Morgunblaðið - 26.09.1987, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 26.09.1987, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 26. SEPTEMBER 1987 11 Þau hin innri gildin Leiklist Jóhanna Kristjónsdóttir Rómúlus mikli.ósagnfræðileg- ur gamanleikur eftir Friedrich Durrenmatt Þýðing: Bjarni Benediktsson frá Hofteigi Lýsing: Páll Ragnarsson Leikstjóri: Gisli Halldórsson Fáum samtímahöfundum er, að minum dómi, jafn lagið og Fri- edrich Durrenmatt að flétta saman hina ýmsu þætti í leikverk- um sínum; svo að úr verður tragiskur gamanleikur eða spaugilegur harmleikur. Og fáum er gefið að beita íroníunni á skarp- ari og hvatskeytlegri hátt en hann. Myndrænn og kjarnmikill textinn virðist áreynslulaus, eins og hjá þeim höfundum einum, sem ná valdi á hugmynd sinni og vita hvernig þeir vilja færa hana til áhorfandans. Hrun Rómaríkis er beinlínis bæði kjörið og augljóst verkefni fyrir Durrenmatt.A setri sínu í Kampaníu situr Rómúlus keisari og hugar að hænsnarækt, meðan hersveitir hinna herskáu Germana höggva lið Rómveija í herðar nið- ur á vígvöllunum. Það er fyrirsjá- anlegt að heimsveldið er að líða undir lok og Rómúlus sýnir ekki lit á að veita neina mótspyrnu. Fjölskylda hans og hirðfólk reynir að höfða til föðurlandsástar og þjóðarmetnaðar að ekki sé nú minnzt á sætleika valdsins sem slíkan. En hann lætur sér fátt um finnast og honum verður ekki hnikað. Hann telur ríkið vera tákn úrkynjunar, spillingar og alls hins versta. Hann gefur lítið fyrir valdafysn umhverfisins. Kannski verður spillingin því aðeins uppr- ætt, að ríkið farist. Durrenmatt leiðir keisarann fram á sjónarsviðið sem hinn eina mann með viti í þessum firrtum og trylltum heimi. Alúð Durren- matts við hlutverk Rómúlúsar fer ekki milli mála, en hann nær að draga upp fleiri persónur sem við lestur [eikritsins verða eftirminni- legar. I aumkunarleika sínum, eða yfirborðsmennsku. Boðskapur leikritsins á vissu- lega erindi til okkar, tímabær sannindi verksins hljóta að höfða til okkar, ekki síður nú en þegar Durrenmatt skrifaði verkið; þótt ekki sé alltaf þægilegt að sitja undir íróníunni. Sem verður þó aldrei miskunnarlaus af því að Durrenmatt hefur vald á henni og enda skáldskapurinn aldrei færður í kaf, eins og hefði getað gerzt hjá minni spámönnum. Þýðing Bjarna Benediktssonar frá Hofteigi var ákaflega vel af hendi leyst, og í hvívetna trú anda Durrenmatts. Margir leikarar taka þátt í sýningunni og augsýni- lega til hennar vandað að ytri gerð. En á frumsýningu fór eitt- hvað úrskeiðis hjá flestum leikar- anna. Andstæðurnar sem Durrenmatt teflir fram, keisarinn vitri annars vegar og fólkið gráð- ugt og hamslaust hins vegar, eiga að kalla fram nöturleg áhrif og endurspegla trylltan veruleika leiksins. En þess í stað var bara gauragangur. Með holum hljómi. Raddbeiting og hreyfingar á köfl- um ekki við hæfi í atvinnuleikhúsi. Þar af leiddi auðvitað að textinn skilaði sér ekki alltaf, drukknaði stundum í þessum kyndugu og háværu barkarokum. Og auðfundið var á frumsýn- ingu, að ekki náðist menningar- samband áhorfenda og leikara og viðbrögð voru í drungalegra lagi. Skýringar eru sjálfsagt ýmsar, leikstjóri hefði þurft alveg sérs- taklega að beita meiri aga varðandi framsögn. Staðsetningar tókust vel og sé ekki nema tekið mið _af persónusköpun Rómúlusar og Odóvakars, leyfði ég mér að draga þá ályktun, að annað hafí ráðið en stefnan hafi verið stung- ið rangt út. Því fór ég einnig á þriðju sýn- ingu, sl. fimmtudag. Þá náðist eðlilegra tempó og áhrif textans komust til skila á býsna magnað- an hátt. Frumsýningarhávaðinn var dempaðri, en engu að síður nokkrar senur, sem fóru úr bönd- unum. Rúrik Haraldsson var góður Rómúlus og hélt sínu allan leik- inn. Leikurinn var yfirvegaður og vitlegur og mjög durrenmattskur, ef ég mætti kalla það svo. Mis- mæli Rúriks óneitanlega of tíð. Herbergisþjónarnir tveir í með- förum þeirra Ama Tryggvasonar og Baldvins Halldórssonar voru eftirtektarverðir og oft var leikið á fínum nótum. A hinn bóginn var gamalmennaskjálfti þeirra ofleikinn og kallatónninn óþarfur. Lilja Þórisdóttir og Jóhann Sigurðarson í hlutverkum Reu og Emilíans Arnar Jónsson og Rúrik Haraldsson, Ódóvakar og Rómúlus, báðir sigraðir menn Sigurveig Jónsdóttir var of yfir- spennt sem Júlía keisaraynja. Atvinnuleikari á að geta sýnt æsing og spennu án svona fyrir- gangs. Raddbeiting af þessu tagi á ekki heima hér. Sigurður Skúla- son var í hlutverki hermálaráð- herrans. Sigurður hefur yfírleitt bæði skýra og snöfurlega fram- sögn, en hún fór þarna fyrir lítið og sama gegndi um Karl Ágúst Ulfsson í hlutverki sendiboðans, Spúrilíus Títus Mamma. Sú per- sóna er yndislega grátbrosleg við lestur leikritsins. Og gæti með blæbrigðaríkum og markvissum leik orðið minnisstæð persóna. Upphafsatriðið hjá sendiboðanum tókst ekki og var erfítt var að skilja orð af því sem upp var stu- nið. Eiga leikarar ekki að geta hvorttveggja: leikið sig lafmóða, en skilað frá sér því sem höfund- urinn leggur þeim í munn. Nefna verður senu í öðrum þætti, þar sem þeir Sigurður og Karl Ágúst hrópast á. Fyrir bragðið missti atriðið grunntón sinn. Eða hann fauk bara út í vindinn. Magnús Ólafsson var Sesar Rúph, buxnas- érfræðingur, sem getur bjargað keisaraveldinu. Náttúrutalent Magnúsar nýtist ekki hér. Jóhann Sigurðarson lék Emilían.heitmann keisaradótturinnar, sem kemur heim afskræmdur á líkama, úr germönskum fangabúðum. Gervi Jóhanns var yfirhlaðið og beindi athyglinni frá leik hans. Sem var að mörgu leyti ágætlega hugsað- ur. Lilja Þórisdóttir var í vandræð- um með Reu keisaradóttur og hafði ekki alls kostar á hreinu, hvers lags persónu hún var að leika. Flosi Ólafsson átti góða spretti sem innanríkisráðherra en raddbeiting of ýkt og er hér einn- ig átt við annan þátt. Gunnar Eyjólfsson sem keisarinn frá Konstantínópel, var tiltölulega rólegur í fasi, en persónan varð þokukennd og ekki spennandi. Framsögn Gunnars var til fyrir- myndar. Amar Jónsson er í litlu en mikilvægu hlutverki Ódóvak- ars, foringja Germana, sem nauðugur viljugur er að leggja undir sig heiminn og vonar í lengstu lög að hann geti gert bandalag við Rómúlus, svo að hann þurfi ekki að rogast með heiminn á herðum sér. Amar leik- ur þessa stuttu senu í takt við Rúrik og gerði það af stakri prýði. Svo að lokaatriði leiksins varð áhrifamikið. Ég var ekki dús við leikmynd Gunnars Bjarnasonar og fannst hún þunglamaleg og beinlínis erf- ið fyrir leikendur. Að ekki sé nú tálað um fyrir sýninguna almennt. Þessi sýning er stór í sniðum. Gallar hennar eru áberandi, en kostimir - þegar allt er skoðað vandlega- em það líka. Hún verð- skuldar, að leikhúsgestir gefi henni gaum. Hvort sem þeir eru sáttir við hana eða ekki. Verðlaunaverk Listahátíðar Verðlaunagripur Borghildar Óskarsdóttur. Myndlist Bragi Ásgeirsson Svo sem kunnugt mun vera þá efndi stjórn Listahátíðar 1988 til samkeppni um varanlegt listaverk, höggmynd eða skúlptúr, sem nota mætti sem verðlaunagrip og sem einkenni hátíðarinnar á auglýsinga- spjöldum, efnisskrám og öðru þrykktu efni. Listahátíð áskildi sér rétt til að fjölfalda verðlaunaverkið í 3—5 eintökum og hugsanlega stækka það til staðsetningar utan dyra eða innanhúss. Var öllum íslenzkum listamönnum heimil þátt- taka í samkeppni þessari. Nú hefur dómnefnd lokið störfum og svo sem fram hefur komið í frétt- um, þá hlaut Borghildur Óskars- dóttir fyrstu verðlaun, sem voru 250.000 kr. auk þess sem tvær til- lögur voru keyptar eftir þá Pétur Bjarnason og Grím M. Steinþórs- son á 75.000 kr. hvor. Voru úrslitin tilkynnt við tilheyrandi athöfn að Kjarvalsstöðum sl. sunnudag og jafnframt opnuð sýning á öllum innsendum verkum, sem voru átján talsins, eftir ellefu listamenn. Það hefur vakið nokkra athygli, hve þátttakan var lítil þrátt fyrir vegleg verðlaun og ekki væri kraf- ist fullfrágenginna tillagna í keppnislýsingu og möguleikarnir þannig miklir. Telst þetta dtjúgur afturkippur frá samkeppni um lista- verk í nýju flugstöðvarbygginguna, sem skilaði fullu húsi, ef svo má komast að orði — en að minnsta kosti fylltu tillögurnar allan Kjar- valssal og var þó þröngt á þingi. En allar tillögurnar varðandi listahátíðarverkið komast auðveld- lega fyrir í tveimur básum í eystri gangi! Það vekur athygli mína að flestir þátttakendurnir virðast vera að bisa við táknræn verk í óhlutlæg- um stíl, þótt að formum hlutveru- leikans bregði fyrir í sumum tillögunum. Að sjálfsögðu telst það gott og gilt en ég hefði óneitanlega viljað sjá meiri breidd og frjósemi í tillög- unum og vil vísa til þess að ný viðhorf eru ekki undanþegin því almenna lögmáli, að stöðlun og endurtekningar leiða tii íhaldssemi. Hið eina, sem ekki telst íhaldssemi, skilgreindi hinn mikli súrrealisti, Max Ernst, snilldarlega með þeim orðum: „Að skúlptúr yrði til við faðmlag með báðum höndum eins og í ástinni". Þannig á ekki að skipta máli í hvaða stíl myndlistar- verk er útfært, sé það gert með ást og tilfinningu, sem merkjanleg er í vinnubrögðum listamannsins. Það er einmitt þetta sem mér finnst einhvern veginn skorta í nær allar tillögurnar, en hitt skortir ekki að menn séu að reyna að búa eitt- hvað til, sem falli að ríkjandi gildis- mati um það, hvað nútíma skúlptúr sé. Verðlaunaverk Borghildar Ósk- arsdóttur er þokkalegt — einfalt og kraftmikið, en full þungt að mínu mati sem tákn lífs og grómagna, sem er inntak listhátíðar — en stendur vel sem sjálfstæður skúlpt- úr. Það er nefnilega mögulegt að gera þung og fyrirferðarmikil form létt og leikandi, svo sem sjá má mörg dæmi um í hinni fjölþættu flóru nútíma- og rúmtaksmynda. En ég fortek ekki, að þetta hafí verið heppilegasta lausnin, sé tekið mið af innsendum tillögum ...
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.