Morgunblaðið - 03.10.1987, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 03.10.1987, Blaðsíða 54
54 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 3. OKTÓBER 1987 fclk í fréttum Nokkrir Vestmanna- eyingar léttir í lund, enda búnir aðelda „þjóðarrétt- inn“. Lunda- veislaá Suður- nesjum Það er oft haft á orði að Vest- mannaeyingar séu sérstakur þjóðflokkur, og víst er að þeir eiga sér „þjóðarrétt" þar sem lundinn er. Þó að margir Eyjapeyjar og -meyjar hafí flutt upp á „meginl- andið", sérstaklega eftir gos, þá gleyma menn ekki endilega göml- um siðum, til dæmis hefur Félag Vestmannaeyinga á Suðumesjum boðið til lundaveislu á hveiju ári síðan um gos. Þegar búið er að inn- byrða lundann, er gjarnan spjallað samanyfir kaffibolla. Þessar veislur hafa verið geysi- vel sóttar, enda hafa menn komið alls staðar að frá Suðumesjum og af höfuðborgarsvæðinu til þess að snæða lunda og hitta skemmti- legt fólk. Hið árlega lundaball, sem einnig er árshátíð Vest- mannaeyingafélagsins, verður haldið í kvöld, laugardaginn 3. október, í félagsheimilinu í Garði, og er að þessu sinni boðið upp á þá nýbreytni að hafa rútuferðir til og frá Reykjavík, Garðabæ, Hafnarfírði, og Suðumesjum. Þeir sem hafa áhuga á að skella sér í Iundaveislu og ball á eftir geta hringt í Bjama í síma 92-13167, eða í Eirík í síma 92-46648. Við birtum héma myndir af síðustu lundaveislu, sem þótti takast mjög vel, og er ekki að efa að hátíðin í kvöld mun takast vel líka. Af baðvenjum Micliaels Jacksons Michael Jackson hefur heldur betur baðað sig í sviðsljósinu að undanfömu, en hann þarf líka að baða sig í vatni eins og annað fólk, jafnvel þó að fegrunarsérfræð- ingar ýmiskonar séu búnir að krukka svo oft í hann að efast megi um hvort að nokkur líkams- hluti á honum sé upprunalegur og þvottekta. Michael óttast hins vegar mikið gerla allskonar og örverur, og hann var dauðhræddur um að heill herskari af þessum ósýnilegu óvinum hans hefðust við í hitaveitu- vatninu í Japan, þar sem hann var í hljómleikaferð, eins og frægt er orðið. Nú voru góð ráð dýr, en Michael á hins vegar sand af seðlum, og hann notfærði sér það til að leysa vandamálið við að skola af sér svi- tann án þess að leggja sig í bráða lífshættu. Söngvarinn lét senda sér §óra kassa af átöppuðu drykkjar- vatni frá Bandaríkjunum upp á hvem einasta dag, og vildi ekkert annað en fínasta ölkelduvatn. Hugsanlega veit Michael ekki að Japanir verða - ásamt okkur íslend- ingum - allra manna elstir, og því getur kranavatnið þeirra varla verið bráðdrepandi, þó að það geti verið að þeir séu orðnir ónæmir fyrir eitr- iriu í aldanna rás. En Michael fínnst aldrei vera of varlega farið, og er ekki annað vitað en að hann ætli að halda áfram að sofa í súrefnis- kassa og lauga sig úr. ölkelduvatni úr flöskum til að halda sér ungum. Og hver er kominn til með að ségja að þetta sé einhver vitleysa hjá poppstjömunni? Michael er nú orð- inn 29 ára gamall, en lítur - eins og allir geta séð - út fyrir að vera 15 ára. Michael Jackson tók gælusjimpansann sinn, Bubbles, með í boð hjá borgarstjóranum í Ósaka-borg í Japan, og þáðu þeir félagar grænt te þar. Michael lætur apann smakka teið fyrst, enda er aldrei of varlega _________________farið. Orðhákurinn Terence Trent D’Arby lætur flest flakka. Eger snillingur - fullyrðir Terence Trent D’Arby Terence Trent D’Arby hefur slegið rækilega í gegn í Bret- landi og víðar með fyrstu plötu sinni, og það er engin tilviljun, að minnsta kosti ef marka má hann sjálfan. „Ég er alveg einstakur, ég er snillingur,” segir Terence án þess að blikka augunum, „og ég læt það sem vind um eyru þjóta ef ein- hver dregur það í efa, eða segir að ég sé hrokafullur." Hvort sem Terence meinar þetta í fúlustu alvöm, eða ekki, þá er ljóst að hinn 25 ára gamli söngvari hef- ur alveg efni á því að láta ýmislegt flakka um eigið ágæti. Ifyrsta plat- an hans, „The Hardline According to Terence Trent D’Arby" - sem kom út fyrir aðeins þremur mánuð- um síðan - stökk upp í efsta sæti breska breiðskífulistans, og gagn- rýnendur hafa keppst um að hæla honum, og margir vilja líkja honum við Prince. Terence sjálfur vill held- ur líkja sér við Jimi Hendrix. Terence er fæddur og uppalinn í New York, en flutti til Englands fyrir tveimur árum, fullviss að þar biðu hans fé og frami. Hann hafði greinilega hárrétt fyrir sér, en hitt er ekki víst að framhald verði á ferlinum, að minnsta kosti ef marka má það sem veltur upp úr þessum lítilláta Ijúflingi. Hann segist nefni- lega vera að gæla við þá hugmynd að gefa ekki út fleiri plötur, en hverfa burt úr öllu veraldarvafstri og setjast að í afskekktum fjalla- kofa. „Það er dásamleg tilhugsun að einhvemtíma í framtíðinni verði fólk að fletta í gegnum sígildar poppskífur í fornplötubúðum, og fínni þar 27 Bítlaplötur, 56 með Elvis Presley, en aðeins eina eftir mig.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.