Morgunblaðið - 03.10.1987, Síða 30
30
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 3. OKTÓBER 1987
Filippseyjar;
Honasan
segist vera
aðundirbúa
valdarán
Manila, Reuter.
CORAZON Aquino hafði í hótun-
um við óvini sína í gær. Þar
sagðist hún hafa brotið á bak
aftur uppreisnartilraunir hægri-
manna og myndi á sama hátt
kæfa uppreisnartilraunir komm-
únista.
í sjónvarpsávarpi sagðist Aquino
myndi gera allt til að halda friði í
landinu en ef með þyrfti myndi hún
grípa til vopna gegn andstæðingum
sínum. Hún sagði í sjónvarpsþætt-
inum að með stuðningi tryggra
hersveita hefði sér tekist að btjóta
á bak aftur valdaránstilraunir
hægri manna. „Og ég hef trú á að
við munum fá að sjá endalok komm-
únistauppreisna í landinu innan
tíðar,“ sagði hún. Vamarmálaráð-
herra landsins tók í sama streng
og sagðist vona að fólk kynni að
meta hernaðaraðgerðir stjómarinn-
ar sem miðuðu að því að gera
skæruliða kommúnista „óvirka".
Eftir þessar yfirlýsingar Aquinos
hafa kviksögur um nýjar valdaráns-
tilraunir komist á kreik. Gregorio
„Gringo“ Honasan, sem leiddi
síðustu valdaránstilraun sem gerð
var á Filippseyjum, lét hafa eftir
sér í dagblaðinu Tempo að hann
væri að undirbúa nýja uppreisn.
„Við ákváðum að gefa okkur einn
og hálfan mánuð til undirbúnings
eftir fmmhlaupið í ágúst,“ sagði
Honasan.
Mjög var dregið úr viðbúnaði
hersins í höfuðborginni Manila eftir
að slaknaði á spennunni á fimmtu-
dag í kjölfar þess að handeknir
vom hermenn sem taldir vom vera
að undirbúa byltingu. Vegatálmanir
em enn við forsetahöllina.
RÆÐA GORB ACHEVS í MURMANSK
Reykjavíkurfundurinn var
vendipunktur í heimssögunni
Sovétríkin bjóðast til þess að ábyrgjast kjarnorkuvopnalaust svæði á Norðurlöndum
í RÆÐU þeirri er Mikhail Gorbac-
hev, Sovétleiðtogi hélt í Mur-
mansk í fyrradag, óskaði hann
m.a. eftir öryggisráðstefnu ríkja
á Norðurhöfum. Gorbachev sagð-
ist vonast til þess að dregið yrði
úr vígbúnaði á norðurslóðum:
„Megi norðurhjari reikistjörnunn-
ar verða að friðarsvæði. Megi
Norðurpóllinn verða friðarpóll."
Til þess að svo mætti verða taldi
Gorbachev nauðsynlegt að lýst
yrði yfir kjarnorkuvopnalausu
svæði á Norðurlöndum, sem Sov-
étríkin gætu tekið ábyrgð á. Fyrir
sitt leyti sagði Gorbachev að Sov-
étríkin fögnuðu tillögu Mauno
Koivisto, Finnlandsforseta, um
minnkandi hernaðarumsvif á
Norðurhöfum, og sagði vel til
greinar koma að Sovétríkin
minnkuðu umsvif sín á Eystra-
salti, Norðursjó, Grænlandshafi
og Kólaskaga enn meira en þau
hefðu gert nú þegar.
Gorbachev ítrekaði að nú blésu
ferskari og hlýrri vindar í alþjóða-
samskiptum en oftast áður og vísaði
til samkomulags ríkjanna í Wash-
ington um samningsgerð um
upprætingu meðal- og skamm-
drægra flauga. Hann sagði þó að
leiðin til þessa samkomulags hefð
erlendum herstöðvum og kjarnorku-
vopnum á friðartímum, en gat ekki
íslands í þessu samhengi.
Gorbachev vék að vígbúnaði á
Norður-Atlantshafi og sagði það
krökkt af alls kyns vígbúnaði. í því
skyni að draga úr honum stakk
framkvæmdastjórinn upp á því að
haldin yrði ráðstefna þar sem þau
ríki, sem yfir svæðinu ríkja, réðu
ráðum sínum.
verið vandrötuð. „Reykjavíkurfund-
urinn var tímamótaatburður í þessu
viðfangi,“ sagði Gorbachev og gekk
lengra: „Reykjavík varð í raun vendi-
punktur í heimssögunni, [fundurinn]
sýndi fram á að hægt er að bæta
ástandið í heiminum.“
Reykjavík tákn
vonarinnar
Gorbachev var tíðrætt um mikil-
vægi Norðurlanda og hveiju hlut-
verki þau hefðu gegnt í friðarsókn
heimsins. Benti hann á að Helsinki-
ráðstefnan var haldin þar og ekki
annars staðar. Næsta stóra skrefið
sagði Gorbachev að tekið hefði verið
á Ráðstefnu um öryggi og samvinnu
I Evrópu, í Stokkhólmi. „Reykjavík
varð tákn vonarinnar um að kjarn-
orkuvopn væru ekki eilíf og að
mannkynið væri ekki skyldugt að
lifa með þetta Damóklesarsverð yfir
höfði sér.“ Þá lýsti Gorbachev yfir
velþóknun Sovéríkjanna á því að
Atlantshafsbandalagsríkin Danmörk
og Noregur skyldu bæði hafa hafnað
því að koma fyrir á landsvæði sínu
Reuter
Gorbachev kannar hér heiðursvörð Rauða flotans í Murmansk, en þar er stærsta flotastöð Sovétríkjanna.
Landsfundur breska Verkamannaflokksins:
Eimmgis minmháttar frá-
vik frá gömlu stefnuimi
London, Reuter.
Reuter
„Gringo44 Honasan segir valda-
rán á næsta leiti.
SELTJNES
Nesvegur 40-82 o.fl
Selbrauto.fi.
Kópavogur
Bræðratunga
AUSTURBÆR
Ingólfsstræti
Grettisgata 2-36
BRESKI Verkamannaflokkur-
inn kom saman í vikunni til að
bylta stefnumiðum sínum sem
VESTURBÆR
Tjarnargata 3-40
Tjarnargata 39-
Aragata
Einarsneso.fi.
Ægisíða 44-78
ÚTHVERFI
Básendi
Ártúnshöfði
- iðnaðarhverfi
Birkihlíð
Efstasund 60-98
ekki virðast höfða til kjósenda.
En niðurstaðan virðist einungis
vera andlitslyfting sem ekki er
líkleg til að gera flokkinn meira
aðlaðandi en harðlínustefnu
Margaret Thatcher, að því er
segir í fréttaskýringu Reuter-
fréttastofunnar eftir Deborah
Telford.
Landsfundurinn hófst á mánu-
dag og var það fyrsta ráðstefna
flokksins eftir kosningaósigurinn í
júní á þessu ári. Fundarmenn virt-
ust staðráðnir í að láta ekki
forsætisráðherrann komast upp
með að vinna fjórðu kosningamar
í röð, árið 1992.
í gær þegar fundinum lauk höfðu
átök milli hægri og vinstri vængja
flokksins um það hvort hverfa ætti
frá lykilatriðum í stefnu flokksins
í vamar- og efnahagsmálum gert
vonir leiðtogans Neils Kinnock um
einingu vinstri manna að engu.
Stjómmálaskýrendur segja að
Kinnock hafi látið vera að taka á
raunverulegum vanda flokksins af
ótta við að átök innan flokksins
styrktu enn frekar þá ímynd sem
hann hefur meðal almennings sem
klofínn flokkur sem stjómað sé af
öfgamönnum til vinstri og verka-
lýðsfélögum.
Andstaða flokksins við kjam-
orkuvopn til vamar landinu er talin
hafa átt stærstan þátt í kosninga-
osigri bæði árið 1983 og 1987.
Skoðanakannanir hafa sýnt að um
það bil 65% kjósenda telja einhliða
kjarnorkuafvopnun hættulegar
Bretum.
í upphafi fundar virtist Kinnock
undirbúa að horfið yrði frá þessari
stefnu en óljóst var hvað taka átti
upp í staðinn.
Ken Livingstone, þingmaður úr
vinstra armi flokksins, reis þá úr
sæti og spáði því að nokkurs konar
borgarastríð skylli á innan flokks-
ins ef stefnunni í vamarmálum
yrði breytt. Kinnock brást að
minnsta kosti í fyrstu þannig við
að hann sagði að flokkurinn yrði
áfram á móti kjamorkuvömum.
Síðar ögraði hann gagnrýnend-
um af vinstri vængnum með því
að gefa í skyn að nota mætti Trid-
ent-flaugamar sem skiptimynt í
marghliða viðræðum við Sovét-
menn.
Stuðningsmenn Kinnocks veitt-
ust að Livingstone og kölluðu hann
tækifærissinnaðan og óþroskaðan
stjómmálamann.
Engum duldist þó að Livingstone
á eftir að verða Kinnock Þrándur
í götu. Hann er talsmaður hrein-
ræktaðs sósíalisma og hlustar ekki
á neitt „miðjumoð". Dagblaðið
Guardian lýsti vöflunum á Kinnock
þannig: „Það er sorglegt að horfa
upp á hvemig herra Kinnock flýr
aftur í holu sína eins og skelfdur
héri um leið og Livingstone brýnir
raust sína.“ Blaðið dró í leiðara í
gær í efa að flokknum hefði tekist
á fundinum að laða til sín fleiri
kjósendur úr miðju pólitíska litrófs-
ins þótt tillaga um einhliða af-
vopnun hafi verið kolfelld á
fundinum.
í kosningunum í júní höfnuðu
kjósendur efnahagsstefnu flokks-
ins sem þeir telja að feli í sér aukna
skattheimtu vegna meiri ríkisút-
gjalda. Þess í stað völdu þeir lága
skatta, meiri hlutdeild almennings
í atvinnulífínu og nýja kosti í hús-
næðis-, heilbrigðis- og menntamál-
um.
Bryan Gould, þingmaður Verka-
mannaflokksins og stuðningsmað-
ur Kinnock reyndi að sannfæra
fundargesti um að koma til móts
við þann þriðjung kjósenda sem
hlut á í fyrirtækjum. En hann tal-
aði fyrir daufum eyrum og fáir
virtust samþykkja að sú stefna að
breyta ríkisfyrirtækjum í almenn-
ingshlutafélög samrýmdist hugsjón
sósíalismans. Þó samþykktu full-
trúar á þinginu að hvetja til þess
að verkafólk eignaðist hluti í fyrir-
tækjum sem það starfar hjá.
Dagblaðið Independent gekk svo
langt að segja að eftir landsfundinn
væri ljóst að þeir sem létu sig efna-
hagsmál einhveiju skipta gætu
áfram gengið út frá því að Verka-
mannaflokkurinn héldi sig frá
kapítalisma og að vamarmálasér-
fræðingar myndu nú sem fyrr saka
flokkinn um ábyrgðarleysi í vamar-
málum.
Blaóburóarfólk
óskast!
35408
83033