Morgunblaðið - 26.09.1987, Page 26

Morgunblaðið - 26.09.1987, Page 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 26. SEPTEMBER 1987 Ferðaskrifstofa Reykjavíkur: Umboðsmenn ráðnir um allt land og boðið upp á pakkaferðir Ferðaskrifstofa Reykjavíkur hefur ráðið 22 umboðsmenn um land allt til að kynna og selja pakkaferðir sem ferðaskrifstof- an býður upp á i samvinnu við Hótel Borg, Hótel Akureyri, Bro- adway, Hollywood og Sjallann á Akureyri. Ferðaskrifstofan býður upp á Stjömupakkann, Borgarpakkann, Lystipakkann, Akureyrarpakkann og Sjallapakkann. Innifalið í Stjömupakkanum er flug og flugvallarskattur, gisting í tvær nætur á Hótel Borg, aðgöngu- miði í leikhús og Hollywood, aðgöngumiði í Broadway þar sem boðið verður upp á fordykk, þrírétt- aðan kvöldverð og skemmtidagskrá en í október byijar skemmtidag- skráin „Gullár KK sextettsins" í Broadway. Bílferð frá Hótel Borg til Kringlunnar og til baka aftur er einnig innifalin í þessum pakka, svo og afsláttarhefti samtakanna „Gamli miðbærinn" en ýmis versl- unar og þjónustufyrirtæki í gamla miðbænum veita kaupendum pakkaferðanna 5 til 10% aflátt. Einnig stendur þeim til boða bfla- leigubfll með helmings afslætti. Stjömupakkinn gildir frá föstu- degi til sunnudags en Borgarpakk- inn gidir hins vegar alla daga vikunnar og er eins og Stjömupakk- inn nema að því leyti að hann inniheldur ekki aðgöngumiða. Innihaldið í Lystipakkanum er það sama og í Stjömupakkanum nema að því leyti að leikhússmiði er ekki innifalinn í þessum pakka. Akureyrarpakkinn inniheldur flug og flugvallarskatt og gistingu á Hótel Akureyri í tvær nætur. í Sjallapakkanum verður það sama innifalið og í Akureyrarpakk- anum, auk aðgöngumiða á leiksýn- ingu hjá Leikfélagi Akureyrar og aðgöngumiða í Sjallann þar sem boðið verður upp á fordrykk, þríréttaðan kvöldverð og skemmti- dagskrána „Stjömur Ingimars Eydals í 25 ár“ en fmmsýning á henni verður föstudaginn 2. október næstkomandi. Vilji kaupendur pakkaferðanna dveljast lengur en tvær nætur á Hótel Akureyri eða Hótel Borg fá þeir 30% afslátt af hverri aukanótt sem þeir gista á þessum hótelum. Halla Pálsdóttir er framkvæmda- stjóri Ferðaskrifstofu Reykjavíkur og Birgir Hrafnsson er markaðs- stjóri. Umboðsmenn Ferðaskrifstofu Reykjavíkur fyrir framan Hótel Borg ásamt starfsfólki ferðaskrifstofunn- ar og fleirum. Fiskverðsdeilan á Eskifirði: Engar viðræður ennþá ENGAR viðræður hafa ennþá farið fram á Eskifirði um fisk- verð til sjómanna. Togaramir Hólmanes og Hólmatindur liggja við bryggju. Hómanesið hefði átt að fara á veiðar um helgina og VETTVANGUR SKEMMTANAHALDS A SUÐURLANDI SKOLADAGUR laugardaginn 26. sept. kl. 19 GENGDARLAUST FJÖR ALLAN TÍMANN Skólahljómsveit Hveragerðis leikur við innganginn. Nemendafélag Fjölbrautaskólans á Selfossi tekur ó móti gestum og opnar hótíðina.1 BJARTMAR GUÐLAUGSSON SYKURMOLARNIR JÓN PÁLL OG HJALTI URSUS BUBBI MORTHENS GILDRAN GREIFARNIR SÚMO-glíma Jón Páll og Hjalti Úrsus gefa gestum færi á að spreyta sig. %X's,°ð,n . ■ 4rb, ■es’f . Kef/°0es,: SLds,°ð/n bt%t> kl. ff >8 >8 18 '8°9>9 y>9 k/ k/. >8 ?8 Vöfu , 16 !e Bókarinn 2 60 54 & 62 35 05 Sameinuð lærum við — sundruð föllum við. Nemendafélag Fjölbrautaskólans á Selfossi Dvir.Au dYLuJAN fylgist með undirbúningi Verið því stillt - á FM 98,9 Rútur og bílar Súðavogi 7 S: 688868 éJWkWSTi’/ Hólmatindur á miðvikudags- kvöld. Sjómenn gera kröfu um að fiskverð verði miðað við verð á fiskmarkaðnum í Hafnarfirði. Hingað til hefur fiskverð verið greitt í samræmi við samninga sjómanna á Vestfjörðum. Aðalsteinn Jónsson, forstjóri á Eskifirði, sagði að hann hefði sagt strax að ekki kæmi til greina að samþykkja kröfur sjómanna og þannig stæði málið. „Pað ber svo mikið á milli að ég sé ekki að við- ræður hafi neinn tilgang," sagði Aðalsteinn. Hann sagðist ekki vita hvert framhaldið yrði, en þetta væri ekki orðinn langur tími ennþá. Ekki væri hægt að greiða fyrir fisk- inn verð eins og á fiskmarkaðnum í Hafnarfírði. Aðalvandinn væri sá að enginn gámaútflutningur á fiski væri frá Austfjörðum og það gerði mismuninn á verðinu sem greitt væri á Austfjörðum og Vestfjörð- um. Vestfirðingar settu meira og minna í gáma og því fengist hærra verð. Þetta væri sameiginlegt vandamál útgerðar og sjómanna, að geta ekki sett í gáma smáfisk og annan verðlítinn fisk og fengið ef til vill tvöfalt eða þrefalt verð fyrir hann erlendis. Hrafnkell A. Jónsson, formaður verkalýðs- og sjómannafélagsins Árvakurs, sem sæti á í samninga- nefnd sjómanna, sagði í samtali við Morgunblaðið, að erfitt ætlaði að reynast að fá vinnuveitendur til við- ræðna, því þetta væri í þriðja skipti sem óskað væri formlega eftir við- ræðum um fiskverð. Hann sagði, að sjómenn teldu eðlilegt að miðað væri við verð á mörkuðum eftir að fiskverð var gefið frjálst. Því hefði nýlega verið lýst yfir á fundi fisk- vinnslustöðva að verðlagning á fiskmörkuðunum væri eðlileg og þeir vildu fá sömu verðlagningu og gengi á suðvesturhorni landsins, þó þeir viðurkenndu að fiskvinnslu- stöðvar með aðgang að mörkuðum ættu auðveldara með að sérhæfa vinnsluna. Hann tryði ekki öðru en þau mál yrðu rædd af fyllstu sann- gimi. Vestmannaeyjar: Bæjarstjórn með þriggja ára áætlun Vestmannaeyjum. í fyrri viku boðaði bæjarráð Vestmannaeyja blaðamenn á sinn fund til að kynna nýgerða þriggja ára áætlun. Samkvæmt nýjum sveitarstjómarlögum ber hveijum kaupstað að gera slíka áætlun. Fram kom í máli Arnaldar Bjarnasonar, bæjarstjóra í Eyj- um, að Vestmannaeyjar væri fyrsta sveitarfélagið á Suður- landi sem lyki slíkri þriggja ára áætlun. Á fundinum var lögð fram skýrsla um þessa áætlun. Þar kem- ur fram að frekar væri um rammaáætlun að ræða sem þó yrði stefnumarkandi fyrir árin 1988-1990. Mætti ætla að slík áætlun auðveldaði samskipti bæjar- ins við opinberar stofnanir, sjóði og banka. Af nokkrum helstu fram- kvæmdaatriðum sem fram koma í skýrslunni að stefnt sé að má nefna: Lokið verði við nýbyggingar við báða bamaskólana, framkvæmdir verði hafnar við byggingu verk- námshúss, byggt verði við dvalar- heimili aðdraðra, byggt verði safnahús og reist verði sambyggt dagheimili-leikskóli-skóladagheim- ili. Fram kom hjá einum bæjarfull- trúanna að hvergi væri gert ráð fyrir auknum álögum á bæjarbúa í áætlun þessari. -bs. KULDASKÓR STERKIR OG ÞÆGILEGIR

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.