Morgunblaðið - 09.10.1987, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 09.10.1987, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 9. OKTÓBER 1987 31 Morgunblaðið/GSV Frá fundi starfsmanna RÚVAK. Frá vinstri: Ema Indriðadóttir, Gestur Einar Jónasson, Bergsteinn Gíslason, Sigríður Guðnadóttir, Margrét Blöndal, Kristján Siguijónsson og Björg Þórðardóttir. Vetrardagskrá RÚVAK hefur göngu sína Steríósendingar á döf inni VETRARDAGSKRA svæðisút- varps Akureyrar hóf göngu sina síðastliðinn mánudag. Ymsar nýj- ungar eru á döfinni hjá þeim útvarpsmönnum og ber hæst að telja morgunþátt svæðisútvarps- ins. Honum er útvarpað eftir fréttir kl. 8.00 á morgnana og stendur til 8.30. Fluttar eru fréttir af veðri, færð og flugi hér norðan- lands auk þess sem léttri tónlist er fléttað inn á milli i morguns- árið og fólk tekið i létt spjall. Ema Indriðadóttir deildarstjóri ríkisútvarpsins á Akureyri sagði í samtali við Morgunblaðið að svæðis- útvarpið yrði áfram á sfnum stað milli kl. 18 og 19 á kvöldin í umsjá þeirra Kristjáns Sigurjónssonar og Margrétar Blöndal. „Þá erum við með þáttagerð bæði fyrir rás 1 og 2 auk þess sem fréttamenn eiga að finna fréttir fyrir landsútvarpið þegar svo ber undir og umsjónarmenn svæðisút- varpsins koma stöku sinnum inn í dægurmálaútvarp Stefáns Jóns Haf- stein. Á laugardagskvöldum er þáttur Valgarðs Stefánssonar „í hnotskum" á rás 1 sem endurtekinn er um miðj- an miðvikudag. Á sunnudagskvöldum er þáttur Hauks Ágústssonar „Drif- fjaðrir". Haukur ræðir við fólk sem hefur verið í forystu á hinum ýmsu sviðum í eigin heimabyggð. Þá verður fréttaþátturinn „Landpósturinn" á Verkmenntaskólinn: Opið hús OPIÐ hús verður í hinum nýja Verkmenntaskóla á Eyrar- landsholti á morgun, laugar- dag, frá kl. 13 til 16. Nú stendur yfir fjórða starfsár skólans og hefur gestum árlega verið boð- ið að skoða skólann síðan hann hóf göngu sína. Baldvin Bjamason aðstoðar- skólameistari sagði í samtali við Morgunblaðið að bóknámsálma og verknámshúsin stæðu gestum op- in og yrðu nemendur í verknámi við iðju sína í skólanum á morg- un. Bókleg kennsla mun hinsvegar liggja niðri. Baldvin sagði að skól- inn væri stærsti „vinnustaður" Akureyrar með hátt í 1.000 nem- endur og slæi þvf SÍS-verksmiðj- umar út. Forráðamenn skólans vonast til að fólk kynni sér starf- semi skólans þar sem mikil vanþekking virðist ríkja manna á meðal um Verkmenntaskólann. „Fólk hér í bænum veit varla hvar hinn nýi skóli er, svo ég tali nú ekki um hvað fram fer hér,“ sagði Baldvin. föstudagskvöldum á rás 1 í umsjá fréttamanna. Auk þessara þátta verða tónlistarþættir sem ýmsir þáttagerðamenn skipta á milli sfn, þeir Rafn Sveinsson, Snorri Sturlu- son, Sverrir Páll Erlendsson, Inga Eydal og Kristján Siguijónsson. Okk- ur dreymir hinsvegar um að setja hér upp leikrit, svona tvö á ári. Gallinn er sá að við höfum ekki sérstakt leik- listarstúdíó eins og fyrir sunnan. Hinsvegar held ég að það ætti ekki að vera vandkvæðum bundið að taka upp leikrit hér, að minnsta kosti er hér nóg af atvinnuleikurum," sagði Ema. Sjónvarpsþættir Gísli Sigurgeirsson er fréttamaður sjónvarps á Akureyri og mun hann koma til með að gera nokkra mann- lífsþætti frá Akureyri. Margrét Blöndal hefur í undirbúningi viðtals- þátt við Ingimar Eydal í tilefni af 25 ára hljómsveitarafmæli hans og verður sá þáttur að öllum líkindum sýndur í nóvember. Þá er trúlegt að Ema muni sjá um mánaðarlega um- ræðuþætti eftir áramótin. Steríó á næsta leiti Ema sagði að útsendingar RUVAK væm ennþá í mónó. Hins- vegar væri mikið búið að ræða um steríólínu fyrir RUVAK og væri sú framkvæmd á næsta leiti. Hún væri þó helmingi dýrari fyrir RÚV en mónólínan núverandi. Erna Indriðadóttir deildarsljóri RÚVAK. Tveir nýir fréttamenn Ráðnir hafa verið tveir nýir frétta- menn hjá ríkisútvarpinu á Akureyri. Gestur Einar Jónasson, sem áður var útvarpsstjóri Hljóðbylgjunnar, hóf störf hjá RUVAK í lok september og Sigurður Tómas Björgvinsson hefur störf þann 1. nóvember nk. á frétta- stofu. Hann er Siglfirðingur og hefur BA-próf í stjómmálafræðum frá Há- skóla íslands. Hann hefur ekki starfað áður sem fréttamaður, en unnið að umferðarþáttum á vegum Umferðarráðs. Ragna Hermaiinsdóttir sýnir í Gamla Lundi RAGNA Hermannsdóttir mynd- listarmaður opnar sina fyrstu einkasýningu á Akureyri i Gamla Lundi við Eiðsvöll, á morgun laugardag 10. október kl. 16.00. Sýningunni lýkur sunnudaginn 18. október kl. 20.00. Ragna hefur nýverið haldið sýn- ingu í Reykjavík. Sýningin á Akureyri samanstendur að hluta til af verkum frá Reykjavíkursýn- ingunni, en einnig myndum sem sýndar verða í fyrsta skipti. Um er að ræða teikningar, grafik, málverk og bækur sem Ragna hefur gert. Ragna hóf myndlistamám á full- orðinsárum og stundaði nám við Myndlista- og Handíðaskóla ís- lands 1979-1983. Framhaldsnám stundaði hún í Bandaríkjunum og síðar við ríkisakademíuna í Amst- erdam, þaðan sem hún útskrifaðist á liðnu sumri. Ragna Hermannsdóttir mynd- listarmaður. Sýningin er opin alla virka daga frá kl. 17.00 til 20.00 og kl. 15.00 til 20.00 um helgar. Kaupþing Norðurlands hf.: Efnir til náms- stefnu um íslenskan fj ármagnsmarkað KAUPÞING Norðurlands hf. efnir til námsstefnu um íslenskan fjármagnsmarkað og hlutverk hans þann 16. október nk. og hefst hún kl. 14.00. Námsstefnan er einkum ætluð framkvæmda- stjórum og forstöðumönnum fyrirtækja og stofnana, svo og öðrum sem áhuga hafa á að taka þátt í umræðum um þær miklu breytingar sem orðið hafa á íslenskum fjármagnsmarkaði á síðustu árum, áhrif þeirra og horfur í nánustu framtíð. Kaupþing Norðurlands hf. hefur fengið þrjá fyrirlesara til þess að halda fyrirlestra á námsstefnunni. Prófessor Guðmundur Magnússon hagfræðingur talar um hlutverk fjármagnsmarkaðar í hagkerfinu og hvernig hann hefur þróast. Davíð Bjömsson rekstrarhagfræðingur ræðir um öflun lánsQár gegnum verðbréfamarkað, hvemig fjár- mögnun fer fram og hvað hún kostar. Þá ræðir dr. Pétur H. Blön- dal stærðfræðingur um þýðingu raunvaxta og helstu ávöxtunarleið- ir. _ í frétt frá fyrirtækinu segir að starfsemi verðbréfamarkaða hafi stóraukist, einkum með tilkomu ávöxtunarsjóðanna. Kaupleigufyr- irtæki hafa verið stofnuð og starf- semi þeirra nú þegar orðin stór hluti af fjármagnsmarkaðnum. Bankar hafa stofnað verðbréfadeildir sem miðla skuldabréfum. Útgáfa skuldabréfa hefur stóraukist, þann- ig að í dag hefur sparifjáreigandi mun fleiri ávöxtunarvalkosti en áður. Hann getur keypt bréf ávöxt- unarsjóðanna, bréf útgefin af kaupleigufyrirtækjunum og stór- fyrirtækjum, bankatiyggð skulda- bréf veðdeilda, banka og sparisjóða, spariskírteini ríkissjóðs og hann getur lagt sparifé sitt í banka, seg- ir ennfremur. Þátttaka í námsstefnunni til- kynnist Kaupþingi Norðurlands hf. fýrir mánudaginn 12. október. Málfreyjur funda á Akureyri ANNAÐ ráð málfreyja á íslandi mun hefja vetrarstarf sitt með ráðsfundum sem haldnir verða á Hótel KEA á Akureyri dagana 10. og 11. október. í ráðinu eru starfandi niu málfreyjudeildir, þar af þrjár á Norðurlandi. Ein er í Mývatnssveit og tvær á Akur- eyri. Málfreyjudeildin Rún á Akureyri verður gestgjafi fund- arins á laugardaginn, sem hefst kl. 10.30. Meðal dagskrárefnis á fundinum mun forseti Landssamtaka mál- freyja á íslandi, Kristjana Milla Thorsteinsson, flytja fréttir af 'al- þjóðaþingi ITC. Ingveldur Ingólfs- dóttir, fyrrverandi forseti landssamtakanna, mun flytja fræðslu um deildarstörf. Málfreyjudeildin Mjöll Akureyri verður gestgjafi fundarins á sunnu- daginn og hefst hann kl. 10.15. Meðal efnis verður fræðsla um óundirbúinn ræðuflutning í umsjón Patriciu Hand. Einnig verður fræðsla um undirbúnar ræður og mun Sigrún Sjgurðardóttir annast þá fræðslu. Á ráðsfundinum fer fram ýmis önnur fræðsla auk hinna hefðbundnu félagsmálastarfa. Akureyri óskar eftir fólki á öllum aldri til að bera út Morgunblaðið strax og það ‘ kemuríbæinn. „Hressandi morgunganga" Hafiðsamband! Hafnarstræti 85, Akureyri, sími 23905. R^OCJOF OC RNÐNINCAR Ráðningaþjónusta NÁMS-OGSTARFSRÁÐGJÖF Stefanía Amórsdóttir - Valgerður Magnúsdóttir, BREKKUGÖTU 1, AKUREYRI. SÍMI 96-27577. Opiðfráki. 13-17

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.