Morgunblaðið - 03.10.1987, Side 45

Morgunblaðið - 03.10.1987, Side 45
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 3. OKTÓBER 1987 45 Islenskir ungtemplarar: Avarp í tilefni alþjóða- ungtemplaradagsins FRÁ árinu 1954 hafa ungtempl- samtök bindindismanna legðu alla hörundslitar eða kynþáttar og hafði arar um heim allan haldið 3. menn að jöfnu án tillits til kynferð- sigur. Á þessum grundvelli vinna október hátíðlegan í minningu is, íjárhags, þjóðfélagsstöðu, trúar- ungtemplarar að umburðarlyndi og dánardægurs John B. Finch sem skoðana, stjómmálaskoðana, friði milli þjóða með höfuðáherslu iést þann dag árið 1887, aðeins 35 ára gamall. John Finch barðist fyrir því að ‘------ á sjálfsákvörðunarrétt og tjáningar- frelsi. Annað meginverkefni ungtempl- ara er bindindisstarf. Telja þeir að menning án víniuefna sé eitt af því sem leiði til framfara og þjóðar- heilla. Því hafna ungtemplarar neyslu vímuefna og reyna að vinna þeirri lífsstefnu fylgi, einkum meðal ungs fólks. Samfélag sem reiðir sig á og við- urkennir neyslu vímuefna er í þröng. Því hefur mistekist að rækta með þegnum sínum hæfileikann til samskipta og upplifunar og að gera veruleikann eftirsóknarverðan. Félagsbundnir ungtemplarar sem eru nú á aðra milljón, þar af um hundrað þúsund á Norðurlöndun- um, eiga sér að markmiði vímuefna- laust samfélag, laust við stríðsótta og félagslegt og fjárhagslegt ör- yggisleysi, samfélag þar sem athafnir manna miðast við og virða mannleg verðmæti, samfélag sem grundvallast á gagnkvæmu trausti og virðingu þegnanna þar sem tján- ingarfrelsi og trúfrelsi er virt. Ungtemplarar beita sér gegn þeim ógnum mannkyns sem engar vísindalausnir eru á, styijöldum og vímuefnaneyslu. Þeir vilja nota þennan dag til að hvetja alla þá er unna lífinu og mannlegri reisn að fylkja liði svo að mannlíf megi enn dafna og þroskast. Undirskriftasöfnun Flokks mannsins: Askorun um viðskipta- bann á Suð- ur-Afríku FLOKKUR mannsins stendur um þessar mundir fyrir undir- skriftasöfnun, þar sem er skorað á ríkisstjórn Islands að setja lög um viðskiptabann á Suður- Afríku. í fréttatilkynningu frá Flokki mannsins segir að með þessu vilji flokkurinn sýna siðferðilegan stuðning við mannréttindabaráttu í Suður-Afríku. Allir helstu leiðtogar Afríska þjóðarráðsins, þar á meðal Nelson Mandela og Desmond Tutu, hafí hvatt til alþjóðlegs viðskipta- banns á Suður-Afríku. Samskonar aðgerðir standa nú yfir í um 50 löndum. Undirskriftalistum verður dreift til verkalýðsfélaga, fyrirtækja og skóla og mun söfnunin standa yfír næstu vikur. YTRI-NJARÐVÍKURKIRKJA: Barnastarf kl. 11 í umsjá Sigfríðar Sigurgeirsdóttur. Messa kl. 14. Sungnir verða nýir norskir sálmar (þýddir). Organisti Gróa Hreins- dóttir. Stuttur fundur með foreld- rum fermingarbarna eftir messu. Sr. Þorv. Karl Helgason. KEFLAVÍKURKIRKJA: Sunnudagaskóli kl. 11. Munið skólabílinn. Verið með frá byrjun. Fjölskylduguðsþjónusta kl. 14. Vænst er þátttöku fermingarbarna og foreldra þeirra. Sóknarprestur. GRINDAVÍKURKIRKJA: Sunnudagskóli kl.11. Börnin fá möppur og myndir með verkefn- um. Söngur, sögur o.fl. Messa kl. 14. Væntanleg fermingarbörn og foreldrar þeirra sárstaklega boðið til messunnar. Fundur að messulo- kinni um fermingarstarfið og verða veitingar bornar fram í boði safn- aðarins. Þriðjudagskvöld: Fyrir- bænasamkoma, í beinu framhaldi af henni hefst Biblíufræðsla og þurfa þátttakendur að hafa með sér Biblíuna. Umræður og skoð- anaskipti yfir kaffisopa. Sr. Örn Báður Jónsson. ÚTSKÁLAKIRKJA: Guösþjónusta kl. 14. Kiwanismenn taka þátt í messunni. Organisti Esther Ólafs- dóttir. Sr. Hjörtur Magni Jóhanns- son. HVALSNESSÖFNUÐUR: Fyrsti sunnudagaskólinn á haustinu verður í grunnskólanum í Sand- gerði kl. 11. Nýtt efni. Sr. Hjörtur Magni Jóhannsson. STOKKSEYRARKIRKJA: Barna- messa kl. 11, Messa kl. 14. Sóknarprestur. AKRANESKIRKJA: Kirkjuskóli litlu barnanna í dag, laugardag kl. 10.30. Barnasamkoman sunnudag í kirkjunni kl. 11. Kvöldbænir verða kl. 21. Organisti Jón Ólafur Sig- urðsson. Sr. Björn Jónsson. NQTAÐU KORNAX IBAKSTURINN KORNAX hveitið er svar við breyttum kröfum í íslenskri matargerð. Þetta nýja íslenska gæða- hveiti er ávallt ferskt og mýmalað. Það er unnið úr úrvals hráefnum í hinni fullkomnu hveitimyllu KORNAX hf. við Sundahöfn. Nú getur þú glatt fjölskylduna með brauði og kökum úr fersku gæðahveiti. Og jafnframt sparað heimilispeningana því að KORNAX hveitið er á mjög góðu verði! Reyndu einnig KORNAX rúgmjöl í baksturinn og við sláturgerðina. Það gefur ferskan keim. KORNAX - nafn sem bragðlaukarnir leggja á minnið KORNAX KORNGARÐI 11 124 REYKJAVÍK SÍMI 688750

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.