Morgunblaðið - 09.10.1987, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 09.10.1987, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 9. OKTÓBER 1987 Yíðtækt alþjóðlegt sam- konuilag er forsenda sigl- ingaleiðar á norðurslóðum — sagði Eyjólfur Konráð Jónsson Hér fer á eftir erindi, sem Eyjólfur Konráð Jónsson, for- maður utanríkismálanefndar Alþingis, flutti á ráðstefnu um siglingaleið á norðurslóðum, sem haldin var í gær: Tækniframfarimar hafa verið svo gífurlegar að menn sem komn- ir eru yfir miðjan aldur botna lítt í því öllu saman, nema þeir sem beinlínis stunda vísindin og starfa á þessum sviðum. Tunglferðir þóttu með ólíkindum fyrir nokkrum ára- tugum. Nú eru þær fortíðarfyrir- bæri, sem menn nenna varla að tala um, hvað þá að stunda. Sigling- ar í gegnum ís, undir ís og jafnvel á honum eru hins vegar nægilega gamalt fyrirbæri til að við leikmenn skiljum það og teljum okkur bæra að taka þátt í umræðunni. Og sjálf- ur varð ég strax spenntur þegar mér voru kynntar þær hugmyndir, sem hér eru til umræðu, og sló til að taka þátt í henni. Mér var þá samstundis úthlutað því verkefni að ræða um stríð og frið á norður- slóðum. Engum orðum þarf að því að eyða að gífurleg hernaðaruppbygg- ing hefur átt sér stað í norðurhöfum og nú óttast þjóðimar við hin nyrstu höf að þrýstingur á þær kunni að vaxa, en ekki minnka, ef tekst að draga úr þunga þeim, sem hvílt hefur á Mið-Evrópu. Hinu er heldur ekki að ieyna að eitthvert mesta víghreiður veraldarsögunnar er beinlínis á þeirri siglingaleið sem hugmyndir eru um að opna upp á gátt. Sú staðreynd kemur óhjá- kvæmilega inn í umræðuna og ótal spumingar vakna, herfræðilegar og pólitískar, efnahagslegar og á sviði umhverfísvemdar. Þeim verður ekki svarað í stuttu máli og heldur ekki löngu. Þær verða fremur vakt- ar en þeim svarað. Fyrsta og augljósasta staðreynd- in er sú, að meginhluti siglingaleið- arinnar mun liggja um sovésk höf, „Mare Sovetica", Rússar gætu því lokað henni þegar í stað ef til átaka drægi. En hver væri ávinningur þeirra af því að koma með ein- hveijum hætti til móts við aðra í alþjóðasamvinnu t.d. með því að draga mjög úr hemaðarumsvifum á norðurhöfum og gera þessa sam- vinnu þannig að veruleika. Ljóst er að af því gætu þeir haft gífurlegan efnahagslegan ávinning og hann skortir þá nú fyrst og síðast. En eru þeir af stjómmálalegum og hemaðarlegum ástæðum reiðubúnir að opna hafnir sínar og jafnvel sam- gönguleiðir á landi suður og vestur á bóginn? Því geta engir nema þeir svarað — og kannske enginn þeirra nema þá fyrir sjálfan sig. En um- ræðan er vakin. Eins og fyrri daginn mun risa- veldin tvö hafa megináhrif á þróun heimsmála og hermála og þá ekki síst umhverfis Norðurpólinn. Og þó, þriðji efnahagsjötuninn er að rísa úr híði sínu og hann lætur mái á borð við þetta áreiðanlega til sín taka ásamt Japönum. Ég er nýkom- inn heim úr ferð allrar utanríkis- málanefndar Alþingis til Evrópu- bandalagsins og Evrópuþingsins og eftir þá för er ég sannfærður um það að landamæri Vestur-Evrópu- landa verða brotin niður og 320 milljón manna menningarþjóðir renna saman í eina efnahagsheild. Þannig ætti mannskæðum átökum þessara þjóða í aldaraðir að vera lokið í eitt skipti fyrir öll og fram- farir að verða meiri en áður hefur þekkst. Auðvitað fylgjast valdamenn Ráðstjórnarríkjanna náið með þess- ari þróun — eða nánast byltingu — enda þegar komið á samband bandalagsins við þá og Comecon. Ekki getur hjá því farið að þeir geri sér grein fyrir að þeir verði með einhveijum hætti að taka þátt í efnahagssamkeppninni ef Sov- étríkin eiga ekki að dragast enn lengra aftur úr. En hvemig? Því hljóta þeir að velta fyrir sér og vonandi komast þeir að réttri niður- stöðu. Hitt ættu þeir einnig að sjá í hendi sér, að ógn sú sem Rússum hefur í langri fortíð stafað af átök- um sem oftar en ekki áttu upptök sín í deilum, valdabaráttu og þjóð- rembingi í Vestur-Evrópu er ekki lengur fyrir hendi, Evrópubanda- lagið hefiir rutt henni úr vegi. Þróun alþjóðamála hefur á síðast liðnum hálfum öðrum áratug orðið með þeim ólíkindahraða að ekki er að furða að menn hafi ruglast svo- lítið í ríminu. Ef tekið er dæmi sem íslendingar þekkja best er það auð- vitað á sviði hafréttarins, sem beint kemur inn í þessa umræðu. Frá 1972—1976 færðist yfírráðaréttur okkar yfir auðlindum hafsins um- hverfis landið úr 12 sjómflum í 200 mflur, en sú víðáttu efnahagslög- sögunnar var þá orðin alþjóðalög í raun, „de facto" vegna aðgerða strandríkja og þriðju Hafréttarráð- stefnu Sameinuðu þjóðanna sem ýmsir hafa síðar nefnt merkustu alþjóðaráðstefnu sögunnar því að þar var ráðið til lykta yfirráðum a.m.k. tveggja þriðju hluta jarðar- kringlunnar með samkomulagi og samningum án þess að nokkur al- varleg átök yrðu né atkvæðagreiðsl- ur fyrr en á lokadegi ráðstefnunnar. Þá hafa íslendingar og Norð- menn með tveim merkum samning- um 1980 og 1981 náð samkomulagi um sameign og samnýtingu í 200 sjómflna efnahagslögsögu Jan May- en, nú er fjallað um hafsbotnsrétt- indi íslendinga, Dana / Færeyinga á Hatton-Rockall-svæðinu og vænt- anlega koma Bretar meira en verið hefur inn í þá umræðu. Ákveðið er að íslendingar, Norðmenn og Danir fyrir hönd Grænlendinga hafi sam- starf um að tryggja hafsbotnsrétt- indi landanna á svæðinu vestan Noregs og austan íslands og Græn- lands. Loks hafa íslendingar helgað sér 350 sjómílna hafsbotnsréttindi Reykjaneshrygg. Um þetta hefði engan dreymt fyrir hálfum öðrum áratug. En hér má til gamans geta þess að þegar umræðurnar urðu hvað líflegastar um hafsbotnsréttindi utan 200 mílna undir lok Hafréttarráðstefn- unnar æxlaðist það svo að sendi- nefndir Sovétríkjanna og íslands hittust á nokkrum fundum og náðu þær samkomulagi um það að ef um Belgrað, Reuter. HUNDRUÐ háskólanema gripu til aðgerða á lóð Títógraðs- háskólans til að mótmæla slæmu skólafæði. Hefur verið efnt til aðgerða um land allt af sama tilefni að undanfömu, að sögn blaðsins Borba í Belgrað. Að sögn blaðsins tóku um 800 væri að ræða neðansjávarhryggi skyldi eðliieg framlenging land- grunns einskorðast við 350 mflur. Þetta var síðan mótmælalaust fellt inn í Hafréttarsáttmálann og eru nú alþjóðalög. Rússamir voru svolítið grimmdarlegir við okkur fyrst, töldu okkur víst vera með stórveldadrauma því að við ætluð- um að teygja okkur suðureftir öllu Atlantshafi. En þegar við settum upp sakleysissvip, sögðum ekkert vera fjær okkur og spurðum bara hvað við mættum fara langt féll allt í ljúfa löð. Þótt þetta sé sagt til gamans sýnir það hvað getur gerst þegar menn tala saman. Norðurleiðin verður vart alþjóðaleg siglingaleið í náinni framtíð nema um málið náist víðtækt alþjóðlegt samkomu- lag, sem ýmist beint eða óbeint tengist hagsmunum á sviði efna- hags og öryggis þjóðanna. Og því nefni ég Hafréttarráðstefnu SÞ að mig langar að varpa fram þeirri hugmynd um að málið yrði haldin ráðstefna þar sem fylgt yrði fundar- sköpum þeim, sem vel gáfust á Hafréttarráðstefnunni. Þátttakend- háskólanemar þátt í aðgerðunum í Títógrað, sem er í suðvesturhluta landsins. Aðalkrafan var um betra skólafæði en tækifærið notað til að minna á gamlar kröfur um betri íþróttaaðstöðu og um rannsókn á fjárreiðum skólans. Fyrir mánuði efndu á annað þús- Eyjólfur Konráð Jónsson „Norðurleiðin verður vart alþjóðaleg sigl- ingaleið í náinni framtíð nema um málið náist víðtækt alþjóðlegt samkomulag, sem ýmist beint eða óbeint tengist hagsmunum á sviði efnahags og öryggis þjóðanna. Og því nefni ég Hafréttarráðstefnu SÞ að mig langar að varpa fram þeirri hug- mynd um að málið yrði haldin ráðstefna þar sem fylgt yrði fundar- sköpum þeim, sem vel gáfust á hafréttarráð- stefnunni.“ ur gætu hins vegar orðið miklu færri en á henni, en þó líklega flest- ar þjóðir eða þjóðasamtök á norðurhvelinu eða þær sem þess æsktu. Ég sagði áðan Ráðstjómarríkin mundu hafa mikinn efnalegan hag af því að þessi draumur rættist, en það munu flestar eða allar aðrar þjóðir einnig hafa og örugglega all- ar _ Atlantshafsbandalagsþjóðimar og ísland er ekki lítið inni í mynd- inni eins og aðrir hafa gert hér grein fyrir. Ég held að batnandi hagur fólks um heim allan og bætt menntunar- og menningarskilyrði sé leið til að tryggja heimsfrið og viss er ég um það að bættar sam- göngur og margháttuð samskipti er önnur leið að markmiðinu. Þetta eru auðvitað engin ný sannindi. Það væri ekki nýjung þótt risaveldin sjálf hæfu viðræður um norðurleið- ina. Jafnvel þegar kalda stríðið var í frostmarki tóku þær upp samstarf á sviði geimvísinda og geimferða — og er ég þá aftur kominn til tungls- ins sem ég byijaði á. Þau samskipti voru ekki síður viðkvæm af örygg- isástæðum en umræður um norður- leiðina eru nú og þau voru vel fallin til að draga úr spennu. Það held ég að stóraukin og opin efnahags- samskipti sem fylgja munu fram- kvæmd hugmyndarinnar sem til umræðu er gætu líka orðið. Að minnsta kosti fæ ég ekki í fljótu bragði séð hvemig glæstar vonir þjóða Ráðstjómarríkjanna um bætt lífskjör við hraða nýtingu auðlegðar Síberíu vegna alþjóðlegs samstarfs ættu fremur að glæða hemaðar- anda en friðarvilja. und námsmanna til mótmælaað- gerða í Sarajevo. Kröfðust þeir betra fæðis og betri aðbúnaðar á garði skólans. Svo slæmt er ástand- ið við skólann að mörghundmð námsmenn, sem kaupa sér fæði í mötuneyti skólans, hafa fengið matareitrun undanfamar vikur. og Dani (vegna Grænlands og e.t.v. Færeyja), að þjóðimar helgi sér hafsbotnssvæðið í sameiningu. Ljósu fletimir innan svæðisins mundu örugglega falla til einhvers ríkjanna eftir reglum 76. gr. Hafrétt- arsáttmálans, en dökku fletirnir sýna spildur þar sem enn hefur ekki verið nægilega athugað hvort ríkin gætu helgað sér í sameiningu. Þau kynnu þó að gera það við nánari skoðun og þar með væri öllum norðurslóðum lokað. Júgóslavía: Námsmenn mótmæla lélegu skólafæði

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.