst hafa eitt eða tvö hús verið máluð, en síðan hafa eigendur annarra gert slík hið sama, þegar þeir hafa séð breytinguna. Þetta er til fyrir- myndar. XXX á væri ósanngjamt að minnast ekki á, að borgaryfirvöld hafa ekki heldur legið á liði sínu við að gera borgina meira aðlaðandi. Nægir þar að benda á ræktun og umhirðu í almenningsgörðum og svæðum, breytingamar á Lauga- veginum og nú er unnið að þvi að lagfæra og fegra umhverfi Tjarnar- innar. Og síðast en ekki sfst skal getið um gangstéttimar, þar sem nýjar hellur hafa verið lagðar og leyst hinar gömlu og margbrotnu af hólmi. Þar er þó enn mikið verk óunnið, en vonandi verður haldið áfram á sömu braut. XXX Nýlega hefur bæst við stórt bíla- stæði í gamla Miðbænum (við höfnina). Er það til mikilla bóta, en með því hefur skorturinn á bfla- stæðum í Miðbænum ekki verið leystur nema að hluta. í vandræðum sínum hafa margir freistast til að leggja ólöglega upp á gangstéttir. Það getur vissulega verið hvimleitt fyrir gangandi vegfarendur, en margur bfleigandinn vill heldur eiga það á hættu að vera sektaður en að geta ekki notað bílinn við að sinna erindum sínum. Þó er ótækt hvað sumir eru frekir til gangstétt- arinnar. Vandamál sem þetta er alþekkt í borgum erlendis, þó það sé nú fyrst að skjóta upp kollinum hér samfara hinni gífurlegu fjölgun bfla. xxx Víkveija verður stundum, er hann á leið um Austurstræti, litið upp í glugga gamla ísafoldar- hússins. Honum rennur til rifja sú sjón, er þar blasir við, meðal ann- ars minnugur þess að innan þessara glugga voru fyrstu Víkveija-þætt- imir festir á blað. En þetta gamla og vinalega hús á sér merkari sögu en það, í raun merkari sögu en vel flest önnur hús borgarinnar. En þó að því væri ekki til að dreifa er til skammar að hafa það eins útlítandi og nú er — í hjarta borgarinnar. -rrr—^~ •j i>k**wiMinia
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.