Morgunblaðið - 03.10.1987, Síða 41
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 3. OKTÓBER 1987
41
Minning:
Gyða Guðmundsdóttir,
Síðumúlaveggjum
Fædd 20. febrúar 1928
Dáin 18. september 1987
Laugardaginn 26. september sl.
var kvödd frá Síðumúlakirkju í
Hvítársíðu frú Gyða Guðmunds-
dóttir húsfreyja á Síðumúlaveggjum
í sömu sveit. Útförin fór fram í
kyrrþey að ósk hinnar látnu. Gyða
var fædd í Reykjavík hinn 20. febrú-
ar 1928, ein af 6 börnum þeirra
hjóna Agnesar Erlendsdóttur og
Guðmundar Axels Jónssonar, sem
bæði voru ættuð úr Reykjavík.
Uppvaxtarár sín dvaldi Gyða að
mestu í Reykjavík en var þó á sumr-
um í sveit, eins og þá var algengt,
dvaldi hún þá m.a. á Síðumúla-
veggjum. Gyða lauk skólagöngu
sinni með því að setjast í Iðnskól-
ann í Reykjavík og ljúka þaðan
námi í hárgreiðslu. En sveitin heill-
aði ungu stúlkuna, og árið 1950
gekk hún að eiga eftirlifandi eigin-
mann sinn, Guðmund Þorgrímsson,
og tóku þau þá við búi á Síðumúla-
veggjum af foreldrum Guðmundar,
þeim Guðrúnu Guðmundsdóttur og
Þorgrími Einarssyni. Guðrún lést
árið 1964 en Þorgrímur hefur átt
heimili á Síðumúlaveggjum og unn-
ið þar að búi sonar síns. v
A Síðumúlaveggjum er nú hið
reisulegasta býli og auðséð að þar
hefur samheldni setið í fyrirrúmi
hvað varðar umgengni a!la jafnt
utan dyra sem innan.
Gyða og Guðmundur eignuðust
6 böm saman en áður hafði Gyða
eignast eina dóttur, Ernu Einars-
dóttur Júlíussonar frá Akranesi.
Ema býr á Sveinsstöðum í Dala-
sýslu. Nöfn barna Gyðu og
Guðmundar fara hér á eftir í aldurs-
röð. Finnur, Guðrún, Kristín og
Guðjón, sem öll búa á Akranesi,
Þóra, býr á Selfossi, Agnes, býr á
Síðumúlaveggjum, og Helga, sem
enn er í föðurhúsum.
Allt er þetta hið mesta myndar-
og dugnaðarfólk.
Barnabörnin eru nú orðin 12 að
tölu. Það er erfitt að koma tilfinn-
ing^urn sínum og hugsunum á blað
þegar minningarnar um ástkæra
tengdamóður líða um hugann. Gyða
var hreinskiptin kona og sagði
meiningu sína á hlutunum umbúða-
laust. Hún var sannur talsmaður
landbúnaðarins en var ekki alltaf
sammála stefnu ráðamanna í þeim
efnum. Við ræddum oft þessi mál,
og þá sérstaklega nú hin seinni
árin eftir að við hjónin fórum að
starfa við landbúnað. Gyða vr harð-
dugleg kona og þekkti nánast engin
takmörk sér til handa í þeim efnum.
Gyða veiktist nokkuð snögglega nú
í byijun sumars og kom þá í ljós
að um illkynja sjúkdóm var að ræða
og að ekkert yrði við hann ráðið.
Er ég heimsótti Gyðu í síðasta sinn
á sjúkrahúsið á Akranesi var mjög
af henni dregið og tjáði hún mér
Minning:
Helga Sigríður
Sigurðardóttir
Fædd 3. júlí 1909
Dáin 26. september 1987
Helga Sigríður Sigurðardóttir
var fædd 3. júlí 1909, hún var gift
Svavari Ellertssyni. Eg ætla ekki
að rifja upp æviferil hennar, þó
vissulega væri það viðeigandi, því
til þess eru mér aðrir færari. Mig
langar aðeins að minnst Siggu
„ömmu“ með örfáum orðum.
Ég kynntist Siggu fýrir um það
bil tólf árum er ég byijaði að slá
mér upp með bamabami hennar
og Svavars, Svavari Ellertssyni. Öll
þessi ár bjuggu þau hjónin á sama
stað, Aðalgötu 13, Sauðárkróki.
Þar sem ég var búsett í Hafnar-
fírði leið þó nokkur tími frá því að
ég mægðist fjölskyldunni og þar til
ég hitti „ömmu og afa á Krók“ í
fyrsta skipti. Þegar að því kom var
eins og við hefðum þekkst alla
ævi, svo ástúðlega var tekið á móti
mér. Alltaf er við fjölskyldan fómm
norður til ömmu og afa á Krók, sem
var því miður alltof sjaldan, var
ávallt tekið á móti okkur eins og
höfðingjum. Það brást ekki, maður
var varla kominn inn úr dyronum
þegar búið var að bera fýrir okkur
hinar ýmsu kræsingar. En þrátt
fyrir að gott hafi verið að fá að
borða, er það ekki það sem ég mun
helst minnast er ég hugsa um
Siggu: heldur hitt hve mikil mann-
eskja hún var. Þó svo heilsan væri
ekki alltaf upp á það besta var
Sigga alltaf létt og kát. Hlýja og
ástúð var henni svo sjálfsögð og
gaf hún óspart af henni, um leið
og hún höfðaði til þess besta í okk-
ur með viðmóti sínu. Mér er það
mikils virði að hafa fengið að kynn-
ast Siggu.
Við fjölskyldan sáum ömmu á
Krók núna síðast í júlí er við komum
við á Aðalgötunni á leið okkar
hringinn í kringum landið. Garður-
inn var í fullum skrúða og það var
yndislegt að skoða og sjá hve mikla
rækt afi og amma lögðu í garðinn
Sýnir í Listakrubbu
Bókasafns Kópavogs
GUNNAR Ásgeir
Hjaltason sýnir í
Listakrubbu
Bókasafns Kópa-
vogs. Öll verkin
á sýningunni eru
til sölu.
Gunnar Ásgeir
er fæddur á Ytri-
Bakka við Eyja-
fjörð 1920. Hann Rjaltason.
nam teikningu, módelteikningu og
olíumálun hjá Bimi Bjömssyni og
Marteini Guðmundssyni og sótti
ýmis námskeið í Handíðaskólanum,
m.a. tréristu hjá Hans Alexander
Miiller. Gullsmíði nam hann hjá
Guðmundi Guðnasyni og Leifi Kal-
WiWlllirHTBlli ■WÉTTTil ÍT r ta 4 ilt e
dal 1943-47.
Gunnar sýndi fyrst í Hafnarfirði
1964, einnig hefur hann sýnt í
Norræna húsinu, Bogasal, á Akur-
eyri, í Vestmannaeyjum, í Kópa-
vogi, á Mokkakaffi, í Eden í
Hveragerði, Borgamesi, Hvamms-
tanga og víðar. Hann hefur einnig
tekið þátt í samsýningum, m.a.
hafnfirskra málara í Uppsölum í
Svíþjóð og á íslandssýningu í Vínar-
borg í Austurríki. Þá hefur Gunnar
myndskreytt bækur og tímarit.
Sýningin í Bókasafni Kópavogs
er opin mánudaga til föstudaga kl.
09.00-21.00 og laugardaga kl. 11.
00-14.00. Sýningin stendur til 30.
október.
IIMttllMMI IIIMJMIIIIIMMI
þá að hún væri nú farin að þrá
hvíldina, enda væri hún sátt við
sitt hlutskipti í lífinu bæði gagnvart
Guði og mönnum.
Gyða lést í sjúkrahúsinu á Akra-
nesi 18. september síðastliðinn. Ég
vil leyfa mér fyrir hönd aðstand-
enda að þakka læknum og hjúkr-
unarfólki á Akranesi fyrir góða
umönnun henni til handa síðustu
vikurnar. Gyðu Guðmundsdóttur
mun ég ætíð minnast með virðingu
og þökk fyrir þau ár sem hún gaf
mér og mínum af lífi sínu. Hér
skilja leiðir í bili.
Samúð mína votta ég eigin-
manni, öldroðum tengdaföður,
börnum, barnabömum og öðrom
vandamönnum og vinum hinnar
látnu.
Blessuð sé minning Gyðu Guð-
mundsdóttur.
Guðbjartur A. Björgvinsson
sinn. Og ég hugsaði að þessi garður
væri dæmigerður fyrir þau, því rétt
eins og þau hafa nostrað og hlúð
að plöntunum sínum, hafa þau alla
tíð hlúð að bömum, bama- og
bamabamabömum sínum.
Um leið og ég vil þakka fyrir
þann tíma er ég fékk að þekkja
þessa góðu konu, færi ég elsku
Svavari afa, bömum, bama- og
bamabamabömum, öðrom ættingj-
um og vinum, mínar innilegustu
samúðarkveðjur.
Gunnur Baldursdóttir
Vetrarstarf að hefj-
ast í Bústaðakirkju
MEÐ október hefst vetrarstarfið
í Bústaðakirkju. Barnasamkom-
urnar eru klukkan ellefu eins og
í fyrra og eru þær í jgóðri umsjón
kennaranna Elínar Onnu Antons-
dóttur og Guðrúnar Ebbu Ólafs-
dóttur. Einnig koma gestir í
heimsókn og mikið verður sungið
undir sljórn organistans, Jónasar
Þóris. Gott er, ef börnin geta
komið strax í fyrstu stundina
sína til þess að fá þau gögn sem
notið verða í vetur. Sjálf flytja
börnin líka þætti og undirbúa,
auk þess sem helgihaldið er að
hluta til í þeirra höndum.
Guðsþjónustumar verða því
klukkan tvö síðdegis. Sú fyrsta nú
á sunnudaginn. Sóknarnefndin hef-
ur ákveðið að auka við vægi
sunnudagsins með því að bjóða upp
á kaffi og kleinur eða eitthvað þess
háttar eftir messur öðro hveiju, og
verður svo á sunnudaginn kemur.
En þá mun kvenfélagið einnig bjóða
kökur og muni til sölu á haustbasar
sínum, svo að það ætti að vera
þægilegt að ganga í safnaðarsalina
og njóta veitinga og skoða og kaupa
góðar vöror eftir messuna næst
komandi sunnudag. Einnig verður
tónlist flutt á þessum samvero-
stundum, en aðalatriðið er að auka
á samheldni með góðum félagsskap
og þægilegu rabbi.
Æskulýðsfélagið starfar nú í
tveimur deildum eins og var hér
fyrr á árom. Yngri deild hefur fundi
hvert þriðjudagskvöld, en eldri deild
annan hvem miðvikudag. Það er
unga fólkið sjálft, sem vaxið hefur
upp í þessu starfi, sem ábyrgðin
hvílir að mestu á, og er áhugi þess
og fúsleiki til mikillar fyrirmyndar.
Á hveiju miðvikudagseftirmið-
degi kemur gamla fólkið saman upp
úr hádeginu og á góðar stundir við
föndur, lestur eða spil fram undir
klukkan fimm. Einnig ero erindi
flutt og fróðleik miðlað, auk þess
sem ævinlega er helgistund og mik-
ið um söng. Þá kemur einnig
leikfimikennari í heimsókn og hjálp-
ar fólki að liðka limi og liðamót^
Allt er unnið í sjálfboðaliðsvinnu
og væri þar mikil upphæð, ef reikn-
að væri, sem konumar úr kvenfé-
laginu í sókninni hafa lagt fram á
þessum árom öllum. Þá er einnig
fótsnyrting á fimmtudagsmorgnum
og hárgreiðsla á föstudögum fyrir
eldri sóknarbörn.
Kirkjukórinn er að hefja vetrar-
starfíð með reglubundnum æfing-
um og gæti þegið fleiri raddir, en
nánari upplýsingar gefur organist-
inn og söngstjórinn Jónas Þórir eftir
messuna á sunnudaginn eða endra-
nær. Er þegar farið að undirbúa
veglegan tónlistarflutning á að-
ventu og við sérstök tilefni.
Kvenfélagið starfar sem áður ogu
hefur kynnt dagskrá vetrarins með
bréfum til allra félagskvenna.
Fundir ero annan mánudag hvers
mánaðar, og þá hefur bræðrafélag-
ið einnig sína fundi og fær kost hjá
kvenfélaginu til að neyta eftir fundi.
Finnst bræðrom það góður hlutur,
enda þótt fjöldi þeirra sé frekar
bágborinn í samanburði við þann
fjölda, sem venjulegast sækir fundi
kvenfélagsins. En nýir félagar eru
boðnir velkomnir opnum örmum í
báðum félögum, eins og í allt starf
á vegum safnaðarins.
Ólafur Skúlason
Birkifræjum safn-
að á sunnudaginn
EINS og kunnugt er hefur upp-
græðsla örfoka lands hingað til
mest byggst á sáningu grasfræs,
sem aðallega hefur verið af er-
lendum uppruna. Mikill áhugi er
á að reyna að græða upp land
með íslenskum tegundum en slíkt
hefur ekki verið hægt hingað til
nema í litlum mæli, þar sem fræ
af þeim tegundum sem henta
hefur ekki verið til.
í ár er óvenjugott fræár hjá
íslenska birkinu. Landgræðslan,
Skógrækt ríkisins og Rannsókna-
stofnun landbúnaðarins hafa í
sameiningu ákveðið að gangast fyr-
ir söfnun á birkifræi nú í haust og
gera síðan tilraunir með að sá þessu
fræi á lítt gróið land til uppgræðslu.
Hið íslenska náttúrofræðifélag
gengst fyrir fræsöfnunarferð
sunnudaginn 4. október. Farið verð-
ur á Þingvöll til að safna fræinu,
og í Haukadal ef veður verður gott.
Þetta er upplögð fjölskylduferð.
Lagt verður af stað frá Umferðar-
miðstöðinni kl. 10 árdegis og
reiknað með að koma í bæinn fyrir
kl. 18. Munið að taka fotur með til
að tína í og svo nesti. Með í ferð-
inni verða Andrés Amalds, beitar-
þolsfræðingur Landgræðslu
ríkisins, og Jón Gunnar Ottósson,
líffræðingur hjá Skógrækt ríkisins.
(Fréttatilkynning)
Husqvarna
VIÐ FRUMSÝNUM í
KRINGLUNNI
VÖRUMARKAÐURINN HF. hefur hafið sölu
á HUSQVARNA saumavélum. í tilefni af því
bjóðum við 10% staðgreiðsluafslátt í dag
„frumsýningardaginn“.
Erla Ásgeirsdóttir mun bjóða upp á sýni-
kennslu á Classica 100 og Optima 190 í
VÖRUMARKAÐNUM í dag kl. 10-16.
Komið - sjáið - sannfærist.
Kaupið HUSQVARNA saumavélina í VÖRU-
MARKAÐNUM, Kringlunni, í dag á sérstöku
tilboðsverði.
3 Yörumarkaðurinn htJ
Mlr Kringlunni, sími 685440.
c^SS,CAl00verð kr. 17.500 stqr
—PTIMA190 yerð kr.2S.0QQ stgr."
Qk
Gunnar Ásgeirsson hf.
Suöurlandsbraut 16 '23*91-691600
■ ... ■— ■ ....... i
ttMikmwai
isa ■ tsm * ■*•■•■■ sa«a m mwmm mmmmmmmmmmu
MTHMMaglBIM