Morgunblaðið - 03.10.1987, Síða 63
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 3. OKTÓBER 1987
63
HANDBOLTI / EVRÓPUKEPPNIN
Slgurdur Gunnarsson leikur á morgun fyrsta Evrópuleik sinn með Víkingi
síðan 1984.
Víkingar mæta
Liverpool HC
ÍSLANDSMEISTARAR Víkings
leika sinn 38. Evrópuleik á
morgun, sunnudag, er þeir
mæta ensku meisturunum Li-
verpool HC í 1. umferð Evrópu-
keppni meistaraliða kl. 20.30.
Víkingar léku fyrri leikinn í Liv-
erpool sfðastliðinn sunnudag
og sigruðu 29-13.
Aðstæður í Liverpool voru
næsta óvenjulegar. Leikið var
á velli, sem IHF- — alþjóðahand-
knattleikssambandið — hefur veitt
sérstaka undanþágu þar sem hann
er of lítill — en ekki nóg með það
því gólfíð er hlaðið múrsteinum.
Ensku meistaramir voru mjög brot-
legir í leiknum úti og var níu þeirra
vísað af leikvelli og einn var útilok-
aður.
Sigurður Gunnarsson mætir til leiks
með Víkingum gegn Liverpool en
hann var ekki með ytra vegna
meiðsla. Þetta verður fyrsti Evrópu-
leikur Sigurðar með Víkingi frá því
1984 þegar hann gerðist atvinnu-
maður með Tres de Mayo á Spáni.
Siggeir Magnússon var í miklum
ham í Liverpool en hann skoraði
níu mörk ytra og Bjarki Sigurðsson
átta mörk. Guðmundur Guðmunds-
son, fyrirliði meistara Víkings,
skoraði fjögur mörk, Hilmar Sig-
urgíslason þrjú, Ami Friðleifsson
og Ingólfur Steingrímsson tvö mörk
hvor og Karl Þráinsson eitt mark.
Breski sendiherrann á íslandi, mr.
Campbell, hefur boðað komu sína
á leikinn til þess að fylgjast með
ensku strákunum frá Liverpool og
verður hann sérstakur gestur
Víkings.
Víkingar komust í átta liða úrslit í
Evrópukeppni meistaraliða í fyrra
eftir að hafa slegið færeyska liðið
Vestmanna og svissnesku meistar-
ana frá St. Ottman út úr keppninni
en þess má geta að St. Ottmar lék
til úrslita í Evrópukeppni meistara-
Iiða árið 1982. Víkingur mætti
pólsku meisturunum frá Gdansk í
átta liða úrslitum. Fyrri leik liðanna
lauk með jafntefli, 26-26, í æsi-
spennandi leik þar sem Víkingar
náðu um tíma fímm marka forystu,
en pólsku meistaramir náðu að
jafna á síðustu mínútunum. Gdansk
náði svo að sigra í síðari leiknum
eftir að jafnt hafði verið í hálfleik.
Glæsileg frammistaða — en þess
má geta, að pólska liðið mætti hinu
heimsfræga liði Metalaplastica í
undanúrslitum og sigraði örugglega
— vann með sex mörkum í Júgó-
slavíu. Gdansk lék því til úrslita í
Evrópukeppni meistaraliða annað
árið í röð en mætti sætta sig við
ósigur gegn sovésku meisturunum
frá Minsk. En frammistaða ungu
strákanna í Víkingi verður í minn-
um höfð og undirstrikar hve langt
þeir geta náð í íþróttinni.
Leikur Víkings gegn Liverpool hefst
í Laugardalshöll klukkan 20:30 á
sunnudagskvöldið — og munu
Víkingar leggja allt í sölurnar ti?
þess að vinna sem stærstan sigur
á Liverpool.
Víkingar hafa unnið einstakt afrek
— þeir leika í Evrópukeppni ellefta
árið í röð og er árangur félagsins
þessi ár glæsilegur, en Víkingar
léku fyrst í Evrópukeppni árið 1975.
Einn leikmaður hefur leikið alla
Evrópuleikina frá 1978 en það er
Kristján markvörður Sigmundsson.
Hins vegar verður Kristján fjarri
góðu gamni á sunnudag, þar sem
hann verður erlendis.
KEILA
Svala-mótið um helgina
Hið árlega Svala-mót í keilu
verður haldið um helgina í
Keilusalnum í Öskjuhlíð. Keppni
hefst kl. 12.00 í dag með sex leikj-
um. Keppni hefst aftur á morgun
kl. 12.00 ogúrslitheQastkl. 14.30.
Halldór Ragnar Halldórsson hefur
sigrað á móti þessu síðastliðin þrjú
ár og á því möguleika á að vinna
bikarinn til eignar — sigri hann
fjórða árið í röð.
KNATTSPYRNA
Halldór til Noregs-
- skoðar aðstæður hjá 1. deildarliðinu Moss
HALLDÓR Áskelsson, knatt-
spyrnumaður úr Þór, mun fara
til Noregs og skoða aðstæður
hjá 1. deildarliðinu Moss eftir
landsleikinn í Portúgal. For-
ráðamenn félagsins höfðu
samband við Halldór eftir
landsleikinn í Noregi á dögun-
um og sýndu áhuga á að fá
hanntil liðsins.
Halldór, sem var næst marka-
hæsti leikmaður íslandsmóts-
ins, sagði í samtali við Morgun-
blaðið í gærkvöldi að hann væri
ekkert „rosalega" spenntur fyrir því
að spila í Noregi. „Það kostar ekk-
ert að skoða aðstæður hjá þeim
fyrst þeir sýna áhuga. Noregur er
ekki draumalandið hvað knatt-
spyrnuiðkun varðar.“
Moss er í toppbaráttunni í norsku
1. deildinni. Með liðinu leikur Akur-
Halldór Áskelsson mun fara til
Noregs eftir landsleikinn í Portúgal
og skoða aðstæður hjá Moss.
eyringurinn Gunnar Gíslason og
hefur hann verið milligöngumaður
í þessu máli. Forráðamenn Moss
eru mjög ánægðir með Gunnar og
vilja ólmir fá annan íslending til
að styrkja liðið fyrir næsta keppn-
istímabili.
Halldór hefur leikið með bæði A-
landsliðinu og ólympíuliðinu og
hefur því verið mikið á ferðinni
vegna þess. Hann heldur út til
Portúgals í dag með ólympíuliðinu
þar sem það leikur á miðvikudags-
kvöld. En hvernig leggst leikurinn
í hann?
„Leikurinn leggst ágætlega í mig.
Við erum búnir að vera mikið sam-
an því þessi kjami hefur leikið í
báðum landsliðunum. Við vitum að
Portúgalar eru með léttleikandi lið.
Við getum staðið í þeim ef við náum
upp þeirri baráttu sem einkennt
hefur liðið í síðustu leikjum."
KNATTSPYRNA/ENGLAND
Gough til Rangers
fyrir 1,5 milljón punda
McAvennie fór sömu leið — til Celtic
SKOSKA stórliðið Glasgow
Rangers keypti í gær Richard
Gough, skoska landsliðsmann-
inn sterka, frá Tottenham
Hotspur. Kaupverðið var ein
og hálf milljón punda, og leikur
hann með Rangers í dag gegn
Hearts í skosku úrvalsdeild-
inni.
Skapti
Hallgrímsson
skrífarfrá
London
Salan á Gough eru ekki góðar
fréttir fyrir aðdáendur Totten-
ham; en hljóta að vera góðar fréttir
fyrir Sigurð Jónsson og félga hjá
Sheffíeld Wednes-
day. Tottenham og
Wednesday mætast
einmitt í dag á
White Hart Lane,
velli Tottenham hér í London. Sig-
urður er með liðinu hér en ekki
fékkst staðfest í gær hvort hann
yrði í byrjunarliðinu.
Richard Gough, sem er 25 ára,
hefur aðeins verið hjá Tottenham í
rúmt ár. Hann skrifaði undir fimm
ára samning við Spurs í haust, en
af persónulegum ástæðum vildi
hann nú flytjast til Skotlands á ný.
Tottenham keypti Gough frá
Dundee United fyrir 750.000 pund
á sínum tíma. David Pleat, stjóri
Tottenham, sagðist alls ekki vilja
selja — en tjáði þó Graeme Sou-
ness, stjóra Rangers, að ef hann
væri mjög spenntur að ná í leik-
manninn þá væri uppsett verð 1,5
milljón pund, sem væri „fáránleg"
upphæð eins og Pleat orðaði það.
En öllum á óvart hringdi Souness
í Pleat í fyrrakvöld og sagðist vera
tilbúinn að greiða þessa upphæð
fyrir Gough! Þetta er hæsta verð
sem greitt hefur verið fyrir vamar-
mann í Englandi. Gough er ætluð
staða miðvarðar við hlið enska
landsliðsmannsins Terry Butcher,
en Graham Roberts, sem á sínum
tíma kom einnig frá Tottenham,
verður færður framar á miðjuna.
McAvennie til Celtic
{Gough var ekki eini Skotinn sem
fór frá London til Glasgow í gær.
Celtic keypti framheijann Frank
McAvennie frá West Ham á
800.000 pund. McAvennie sló í
gegn á sínum tíma er han kom til ~
West Ham. Hann hefur ekki skorað
í langan tíma nú, en Billy McNeill,
stjóri Celtic, telur hann þó þann
leikmann sem getur hresst upp á
framlínuna hjá sér. West Ham
keypti hann á 340.000 æund í júní
1985 frá St. Mirren Hann hefur
skorað 33 mörk í 77 deildarleikjum,
en ekkert í vetur.
Hughes tll Bayem?
|Jupp Heynckes, þjálfari þýska
meistaraliðsins Bayern Munchen,
hefur sýnt áhuga á að kaupa welska
landsliðsframheijann Mark Hughes
frá Barcelona á Spáni, að því er
sagði í blöðum hér í gær. Barcelona
keypti Hughes fyrir 2 milljónir
punda á sínum tíma en er nú reiðu-
búið að selja hann fyrir 1.200.000
pund. Reiknað var með að Hughes
færi aftur til Manchester United,
en talið er að Heynckes muni jafn-
vel bjóða meira til að næla í
framheijann.
HANDBOLTI
FOLX
■ PÉTUR Bjarnason hand-
knattleiksmaður úr KA leikur ekki
með liði sínu næstu tvær vikumar
vegna meiðsla er hann hlaut í leikn-
um gegn Stjömunni á miðviku-
dagskvöld. Pétur, sem hefur verið
aðal leikstjómandi liðsins, gegnur
nú við hækjur.
■ VÍÐIR Sigurðsson, íþrótta-
fréttamaður á Þjóðviljanum, er nú
á leið til Belgíu þar sem hann ætlar
að skrifa bók um Araór Guðhjons-
en knattspymumann sem leikur
með Anderlecht. Bókin sem
Skjaldborg mun gefa út á að koma
út fyrir jólin. Araór var sem kunn-
ugt er markahæsti leikmaður
Belgíu á síðasta keppnistímabili.
I FC Homburg, sem leikur í 1.
deild vestur-þýsku knattspymunnar
og var fyrst til þess að reka þjálf-
ara sinn á síðasta keppnistímabili,
er nú þjálfaralaust. Forráðamenn
Homburg segja að þjálfari liðsins,
Uwe Klimaschewski, hafi orðið
að hætta með liðið vegna heilsu-
brests, en margir vilja meina að
] hann,þafi -verið rekinp, ljir
Selfoss
vann UMFIM
FYRSTA umferð 2. deildar
íslandsmótsins í handknatt-
leik fór fram í gærkvöldi.
•«
Selfoss vann UMFN í jöfnum
og spennandi leik 20:19
eftir að hafa haft yfír í hálfleik,
11:10.
Armann og Grótta gerðu jafn-
tefli í Laugardalshöll, 22:22.
Grótta byijaði mjög vel og hafði
yfírburðastöðu í hálfleik, 18:9.
Leikurinn snérist við í seinni
hálfleik og skoraði Grótta þá
aðeins 4 mörk á móti 13 mörk-
um Armenninga.
HK sigraði UMFA, 28:18, í Di-
granesi. Staðan í hálfleik var
16:10 fyrir HK. í Hafnarfirði
unnu Haukar Fylki með 31
marki gegn 15. Staðan í hálfleik
var 17:6. Loks sigraði ÍBV Reyni
í Sangerði með 28 mörkum gegn
22. Reynir hafði yfir í leikhléi,
13:12.