Morgunblaðið - 09.10.1987, Side 20

Morgunblaðið - 09.10.1987, Side 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 9. OKTÓBER 1987 Sláturfj árflutning- ar úr Brokey á Breiða- firði til Stykkishólms Stykkishólmi. BROKEYINGAR komust í hann krappan við flutning á sláturfé úr Brokey í Stykkishólmi á mánudaginn var. Hugðust þeir koma fénu til Stykkishólms en um það leyti sem þeir voru komnir meira en hálfa leið, áttu svona hálftíma ferð á leiðarenda, var veður orðið svo erfitt og vont að vonlaust var að halda ferðinni áfram. Farmur- inn var í þrem bátum sem hafa verið notaðir til fjárflutninga og taka á sig veður og eins og þarna stóð á var varla hægt að fara fetið. Voru þeir þá komnir undir Skoreyjar sem eru ekki langt frá Hólmin- um. Var því ekkert um annað að gera en leita vars og koma fénu á beit og það var gert. Fréttaritari átti örfá orð við Guð- jón Hjaltalín á miðvikudag þar sem hann ásamt félögum sínum var að koma fénu úr bátunum upp í flutn- ingabíl á bátabryggjunni. Hann sagði að þetta hefði verið það eina sem þeir gátu gert á mánudaginn og á þriðjudag hafi ekki verið viðlit að ná í féð til að koma því á áfanga- stað. En á mánudagsmorgun, þegar veðri slotaði, hafí þeir farið til að ná fénu og hafí það gengið vel og um það leyti sem þeir komu inn í eyjar hafí verið komið allt að því logn. „Ég held við höfum aldrei verið í neinni verulegri hættu en það getur alltaf farið illa þegar veður er vont og við með svona þungan og erfiðan flutning, en þetta fór allt vel. Við vorum 5 saman og allt samhentir menn,“ sagði Guðjón. í Brokey hefír ekki verið vetrar- dvöl í nokkur ár. Féð hefír gengið þama sjálfala en fylgst með því vel. Bræðumir Vilhjálmur og Jón Hjaltalín bjuggu seinastir þarna. Vilhjálmur er kominn yfír áttrætt og Jón yfír nírætt. Hvort byggðin verður lögð þama alveg í eyði seg- ir landbúnaðarstefnan ef til vill mest til um og svo eins hitt að það em önnur viðhorf til eyjabúskapar en áður. En hús em þar góð og við haldið. Við eigum kannski eftir að sjá ljós í eyjum aftur. — Árni Morgunblaðið/Ámi Helgason Fénu ýtt upp í fjárflutningabílinn. Bátamir sem féð var flutt í heyra brátt sögunni til. Áður vora fjár- flutningar algengir en í dag eru þeir mjög fátíðir. Kjötmarkaðurinn á síðasta verðlagsári: Nautgr ipakj ötssalan j ókst um 20%, kmdaldötssalan minnkaði loðdýrafóður 48 tonn og rýmun nam 122 tonnum. Birgðir kinda- lqöts í landinu vom um 2.400 tonn samkvæmt bráðabirgðauppgjöri Framleiðsluráðs. Framleiðsla nautgripakjöts á verðlagsárinu var 3.211 tonn sem er svipað og árið áður. Salan var 3.167 tonn, 538 tonnum, eða 20,5%, meiri en árið áður. Birgðir naut- gripakjöts vom um 980 tonn, nokkru minni en á sama tíma árið áður. Framleidd vom um 2.200 tonn af fuglakjöti, svipað og árið áður. Salan jókst úr 1.795 tonnum í 1.935 tonn, eða um tæp 8%. Framleiðslu- ráð áætlar birgðir fuglakjöts 575 tonn 1. september sl., en þær vom taldar vera 320 tonn á sama tíma árið áður. Mest var framleitt hjá sláturhúsunum ísfugl í Mosfells- sveit og Dímon á Hellu, 750—775 tonn hjá hvom húsi. Vetraráætlun Ut- sýnar komin út 75% aukning í hópferðum Útsýnar í sumar SALA á kindakjöti á innanlands- markaði minnkaði um rúm 500 tonn á síðasta verðlagsári. Hefur kindakjötsneyslan ekki verið minni um árabil. Aftur á móti jókst sala á flestum öðrum kjöt- tegundum, þannig að á heildina litið varð kjötneysla landsmanna meiri en áður. Áberandi mest var söluaukning á nautgripakjöti, rúm 500 tonn, eða um 20%. Birgðir kjöts í landinu við lok verðlagsársins, þann 1. septem- ber síðastliðinn, voru rúm 4.000 tonn. Út úr slátmn sauðfjár haustið 1986 komu tæp 13.000 tonn af kindakjöti. Sala á innanlandsmark- aði á verðlagsárinu 1986/87 var 8.695 tonn, 519 tonnum eða 5,6% minni en árið áður, samkvæmt skýrslu Framleiðsluráðs landbúnað- arins. Út vom flutt nærri 4.000 tonn, á haugana fóm 111 tonn, í Svefneyjamál: Afgreiðsla tafist vegnaanna AFGREIÐSLA svokallaðs Svefn- eyjamáls hefur tafist hjá embætti ríkissaksóknara, vegna anna við embættið. Mál þetta kom upp þegar sambýl- isfólk var kært fyrir kynferðislega misnotkun stúlkna, sem höfðu dval- ið hjá þeim í sumarbúðum. Að sögn Hallvarðs Einvarðssonar, ríkissak- sóknara, hafa annir tafíð afgreiðslu málsins. Hann sagði þó, að nú færi að styttast í afgreiðslu. FERÐASKRIFSTOFAN Útsýn hf. hefur gefið út glæsilega lit- prentaða _ vetraráætlun 1987/1988. Átælun þessi er 32 bls. að stærð og prentuð i miklu upplagi. I inngangsorðum undir fyrir- sögninni „Ferðavetur framundan" er spáð miklum ferðalögum íslend- inga í vetur. Þar segir: „Allt bendir tii að íslendingar verði á faraldsfæti í vetur. Nú er Áreitti börn MAÐUR sýndi böraum kynfæri sín við Hólmgarð á miðvikudag. Þegar lögreglan kom á vettvang var maðurinn horfinn og hefur ekki náðst til hans enn. Það var skömmu fyrir kl. 21 á miðvikudagskvöld sem maðurinn áreitti bömin í almenningsgarði á milli Hólmgarðs og Hæðargarðs í Reykjavík. Bömin létu þegar vita af þessu og var kallað á lögregl- una. Þegar hún kom á vettvang var maðurinn á bak og burt. lokið góðu sumri í ferðalögum landsmanna. Hjá okkur í Útsýn jókst íjöldinn í hópferðum sumars- ins um 75% frá sumrinum 1986, sem engu að síður var annasamt. Lífsmynstur íslendinga hefur tekið öram breytingum á undanf- ömum áram. Hluti af þeim breyt- ingum felst í því að landsmenn gera vaxandi kröfur til þess að hafa tök á að ferðast til annarra landa, kynnast framandi þjóðum og víkka sjóndeildarhringinn. Bættur kaupmáttur og auknar ráðstöfunar- tekjur að undanfomu gera fleiram kleift að láta ferðadraumana ræt- ast. í vetraráætlun kynnum við ykkur ýmsa möguleika til að stytta skammdegið. Hér er um ýmsar nýjungar að ræða, en við höldum einnig tryggð við hefðir sem skapast hafa á und- anfömum áram. Utsýn býður allar hugsanlegar stórborgarferðir, leiguflug í sólina á Spáni, skíðaferð- ir — jafnvel til Spánar. Kanaríeyjar og Madeira era á sínum stað, Florida með vaxandi þunga, svo og Bandaríkin í heild og Karabíska hafíð svo nokkuð sé nefnt. Við skyggnumst inn í öll heimsins hom eins og best sést á því að Heims- reisuklúbbur Útsýnar heldur alla leið til Kína í vetur. Hjá okkur situr þjónustan í fyr- irrúmi. Hún er byggð á aldarþriðj- ungs reynslu og samböndum sem eiga að tryggja viðskipavinum Út- sýnar besta verðið. Við fögnum ferðavetri framund- an og bjóðum ykkur velkomin — með Utsýn um allan heim." Vetraráætlun Útsýnar liggur frammi á ferðaskrifstofunni í Aust- urstræti 17 og hjá umboðsmönnum um land allt. (Fréttatilkynning'.) Út úr slátran á svínum komu 1.915 tonn af svínakjöti á verðlags- árinu, 122 tonnum meira en árið áður. Heildarsalan á árinu var 1.950 tonn, sem er 181 tonni, eða 10,2%, meira en árið á undan. Birgðir minnkuðu á árinu og vora 25 tonn í lok verðlagsársins. Framleiðsla og sala á hrossakjöti minkaði heldur á árinu. Framleiðsl- an var 706 tonn og salan 710 tonn, og minnkaði salan um 6,1% frá árinu á undan. Birgðir vora 57 tonn í lok verðlagsársins, 11 tonnum minni en við upphaf ársins. Kjötneysla á Islandi hefur aukist á undanfömum áram. Á síðasta verðlagsári vora seld 16.457 tonn af helstu kjöttegundum, nærri 300 tonnum meira en árið áður. Sam- svarar kjötneyslan nærri 67 kg á hvert mannsbam í landinu. Arið 1983 var hún rúmlega 63 kg á mann. Innanlandssala á kindakjöti á verðlagsárinu samsvarar 35,6 kg á mann, en var um 44 kg árið 1983. Enn er kindakjötsneyslan þó meira en helmingur af kjötneyslu lands- manna. Nautgripakjötið sótti mjög á á árinu, var 12,5 kg á móti rúm- um 9 kg árið 1983. Neysla á svína- og fuglakjöti eykst stöðugt. Á síðasta ári samsvaraði sala svína- kjöts um 8 kg á mann og fuglakjöts um 7,9 kg á mann, samanborið við rúmlega 3 kg hvor tegund árið 1983. Hrossakjötsneyslan hefur verið 3—3,5 kg á mann undanfarin ár en fór niður í 2,9 kg á síðasta ári. Satnbandshús- in keypt fyrir 280 milljónir SAMKOMULAG hefur náðst um kaup ríkissjóðs á húsnæði Sam- bands íslenskra samvinnufélaga við Sölvhólsgötu i Reykjavík og Lindargötu, þe. Sambandshússins og Edduhússins svokallaða, og er stefnt að því að undirrita kaupsamning í dag. Hvorugur aðilinn hefur viljað gefa upp kaupverð en samkvæmt upplýsingum Morgun- blaðsins er það 280 milljónir króna. Reiknað er með að þessi kaup borgi sig á 10 áram en fyrirhugað er að flytja í húsin ráðuneyti sem hingað til hafa verið f leiguhúsnæði. Gólfflötur húsanna er alls 5800 fermetrar, þar af er Sambandshúsið um 4100 fermetrar. Gert er ráð fyrir að Sambandið rými húsin að ári liðnu frá undirritun samningsins en opið er í samkomulaginu að Sambandið getur rýmt hluta hús- anna fyrr, eða leigt hluta þeirra lengur. Samkvæmt upplýsingum Morg- unblaðsins bauð fjármálaráðuneytið upphaflega 210 milljónir í húsið en Sambandið vildi fá yfír 100 milljón- um meira. Lengi virtist sem ekki næðist saman því bilið breikkaði frekar en hitt við endurmat tilboð- anna, en síðan komst skriður á viðræðumar. Gert er ráð fyrir að Sambandið flytji bækistöðvar sínar í Kópavog en viðræður hafa staðið yfír við eigenda Smárahvammslands um að Sambandið kaupi þar 25 hektara. í samtali við Morgunblaðið sagði Kjartan P. Kjartansson forstöðu- maður fjármáladeildar Sambands- ins að ekki hefði enn verið skrifað undir neina samninga við eigendur Smárahvammslands í Kópavogi ekki yrði skrifað undir neinn kaup- samning nema rætt hefði verið formlega við borgarstjóra Reykja- víkur áður. Ríkisstjórnin fól íjármálaráð- herra í sumar að ná samkomulagi um kaup á skrifstofuhúsi Sam- bandsins. Fyrirhugað er að þangað flytjist þau ráðuneyti sem ekki hafa verið hýst við Amarhólinn, heil- brigðis og tryggingarmálaráðu- neytið, utanríkisráðuneytið, landbúnaðarráðuneytið, félags- málaráðuneytið og samgönguráðu- neytið. Einnig mun menntamála- ráðuneytið fá þar inni með skrifstofur sínar. Þessi ráðuneyti hafa hingað til verið í leiguhúsnæði.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.