Morgunblaðið - 26.09.1987, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 26.09.1987, Blaðsíða 46
46 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 26. SEPTEMBER 1987 Stjörnu- speki Umsjón: Gunnlaugur Guðmundsson Heimsmynd stjörnuspeki í dag ætla ég að fjalla lítillega um heimsmynd stjömuspeki. Eitt lífkerfi Grunnhugmyndin að baki er hin foma heimssýn að allt lífið sé ein órofa heild, að alit sól- kerfið sé eitt iífrænt kerfi. Síðan er sagt að allt innan þessa kerfis sé samverkandi og hvert öðru háð. Biblían rennir stoðum undir þessa heimssýn þegar hún segir að Guð hafi skapað manninn í sinni mynd. Augljóslega er átt við að Guð sé heimurinn, allt sem er, og að maðurinn sé smækkuð mynd af þessum heimi. FœÖingarstund Ástæðan fyrir því að stuðst er við fæðingarstund er sú að sagt er að allt sem gerist á ákveðnum tíma beri merki þess tíma, sbr. máltækið svo uppsker sem sáir, þ.e. upphaf- ið eða sáningin ákvarðar það sem koma skal, eða uppsker- una. Við vitum að við erum böm jarðarinnar. Hví skyldi ekki árstíminn sem við fæð- umst á, þ.e. stjörnumerkin, móta persónugerð okkar? Er það fjarlæg og óraunhæf hug- mynd að maður sem skynjar jarðarlífið í fyrstu að vetrar- lagi mótist sálrænt á annan hátt en maður sem fæðist að sumarlagi? Stjörnuspekingar telja að svo sé ekki, sérstak- lega þegar reynsla og athug- un þeirra sýnir að svo er. OskýrÖ svið Til eru nokkrar kenningar um það af hverju hægt sé að skoða göngu pláneta. Ein kenning er sú að hreyfing plá- neta valdi röskun og breyting- um á einhveiju óskýrðu (segul)sviði og verki þar með á lífkerfið allt. Fáir halda því hins vegar fram að þyngdar- afl pláneta verki á manninn eða að plánetur sendi „geisla" sem hafi „áhrif". Lögmál Vinsæl kenning er sú að ef við getum fundið þó ekki nema eitt gilt lögmál getum við notað það til að skoða annað í lífinu. Ástæðan fyrir því er sú kenning að allt lífkerfið sé ein samverkandi heild. Plánetur f leit sinni að útskýringu á lífinu og einstökum þáttum þess hefur maðurinn síðan beint athygli sinni að plánet- unum. Kenning stjörnuspek- inga er sú að hreyfíngar þeirra varpi Ijósi á eitt af mikilvægari lögmálum lífsins. Ef við þekkjum þetta eina lög- mál getum við notað það til að skilja annað í lífinu og þá m.a. mannlífið. FjarlœgÖir Þeir eru margir sem segja gjaman að hægt sé að fallast á það að Sólin eða Tunglið hafi áhrif á jörðina og þá hugsanlega á mennina. En að plánetur sem eru í órafjar- lægð geti haft áhrif sé óraunhæft. John S. Bell Nýjar rannsóknir í eðlisfræði, t.d. kenning Bells, sýna hins vegar að raunveruleikinn er ekki staðbundinn og að sam- band geti myndast milli tveggja eða fleiri hluta sam- stundis, óháð flarlægð. Aðrar rannsóknir styðja það að heimurinn er ein heild, m.a. vegna þess að þegar reynt er að kryfja efnið niður í æ smærri einingar kemur í ljós að öll skil hverfa og það að til sé aðskiinaður milli hluta sé í sjálfu sér blekking. Því miður leyfir plássið ekki ítarlegri umfjöllun um þetta. GARPUR EFW A&RflUNPÓK! KDNUN6/ flEFUR UERIO &ENT HELÞUZ flPfl/M PR/NS C//H STJÓRUJflR TflUMANfl -------------------TÝj PflÖB/...\ EFT/P FUND/ /HE£> FE LÖOUA1 06 FOLLTR.ÍUM j ES6ETLÐ/ R//OSSJÖÐS ER FONPué^FE flLDHEJ MEE> PÓrtSTÓLNOM S/DflN-. -F p!h/ OtTUR I/E/Zip pONG fl ÖD/ZUM STflEJ: í HELL/ NEBANJflKt. flR HELPUR SKUQGflBflLDUfl ANNflN FUND. SRLLf S/OJGG/, v/nup AVNN 1 ÉG VÖNfl flDpO HflF/K FPÍTT/R UM pESSfl 'fl/ETLUN OKKflP ? f!!ff!!!!!!!!!!?!!!!!!!!!!!!!?!!!!!!!!!!!!!!!f??!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!l!!!!l!!!!!!!! . .. : :::I:‘ :: GRETTIR ÉG HBF TEKIP ÁKVÖRÐUN 5EM G/ETI 8REYTT ÖLLU TOMMI OG JENNI SARDiNOe e/NUS/NN/ ENN? DRÁTTHAGI BLÝANTURINN FERDINAND SMAFOLK NO,KEEP IT! I UJA5 WR0N6..IT'5 Y0UR5! I 5AIP IF IT FELL OVER, IT U)A5 YOURS..KEEP IT! REALLY? THANK YOU! MERRY CHRI5TMA5! Sæll! Við erum trénu þínu! Nei, þú mátt eiga það! Þetta var rangt af mér. Ég sagði að ef það félli mættirðu eiga það. Hafðu það! Meinarðu þetta? Þakka þér fyrir og gleðileg jól! Nú verð ég að skreyta það alveg upp á nýtt. Sunnudagur BRIDS Umsjón: Guðm. Páll Arnarson Austur sýndi hugmyndaríka vöm í eftirfarandi spili, en félagi hans mislas stöðuna. Og átti sér kannski einhveijar málsbætun Suður gefur; enginn á hættu. Norður ♦ D74 VÁ65 ♦ ÁKDG108 ♦ 9 Vestur Austur ♦ Á8652 .. 4K1092 ♦ 72 V43 ♦ 432 ♦ 95 ♦ 542 ♦ Á8763 Suður ♦ G ♦ KDG1098 ♦ 76 ♦ KDGIO Vestur Norður Austur Suður — — — 1 hjarta Pass 3 tíglar Pass 3 hjörtu Pass 4 hjörtu Pass 4 grönd Pass 6 tíglar Pass 6 hjörtu Pass Pass Pass Stökk norðurs í sex tígla var ekki skynsamlegt, en hann gat ekki séð að makker hefði efni á að spyija um ása án þess að eiga svo mikið sem einn sjálfur. Vestur lyfti spaðaás gegn slemmunni og austur sýndi snilli, að eigin mati, með því að láta kónginn undir! Með því vildi hann tryggja að félagi skipti yfir í lauf. Vissulega góð hug- mynd, en vestur átti eftir að túlka boðin. Gat verið að austur væri með eyðu í tígli? Sam- kvæmt hefðbundinni notkun hliðarkalla vísar hátt spil á hærri litinn af þeim sem til greina koma. Svo vestur spilaði tígli, af tillitssemi við makker. Reiðilestur austurs næstu tíu mínútumar var að sumu leyti réttmætur. Hann hafði ekki doblað slemmuna og suður vildi frekar spila sex hjörtu en sex tígla. Hvort tveggja benti til að það væri langsóttur möguleiki að austur ætti engan tígul. Á hinn bóginn er langsóttur möguleiki þó alltaf möguleiki. Og vestur hefði vafalaust spilað laufí í öðrum slag ef austur hefði látið spaðatvistinn undir ásinn. Hvort sem vestur túlkar tvistinn sem frávísun eða hliðarkall, blasir við að spila laufi. Það borgar sig ekki alltaf að vera of snjall. SKAK Umsjón Margeir Pétursson í keppni á milli Sviss og Baden- héraðs í V-Þýzkalandi kom þessi staða upp í skák þeirra Kiefer (Baden), sem hafði hvítt og átti leik, og alþjóðlega meistarans Zilger, Sviss. 27. Dh6! - Hxh6, 28. Hg8+ - Ke7, 29. Hlg7 mát. Það kom mjög á óvart að Þjóðveijamir sigr- uðu 30—10, Svisslendingum að vonum til mikilla vonbrigða.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.