Morgunblaðið - 26.09.1987, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 26.09.1987, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 26. SEPTEMBER 1987 49 ar hans og leiðsagnar. Reyndist hann mér góður uppeldisfaðir. Margt kemur upp í hugann, þeg- ar litið er til baka, minningar sem aldrei verða metnar til verðs. Hug- urinn fyllist af virðingu og þökk. Mönnum eins og Sveini er gott að kynnast. Sveinn á Varmalæk var maður söngs og gleði. Hann var oi-ðhagur og hagmæltur og reyndist oft til- lögugóður og fundvís á leiðir til að leysa úr ýmsum deilumálum. Það kom því af sjálfu sér, að hann gegndi margvíslegum trúnaðar- störfum fyrir sveitunga sína. Snemma kenndi Sveinn mér gildi vinnunnar, að fínna gleði og gaman í gagnsömu verki. Hann hafði ein- stakt lag á því að fá menn til þess að vinna vel, án þess þó að beita nokkurri þvingun. Það þótti bara einhvem veginn sjálfsagt að ganga rösklega að verki, þegar hann var einhvers staðar nálægur. Mér er líka minnisstætt að alltaf þakkaði Sveinn okkur krökkunum fyrir vinnuna að kveldi hvers ein- asta vinnudags og lét okkur þannig finna að verkin sem við unnum voru þökkuð og metin að verðleik- um. Þetta er þáttur í uppeldi og verkstjóm sem oft vill gleymast. En því gleymdi hann aldrei. Sveinn lét okkur líka vita, ef honum þótti verkið öðmvísi og lak- ar af hendi leyst en honum fannst að ætti að vera og þannig lærðist það fljótt að hvert eitt verk er áhugavert og skiptir máli. Sveinn hafði alveg sérstaka stjómunarhæfíleika. Engan mann þekki ég, sem jafn lítið hefur þurft fyrir því að hafa að fá fólk til að vinna. Það kom hvorki með hávaða né látum, heldur hljóðlega og hlý- lega og eins og af sjálfu sér. Ég hefí oft hugsað með mér að Sveinn hefði átt að vera stjómandi í stóm fyrirtæki, því að þar hefðu þessir hæfíleikar hans notið sín vel. I 10 ár var hann framkvæmda- stjóri Slátursamlagsins á Sauðár- króki og hefí ég heyrt marga minnast stjómhæfni hans þar og þeirrar frábæm verkstjómar sem þeir nutu þar frá hans hendi. Sveinn Jóhannsson á Varmalæk var landskunnur hestamaður. Þeir em orðnir nokkuð margir sem hafa eignast hest frá þessum frænda mínum. Og oft fylgdu þá fleiri á eftir. Þeir sem eitt sinn höfðu keypt hest af Sveini vildu gjaman eiga viðskipti við hann aftur. Hann hafði það fram yfír marga aðra sem versluðu með hesta, að yrði kaupandinn fyrir vonbrigðum eða teldi að hesturinn reyndist ekki í samræmi við það sem um var tal- að, þá mátti bara skila honum aftur eða fá einhvem annan hest í stað- inn sem hentaði betur. í aldaifyórðung fór hann árlega í hrossasöluferðir norður í Vopna- fjörð og Þingeyjarsýslur og held ég að það hafí enginn annar leikið eft- ir honum. Talar það sínu máli um það hversu vel mönnum féllu við- skiptin við hann. Sveinn á Varmalæk átti marga vini og var vinur vina sinna. Hann var alltaf tilbúinn að hjálpa og veita aðstoð ef til hans var leitað. Það var alveg sama hver átti í hlut. Sveinn var vel liðinn af öllum sem þekktu hann og óvini held ég að hann hafí ekki átt. Hann var ein- staklega orðvar maður og ég man ekki til þess að hann talaði illa um nokkum mann. Daginn sem Sveinn Jóhannsson varð 21 árs, hinn 6. júní 1950, kvæntist hann eftirlifandi konu sinni, Herdísi Bjömsdóttur frá Stóm-Ökmm. Þau hjónin vom al- veg sérstaklega samhent og samrýnd og orðlögð fyrir gestrisni og höfðingsskap. Hjá þeim var allt- af opið hús fyrir alla þá sem þangað leituðu, hvort sem var á nóttu eða degi. Eg og Qölskylda mín munum seint gleyma þeirri hlýju og alúð sem þau hjónin sýndu alltaf og ævinlega í hvert eitt sinn sem við komum á heimili þeirra. Það þökk- um við nú, þótt orðin séu fátækleg. Góður drengur er genginn. Ég sakna vinar og frænda. Þakklæti fylgir góðum og fögmm minning- um. Hebbu, bömum hennar og bama- bömum sendum við innilegar samúðarkveðjur. Kristján Gunnarsson og fjölskylda. Skjótt hefur sól brugðið sumri því séð hef ég fljúga fannhvíta svaninn úr sveitum til sóllanda fegri. Sofinn er nú söngurinn ljúfi í svölum fjalldölum. Grátþögull harmafugl hnípir á húsgafli hveijum. (J.H.) Sveinn á Varmalæk er kallaður burt. Þrátt fyrir langt sjúkdómsstríð var orðið eins og sjálfsagt að hans ótrúlegi kjarkur, lífsvilji og að sama skapi æðmleysi hefði betur í hverri lotu, í glímu hans við „manninn með ljáinn" þvi er höggið mikið, og öll orð svo fánýt á slíkum stund- um. En þegar vegir skiljast langar mann til að þakka fyrir sig, þakka fyrir að hafa átt vináttu slíks manns, þakka fyrir gleðistundirnar, þakka fyrir að hann skyldi vera til. Skagaíjörður hefur misst einn af sínum bestu sonum. Sveinn Jóhannsson fæddist 6. júní 1929, sonur þeirra mætu hjóna Lovísu Sveinsdóttur og Jóhanns Magnússonar búandi á Mælifellsá í Lýtingsstaðahreppi, þar ólst hann upp hjá foreldmm sínum. 6. júní 1951 kvæntist hann Herdísi Björnsdóttur frá Stóm- Ökmm í Blönduhlíð, byrjuðu þau búskap sinn á Stóm-Ökmm og bjuggu þar næstu fjögur árin. Árið 1954 fluttu þau að Varmalæk í Lýtingsstaðahreppi og áttu þar heimili síðan. Þau eignuðust 6 böm, sem öll bera merki síns góða upp- mna og uppeldis. Barriabörnin em orðin 6. Djúpur gmnntónn er horfínr. úr hljómkviðu lífs hinna fjölmörgu vina og vandamanna, en kannski læmm við á því, að hlusta betur á hina, meðan þeir hljóma. Þegar menn eins og Sveinn á Varmalæk kveðja, skilst manni, að eftir allt okkar bjástur í þessu lífí, hefur það mest gildi hveiju við höfum sáð í hugi samferðafólksins. Sveinn var óvenju heilsteyptur maður, í við- skiptum vom orð hans gulls ígildi, hann var hestamaður í víðri merk- ingu þess orðs, og margt er það fólk, erlent sem íslenskt, sem á ógleymanlegar minningar frá ferða- lögum á hestum um heiðar, dali og öræfí þessa lands með honum. Fé- lagsmálamaður var hann af besta tagi, fólk hlustaði þegar Sveinn tók til máls. Hann var hagmæltur vel, söngmaður í besta lagi og ósjaldan hefur Varmalækjarheimilið ómað af söng, þar sem djúp bassarödd hans hljómaði sterkt. Samheldni fjölskyldunnar á Varmalæk er einstök, gestrisni heimilisins viðbmgðið, ótrúlegur íjöldi fólks hefur gengið þar um dyr og þegið veittan beina, sem ávallt er fram borinn með gleði og hlýju. Birting af- mælis og minningar- greina Morgunblaðið tekur af- mælis- og minningargreinar til birtingar endurgjaldslaust. Tekið er við greinum á rit- stjórn blaðsins á 2. hæð í Aðalstræti 6, Reykjavík og á skrifstofu blaðsins í Hafnar- stræti 85, Akureyri. Við birtingu afmælisgreina gildir sú regla, að aðeins em birtar greinar um fólk sem er 70 ára eða eldra. Hins vegar em birtar afmælisfréttir með mynd í dagbók um fólk sem er 50 ára eða eldra. Mikil áhersla er á það lögð að handrit séu vel frá gengin, vélrituð og með góðu línubili. Sveinn var bundinn heimili sínu og átthögum sterkum böndum, og sveitungar hans áttu hauk í homi þar sem hann var. í gegnum allt hans veikindastríð var alltaf ein hugsun efst á baugi, að komast heim að Varmalæk. Nú er Sveinn á Varmalæk kominn heim á annan stað meira að starfa guðs um geim. Kæra Hebba, og fjölskyldan öll, við hjónin vottum ykkur dýpstu samúð. Þar sem góðir menn fara, þar eru guðs vegir. Hann var sannur maður. Glaðir skulum allir að öllu til átthaga vorra horfa, er héðan sá hverfur, oss hjarta stóð nærri, Veit ég, er heimtir sér hetju úr harki veraldar foringinn tignar, því fagna fylkingar himna. (J.H.) Sólveig Stefánsdóttir í dag, laugardaginn 26. septem- ber, kl.14, verður Sveinn Jóhanns- son, kaupmaður og bóndi á Varmalæk í Skagafírði, jarðsunginn frá Reykjakirkju í Tungusveit. Hann fæddist á Mælifellsá í Lýt- ingsstaðahreppi, Skagafírði, og ólst þar upp í foreldrahúsum, þeirra Lovísu Sveinsdóttur frá Mælifellsá og Jóhanns Magnússonar frá Gil- haga. Sveinn varð strax á unga aldri mjög hneigður til hestamennsku, ungur fór hann í langar göngur á Eyvindastaðaheiði og þótti það sæti vel skipað í gangnaröðinni þar sem hann var. Rétt eftir fermingaraldur var hann við fjárvörslu með föður sínum á Kili, þangað er löng og erfíð leið úr byggð og seinfarið með lyfjahesta. Lýsing Sveins á um- hverfinu er haldið var heim síðsum- ars er svona: Lyngbörð Qalla lituð grá, liljan vallar kalin. Blóm sér halla bölum á, bjarkir falla í valinn. Hagmælsku erfði hann í ríkum mæli frá ættum foreldranna. Á 250 manna ættarmóti Mælifellsárættar, sem haldið var fyrir mánuði, var flutt kveðja í bundnu máli frá Sveini sem þá lá fársjúkur á Sauð- árkróksspítala og þeirri kveðju fylgdu óskir frá fjölskyldu hans til frændfólksins ásamt viskíglasi til handa þeim sem skála mætti fyrir glöðu ættarmóti. Einnig bauð hann þar hestvagn fólki til skemmtunar. Þessa höfðingsskapar verður lengi minnst með hlýjum hug og þakklæti. Menn fundu þá einlægu gleði og góðvild sem ávallt ríkti í samskiptum Sveins við samferða- mennina. Auk kaupmennsku og búskapar á Varmalæk var Sveinn í mörg ár framkvæmdastjóri Slátursamlags Skagfírðinga á Sauðárkróki, en ríkasti þátturinn í starfi hans var hestamennskan og þar við tengdist ferðamannafyrirgreiðsla og verslun með hross. I þeim röðum er stór vinahópur sem nú kveður góðan félaga með söknuði. Þó í mörgu væri að snúast heima og að heiman var Sveinn í ýmsum félagsmálum sveitarinnar og söng í nokkur ár með Karlakómum Heimi. Þann 6. júní 1951 giftist Sveinn Herdísi Bjömsdóttur frá Stóm- Okrum í Blönduhlíð í Skagafírði og hófu þau búskap á Varmalæk, en vegna atvinnu Sveins sem mjólk- urbílstjóri í Blönduhlíðinni fluttist heimili þeirra hjóna að Stóm- Ökmm um þriggja ára skeið og síðan aftur að Varmalæk. Þau Sveinn og Herdís eignuðust 5 böm sem öll em uppkomin. Þau em: Lovísa, Bjöm, Sigríður, Gísli og Ólafur Stefán. Hebba eins og við köllum hana, hefír staðið frábærlega vel við hlið eiginmanns síns í margra ára sjúk- dómsbaráttu hans. Megi æðri máttarvöld veita henni styrk í henn- ar söknuði. Á 59. aldursári er nafni minn og frændi kvaddur burt af þessu til- vemstigi en minningin lifír um góðan dreng og athafnamann sem aldrei lét bugast og hélt reisn sinni til síðasta dags. Samúðarkveðjur sendi ég fjöl- skyldunni á Varmalæk, svo og öðmm vandamönnum. Sveinn S. Pálmason frá Reykjavöllum. Libby/ Stórgóða tómatsósan
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.