Morgunblaðið - 03.10.1987, Qupperneq 12
12
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 3. OKTÓBER 1987
ÓSTÝRILÆTIOG FÁGUN
Myndlist
Bragi Ásgeirsson
Ekki verður annað sagt, en að
unga kynslóðin sæki stíft á
íslenzkan myndlistarvettvang.
Einkasýningar fulltrúa hennar
eru tíðar ekki síður en þátttaka í
hinum ýmsu samsýningum og
þannig bendir allt til þess, að þeir
telji sig hafa eitthvað að leggja
til málanna og ástæðu til að slá
í borðið.
Það er allt af hinu góða og eink-
um, ef þeir sleppa heilskinnaðir
úr þeim miklu átökum, sem til-
heyra sýningartilstandi í okkar
litla þjóðfélagi.
Hins vegar er Reykjavík hvorki
Berlín né París ellegar London eða
Amsterdam, Köln eða Zúrich,
heldur einfaldlega smáborg á
hjara veraldar, sem gríðarlegir
listrænir vaxtarverkir hrjá. Of-
framboð á sýningum hefur valdið
síminnkandi aðsókn á undanföm-
um árum og víst er, að það er
ekki lengur neitt ævintýri að fara
á opnanir sýninga, því að þær
geta verið allt að 5 á svipuðum
tíma.
Fyrir vikið fara ýmsar ágætar
sýningar hjá án þess að vekja
verðskuldaða athygli, en aðrar
lítilsgildari njóta þess kannski að
koma á réttum tíma, er fjölmiðl-
amir taka við sér. Það gera þeir
reglulega en á milli gætir eðlilega
þreytu líkt og hjá mannfólkinu,
sem ætlast er til að komi og skoði
í gullakistu listagyðjunnar.
Á Kjarvalsstöðum er líf og §ör
á veggjunum um þessar mundir,
auk þess sem gólfflötinn prýða
einnig tilfallandi listaverk. f vestri
sal sýna þijár listspírur núlistum
vígðar, sem allar eiga það sameig-
inlegt að hafa stundað nám við
MHI á ámnum 1975—79 og vera
á líku reki, en annar er skyldleik-
inn ekki, a.m.k. ekki sá listræni.
Unga fólkið hefur skipt sýning-
unni í þijá afmarkaða hluta og í
hinum fyrsta, er blasir við skoð-
andanum. er inn er komið, sýnir
Björg Örvar fyrirferðarmikil
listaverk. Hún hélt námi áfram í
Bandaríkjunum á ámnum
1981—83 og hélt þar eina einka-
sýningu áður en hún sneri á
heimaslóðir. Hefur haldið einka-
sýningar í Gallerí Borg og í
Nýlistasafninu auk sýninga úti á
landi og í útlandinu.
Það að koma inn í hluta Bjargar
leiddi huga minn að því er ég leit
nýbylgjumálverkið fyrst augum á
sýningunni „Westkunst" í Köln
Deutsch fyrir liðlega fimm ámm.
Þetta er nú ein aðferðin, sem
einkenndi nýbylgjumálverkið og
ekki dugir ferhymdi, sígildi flötur-
Frá undirbúningi sýningarinnar i Vestursal Kjarvalsstaða, Jón Axel Björnsson t.h.
inn einn hér frekar en hann gerði
hjá byltingarseggjunum í Köln,
því að ýmis afbrigði vaxa út frá
honum líkast framlengingu til-
fínningaflæði gerandans.
Þannig var hráa málverkið upp-
mnalega, en þróaðist á ýmsa vegu
á því skamma tímaskeiði, sem
markaði blómaskeið þess, og hlýt-
ur því listakonan að teljast full-
gildur fulltrúi stefnunnar í
íslenzkri mjmdlist.
í stuttu máli er hér á ferð óheft
tilfínningagos, þar sem gerandinn
hefur ekki hinar minnstu áhyggj-
ur af því, hvort útkoman hreyfí
við fegurðartilfinningu samtímans
— komi það sem koma skal...
í miðhlutanum sýnir Valgarð-
ur Gunnarsson 21 málverk af
allt öðmm og agaðri toga.
Valgarður stundaði einnig
framhaldsnám í Bandaríkjunum
og hefur haldið þijár einkasýning-
ar í Reykjavík auk þátttöku í
farandsýningunni „Miklatún —
Manhattan" á vegum norrænu
listamiðstöðvarinnar 1986.
Valgarður varð auðsjáanlega
fyrir miklum áhrifum í Banda-
ríkjunum og vöktu myndir, er
hann sýndi eftir heimkomuna,
strax dijúga athygli fyrir sérstæð
„artistísk" vinnubrögð.
Þessi vinnubrögð hefur Val-
garður þróað staðfastlega allar
götur síðan, en þó má kenna
ýmissa breytinga, en þó engin
stökk á milli myndstíla þótt hann
vinni í senn fígúratívt og óhlut-
lægt. Yfirleitt hefur Valgarður
látið sér nægja að vinna í litlum
stærðum og það virðist hafa hent-
að honum ágætlega til þessa og
það álit mitt breytist ekki eftir
skoðun framlags hans — hinar
minni myndir em þannig undan-
tekningarlítið sterkari og agaðri
' byggingu, þótt myndimar
„Svartur skór“ (10) og „Bormenn
Islands" (12) séu athyglisverð
verk og gefí til kynna listamann
í markvissri geijun.
Þótt verk Valgarðs kunni að
orka á marga íhaldssamari en
félaga hans, þá vinnur hann sum-
ar myndimar þannig, að þær
LISTRÆNT HANDVERK
í vestri gangi Kjarvalsstaða
sýnir Katrín H. Ágústsdóttir 52
vatnslitamyndir og stendur sýn-
ingin til 11. október. Katrín hefur
áður sýnt vatnslitamyndir sínar á
þessum stað, sem hún virðist hafa
tekið ástfóstri við.
Það em nokkur ár síðan Katrín
sneri sér að vatnslitatækninni eft-
ir að hafa um árabil unnið í batík
og kjólahönnun.
Vatnslitatæknin er mjög ólík
batíktækninni svo að þetta var
allstórt stökk hjá Katrínu, en á
fyrstu sýningum hennar komu þó
fram ótvíræðir hæfíleikar í sum-
um myndanna og einnig mátti
merkja framför í þeim næstu.
En ávallt hefur það verið svo,
að nokkrar myndir hafa tekið
öðmm langt fram á sýningum
hennar og á þvf hefur ekki orðið
nein breyting, sé tekið mið af
þeirri, er nú stendur yfír.
Morgunblaðið/KG
Katrín H. Ágústsdóttir við mynd sína „Öræfaslóð".
Katrín virðist vera nokkuð hik- Vatnslitatæknin er mjög kröfu-
andi við að færast mikið í fang, hörð og vandmeðfarin, svo sem
hvort heldur það er beislun ein- allir vita, sem nálgast hafa hana
faldleikans eða hins fjölþætta. — kostar miklar yfírlegur og ná-
minna sterklega á Neo-Geo-stefn-
una, sem er einmitt það, sem
virðist vera ofan á í Evrópu í
augnablikinu.
Yst í salnum sýnir svo Jón
Axel Björnsson 9 málverk og
einn voldugan skúlptúr.
Gangstætt félögum sínum lét
Jón Axel sér nægja námið við
MHÍ, en hefur hins vegar málað
af miklum krafti hér heima og sá
kraftur virðst frekar færast í auk-
ana en hitt.
Hann hefur haldið þijár einka-
sýningar, sem allar hafa vakið
athygli og einkum sú fyrsta, sem
var í Ásmundarsal árið 1982, en
þar kvaddi hann sér hljóðs á eftir-
minnilegan hátt. Auk þess tekið
þátt í samsýningum hér heima,
Svíþjóð og Frakklandi. Jón Axel
er ekki hræddur við stærðimar
og virðist koma einfaldri form-
hugsun sinni í öflugan búning
jafnt á stóran sem smáan flöt.
Þannig kemst hann vel frá
hinni risastóru mynd „Til einka-
nota“ (6), sem líkist þó einna helst
sviðsmynd í leikhúsi og mynd
hans „Andartaksþögn" (5) tel ég
toppinn á allri samanlagðri sýn-
ingunni, eins konar þrumuskot í
bláhomið.
Tilraun hans í skúlptúrnum er
og allrar virðingar verð, þótt ég
meti málverkin meira.
Dregið saman í hnotskum þá
kynnir þessi umbrotaríka samsýn-
ing gjörólíkar stefnur, sem ofar-
lega hafa verið á baugi í núlistum
heimsins og náð hafa að festa
rætur hér. Jafnframt þijá lista-
menn af yngri kynslóð, sem em
að hamast við að greina þær og
yfírfæra á íslenzkan vettvang —
en enn sem komið er með misjöfn-
um árangri.
kvæmni í vinnubrögðum, vilji
viðkomandi ná valdi á henni.
Þess hef ég áður vísað til varð-
andi sýningar Katrínar, og það
er einungis skólabókardæmi að
benda á þær myndir, er búa yfir
mestri tæknilegri ögun ásamt list-
rænustu útfærslunni. Nefni ég hér
til áréttingar myndir eins og
„Jarðrask" (9), „Skógarlind" (10),
„Fjalladalur" (23), „Garðsbrot"
(34) og „Skógarkjarr" (43). Þá
eru meiri átök í myndinni „Sumar
á Suðurlandi" (4) en í öðrum á
sýningunni og í myndinni „Fjalla-
sýn“ (51) er efri helmingurinn
kannski betur málaður en nokkuð
annað á sýningunni, en það er sá
neðri ekki.
Sýningin bendir sterklega til
þess, að Katrín þurfí að stokka
upp spilin og athuga sinn gang,
því að hún getur gert svo miklu
betur að mínu mati. En að öðru
leyti er ekkert við því að segja
ef slík léttvæg nostursvinnubrögð
fullnægja listrænum metnaði
hennar.
Hafsteinn Austmann sýn-
ir í Galleríi íslensk list
Hafsteinn Austmann við uppsetningu verka sinna.
Kvenfélag
Háteigs-
sóknar með
kökubasar
KVENFÉLAG Háteigssóknar
heidur árlegan kökubasar sinn í
Blómavali við Sigtún, laugardag-
inn 3. október og hefst hann kl.
10 árdegis.
Eins og flestum hér í borginni
er kunnugt er unnið að gerð altaris-
myndar í kór Háteigskirkju. Hefír
Kvenfélag Háteigssóknar kostað
alla vinnu og tillögur listamanna til
þessa, en aðalvinnan við gerð
mósaíkmyndarinnar er enn eftir og
mun kosta mikið fé. Kvenfélagið
hefír tekið að sér að greiða alla þá
vinnu.
Ágóði af sölu á kökubasamum í
Blómavali á laugardaginn rennur
til þessa verkefhis. Vel væri, að sem
flestir styrki Kvenfélag Háteigs-
sóknar í þessu verkefni með því að
kaupa ágætar kökur, sem félags-
konur hafa lagt til á basarinn.
Frá prestum Háteigskirkju.
HAFSTEINN Austmann opnar á
laugardag 3. okóber, sýningu á
30 vatnslitamyndum í Galleríi
ísiensk list. Myndirnar á þessa
sýningu eru unnar síðustu þijú
árin.
Hafsteinn er fæddur árið 1934.
Hann stundaði nám við Myndlista-
skólann í Reykjavík og síðar í
Myndlista- og handíðaskóla íslands.
Hann dvaldi síðan einn vetur í París
þar sem hann stundaði nám við
Akademi de la Grande Chaumier.
í París bauðst honum að taka þátt
í sinni fyrstu samsýningu rheð hin-
um virta listahóp Realites Nouvelles
árið 1955. Ári síðar fluttist hann
til íslands og hélt sína fyrstu einka-
sýningu í Listamannaskálanum árið
1956. Hafsteinn hefur tekið þátt í
ijölda samsýninga hérlendis sem
erlendis og einkasýningar hans em
nú orðnar 14.
Myndir Hafsteins eru afstrakt-
myndir og hefur hann unnið jöfnum
höndum með vatnslitum, akrýllitum
og olíulitum. Á þessari sýningu
verða þó eingöngu sýndar vatnslita-
myndir. Sýningin stendur í þijár
vikur og er opin virka daga frá
klukkan 9 til 17, en um helgar er
hún opin milli klukkan 14 og 16.