Morgunblaðið - 26.09.1987, Blaðsíða 42
42
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 26. SEPTEMBER 1987
SVIPMYNDIR AF
UNM-HÁTÍÐINNI
Úr
tónlistarlífinu
TEXTI:
SIGRÚN DAVÍÐSDÓTTIR
Eins og sagt var frá áður, var
haldin hér samkoma ungra nor-
rænna tónskálda og spilara,
13.—19. september. Þá dagana
voru haldnir fjölmargir tónleikar og
barst leikurinn víða um bæinn og
reyndar út fyrir hann í lokin, því
hátíðinni lauk með tónleikum í Skál-
holti síðastliðinn laugardag.
Þama gat að heyra margt for-
vitnilegt, sumt kannski framandlegt
óinnvígðum eyrum, en lífskafturinn
var víða óhaminn og öflugur. Eng-
inn dauðabragur á, sem betur fer,
eða kreppumerki...
Hér á eftir fara stutt viðtöl við
tvö af þeim athyglisverðu tónskáld-
um, sem gistu hátíðina hér og sem
bæði áttu verk á sinfóníutónleikum
hátíðarinnar. En það voru fleiri
gestir en norrænir. Einn af sérstök-
um gestum hátíðarinnar, var
ungverski trompetmeistarinn
Györgi Geiger, sem bæði spilaði á
tónleikum og kenndi. Hann hefur
uppi nokkur orð hér á eftir um hljóð-
færi sitt og fleira.
Andstætt
mannlegri
náttúru að
spóla
tímann til
baka
Rætt við danska tónskáldið
Anders Nordentoft
Anders Nordentoft var einn af
öldungum hátíðarinnar, er nú kom-
inn á bólakaf í iðju sína, tónsmíð-
amar, fæst ekki við annað og er
þegar orðinn nokkuð þekktur meðal
áhugamanna um samtímatónlist í
Danmörku.
Nordentoft ólst upp í nágrenni
Anders Nordentoft
við tónlistina, því faðir hans er org-
elleikari. Lengi vel vakti tónlist þó
engan sérstakan áhuga hans, en
16 ára fór hann að læra á fiðlu og
hóf að semja tónlist um svipað
leyti. Hann útskrifaðist síðan með
fiðlupróf frá konservatoríinu í Höfn
og fór þá strax í tónsmíðar. Náminu
er lokið, nú skrifar hann bara. Ótrú-
leg forréttindi, segir hann sjálfur
og stórkostlegt að það skuli yfir-
leitt vera hægt. En hvemig er það
þá hægt, hvemig hefur Nordentoft
gengið að koma verkum sínum á
framfæri?
„Á norrænum músíkdögum,
NOMUS, í Árósum var enski stjóm-
andinn og tónskáldið Oliver Knus-
sen fenginn til að stjóma og þar
kynntist ég honum. Hann hefur
gert ótrúlega mikið fyrir danska
tónlist, spilar hana út um allt. Hann
stjómaði meðal annars flutningi á
verki eftir mig með London Symp-
honietta, sem pantaði síðan verk
hjá mér. Þetta er dæmi um hvemig
hlutimir geta gengið fyrir sig.
Annað tækifæri, sem ég hef
fengið til að koma verkum mínum
á framfæri var í S-Karólínu í
Bandaríkjunum. Þar er stjómandi
að nafni Harold Faberman, sem
hefur þá hugmjmd að tónskáld ættu
að gera meira af því að stjóma
bæði sínum verkum og annarra, til
að þeir átti sig rækilega á hvemig
tónlist horfir við úr þeirri áttinni.
Ég var á þriggja vikna námskeiði
hjá honum á þessu ári, stjómaði
þar bæði kiassískum verkum og
mínum eigin. Það var ótrúlega
spennandi að reyna tónlistina frá
þessu sjónarhomi. Faberman gerir
miklar kröfur til þekkingar stjóm-
anda á þeim verkum, sem fengist
er við og hann einblínir ekki á að
stjómandinn eigi bara að standa
og slá taktinn, heldur líka að upp-
tendra hljómsveitina.
Þetta ágæta námskeið hefur svo-
sem ekki breytt hugmyndum
mínum um tónsmíðar. Það er vissu-
lega gott að þekkja vandamálin, en
í tónsmíðum er það einhver hugsýn,
sem stjómar ferðinni og þessi sýn
getur aldrei orðið undirorpin vanda-
málum, sem varða tækni eða annað
slíkt."
En víkjum að tónlistinni sjálfri.
Hvemig kvikna hugmyndir að verk-
unum sjálfum?
„Það er misjafnt frá verki til
verks. Sumar hugmyndimar koma
auðveldlega, aðrar með harmkvæl-
um. En það eru ekki endilega
erfíðustu, mest unnu verkin, sem
verða bezt.
Verkið sem var flutt hér, heitir
Bom, fæddur og var samið fýrir
Danmerkur deild Amnesty Intem-
ational í tilefni af 25 ára afmæli
samtakanna og flutt á afmælistón-
leikum. Titillinn er margræður, ekki
sízt í samhengi við samtökin. Fæð-
ing er jákvæð í sjálfu sér, en tilvist
samtakanna minnir á, að svo er
ekki alls staðar og alltaf.
Það er erfítt að lýsa svona verki,
en hér reyndi ég að lýsa aðstæðum,
Iýsa baráttu og uppreisn. Hér leiddi
titillinn mig áfram, fann hann þeg-
ar ég var rétt bytjaður. Það er
stórbrotið að það skuli hægt að
nota tóna til að segja svo margt,
bæði það sem er fallegt og ljótt.
Það má ekki allt vera fallegt í tón-
list, því þá vantar inn þá fjölbreytni
og víxlverkun, sem í lífínu sjálfu.
Fyrir mér er það mikilvægt að það
séu eins og mörg sálfræðileg lög í
tónlistinni, bæði ljós og dökk, til
að ná fram tvíræðni og átökum, sem
setja svip sinn á allt líf.“
En hljómamir, hvernig koma
þeir?
„Ég hugsa þá upp og huga þá
að tæknilegum atriðum líka, þannig
að einhver lógík skapist um leið.
Innan rammans, sem er settur upp
fyrst, þarf líka að vera einhver
lógík.
Það er hægt að vinna kerfís-
bundið og ég geri það, en ég er
óhræddur að breyta kerfínu og
sveigja lógíkina, læt þetta ekki
stýra endanlegu verkinu. Þetta
tvennt er gott til að fá innblástur,
en á ekki að stjóma öllu.
Ég notast oft við píanó einkum
til að heyra hljómana í byijun, en
eftir því sem ég kemst lengra inn
í verkið, snerti ég æ minna á því.“
En hvemig fer um samtímatón-
skáld, hvernig er andrúmsloftið?
„Það er að minnsta kosti gott
að starfa við tónsmíðar í Dan-
mörku. Þar eru margir, sem hafa
eyrað við nútímatónlist, svo and-
rúmsloftið er gott. Og hátíð einsog
þessi hér er sannarlega af hinu
góða, bæði gott og spennandi fyrir-
tæki.
En eina góða ástæðan fyrir því
að skrifa tónlist er sú að segja eitt-
hvað, sem hefur ekki verið sagt
áður. Og það er margt, sem hefur
ekki verið sagt áður. Heimurinn er
nú einu sinni alltaf að breytast.
Það er stundum talað um að það
ríki kreppa í samtímatónlist, að það
hlusti ekki nógu margir á hana.
Sum tónskáld bregðast við með því
að bjóða upp á gamalt vín á nýjum
belgjum. Mér detta alltaf orð Piet
Hein í hug, þegar ég heyri kreppu-
talið, Ting tar tid. Það tekur allt
sinn tíma.
I hvert sinn sem eitthvað nýtt
hefur stungið upp kollinum, er
brugðist eins við. Hrópað upp að
þetta vilji enginn sjá eða heyra . . .
og alltaf er því trúað. Þetta var
sagt um Stravinskí, Bartok, im-
pressjónistana. En það er erfitt að
sjá samtíðina í einhveiju samhengi,
við erum einfaldlega alltof nálægt
því sem er að gerast.
Þetta er skynsamlegasta svarið
sem ég hef við kreppuþönkunum.
Reyndar veit ég ekki eftir hvetju
er beðið. Er takmarkið að það komi
fimm þúsund manns, æpandi og
öskrandi, á hveija tónleika með
samtímatónlist?
í tónlist er unnið til langs tíma.
Hringimir á vatninu breiðast út
með ógnarlegum hægagangi. Auð-
vitað er fátt, sem verður stórt og
víðtækt. Flestir hringirnir ganga
bara til baka og yfirborðið verður
slétt aftur, eins og ekkert hefði
gerzt.
En það er í mannlegri náttúru
að halda áfram, lengra, leita uppi
hindranir til að sigrast á þeim, fara
til tunglsins. Það er alveg andsætt
mannlegri náttúru að spóla tímann
til baka, hvorki í tónlist né öðm . . .
Tæknin er
nauðsyn en
má ekki út-
ryðja
innsæinu
Rætt við finnska tónskáldið
Tapio Tuomela
Tapio Tuomela er finnskur eins
og nafnið bendir til og enginn ný-
SUMAR í DARTINGTON
Á sumrin feiga tónlistamemar
kost á ýmsum spennandi námskeið-
um út um allar heimsins trissur.
Hér á eftir fer frásögn Þórarins
Stefánssonar píanónemanda af einu
slíku námskeiði á Englandi:
Við tókum 12.37 lestina frá
Paddington og komum til Totnes
um kl. 16.30. Þar tók á móti okkur
einn af þessum stóru, rauðu strætis-
vögnum þeirra Englendinga og
flutti okkur á áfangastað, Alþjóð-
lega sumarskólann í Dartington,
þar sem saman safnast tónlistarfólk
frá öllum heimshomum til að njóta
náttúmfegurðar, fallegra garða,
hlýju heimamanna og síðast en ekki
síst tónlistar.
Á vetuma er rekinn listaskóli í
Dartington, þar sem kenndur er
dans, leiklist, margskonar handa-
vinna og tónlist, svo eitthvað sé
nefnt. Sumarskólinn var síðan sett-
ur á stofn árið 1948 og kom
hugmyndin frá píanóleikaranum
Arthur Schnabel. Það var hins veg-
ar William Glock sem hrinti henni
í framkvæmd og var fyrsti forstöðu-
maður sumarskólans. Breska
tónskáldið Peter Maxwell Davis tók
við af honum en síðastliðin þijú ár
hefur skólanum verið stjómað af
Gavin Henderson.
Sumarskólinn stendur yfir í fjór-
ar vikur, að þessu sinni frá 25. júlí
til 22. ágúst, og er skipt um pró-
gram og kennara í hverri viku, með
undantekningum þó. Þeir sem hafa
Einn af Brandenburgar-konsertum Bachs æfður og fluttur stuttu seinna af þátttakendum sumarskólans.
áhuga á að sækja námskeið ein-
hvers ákveðins kennara geta því
valið að koma í þeirri viku, en þurfa
ekki að vera allar Qórar vikumar.
Starfsemin þessar §órar vikur
er mjög fjölbreytt. Síðustu vikuna,
sem ég sótti, var boðið upp á hóp-
kennslu í píanóleik, þar sem Vlado
Perlemuter kenndi, fíðluleik, þar
sem Emst Kovacic kenndi, og í
flautuleik, þar sem Pierre Yves
Artaud kenndi. Boðið var upp á
kynningamámskeið í Alexander-
tækni, blásarasveit var starfrækt
undir stjóm Alans Hacker, sam-
söngur var undir stjóm Penelope
Price Jones og kór og hljómsveit
skipuð þátttakendum sumarskólans
æfði og fluttu Falstaff, ópem Verd-
is, í tónleikaformi undir stjóm
nemenda í hljómsveitarstjóm. Auk
þessa voru svo haldnir tónleikar á
hveiju kvöldi, stundum tvennir, þar
sem kennarar jafnt sem nemendur
komu fram og flutningur þar yfír-
leitt mjög góður og em mér sérstak-
lega minnisstæðir tónleikar Vlado
Perlemuters, þar sem hann lék verk
eftir Ravel, þar á meðal Gaspard
de ja Nuit.
Öll efnisatriði sumarskólans vom
höfð frekar stutt, t.d. vom hóp-
kennslutímar yfírleitt ekki lengri
en þijár klukkustundir. Þetta gerði
það að verkum að margir þátttak-
enda gera sumarskólann að eins
konar sumarleyfi og sumir koma
reyndar bara til þess að taka lífinu
með ró og njóta lífsins. í þessu
sambandi má nefna, að þarna kem-
ur fólk á öllum aldri, allt frá 16
ára og upp úr og virðist kynslóða-
bilið margfræga vera brúað því að
í samspilshópunum er aldursflokk-
unum brenglað og myndar það
skemmtilega stemmningu.
Þeir tónleikar, sem ekki vom
haldnir utandyra, fóm fram í Dart-
ington Hall, sem er frá miðöldum,
byggð á ámnum 1388—1400 og er
stærsta hús sinnar tegundar á vest-
anverðu Englandi. Sá sem byggði
húsið var John Holand, hálfbróðir
Ríkharðs II. Húsið er talið eitt besta
tónleikahús á Englandi og er mikið
notað við plötuupptökur og af BBC
sem útvarpaði nokkmm tónleikum
á sumarskólanum ásamt „Channel
4“-sjónvarpsstöðinni. Annars eiga
fjölmiðlar eins og BBC erfitt með
að fylgjast með og útvarpa því sem
fram fer, vegna þess að dagskrá
sumarskólans er mjög sveigjanleg
og henni er oft breytt með stuttum
fyrirvara. Það hentar illa útvarps-
stöðvunum, sem skipuleggja sína
dagskrá oft nákvæmlega langt
fram í tímann. Þó er áhugi fyrir
hendi og þeir fylgjast vel með.
Ungum tónskáldum er gert hátt
undir höfði í Dartington og er leit-
ast við að efla þann þátt starfsem-
innar og gera hann meiri og betri.
Tónskáldin ungu hafa tækifæri til
að vinna að ákveðnu verkefni í eina
viku með þekktum tónsmið og síðan
eru verkin flutt af þátttakendum
námskeiðsins. Þarna er möguleiki
til að búa til tónlist við kvikmyndir