Morgunblaðið - 26.09.1987, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 26.09.1987, Blaðsíða 53
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 26. SEPTEMBER 1987 53 KVIKMYNDAHÁTÍÐ A.K./Ran Kvikmyndir Sæbjörn Valdimarsson A.K.: Leikstjóri og handrit: Chris Marker. Kvimyndataka: Frans—Yvet Marescot. Tón- list: Toru Takemitsu. Frakk- land, Japan 1985. Ran: Leikstjóri og handrit: Akira Kurosawa. Kvikmynda- taka: Takao Saito og Masato Ide. Tónlist: Toru Takemitsu. Klipping; Kurosawa. Aðalleik- endur: Tatsuya Nakadai, Akira Terao, Jinpachi Nezu, Daisuke Ruy. Japan/Frakk- land, 1985. Það er tímanna tákn að Ran, nýjasta stórvirki Akira Ku- rosawa, eins virtasta kvik- myndaleikstjóra allra tíma, kom fyrst fyrir sjónir okkar á mynd- bandi. í gagnrýni sem ég skrifaði um það, og birtist 15. maí síðast- liðinn, og hef því ekki mörg orð um myndina hér, þótti mér leitt hvernig dreifingarmálum var komið og fá ekki að njóta mynd- máls snillingsins á breiðtjaldi heldur húkandi frammi fyrir imbakassanum. Því þó hann sé góður til síns brúks, þá flokkast þau not m.a. ekki undir skoðun á meistaraverkum kvikmynd- anna. Því fyrir utan smæðina og gjörsneyðingu á mikilúðleika, sker kassinn miskunnarlaust af öllum hliðum myndrammans. Þessar voru einmitt ástæðurnar fyrir vali Ran á kvikmyndahátíð — gefa fólki tækifæri á að sjá skáldskap kvikmyndajöfursins í réttri stærð. Og hvílíkur munur. Franski heimildamyndagerð- armaðurinn kunni, Chris Mar- ker, fékk einstakt tækifæri er Kurosawa bauð honum að fylgj- Leikstjóri: Wolfram Paulus. Handrit: Wolfram Paulus. Kvikmyndataka: Wolfgang Simon. Hljóð: Michael Etz. Tón- list: Bert Breit. Aðalleikendur: Florian Pircher, Albert Paulus, Helmut Vogel og Matthias Aichhorn. Austurríki/V-Þýska- land 1985. í myndinni Heiðahellar segir leikstjórinn Paulus raunasögu frá stríðsárunum og bakgrunnurinn er heimahagar hans, afvikinn fjalladalur í norðurhluta Aust- urríkis. Allir liðtækir karlmenn ast með sér á meðan á töku Ran stóð. Þá varð til A.K. Það er nokkur fengur í myndinni, und- arlegt að flakka þetta með kvikmyndalinsunni í gegnum aldirnar á hendingskasti. I einu vetfangi umkringdur brynju- klæddum stríðsmönnum mið- alda, síðan hreyfist myndavélin nokkrar tommur og abracada- Dra, umhverfis er ærandi mótorgnýr stórvirkra vinnuvéla. Tökusvæðið gæti allt eins verið á rammíslenskum öræfum, svargráir sandar og snjólínan hraðlækkandi á Fuji. Og meist- hafa verið kvaddir til herþjónustu en stríðsfangar settir í störf þeirra. Liðhlaupi hefur leynst í tvö ár í afskekktum helli á heiðum uppi. Ungur maður í byggðarlag- inu, sem líður fyrir að hafa ekki fengið, að ósk föður hans, að klæðast hermannabúningnum, komst á snoðir um dvalarstað lið- hlaupans. Sú vitneskja á eftir að draga örlagaríkan dilk á eftir sér. í Heiðahellum birtist okkur mjög afmörkuð en engu að síður forvitnileg hlið á ófrið og afleið- ingum hans sem maður fær á tilfinninguna að sé dagsönn. Því arinn stjórnar af kunnri smekk- vísi, öryggi þess langreynda, íhygli og gát. Og kringum hann snýst herskari kvikmyndagerð- armanna, margir hveijir lang- reyndir samstarfsmenn. Oneitanlega minnir gamli mað- urinn, í öllu sínu veldi, á eftir- lætispersónu sína — samúraj- ann. Þó verður maður fyrir tals- verðum vonbrigðum, skelfingar ósköp fræðist maður lítið um manninn Kurosawa, hann er í geysifjarlægð. Marker hlýtur að hafa getað gert mun betur. hér er unnið af einstakri nostur- semi við að draga fram blæbrigði þessara skelfíngartíma. Bæði eru leikaramir upp til hópa venjulegt hversdagsfólk, hvort sem um er að ræða áhyggjufulla fjallabænd- ur, hermenn eða guggna Austur- Evrópubúa í slaveríinu, og eins er umhverfið, búningar, leiktjöld og munir, allt út í smæstu smáat- riði, unnið af tilfínningu. Það leynir sér ekki að höfundurinn er að fjalla um atburði sem hafa gei-st í heimabyggð hans, munn- mæli sem hann vill ekki að glatist þó þeir hafi ekki komist á forsíður á sínum tíma. Og þó svo að þessi innansveitarstríðssaga sé heima- mönnum merkilegust þá er hún öllum athyglisverð í einfaldleika sínum og óvenju þroskuðum skiln- ingi á öllum sögupersónum. Úr A.K. Heiðahellar Heidenlöcher PETER O’TOOLE f LÍFGJAFANUM Veitingahúsið Hrafninn: TÓNLISTIN f FYR- IRRÚMI í VETUR Kvikmyndir Arnaldur Indriðason Lífgjafinn (Creator). Sýnd í Bíó- húsinu. Stjörnugjöf: ★ 'Jz Bandarísk: Leikstjóri: Ira Pass- er. Handrit: Jeremy Leven eftir hans eigin sögu. Frainleiðandi: Stephen Friedman. Helstu hlut- verk: Peter O’TooIe, Mariel Hemingway, Vincent Spano og Virginia Madsen. Harry Wolper (Peter O’Toole) er nóbelsverðlaunahafi í líffræði sem geymir frumur úr konunni sinni, er lést fyrir 30 árum, og vinnur leyni- lega að tilraunum til að endurgera hana. Aðstoðarmaðurínn hans (Vincent Spano) á kjaftaglatt en forljótt vélmenni, sem vekur eiganda sinn með því að leiða rafstraum í rúmið har.s. Sambýliskona Harrys (Mariel Hemingway) segist haldin brókarsótt. Og samstarfsmaður Harrys vill senda hann á n.k. elli- heimili fyrir vísindamenn. Þetta er að vísu ólíkindalegur efniviður en hann býður upp á ýmsa möguleika til að gn'nast með sem þeir Jeremy Leven, er skrifar handri- tið, og leikstjórinn Ira Passer virðast kunna að notfæra sér framan af. Wolper er léttgeggjaður og skemmti- legur vísindamaður og helmingi geggaðri en ella af því O’Toole leik- ur hann. Aðstoðarmaðurinn er að vísu lélegur leikari en hlutverkið þeim mun betra. Brókarsóttin eykur enn á gamanið og sérstaklega sam- starfsmaðurinn á háskólasjúkrahús- inu, sem þolir ekki Wolper. Þetta er allt i lagi og allt getur gerst hing- að til. Bara ekki láta aðstoðarmann- inn verða ástfanginn og þá sleppur þetta einhvern veginn. En alas. Það versta gerist. Inní myndina stígur gersamlega húm- orslaus en gullfalleg kærasta Vincent Spanos og eftir það tekur væmnin við með risastóru Vaffi og við sitjum skyndilega í algleymi unglingamyndarinnar. Allt í einu erum við farin að horfa á sólarlagið, kyssast og kjást og eiga yndislega daga svo ofsalega ástfangin. Peter O’Toole hörfar sár en ósigraður því hann kemur aftur en er þá sjálfur væmnin uppmáluð og kveður loks konu sína fyrir fullt og allt í of- boðslegu sólarlagi. Og nú er teygt á hvetjum hápunktinum á fætur öðrum með ljúfsárri tónlist og hrika- legri tilfinningasemi þegar kærastan veikist og fellur í dá en kærastinn röflar hana útúr því og O’Toole verð- ur væntanlegur faðir með brókar- sóttinni í lokin. Já, bara að strákurinn hefði ekki orðið ástfanginn. Þá hefði þessi mynd getað komið skemmtilega á óvart. VEITINGAHÚSIÐ Hrafninn í Reykjavík bryddar upp á þeirri nýjung í vetur að vera með tónlistaruppákomurá hverju kvöldi. í frétt frá Hrafninum segir að fyrir utan veitingarnar verði tón- listin höfð í fyrirrúmi. Á mánudög- um og þriðjudögum verða tónlistaruppákomur þar sem hinir ýmsu tónlistarmenn koma fram. Á miðvikudögum sjá Rúnar Þór Pét- ursson og Jón Olafsson um tónlist- ina. Á fimmtudögum og sunnudögum leikur „bandið henn- ar Helgu“ en þar eru á ferðinni þeir Rúnar og Jón ásamt Sigur- geiri Sigmundssyni. Á föstudögum og laugardögum verður sveitaballastemmning í kjallaranum þar sem Xsplendid og aðrar hljómsveitir sjá um fjörið, en pöbbastemmning á efri hæðinni. Fróðleikur og skemmtun fyrir háa sem lága! NÚ GETA ALLIR EIGNAST AIWA Vorum að fá enn eina sendingu af hinni frábæru samstæðu frá Aiwa CP-550 Einstakt tilboð!!! CP 550. Útvarp með LB, MB, FM og SW. Magn- ari 2x15 W(RMS) 5 banda tónjafnari. Tvöfalt segulband með „High Speed Dubbing“, Metal, CR02, plötuspilari-hálfsjálfvirkur, tenging fyrir C.D., hátalarar 30 W (RMS). Frábær tóngæði frá AIWA. VERÐ AÐEINS KR. 31.980,- Opið til kl. 4 í dag. ATH. Þetta er aðeins ein af mörgum frábærum stæðum frá AIWA. Sendum í póstkröfu. Opið til kl. 4 í dag D I- (\aaio Armúla 38 (Selmúlamegin) 105 Reykjavík. Símar: 31133 — 83177. Pósthólf 8933.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.