Morgunblaðið - 03.10.1987, Síða 37
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 3. OKTÓBER 1987
37
Kaffi er keypt með söiuskatti.
Því er allt „hráefnisverðið" frá-
dráttarbært. Mjólkina í kaffinu
á að skattleggja.
sulta yrði undanþegin
Vafi leikur á fram-
kvæmd skatflagningar
Skólamötuneyti skattlögð, en matarsala í heimavist ekki?
Klúbbfélagar ganga frá perupökkum.
Lionsklúbbur Hafnarfjarðar:
Perusala um helgina
LIONSKLÚBBUR Hafnarfjarðar hefur um árabil safnað
fé til ýmissa velferðarmála með perusölu á haustin og i
vetrarbyrjun. Klúbbfélagar heimsækja Hafnfirðinga um
þessa helgi, í dag og sunnudag, o g bjóða þeim perupakka.
Klúbbfélagar eru Hafnfirðingum ur látið hagnað af perusölunni, sölu
þakklátir fyrir þær góðu móttökur, jólapappírs ofl. m.a. renna til rönt-
sem þeir hafa fengið undanfarin gentækjasjóðs St. Jósefsspítala og
ár, og vonast til að svo verði áfram. til tækjakaupa fyrir deild þroska-
Lionsklúbbur Hafnarfjarðar hef- heftra að Víðivöllum.
Óvarlega farið
með skotvopn
FÆÐISSALA mötuneyta á
vinnustöðum og í skólum ber
söluskatt frá 1. október. Fjár-
málaráðuneytið hefur ekki lokið
gerð leiðbeininga um skattinn,
en þeim verður dreift síðar í
mánuðinum. Vegna fjarveru
fjármálaráðherra leikur vafi á
nákvæmri útfærslu reglugerðar-
innar að sögn ráðuneytisins.
Fjármálaráðuneytið áætlar að
söluskatturinn leiði til um 5% hækk-
unar á verði matar í mötuneytum
og veitingahúsum. í veitingahúsum
er algengt að hráefni nemi 25%-30%
af verði réttar. Vegi matreiðsla og
þjónusta þyngra í veltu fyrirtækis
gæti hækkunin orðið meiri, að sögn
Emu Hauksdóttur framkvæmda-
stjóra Sambands veitinga og gisti-
húsa.
Veitingahús og mötuneyti eiga
framvegis að greiða 10% söluskatt
af mat og drykk en 25% söluskatt
af öðrum vörum. Til þessa hafa
veitingahúsin ein greitt söluskatt.
Hann var lagður á heildarveltu eft-
ir að búið var að draga innkaups-
verð hráefnis frá að viðbættri 25%
álagningu. Nýju reglumar gera ráð
fyrir að einungis 75% hráefnisverðs
megi draga frá heildarveltunni áður
en söluskatturinn er lagður á.
Sömu reglur eiga framvegis að
gilda um mötuneyti og veitingahús
til að gæta jafnræðis að sögn Láms-
ar Ögmundssonar deildarlögfræð-
ings ráðuneytisins. Veitingahús
geta eftir sem áður keypt hráefni
á heildsöluverði án söluskatts, en
því eiga mörg mötuneyti ekki kost
á. Láms sagði tryggt að ekki yrði
um tvísköttun að ræða. Engan sölu-
skatt þyrfti að leggja á hráefni sem
keypt væri með söluskatti.
Ef dæmi er tekið um litla kaffi-
stofu á vinnustað þar sem starfs-
maður sér um að hita kaffi, smyrja
samlokur og kaupa kaffibrauð gilda
um hana þessar reglur að mati
ráðuneytisins: Innkaupsverð á
svaladrykkjum, kaffi, brauði, kök-
um, áleggi og öðm hráefni sem
keypt er með söluskatti dregst frá
heildarveltu „mötuneytisins." Verð
á landbúnaðarvömm, sem em sölu-
skattsfijálsar, dregst frá að þremur
fjórðu hlutum. Þá standa eftir
vinnulaun og annar kostnaður og
ber að greiða 10% skatt af þeirri
upphæð. Ef umsjónarmaður kaffi-
stofunnar væri á launaskrá fyrir-
tækisins og fæðið selt á kostnaðar-
verði yrði ekki krafist söluskatts,
að sögn Lámsar. Væri farið út í
þá sálma gæti avinnurekandinn
bókfært kostnað af húsnæði eða
tækjum og fleiri vafamál kæmu til
skjalanna. Reglunum verður því
ekki fylgt út í æsar að þessu leiti.
Bandalag íslenskra sérskóla-
nema hefur skorað á Qármálaráð-
herra að falla frá því að leggja
söluskatt á mötuneyti skóla. Ráðu-
neytið boðar að matarsala í heima-
vist verði ekki skattlögð en ráðherra
bíður ákvörðun um stefnu gagnvart
öðmm skólum.
Bakarinn selur brauðið með sölu-
skatti. Ostinn og smjörið verður
LÖGREGLAN á Selfossi hafði
fyrir skömmu hendur í hári
manna sem héldu uppi skothríð
í niðamyrkri. Fólki á nálægum
bæjum varð bylt við skothríðina
og gerði lögreglunni viðvart.
Mennirnir kváðust vera að stilla
Haustmót Taflfé-
lags Reykjavíkur
hefst á sunnudag
HAUSTMÓT Taflfélags
Reykjavíkur hefst sunnudaginn
4. október og verður teflt i húsa-
kynnum félagsins að Grensás-
vegi 44-46.
I aðalkeppninni verður þátttak-
endum skipt í flokka með hliðsjón
af Eló-skákstigum Skáksambands
íslands. Tefldar verða ellefu um-
ferðir í öllum flokkum. í efri
flokkunum verða tólf keppendur,
sem tefla einfalda umferð allir við
alla, en í neðsta flokki verður teflt
eftir Monrad-kerfí.
byssur sínar, að sögn Jóns Guð-
mundssonar yfirlögregluþjóns.
í byijun vikunnar þurfti Selfoss-
lögreglan að hafa afskipti af manni
sem hafði valið sér tengiskáp
Landsímans að skotmarki. Þeim
byssuglaða hafði tekist að eyði-
leggja skápinn og ijúfa þannig
samband á nokkrum símalínum.
Að sögn Jóns eru þessi mál að
fullu upplýst og verður að líkindum
beitt sektum í báðum tilvikum.
Leiðrétting
í Morgunblaðinu var birt athuga-
semd þar sem nafn þess er ritaði
hana féll niður. Athugasemdin var
vegna spjalls við Johan Bargum,
annan höfund leikritsins „Eru
tígrisdýr í Kongó?" og var það
Bergljót Gunnarsdóttir fram-
kvæmdastjóri Alþýðuleikhússins
sem ritaði athugasemdina.
Matarbiti á kaffistofu. Eftir 1. október gilda nýjar reglur um verðlagningu hans.
Morgunblaðið/Svemr/GÓI
[®J Perstorp
EKKIBARA
OFNAR
HARÐPLAST
TIL
ÁLÍMINGA
Ótrúlegt litaúrval
Líttu við í
Smiðjubúðinni.
HF.OFNASMIÐJAN
SÖLUDEILD
HÁTEIGSVEGI7 S: 21220
ÞYSKAN,
APANSKAN,
SÆNSKAN EÐA
NIPPARTS
Það er sama hverrar
þjóðar bíllinn er.
Við eigum varahlutina.
EIGUM A LAGER:
KÚPLINGAR, KVEIKjUHLUTI/BREMSUHLUTI,
STARTARA, ALTERNATORA, SÍUR,AÐALLJÓS,
BENSÍNDÆLUR, ÞURRKUBLÖÐ ofl.
KREDITKORTA ÞJÓNUSTA
Úrvals varahlutir
AMERÍSKAN BÍL.
BíLVANGURsf
HÖFÐABAKKA 9 5ÍMI 687300