Morgunblaðið - 26.09.1987, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 26.09.1987, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 26. SEPTEMBER 1987 35 Landsfundur Borgaraflokksins Vinstri ríkissljórn sósíalista undir forystu Sjálfstæðisflokks - sagði Albert Guðmundsson f ormaður Borgaraflokksins við upphaf landsfundar f lokksins ALBERT Guðmundsson form- aður Borgaraflokksins sagði í upphafi ræðu sinnar á borgara- fundinum á Hótel Sögu í Dagvistarheimili: Engín ástæða til að mennta starfsfólk í fyrirspurnum til þing- manna Borgaraflokksins við upphaf landsfundar flokksins kom fyrirspum um afstöðu flokksins til menntunar fólks á dagvistunarstofnunum. Albert Guðmundsson formaður flokksins svaraði fyrir hönd þing- manna og kvað það stefnu flokks- ins að engin sérstök ástæða væri til þess að krefjast menntunar af starfsfólki á dagvistarstofnunum, nema þá ef til vill forstöðukonu. Sveitarstjómar- kosningar: Býst fast- lega við framboði ÞINGMENN Borgaraflokksins voru spurðir að því hvort Borgara- flokkurinn myndi bjóða fram við næstu sveitarstjómarkosningar í Reykjavík. Albert Guðmundsson svaraði því til að Borgaraflokkur- inn væri stjómmálaflokkur og kvaðst gera fastlega ráð fyrir því að hann myndi bjóða fram í næstu sveitarstjómarkosningum, ekki síst í Reykjavík. fyrrakvöld, að það væri fróð- legt að rifja upp siðustu daga sina í Sjálfstæðisflokknum, en það myndi hann ekki gera þótt ástæða væri til þar sem þar væri að finna ástæðuna fyrir stofnun Borgaraflokksins. Hins vegar sagði hann að síðustu árin hefðu átt sér stað miklar breytingar á hugmynda- fræði Sjálfstæðisflokksforystunn- ar og því væri nú nauðsynlegt fyrir hana að bola úr flokknum sjálfstæðum einstaklingum sem væru í vegi fyrir ný-fijálshyggj- unni. Sagði Albert að hann sjálfur ásamt fleirum hefðu gert sér grein fyrir því að ný-frjálshyggjuölfín hefðu sundrað hinum mildu öflum Sjálfstæðisflokksins til þess að færa valdið til hinna fáu. Þá sagði Albert að hinir hávaðasömu postular Sjálfstæðisflokksins styddu nú „ríkisstjóm sósíalista" því í ríkisstjóminni væru 7 ráð- herrar af 11 sem væm vinstri- menn. Þá vék Albert að aðgerðum ríkisstjómarinnar að undanfömu og sagði að stjómin boðaði aukna verðbólgu, hækkandi vömverð, að kaupmáttur verði minnkaður, að vextirnir verði að hækka, að skattar munu hækka, að nýir skattar og tollar verði settir á, að skattsvikarar skuli tíndir fram Albert Guðmundsson flytur ræðu sina f upphafi Lands- fundar Borgaraflokksins. úr skúmaskotum með nýjum að- ferðum. „Áttið ykkur á því að við eigum eitthvað óvænt í vændum," sagði Albert orðrétt eftir skattsvi- kakaflann en hélt síðan áfram og sagði að nú væri boðað að fyrir- tæki og atvinnurekstur yrði að greiða hærri skatta, að erlendar lántökur yrðu mjög takmarkaðar, en það er víst,“ sagði Albert að þetta era ekki kosningaloforð Sj álfstæðisflokksins. Albert fjallaði í ræðu sinni um Útvegsbankann og sagði það skoðun sína að banka eins og Útvegsbankann, sem væri þjóðar- banki, ætti ekki að selja. Hann sagði það sitt álit á stuttum ferli núverandi ríkisstjómar að alvar- legasta málið væri hótun forsætis- ráðherra um stjómarslit ef ákveðinn „33 manna stuðnings- hópur Sjálfstæðisflokksins" missti af væntanlegum yfírráðum yfír einum_ af þremur þjóðarbönkun- um, Útvegsbankanum. Áréttaði Albert að það mál væri ennþá óafgreitt og líklega best fyrir hann að tala sem minnst um það, þvf ennþá væri ekki útilokað að forsætisráðherra þyrfti að standa við sínar hótanir, og það vildi hann ekki skemma. Albert sagði að það væri áríð- andi að Borgaraflokkurinn héldi áfram að vaxa, stofnun hans hefði verið meira en tímabær. Hann sagði að Borgaraflokkurinn væri nútímaflokkur sem gerði sér vel ljóst hve tækni- og upplýsinga- byltingin hefði haft mikil og góð áhrif. „Gömlu kerfísflokkamir virðast ekki skilja tæknibylting- una og jafnvel hræðast hana,“ sagði formaður Borgaraflokksins. Landsf undarfulltrúar Borgaraflokksins hlýða á ræðu formanns. Landbúnaður: Vilja leggja niður kvóta og útflutningsuppbætur Morgunblaðið/Þorkell Hluti þeirra liðlega 200 fundargesta sem voru á fundinum á fimmtudagskvöld. Á FUNDI Borgaraflokksins sl. fimmtudagskvöld voru þing- menn flokksins spurðir um afstöðu til landbúnaðar, sérs- taklega um stefnu varðandi niðurgreiðslur, útflutningsupp- bætur og kvótagreiðslur. Því var til að svara af hálfu þingflokksins að Borgaraflokkur- inn legði áherslu á þýðingu landbúnaðar, að tryggja ætti réttlátan kvóta, en leggja sfðan kvótaskiptinguna niður á.nokkr- um ámm og sama ætti að gera varðandi útflutningsbætumar, það ætti að leggja niður á nokkr- um ámm, en engu var svarað varðandi kvótagreiðslumar. Fjárlaga- og hagsýslustofnun um lántökur í útlöndum: Opinberir aðilar hafa milligöngu fyrir einkaaðila MORGUNBLAÐINU barst í gær frá Fjárlaga- og hagsýslustofn- uninni eftirfarandi fréttatil- kynning lun lántökur í útlöndum: „í tilefni af umQöllun í ijölmiðlum að undanfömu um erlendar lántök- ur þjóðarbúsins í ár vill fjárlaga- og hagsýslustofnun koma á fram- færi athugasemdum og skýringum. Nýverið kynnti Seðlabanki spá um erlendar lántökur 1987 sem er nokkm hærri en fram kemur í láns- fjáráætlun fyrir árið. Af yfirliti Seðlabanka má ráða að opinberir aðilar hafí farið 1.090 m.kr. fram úr áætlun, lánastofnanir um 895 m.kr. en að erlendar lántökur einka- aðila séu í samræmi við áætlun. í greinargerð bankans fylgja fyllri skýringar sem sýna að erlend láns- Qárráðstöfun atvinnufyrirtælq'a er í raun meiri en yfirlitið gefur til kynna. Skýringin er í megindráttum sú að í mörgum tilvikum hafa opin- berir aðilar eða lánastofnanir haft milligöngu um erlendar lántökur fyrir einkaaðila. Sú er einnig raunin í ár. Þvi er nauðsynlegt að taka tillit til slíkra atriða og gera við- hlítandi leiðréttingu áður en gerður er samanburður við lánsfjáráætlun ársins. Eftirfarandi yfírlit sýnir þetta: Heimild: Fjárlaga og hagsýslustofnun. Lántökur opinberra aðila fyrir atvinnufyrirtæki em áætlaðar 220 m. kr., þar af em 160 m. kr. vegna togarans Merkúr, 35 m. kr. til smíði Breiðafiarðarfeiju og 25 m. kr. vegna Heijólfs Vestmannaeyjum. í lánsfjáráætlun 1987 vom lántökur þessara aðila flokkaðar með lántök- um atvinnufyrirtækja. Þá em 373 m. kr. af lántökum opinberra aðila vegna skuldbreytinga á skamm- timalánum Hitaveitu Akureyrar. í lánsfiáráætlun var gert ráð fyrir þessum lántökum, sbr. 36. gr. láns- fiárlaga fyrir árið 1987. Hins vegar vom þær ekki sýndar í yfirlitum þar sem aðeins er um breytingar á fyrri erlendum lántökum en ekki er um aukningu að ræða í erlendum skuldum þjóðarbúsins. Viðbótarlán- tökur opinberra aðila nema því 497 m.kr. Lántökur lánastofnana fyrir at- vinnufyrirtæki em annars vegar vegna vélakaupa sem lúta almenn- um heimildum til erlendrar lántöku skv. heimildum viðskiptaráðuneytis. Hins vegar er erlend lánsfiárútveg- un Framkvæmdasjóðs fyrir ýmis atvinnufyrirtæki sem hafa leitað eftir milligöngu sjóðsins út á heim- ildir langlánanefíidar. í lánsfiár- áætlun er jafnan gert ráð fyrir slíkum lántökum undir atvinnufyr- irtækjum, en ekki hjá Fram- kvæmdasjóði. Samkvæmt spá Seðlabanka munu 715 m.kr. af lán- tökum einkaaðila fara undir ríkis- ábyrgðir með þessum hætti á árinu 1987. Atvinnufyrirtæki hafa sam- kvæmt framansögðu fengið að láni alls 935 m.kr. af erlendum uppmna fyrir milligöngu opinberra aðila og lánastofnana. Þá er þess að geta að hluti af áætluðum lántökum at- vinnufyrirtækja er vegna svokall- aðra raðsmíðaskipa eða 600 m.kr. Sú fjárhæð kemur ekki fram í áætl- un Seðlabanka og þarf því að bætast við til að fá réttan saman- burð við lánsfiárlög. Samkvæmt því nema langar erlendar lántökur at- vinnufyrirtælq'a alls 5.635 m.kr. i stað 4.100 m.kr. eða um 1.535 m.kr. umfram áætlun ársins. Að lokum er rétt að taka fram að erlendar lántökur fjármögnunar- leiga em ekki meðtaldar f ofan- greindum tölum. Samkvæmt „lauslegri ágiskun" Seðlabanka em þessar lántökur um 2.000 m. kr. á árinu 1987. Ekki liggja fyrir ná- kvæmar upplýsingar um hvert þetta lánsfé fer en vitað er að það rennur að langstærstum hluta til einkaað- ila.“ Lánsfjár- l»g 1987 0) Spá 1987 (2) Frávik (3) I Opinberir aðilar 2.550 3.640 1.090 þar af lántökur vegna atvinnufyrirtækja - -220 -220 þar af skuldbreyt. skammt.lána hitaveitna - -373 -373 Lántökur opinberra aðila samtals 2.550 3.047 497 II Lánastofnanir aðrar en bankar 1.565 2.460 895 þar af lántökur vegna atvinnufyrirtækja — -715 -715 Lántökur lánastofnana samtals 1.565 1.745 180 III Atvinnufyrirtæki 4.100 4.100 0 að viðbættum teknum lánum um ríkissjóð — 220 220 að viðbættum teknum lánum um lánastofnanir — 715 715 að viðbættum lántökum vegna raðsmíðaskipa — 600 600 Lántökur atvinnufyrirtækja samtals 4.100 5.635 1.535 Heildarlántökur 8.215 10.427 2.212
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.