Morgunblaðið - 09.10.1987, Síða 2

Morgunblaðið - 09.10.1987, Síða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 9. OKTOBER 1987 Þjóðarframleiðsla og samneysla alltaf vanmetin SAMTÖK sveitarfélaga á höfuð- borgarsvæðinu efndu i gær til málþings um svokallaða Norð- austur-siglingaleið milli Atlants- hafs og Kyrrahafs meðfram strönd Síberíu. Fyrir réttu ári endurvakti dr. Þór Jakobsson hugmynd þessa sem rekja má til Vilhjálms Stefánssonar um siglingaleið heimshafa á milli í gegnum ís heimskautsins. Umræð- ur um hana eru nú mjög tímabærar með tilliti til ræðu Mikhails Gorba- chev í Múrmansk í síðustu viku þar sem hann sagði Sovétmenn reiðu- búna til að halda siglingaleiðinni opinni fyrir flutningaskip. Athygli fundarmanna beindist einkum að því hvort íslendingar gætu á einhvem hátt fært sér það í nyt ef siglingar hæfust í stórum stíl milli Atlantshafs og Kyrrahafs, yfir íshafið. Vegna þess að einungis sérstak- lega búin skip gætu haldið uppi flutningum meðfram norðurströnd Sovétríkjanna virðist ekki fjarri lagi að hagkvæmt væri að koma upp umskipunarhöfn þar sem íshafínu sleppir. ísland gæti verið heppilegur staður fyrir sltka höfn þar sem Prestur vígður til Sauð- lauksdals á sunnudag BISKIJP vígir J6n ísleifsson cand. theol. til prestsþjónustu í Sauðlauksdalsprestakalli við guðsþjónustu i Dómkirkjunni kl. 11.00 á sunnudag. Söfnuðimir í prestakallinu hafa kallað hann til þjónustu þar næstu tvö árin. Þar hefur ekki þjónað Kirkjuþing hefst í dag Fimmti fundur kirkjuþings hefst kl. 14 í Bústaðakirkju. Lagðar verða fram flórar þingsályktunartillögur, og fram fer önnur umræða um Sið- fræðistofnun Háskóla íslands og þjóðkirkjunnar. Sjá frétt á bls. 30. sóknarprestur síðan um áramótin 1963-64 er séra Grímur Grímsson hlaut lausn frá embætti til starfa í Reylqavík. Nágrannaprestar hafa annast aukaþjónustu síðan. Jón ísleifsson er 35 ára gamall, frá Vöglum í Suður-Þingeyjar- sýslu. Hann lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum á Laugarvatni 1973 og guðfræðiprófí frá Há- skóla íslands 1986. Hann verður búsettur á Birkimel á Barða- strönd. Vígsluvottar verða þeir sr. Flosi Magnússon, Bíldudal, sr. Hannes Guðmundsson í Fellsmúla og sr. Jónas GSslason, dósent, auk sr. Þóris Stephensen dómkirkju- prests, sem þjónar fyrir altari ásamt biskupi, séra Sigurði Guð- mundssyni. Marteinn H. Friðriksson og Dómkórinn leiða kirkjusönginn. 7 segir í greinargerð Verzlunarráðs Islands Morgunblaðið/BAR Þátttakendur á málþingi um Norðaustur-siglingaleiðina hlýða á erindi Gunnars Björns Jónssonar frá Rannsóknarráði ríkisins. Norðaustur-siglingaleiðin: Athyglisverður kostur hægt væri að safna birgðum þann hluta ársins sem ekki er fært til Austurlanda og eins til að skipa vamingi um, úr sérbúnum skipum í hefðbundin flutningaskip. Málþingsgestum kom saman um að tæknilega væri fátt því til fyrir- stöðu að siglingar hefjist á umræddri leið. Aftur á móti greindi menn á um hagkvæmni þessa fyrir skipafélög. Þó norðurleiðin sé miklu styttri kynni mönnum að hijósa hugur við ísbreiðunum miklu norður af Síberíu. Ekki voru menn heldur á einu máli um hvort ísland væri heppilegasti staðurinn fyrir umskip- unarhöfn af þessu tagi. Rætt var um að haldin verði al- þjóðleg ráðstefna að ári liðnu á Islandi um Norðaustur-siglingaleið- ina til þess að halda hugmyndinni vakandi þó bið kunni að verða á að henni verði hrundið í fram- kvæmd. Sjá ennfremur erindi Eyjólfs Konráðs Jónssonar á bls. 14. í þjóðhagsáætlunum er til- hneiging til þess að vanmeta ýmsar mikilvægar þjóðhags- stærðir, sérstaklega innflutn- ing, einkaneyslu, samneyslu og hagvöxt. Þessi er meginniður- staða yfirlits, sem Verzlunar- ráð íslands hefur gert um þjóðhagsáætlanir áranna 1980-87 samanborið við það hvernig þær hafa reynst. Þann- ig hafa þessar áætlanir skoðað- ar saman gert ráð fyrir engum vexti þjóðarframleiðslu, en reyndin orðið sú að þjóðar- framleiðsla hefur aukist um tæp 3% á ári. I greinargerð Verzlunarráðsins segir að margar ástæður séu fyrir þessu, til dæmis breyting ytri skil- yrða, en aðalástæðan sé að ríkis- stjómir hafí ekki fylgt þeirri stefnu sem boðuð er í þjóðhagsáætlunum. Ekki hafí verið staðið við markmið um að ná jafnvægi í þjóðarbú- skapnum þegar á hafí reynt. Þannig hafí mistekist að standa við áform um innstreymi erlends lánsfjár, þó erlendar lántökur hafi fyrst og fremst verið á ábyrgð ríkisins. í greinargerðinni kemur fram að aukning þjóðarframleiðslu og samneyslu hafí verið vanmetin öll árin 1980-87. Sérstaklega sé þetta athyglisvert varðandi samneysl- una, sem sé sá þáttur sem ríkis- stjómir eigi helst að hafa á valdi sínu. Þá kemur fram að þjóðartekj- ur hafa verið vanmetnar sex sinnum, en ofmetnar tvisvar og einkaneysla vanmetin sjö sinnum en ofmetin einu sinni. Lýsi hf. á Dan- merkurmarkað: Salan álíka mikil og hér LÝSI hf. hefur nú sett lýsi á flöskum og lýsispillur á markað í Danmörku undir eigin vöru- merki. Lýsið er einkum selt í heilsuvöruverzlunum og er markaðurinn þar þegar orðinn svipaður og hér á Islandi. Agúst Einarsson, framkvæmda- stjóri Lýsis hf., sagði í samtali við Morgunblaðið, að Danir væm greinilega að auka lýsisneyzlu sína verulega eins og Islendingar og Norðmenn til dæmis. í raun hefðu það verið danskir vísindamenn, sem hefði uppgötvað samhengi lýsis- neyzlu og vama gegn hjartasjúk- dómúm með rannsóknum sínum á Grænlendingum búsettum á Græn- landi og í Danmörku. Hins vegar hefði almenningur í Danmörku ver- ið seinn að taka við sér. Nú væra pantanir miklar og fyrir þijá síðustu mánuði ársins hefðu Danir pantað álfka mikið og hér yrði notað. Olíuleitarskip á RockaJl-svæðið BRESKT olíuleitarskip var vænt- anlegt á Hatton-Rockall svæðið í fyrrinótt til rannsókna fyrir Dani, Færeyinga og íslendinga. Framkvæmdanefnd verkefnisins samdi við bresk-bandariska fyr- irtækið Digital Exploration (Digicon) um gagnasöfnun. Skipið verður notað til bergmáls- mælinga á setlögum á hafsbotni og jarðskorpunni. Leiðangurinn vinnur undir eftirliti til þess kvaddra sér- fræðinga, en engir norrænir vísindamenn era um borð í skipinu. Afrakstur mælinganna verða tölvu- gögn sem Orkustofnun mun vinna úr í vetur. Að sögn Karls Guðmundssonar jarðeðlisfræðings hjá Orkustofnun verður reynt að Ijúka rannsóknun- um fyrir mánaðamótin. Þá hefur skipið verið leigt til annarra verk- efna en sé þess þörf er hægt að ljúka gagnasöfnun næsta vor. Á grandvelli mælinganna fá vísindamenn betri mynd af jarð- fræði svæðisins sem er lítt þekkt og geta skorið úr um hvort olíu sé hugsanlega að fínna í setlögunum. Leiga á skipinu og laun áhafnar nema liðlega 28 milljónum íslenskra króna, en til verkefnisins verður varið 40 milljónum króna. Sláturhúsið í Vík hf.: Þjóðhagsáætlanir áranna 1980-87: JUotjjtmWaíiia blaðB BLAO C Undanþáffa tíl slátrunar Selfossi. SLÁTRUN hefst í dag í Slátur- húsinu í Vík hf. Eftir að yfirdýra- læknir skoðaði húsið á miðvikudagskvöld gaf hann um- sögn til landbúnaðarráðuneytis- ins sem dugði til að leyfi var afgreitt þaðan síðdegis i gær. Vegna þess hversu seint undan- þága til slátrunar var afgreidd til hússins verður að öllum Iíkind- um ekki slátrað þar nema helmingi þess sem annars hefði verið gert. Sláturhúsinu í Vík hf. var til- kynnt það í ágúst að húsið fengi ekki sláturleyfí í haust. Forsvars- menn siáturhússins og bændur í Mýrdalnum vildu ekki una því að fá ekki undanþágu til slátranar eins og undanfarin ár og boðuðu til fund- ar með landbúnaðarráðherra 21. september þar sem skorað var á hann að veita leyfi. Hann kvaðst á fundinum ekki ganga gegn áliti dýralækna í þessu máli. 27. september var aftur haldinn fundur í Vík og þá með yfírdýra- lækni þar sem hann setti fram skilyrði fyrir því að sláturleyfí feng- ist fyrir sláturhúsið. Að þessum skilyrðum var gengið, allt gert sem umbeðið var og húsið því klárt til slátranar síðastliðinn föstudag. Þá setti Sigurður Sigurðarson settur yfírdýralæknir fram ný skilyrði, um að úrbætur yrðu gerðar í vatnsmál- um hússins. Þegar vatnsmálið kom upp á föstudag fóra til fundar við Sigurð að Keldum fulltrúar sláturhússins, bænda og sveitarstjómarmenn. Lögreglan í Vík var fengin til að mæla vatnsmagnið í húsinu og reyndist það vera nægjanlegt. Einn- ig var fengið álit verkfræðinga á málinu og vora allar niðurstöður húsinu í hag. Þrátt fyrir þetta fékkst ekki leyfi fyrr en eftir að Sigurður Sigurðarson hafði sjálfur skoðað sláturhúsið á miðvikudags- kvöld. Vegna þeirra skuldbindinga sem sláturhúsið hafði tekist á hendur var því lífsnauðsyn að fá slátur- leyfí. Einnig var mikið í húfí hjá bændum að fá fé sínu slátrað á eðlilegum tíma auk þess sem marg- ir áttu innlegg hjá húsinu. Forsvars- menn sláturhússins höfðu lýst því yfír að húsið yrði gladþrota ef það fengi ekki sláturleyfí, en það var eina undanþáguhúsið í landinu sem ekki fékk sláturleyfí í haust. Bergur Pálsson sláturhússtjóri sagði að strax og upplýsingar bár- ust um að leyfí fengist hefðu verið gerðar ráðstafanir að sækja fé og gera starfsfólki viðvart. „Mér finnst vinnubrögðin í þessu máli alveg dæmalaus og undarleg. Þessi lokun á húsið kom á óeðlilegum tíma og þessi vinnubrögð hafa skapað mikla óvissu og valdið ómældu tjóni,u sagði Bergur sláturhússtjóri og bætti þvf við að þetta mál hefði ekki fengið þetta farsælan endi ef Ámi Johnsen hefði ekki lagt því lið. Hjá Sláturhúsinu í Vík hf. munu 20 manns vinna við slátran í haust. í húsinu hefur einnig farið fram sláturgerð eftir sláturtíð, sem 4 konur hafa annast í 5-6 mánuði eftir að slátran lýkur á haustin. Sig. Jóns.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.