Morgunblaðið - 03.10.1987, Qupperneq 63

Morgunblaðið - 03.10.1987, Qupperneq 63
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 3. OKTÓBER 1987 63 HANDBOLTI / EVRÓPUKEPPNIN Slgurdur Gunnarsson leikur á morgun fyrsta Evrópuleik sinn með Víkingi síðan 1984. Víkingar mæta Liverpool HC ÍSLANDSMEISTARAR Víkings leika sinn 38. Evrópuleik á morgun, sunnudag, er þeir mæta ensku meisturunum Li- verpool HC í 1. umferð Evrópu- keppni meistaraliða kl. 20.30. Víkingar léku fyrri leikinn í Liv- erpool sfðastliðinn sunnudag og sigruðu 29-13. Aðstæður í Liverpool voru næsta óvenjulegar. Leikið var á velli, sem IHF- — alþjóðahand- knattleikssambandið — hefur veitt sérstaka undanþágu þar sem hann er of lítill — en ekki nóg með það því gólfíð er hlaðið múrsteinum. Ensku meistaramir voru mjög brot- legir í leiknum úti og var níu þeirra vísað af leikvelli og einn var útilok- aður. Sigurður Gunnarsson mætir til leiks með Víkingum gegn Liverpool en hann var ekki með ytra vegna meiðsla. Þetta verður fyrsti Evrópu- leikur Sigurðar með Víkingi frá því 1984 þegar hann gerðist atvinnu- maður með Tres de Mayo á Spáni. Siggeir Magnússon var í miklum ham í Liverpool en hann skoraði níu mörk ytra og Bjarki Sigurðsson átta mörk. Guðmundur Guðmunds- son, fyrirliði meistara Víkings, skoraði fjögur mörk, Hilmar Sig- urgíslason þrjú, Ami Friðleifsson og Ingólfur Steingrímsson tvö mörk hvor og Karl Þráinsson eitt mark. Breski sendiherrann á íslandi, mr. Campbell, hefur boðað komu sína á leikinn til þess að fylgjast með ensku strákunum frá Liverpool og verður hann sérstakur gestur Víkings. Víkingar komust í átta liða úrslit í Evrópukeppni meistaraliða í fyrra eftir að hafa slegið færeyska liðið Vestmanna og svissnesku meistar- ana frá St. Ottman út úr keppninni en þess má geta að St. Ottmar lék til úrslita í Evrópukeppni meistara- Iiða árið 1982. Víkingur mætti pólsku meisturunum frá Gdansk í átta liða úrslitum. Fyrri leik liðanna lauk með jafntefli, 26-26, í æsi- spennandi leik þar sem Víkingar náðu um tíma fímm marka forystu, en pólsku meistaramir náðu að jafna á síðustu mínútunum. Gdansk náði svo að sigra í síðari leiknum eftir að jafnt hafði verið í hálfleik. Glæsileg frammistaða — en þess má geta, að pólska liðið mætti hinu heimsfræga liði Metalaplastica í undanúrslitum og sigraði örugglega — vann með sex mörkum í Júgó- slavíu. Gdansk lék því til úrslita í Evrópukeppni meistaraliða annað árið í röð en mætti sætta sig við ósigur gegn sovésku meisturunum frá Minsk. En frammistaða ungu strákanna í Víkingi verður í minn- um höfð og undirstrikar hve langt þeir geta náð í íþróttinni. Leikur Víkings gegn Liverpool hefst í Laugardalshöll klukkan 20:30 á sunnudagskvöldið — og munu Víkingar leggja allt í sölurnar ti? þess að vinna sem stærstan sigur á Liverpool. Víkingar hafa unnið einstakt afrek — þeir leika í Evrópukeppni ellefta árið í röð og er árangur félagsins þessi ár glæsilegur, en Víkingar léku fyrst í Evrópukeppni árið 1975. Einn leikmaður hefur leikið alla Evrópuleikina frá 1978 en það er Kristján markvörður Sigmundsson. Hins vegar verður Kristján fjarri góðu gamni á sunnudag, þar sem hann verður erlendis. KEILA Svala-mótið um helgina Hið árlega Svala-mót í keilu verður haldið um helgina í Keilusalnum í Öskjuhlíð. Keppni hefst kl. 12.00 í dag með sex leikj- um. Keppni hefst aftur á morgun kl. 12.00 ogúrslitheQastkl. 14.30. Halldór Ragnar Halldórsson hefur sigrað á móti þessu síðastliðin þrjú ár og á því möguleika á að vinna bikarinn til eignar — sigri hann fjórða árið í röð. KNATTSPYRNA Halldór til Noregs- - skoðar aðstæður hjá 1. deildarliðinu Moss HALLDÓR Áskelsson, knatt- spyrnumaður úr Þór, mun fara til Noregs og skoða aðstæður hjá 1. deildarliðinu Moss eftir landsleikinn í Portúgal. For- ráðamenn félagsins höfðu samband við Halldór eftir landsleikinn í Noregi á dögun- um og sýndu áhuga á að fá hanntil liðsins. Halldór, sem var næst marka- hæsti leikmaður íslandsmóts- ins, sagði í samtali við Morgun- blaðið í gærkvöldi að hann væri ekkert „rosalega" spenntur fyrir því að spila í Noregi. „Það kostar ekk- ert að skoða aðstæður hjá þeim fyrst þeir sýna áhuga. Noregur er ekki draumalandið hvað knatt- spyrnuiðkun varðar.“ Moss er í toppbaráttunni í norsku 1. deildinni. Með liðinu leikur Akur- Halldór Áskelsson mun fara til Noregs eftir landsleikinn í Portúgal og skoða aðstæður hjá Moss. eyringurinn Gunnar Gíslason og hefur hann verið milligöngumaður í þessu máli. Forráðamenn Moss eru mjög ánægðir með Gunnar og vilja ólmir fá annan íslending til að styrkja liðið fyrir næsta keppn- istímabili. Halldór hefur leikið með bæði A- landsliðinu og ólympíuliðinu og hefur því verið mikið á ferðinni vegna þess. Hann heldur út til Portúgals í dag með ólympíuliðinu þar sem það leikur á miðvikudags- kvöld. En hvernig leggst leikurinn í hann? „Leikurinn leggst ágætlega í mig. Við erum búnir að vera mikið sam- an því þessi kjami hefur leikið í báðum landsliðunum. Við vitum að Portúgalar eru með léttleikandi lið. Við getum staðið í þeim ef við náum upp þeirri baráttu sem einkennt hefur liðið í síðustu leikjum." KNATTSPYRNA/ENGLAND Gough til Rangers fyrir 1,5 milljón punda McAvennie fór sömu leið — til Celtic SKOSKA stórliðið Glasgow Rangers keypti í gær Richard Gough, skoska landsliðsmann- inn sterka, frá Tottenham Hotspur. Kaupverðið var ein og hálf milljón punda, og leikur hann með Rangers í dag gegn Hearts í skosku úrvalsdeild- inni. Skapti Hallgrímsson skrífarfrá London Salan á Gough eru ekki góðar fréttir fyrir aðdáendur Totten- ham; en hljóta að vera góðar fréttir fyrir Sigurð Jónsson og félga hjá Sheffíeld Wednes- day. Tottenham og Wednesday mætast einmitt í dag á White Hart Lane, velli Tottenham hér í London. Sig- urður er með liðinu hér en ekki fékkst staðfest í gær hvort hann yrði í byrjunarliðinu. Richard Gough, sem er 25 ára, hefur aðeins verið hjá Tottenham í rúmt ár. Hann skrifaði undir fimm ára samning við Spurs í haust, en af persónulegum ástæðum vildi hann nú flytjast til Skotlands á ný. Tottenham keypti Gough frá Dundee United fyrir 750.000 pund á sínum tíma. David Pleat, stjóri Tottenham, sagðist alls ekki vilja selja — en tjáði þó Graeme Sou- ness, stjóra Rangers, að ef hann væri mjög spenntur að ná í leik- manninn þá væri uppsett verð 1,5 milljón pund, sem væri „fáránleg" upphæð eins og Pleat orðaði það. En öllum á óvart hringdi Souness í Pleat í fyrrakvöld og sagðist vera tilbúinn að greiða þessa upphæð fyrir Gough! Þetta er hæsta verð sem greitt hefur verið fyrir vamar- mann í Englandi. Gough er ætluð staða miðvarðar við hlið enska landsliðsmannsins Terry Butcher, en Graham Roberts, sem á sínum tíma kom einnig frá Tottenham, verður færður framar á miðjuna. McAvennie til Celtic {Gough var ekki eini Skotinn sem fór frá London til Glasgow í gær. Celtic keypti framheijann Frank McAvennie frá West Ham á 800.000 pund. McAvennie sló í gegn á sínum tíma er han kom til ~ West Ham. Hann hefur ekki skorað í langan tíma nú, en Billy McNeill, stjóri Celtic, telur hann þó þann leikmann sem getur hresst upp á framlínuna hjá sér. West Ham keypti hann á 340.000 æund í júní 1985 frá St. Mirren Hann hefur skorað 33 mörk í 77 deildarleikjum, en ekkert í vetur. Hughes tll Bayem? |Jupp Heynckes, þjálfari þýska meistaraliðsins Bayern Munchen, hefur sýnt áhuga á að kaupa welska landsliðsframheijann Mark Hughes frá Barcelona á Spáni, að því er sagði í blöðum hér í gær. Barcelona keypti Hughes fyrir 2 milljónir punda á sínum tíma en er nú reiðu- búið að selja hann fyrir 1.200.000 pund. Reiknað var með að Hughes færi aftur til Manchester United, en talið er að Heynckes muni jafn- vel bjóða meira til að næla í framheijann. HANDBOLTI FOLX ■ PÉTUR Bjarnason hand- knattleiksmaður úr KA leikur ekki með liði sínu næstu tvær vikumar vegna meiðsla er hann hlaut í leikn- um gegn Stjömunni á miðviku- dagskvöld. Pétur, sem hefur verið aðal leikstjómandi liðsins, gegnur nú við hækjur. ■ VÍÐIR Sigurðsson, íþrótta- fréttamaður á Þjóðviljanum, er nú á leið til Belgíu þar sem hann ætlar að skrifa bók um Araór Guðhjons- en knattspymumann sem leikur með Anderlecht. Bókin sem Skjaldborg mun gefa út á að koma út fyrir jólin. Araór var sem kunn- ugt er markahæsti leikmaður Belgíu á síðasta keppnistímabili. I FC Homburg, sem leikur í 1. deild vestur-þýsku knattspymunnar og var fyrst til þess að reka þjálf- ara sinn á síðasta keppnistímabili, er nú þjálfaralaust. Forráðamenn Homburg segja að þjálfari liðsins, Uwe Klimaschewski, hafi orðið að hætta með liðið vegna heilsu- brests, en margir vilja meina að ] hann,þafi -verið rekinp, ljir Selfoss vann UMFIM FYRSTA umferð 2. deildar íslandsmótsins í handknatt- leik fór fram í gærkvöldi. •« Selfoss vann UMFN í jöfnum og spennandi leik 20:19 eftir að hafa haft yfír í hálfleik, 11:10. Armann og Grótta gerðu jafn- tefli í Laugardalshöll, 22:22. Grótta byijaði mjög vel og hafði yfírburðastöðu í hálfleik, 18:9. Leikurinn snérist við í seinni hálfleik og skoraði Grótta þá aðeins 4 mörk á móti 13 mörk- um Armenninga. HK sigraði UMFA, 28:18, í Di- granesi. Staðan í hálfleik var 16:10 fyrir HK. í Hafnarfirði unnu Haukar Fylki með 31 marki gegn 15. Staðan í hálfleik var 17:6. Loks sigraði ÍBV Reyni í Sangerði með 28 mörkum gegn 22. Reynir hafði yfir í leikhléi, 13:12.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.