Morgunblaðið - 03.10.1987, Qupperneq 52
52
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 3. OKTÓBER 1987
Minning:
Guðmundur Krisijánsson
bæjarstjóri, Bolungarvík
Fæddur 21. nóvember 1923
Dáinn 23. september 1987
í dag fer fram út för Guðmundar
Kristjánssonar, bæjarstjóra, frá
Hólskirkju í Bolungarvík.
Guðmundur fæddist í Bolung-
arvík 21. nóvember 1923 og voru
foreldrar hans Benedikta Guð-
mundsdóttir, húsmóðir í Bolung-
arvík, og Kristján Bergsson, bóndi
að Ytri-Búðum í Bolungarvfk, en
> föður sinn missti hann ungur að
árum og giftist móðir hans síðar
Jóni Elíassyni, sem var formaður í
Bolungarvík um áratuga skeið og
er enn á lífí, háaldraður.
Guðmundur Kristjánsson stund-
aði nám við Héraðsskólann í
Reykholti á árunum 1942—44 og
nokkrum árum síðar fór hann til
verslunamáms til Danmerkur og
var þar í eitt ár, 1949—50. Hann
gerðist skrifstofumaður hjá Hóls-
hreppi 1945—1948 og hjá Einari
Guðfínnssyni hf. í Bolungarvík
1951—56, en þá gerðist hann skrif-
stofustjóri á skrifstofu Hólshrepps
og gegndi því starfí til 1972 er
hann varð sveitarstjóri Hólshrepps
1972—74, en þá fékk Bolungarvík
kaupstaðarréttindi og var Guð-
mundur kjörinn bæjarstjóri 1974
og hefur hann gegnt því starfí óslit-
ið síðan.
Hann átti sæti í hreppsnefnd
1954—66 og var í stjóm Sparisjóðs
Bolungarvíkur frá 1962. Hann
gegndi fjölmörgum trúnaðarstörf-
um fyrir Bolungarvíkurkaupstað og
í sveitarstjómarmálum, m.a. var í
yfírfasteignamatsnefnd og í yfír-
kjörstjóm Vestfjarðakjördæmis,
- safnaðarfulltrúi og í svæðisstjóm
um málefni öryrkja og þroska-
heftra.
Guðmundur kvæntist 1952 Guð-
rúnu Pálmadóttur, sjómanns í
Bolungarvík Karvelssonar, og
Jónínu E. Jóelsdóttur. Þau hjón
eignuðust fimm böm. Elstur var
Benedikt, sem lést af slysförum
1961, en hin eru Pálmi Ámi, Krist-
ján Jón, Jónína og yngstur er
Bergur Ingi.
Guðmundur Kristjánsson var
traustur maður og öruggur í öllum
störfum. Hann var ekki fyrir að
láta bera á sér, en hann setti sig
vel inn í allar greinar sveitarstjóm-
armála, sem er mikill og víðfeðmur
málaflokkur.
Ég átti því láni að fagna að kynn-
ast Guðmundi fyrir mörgum ára-
tugum og var samstarf okkar alltaf
með miklum ágætum. Mér fannst
hann stundum sækja æði hart fram
í málefnum heimabyggðar sinnar,
en hann var ætíð sanngjam þegar
rætt var við hann um skiptingu á
fjármunum milli byggðarlaga og
hann skildi að það þurfti að líta á
málefnin frá fleiri en einni hlið.
Leiðir okkar lágu mjög oft sam-
an, bæði á fundum og á stundum
þegar unnið var að málefnum Vest-
fjarða og ekki síst að málefnum
Bolungarvíkurkaupstaðar.
Guðmundur Kristjánsson var
einn þeirra manna sem tók þátt í
að móta og byggja Bolungarvíkur-
kaupstað upp, sem sveitarstjómar-
maður og borgari í kaupstaðnum.
Hann sá Bolungarvík breytast úr
fátæku fískiþorpi í fallegan og
blómlegan kaupstað. Þetta hefur
verið mikið starf og ánægjulegt,
bæði fyrir hann og aðra, að sjá
þessa gjörbreytingu á þeim fallega
bæ sem Bolungarvík er. Og þegar
við kveðjum hinstu kveðju mann
eins og Guðmund Kristjánsson ber-
um við ósjálfrátt saman það sem
, var og það sem er. Þegar ég fyrst
kom til Bolungarvíkur, rétt fyrir
seinna stríð, var bærinn, eins óg
flest önnur fískikauptún landsins,
fátæklegur, húsin lítil og léleg og
afkoma fólksins að sama skapi.
Eftir því sem kauptúninu óx ásmeg-
in og brautryðjendur framfara hófu
merkið hátt á loft, birti jrfír staðnum
og samvinna var góð milli manna
við uppbyggingu, hver svo sem
stjómmálaskoðun þeirra var. Þetta
hefur verið lán Bolvíkinga á liðnum
árum og áratugum og þess vegna
er árangurinn jafngóður og raun
ber vitni.
Það er mikill skaði að missa
mann í fullu starfsfjöri og með þá
gífurlega miklu reynslu og hæfí-
leika sem Guðmundur Kristjánsson
átti í ríkum mæli. En enginn má
sköpum renna; hann er horfínn frá
okkur og við söknum hans sem
góðs vinar og mikils framkvæmda-
manns, sem naut trausts og virðing-
ar samborgara sinna, sem best
kemur fram í því að ávallt var hann
kjörinn bæjarstjóri, hvemig svo sem
hinar pólitísku línur skárust í Bol-
ungarvík. Það er því mikið skarð
fyrir skildi er tiann nú hverfur af
sjónarsviðinu. Ég er sannfærður um
það að Bolvíkingar, allir sem einn,
munu sakna þessa ágæta manns.
Ég þakka honum að leiðarlokum
vináttu, tryggð og drengskap á liðn-
um áratugum. í mínum huga lifír
minningin um góðan og gáfaðan
dreng, sem alltaf vildi gera sitt
besta og rétta.
Guðs blessun fylgi Guðmundi
Kristjánssyni í nýjum heimkynnum.
Ég sendi konu hans, bömum,
öldruðum fósturföður og öðmm
aðstandendum innilegar samúðar-
kveðjur.
Matthías Bjarnason
Sviplegt og ótímabært fráfall
Guðmundar Kristjánssonar, bæjar-
stjóra, kom sem reiðarslag yfír
okkur Bolvíkinga. Guðmundur var
nýkominn úr sumarfríi sínu, endur-
nærður og fullur starfsorku. Mörg
og stór verkefni vom framundan.
Það átti vel við Guðmund, hann
naut sín í starfínu.
Seinnipart þriðjudags áttum við
tal saman vegna fundar sem fyrir-
hugaður var daginn eftir. Af þeim
fundi varð ekkert. Á þriðjudags-
kvöld gekk Guðmundur til náða án
þess að kenna sér meins, Morgun-
inn eftir var hann allur.
Mikið skarð hefur nú verið högg-
við í raðir Bolvíkinga. Mætur maður
fallinn langt um aldur fram. í ára-
tugi helgaði hann Bolungarvík og
Bolvíkingum starfskrafta sína. Nú
þegar leiðir skilja er okkur þakk-
læti efst í huga.
Guðmundur Kristjánsson var
fæddur 21. nóvember 1923, sonur
hjónanna Benediktu Guðmunds-
dóttur og -Kristjáns Bergssonar,
bónda að Ytri-Búðum í Bolung-
arvík. Hann var því á sínu 64.
aldursári er hann lést. Föður sinn
missti Guðmundur þegar hann var
aðeins nokkurra mánaða gamall.
Bergur bróðir Guðmundar, sem lést
1986 var árinu eldri. Móðir Guð-
mundar giftist síðar Jóni Kr.
Elíassyni fyrrverandi skipstjóra,
sem lifír fósturson sinn. Hálfsystir
Guðmundar Sigríður býr í
Reykjavík, en hálfbróðir hans, Elías
í Hafnarfírði.
Guðmundur stundaði sjó-
mennsku á sínum yngri árum. En
að afloknu tveggja vetra námi í
héraðsskólanum í Reykholti, hóf
hann störf á skrifstofu Hólshrepps,
22ja ára að aldri. Það eru því liðn-
ir rúmir fjórir áratugir frá því
Guðmundur fór fyrst að vinna að
málum Bolungarvíkur.
En hugur Guðmundar stefndi til
frekara náms. Það mun hafa verið
að tilstuðlan Axels heitins Tuliníus-
ar f.v. lögreglustjóra í Bolungarvík,
að Guðmundur innritaðist í verslun-
arskóla í Kaupmannahöfn árið 1949
og stundaði þar nám í einn vetur.
Þessi vetrardvöl var honum eftir-
minnileg. Því kynntist ég vel sl. vor
er við ferðuðumst saman til Dan-
merkur. Guðmundur gjörþekkti
miðborg Kaupmannahafnar, og
hafði mikla ánægju af að riQa upp
liðinn tíma og segja frá því er á
daga hans dreif fyrir tæpum fjörtíu
árum.
Þegar Guðmundur kom heim frá
Kaupmannahöfn árið 1950, var
hann ráðinn til starfa á skrifstofu
Einars Guðfínnssonar. En á árinu
1956, var hann fenginn til að taka
að sér skrifstofuhald Hólshrepps,
þar sem hann var öllum hnútum
kunnugur frá fyrri tíma. Auk þess
átti hann þá þegar sæti í hrepps-
nefnd fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Þar
sat hann þriú kjörtímabil, frá
1954-1966.
Árið 1972 tók Guðmundur síðan
við starfí sveitarstjóra og varð fyrsti
bæjarstjórinn í Bolungarvík, þegar
kaupstaðarréttindi fengust árið
1974. Því starfi gegndi hann til
dauðadags.
Árið 1952 gekk Guðmundur að
eiga eftirlifandi eiginkonu sína,
Guðrúnu Pálmadóttur, Karvelsson-
ar sjómanns í Bolungarvík og k.h.
Jónínu Jóelsdóttur. Þau eignuðust
fímm böm og eru fjögur þeirra á
lífí. Elstur var Benedikt, en hann
lést af slysförum tæplega fímmtán
ára gamall. Pálmi Árni býr í Dan-
mörku ásamt sambýliskonu sinni
Lene Vestergaard. Kristján Jón býr
í Bolungarvík. Sambýliskona hans
er Drífa Gústafsdóttir og eiga þau
tvær dætur. Jónína Elva býr einnig
í Bolungarvík með Jóni Bjama Páls-
syni. Þau eiga eina dóttur. Yngstur
er Bergur Ingi sem er þroskaheft-
urog dvelur að mestu í Skálatúni.
Guðmundur og Unna, eins og
Guðrún er jafnan kölluð, vom eink-
ar samhent hjón. í erilssömu og
vandasömu starfí Guðmundar veitti
Unna honum mikinn stuðning.
Bæði unnu þau mikið að málefn-
um kirkjunnar, enda mikið trúfólk.
Saman sýndu þau ótrúlegan styrk
þegar erfíðleikar steðjuðu að. Og
nú þegar heimilisfaðirinn er burtu
kallaður án fyrirvara, er æðmleysi
og sálarró Unnu og fjölskyldunnar
allrar aðdáunarverð.
Guðmundur var borinn og barn-
fæddur Bolvíkingur. Hann þekkti
því af eigin raun þá hörðu lífsbar-
áttu sem hér var háð og þann
þrönga kost er fólk bjó við á þriðja
og fjórða tug aldarinnar. í þessari-
elstu verstöð landsins, sem byggðist
fyrst og fremst vegna nálægðar við
gjöful fiskimið, var nær algjört
hafnleysi. Sjósókn var því erfíðari
en víðast hvar annars staðar. Líkt
og í öðmm sjávarplássum höfðu hús
verið sett niður á óskipulegan hátt.
Flestir íbúanna bjuggu í verbúðum,
sem margar hveijar höfðu verið í
eigu bænda úr ekki reisulegur
bær. íbúar staðarins vom 643 árið
1940. Síðan hafa orðið miklar
breytingar. Mikil uppbygging hefur
átt sér stað.
Það er ekki aðeins að Guðmund-
ur Kristjánsson hafí munað hér
tímana tvenna. Heldur tók hann
vegna starfa sinna virkan þátt í
þeirri umbyltingu sem orðið hefur
á ótrúlega skömmum tíma. í sumar
töldust íbúar Bolungarvíkur í fyrsta
skipti yfír 1.300.
I þau 31 ár sem Guðmundur
starfaði á vegum bæjarfélagsins
samfleytt, starfaði hann aðeins með
tveimur oddvitum, utan tveggja
ára. Jónatan Einarsson gegndi
starfí oddvita frá árinu 1958 til
1974, að Ólafur Kristjánsson varð
forseti bæjarstjómar, en hann hefur
gegnt því starfí síðan.
Mestan hluta þess tíma er Guð-
mundur gegndi starfi skrifstofu-
stjóra Hólshrepps, háttaði því
þannig til að starfandi sveitarstjóri
var jafnframt lögreglustjóri. Þegar
þessi embætti vom bæði orðin það
viðamikil að ekki þótti rétt að sami
maðurinn gegndi þeim, var Guð-
mundur ráðinn fyrsti sveitarstjórinn
í fullu starfí, árið 1972. Hann var
því framkvæmdastjóri bæjarfélags-
ins í 15 ár.
Guðmundur sinnti starfi sínu af
stakri prýði. Hann var samvisku-
samur með afbrigðum og góð regla
var á öllum hlutum. Óll meðferð
fjármuna var til mikillar fyrirmynd-
ar.
Guðmundur var mikill Bolvíking-
ur. Hann var góður málsvari og
ötull baráttumaður, þegar um hags-
muni Bolungarvíkur og Bolvíkinga
var að tefla.
Vegna áratuga starfsreynslu
sinnar, bjó Guðmundur yfír mikilli
þekkingu á þeim sviðum er snerta
starfsemi sveitarfélaganna í
landinu. Þessi mikla þekking Guð-
mundar var oft ómetanleg í starfí-
bæjarstjómar, enda báru kjömir
fulltrúar mikið traust til Guðmund-
ar alla tíð. Það sýnir best sú
staðreynd, að eftir femar bæjar-
stjómarkosningarvar Guðmundur
valinn bæjarstjóri án mótatkvæða.
Guðmundur naut ekki síður trausts
þeirra er hann átti viðskipti við fyr-
ir höndb æjarins. Það traust var
yfírfært á Bolungarvíkurkaupstað
og hefur verið mikils virði þegar
unnið er að málefnum kaupstaðar-
ins.
Af þeim málaflokkum sem Guð-
mundur fjallaði um í starfí sínu,
taldi hann hafnarmálin einna þýð-
ingarmest. Enda var hann sem
bæjarstjóri jafnframt hafnarstjóri
Bolungarvíkurhafnar. I áratugi hef-
ur það verið eitt aðalviðfangsefni
bæjaryfírvalda í Bolungarvík, að
byggja upp þá lífæð, sem höfnin
verður að teljast í byggðarlagi, þar
semallt byggist á fiskveiðum og
vinnslu. I hafnargerðinni hafa
margir áfangasigrar unnist. Sá
síðasti nú nýverið. Það var Guð-
mundi mikið ánægjuefni þegar
bygging brimvamargarðs norðan
núverandi brimbijóts var komin á
hafnaráætlun. Þegar Bolvíkingar
fyrir fáum árum kynntu hugmyndir
sínar um byggingu slíks garðs, með
heimatilbúinni teikningu Guðmund-
ar, þóttu þær hreinir draumórar.
Ekki leikur nokkur vafí á, að
jafnframt því að vera aðalstarf
Guðmundar, var það hans helsta
áhugamál að vinna að heill Bolung-
arvíkur. Tími til annarra tómstund-
arstarfa var því ekki mikill.
Guðmundur var þó áhugamaður um
argt og fjölfróður. Hann var mikill
náttúruunnandi og stundaði fjall-
göngur og útilíf, sérstaklega á
sínum yngri árum.
Guðmundur var einlægur lis-
tunnandi. Þau Unna höfðu mikið
yndi af tónlist. í áratugi sungu þau
saman í kirkjukór og Guðmundur
var alla tíð virkur karlakórsfélagi.
Þá lék Guðmundur ágætlega á
harmonikku og píanó, og samdi
jafnvel lög á góðri stund.
Málaralistina fékkst Guðmundur
einnig við með ágætum árangri.
Guðmundur kveið ekki aðgerðar-
leysis í ellinni. Auk þess sem hér
hefur verið nefnt, var hann mikill
áhugamaður um sögu Bolungarvík-
ur. Miklar væntingar höfðu verið
gerðar til hans í þeim efnum.
Guðmundur Kristjánsson sóttist
ekki eftir metorðum. Vegna hæfi-
leika sinna og at orku voru honum
falin margvísleg trúnaðarstörf.
Guðmundur sat í stjórn Sparisjóðs
Bolungarvíkur í tvo áratugi. Hann
var um langt árabil í yfírkjörstjóm
Vestfjarðakjördæmis. Þá sat hann
í svæðisstjóm um málefni öryrkja
og þroskaheftra á Vestfjörðum frá
árinu 1980. Guðmundur sat í bygg-
ingamefnd Fjórðungssjúkrahússins
á ísafírði og var safnaðarfulltrúi
Hólssóknar frá árinu 1972. Auk
þess sem að framan greinir sinnti
Guðmundur fjölmörgum öðrum
trúnaðarstörfum á sviði sveitar-
stjómar- og félagsmála.
I Bolungarvík er nú skarð fyrir
skildi. Einn af bestu sonum kaup-
staðarins verður til moldar borinn
í dag. Söknuður eiginkonu og fjöl-
skyldu er sárastur. Minningin um
góðan dreng er þó huggun harmi
gegn.
Bæjarstjórn Bolungarvíkur og
Bolvíkingar allir senda ástvinum
öllum samúðarkveðjur.
Einar Jónatansson
Vinur minn og gamall starfs-
félagi, Guðmundur Kristjánsson í
Bolungarvík, er látinn um aldur
fram. Á árunum 1963—1966 störf-
uðum við daglega saman fyrir
Hólshrepp, sem nú er kaupstaður-
inn Bolungarvík. Hann var varaodd-
viti og skrifstofustjóri, ég hélt
sveitarstjóri. Við hentum stundum
gaman að því, hvor væri í raun
yfírmaður hveiju sinni. En aldrei
reyndi á þetta. Með Guðmundi var
gott að starfa sem jafningja, þótt
hann væri mér langtum fremri um
alla þekkingu og reynslu á högum
og þörfum Bolvíkinga. Auk þess
veiddum við stundum saman silung
og lax og fórum eilítið á skíði. Nú
hefði ég viljað ganga með Guð-
mundi á golfvellinum þeirra. Þar
er einnig gott að eiga stundir með
góðum vinum.
Árin í Bolungarvík eru okkur
hjónum dýrmæt. Gaman var að
starfa fyrir þróttmikið byggðarlag
og sjá sumar framtíðarsýnir frum-
heijanna rætast. Dýrmætara var
að kynnast öllu því góða og dug-
mikla fólki, sem þar býr. Og þar
var Guðmundur í fremsta flokki.
Þótt langt sé liðið frá því að dag-
legu samstarfí okkar lauk rofnaði
sambandið aldrei. Þótti mér alltaf
vænt um, þegar Guðmundur lagði
leið sína til mín á ferð í höfuð-
borginni, og við áttum saman góðar
skrafstundir um bæjarmálin, sem
báðum voru hugleikin, eða gamla
tíma og vini fyrir vestan. Guðmund-
ur var að eðlisfari hlédrægur og
barst lítt á, en skapgerðin var traust
og viðhorf hans til manna og mál-
efna athugul og einlæg.
Guðmundur Kristjánsson var
fæddur í Bolungarvík 21. nóvember
1923. Foreldrar hans voru hjónin
Benedikta Guðmundsdóttir og
Kristján Bergsson, bóndi á Ytri-
Búðum, en fósturfaðir Guðmundar
er Jón Kr. Elíasson, skipstjóri.
Guðmundur stundaði nám við
Héraðsskólann í Reykholti og síðar
verslunarnám í Danmörku. Um
nokkurt árabil vann hann á skrif-
stofu Hólshrepps og síðan hjá
Einari Guðfinnssyni, en óslitið frá
1956 starfaði hann fyrir sveitarfé-
lagið, fyrst sem skrifstofustjóri, frá
1972 sem sveitarstjóri og síðan
bæjarstjóri eftir að Bolungarvík
varð að kaupstað 1974. Um 12 ára
skeið átti hann sæti í hreppsnefnd
Hólshrepps og gegndi mörgum öðr-
um trúnaðarstörfum á þessum
vettvangi.
Sveitarfélagið naut starfskrafta
Guðmundar í um 34 ár og síðustu
15 árin var hann framkvæmdastjóri
þess. Starf bæjarstjóra er oft eril-
samt og vandasamt og verksviðið
nær yfir alla þætti, sem tengjast
stjóm bæjarins og starfsemi hans,
þótt umsjón með fjármálum vegi
oftast þyngst. Bæjarstjórinn er
einnig náinn samstarfsmaður bæj-
arfulltrúa um öll mál, sem til
úrlausnar þeirra koma. Þekking
Guðmundar á bæjarmálefnum varð
víðtæk og yfirgripsmikil á svo löng-
um starfsdegi í þágu Bolungarvíkur
og tillögur hans og ráð jafnan mik-
ils metin. Fyrir þessi störf eiga
Bolvíkingar Guðmundi Kristjáns-
syni ómælda þökk að gjalda.
Guðmundi var eflaust nóg að vita,
að hann hafði innt mikilvægt starf
sitt vel af hendi og sjá árangur
þess koma fram í þróttmiklu bæjar-
félagi, sem hann hefur átt svo
stóran þátt í að móta.
Við Sigurlaug sendum eiginkonu
Guðmundar, Guðrúnu Pálmadóttur,
bömum þeirra og fjölskyldunni allri,
innilegustu samúðarkveðjur.
Jón G. Tómasson