Morgunblaðið - 09.10.1987, Qupperneq 18

Morgunblaðið - 09.10.1987, Qupperneq 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 9. OKTÓBF.R 1987 Menningarlíf í Tékkóslóvakíu — Zdenek Urbánek: „Er hrifnari af höfundum, sem skrifa í samræmi við æviferil sinn“ Viðmælandi hans: Kjell Olaf Jensen Zdenek Urbánek er ekki einungis einn af merkari rithöfundum Tékkóslóvakíu, heldur hefur hann einnig skrifað bókmenntagagnrýni í formi ýtarlegra ritgerða, meðal annars um James Joyce, og hann hefur þýtt verk Shakespeares á tékknesku. Auk alls þessa er hann óvenjulega við- felldinn maður. Hið einasta, sem ómögulegt reyndist að fá hann til að tala um, eru hans eig- in bækur. Zdenek Urbánek, þú hefur verið afar hvassyrtur í gagnrýni þinni á Milan Kundera; hvað veldur því? Það er vegna þess, að ég trúi ekki einu einasta orði af því, sem hann skrifar. Kannski af því að ég þekkti hann persónulega hér áður fyrr, kannski af því að ég hafði kynnzt Ijóðum hans, sem hann orti upp úr 1950. Núna seg- ist hann hafa verið alveg óþekkt skáld — en í raun og veru var hann mjög vel þekktur; hann vann til margra bókmenntaverðlauna ríkisins í Tékkóslóvakíu. Meðal annars sem hann orti þá var lof- kvæði um Stalín og um aðra flokksleiðtoga. En það er að sjálf- sögðu einungis lítill hluti af verkum hans . . . Þú hefur meira dálæti á öðrum rithöfundum? Ég hef til dæmis meira dálæti á Ludvik Vaculík — hann hefur að minnsta kosti ekki ort lofkvæði til Stalíns; eiginlega hefur hann ekki ort lofkvæði um neinn. Tref- ulka, sem er náinn vinur Kunder- as, heldur því fram, að við Tékkar skiljum Kundera ekki, segir að hæðnin hjá honum og hið fárán- lega í verkum hans fari fyrir ofan garð og neðan hjá okkur — en auðvitað vitum við um allt þetta. Milan Kundera hófst handa við að útbúa sér nýja sjálfsævisögu eftir að hann hvarf yfir landamær- in til Vesturlanda, og það er saga full af ósannindum. Hann hefur einnig fellt burt heilmörg atvik og segir öðruvísi frá aðstæðum heldur en þær voru — það versta er, að hann hefur útskýrt brottför sína frá Tékkóslóvakíu með því að segja, að allir sem einhvem tíma hittu hann hérlendis og töluðu við hann, hafi orðið fyrir barðinu á lögreglunni og hafi jafnvel mátt búast við að lenda í fangelsi. Öllum héma í Tékkóslóvakíu ofbýður slíkur helber þvættingur. engum hefur verið gert hið minnsta til miska fyrir að hafa haft eitthvert samband við Milan Kundera. Það er auðvitað til fólk, sem fór fyrir fullt og allt frá Tékkóslóvakíu af því að það kunni ekki við sig hér- lendis, og það er svo sem allt í lagi með það. En Milan Kundera bjó til einhveija allt aðra sögu um þetta; og þannig er hann líka sem rithöfundur. Hvaða bækur hans falla þér ekki í geð? Mér líkaði ekki „Bók hláturs og gleymsku", en ég ákvað samt að lesa hana. Ég þekkti fyrri bækur Kunderas. Eftir það sagði ég við sjálfan mig, að ég væri búinn að fá nóg af þessum rithöfundi — það er svo margt annað að lesa. En hvað er það nákvæmlega, sem er að bókum Kunderas? Hér í Tékkóslóvakíu hafa menn, bókmenntagagnrýnendur og bók- menntafræðingar, reynt að setja fram gagnrýni á einstök atriði — það er að því er virðist erfílt að greina á milli persónu og verks — en ég álít að Kundera sé algjör uppgerðar rithöfundur. Annars vegar heldur hann því fram, að hann sé að skrifa um atvik, sem hann hafí mátt reyna í eigin lífí og hafí haft djúpstæða þýðingu fyrir þróun hans; hins vegar skrif- ar hann svo um þá hluti og kringumstæður, sem standa alls ekki í neinu sambandi við það, sem hann hefur reynt í lífínu. í „Bók hláturs oggleymsku “ skrifar hann um atburði í Tékkóslóvakíu án þess að sýna minnsta snefíl af raunverulegum skilningi á því lífí, sem við lifum hér. Hann gefur sem sagt ranga mynd af lífinu í Tékkóslóvakíu? Já, það verð ég að segja, jafn- vel þótt þeir Tékkar séu auðvitað til, sem hafa dálæti á Kundera. En þessir lesendur virðast samt vera í hópi þeirra óbókvísu, menntasnauðu manna sem loks hafa látið ginnast til að trúa því, að þeir skilji vitræna bók. En er annars nokkuð nema gott eitt um það að segja, að menn séu neyddir til að víkka sjóndeildar- hring sinn? Að vísu ekki, en í þessu tilviki er bara um að ræða þykjustu- menntahneigð, menntasnobb. Lesendum fínnst þeir ekki til- neyddir að hafast neitt að eða lesa eitthvað eftir að hafa lokið við bókina. Menn geta lokið bókinni í sálarró og lagt hana frá sér án nokkurra örðugleika. Og það er vegna þess, að Kundera sjálfur hefur ekki fundið til neinnar ábyrgðar gagnvart sannleikanum. Milan Kundera er einn af þeim rithöfundum, sem móta siðferðis- lögmál persóna sinna út frá öðrum staðli heldur en sínum eigin. Hann er demiurg eða goðumlíkur heims- hönnuður, sem á sinn kuldalega og hæðnislega hátt skapar heim söguhetja sinna að geðþótta. Að- ferð, sem ber vott um uppgerð í menntalegu tilliti. Vaculik er aftur á móti rithöf- undur af allt annarri gerð — hann upplifír sjálfur líf og æviferil sögu- hetja sinna. Líf þeirra verður til við þær sömu siðferðislegu kring- umstæður og höfundurinn lifír við. Hið sama á við um Konwicki, pólska rithöfundinn, sem samdi skáldsöguna „Litlu heimsslitin“. í tékkneskum bókmenntum get ég bent á Josef Skovrecky og bók hans „Sagan um tæknifræðing sálarinnar“ — þar er einnig um skáldsögu að ræða, þar sem höf- undurinn er sjálfur viðstaddur og þá ekki bara sem einhver upp- diktuð söguhetja, heldur er þar með sinni vitund, sinni ábyrgð, til staðar í öllu lífshlaupi söguhetja sinna. En þótt til séu aðrar aðferðir við að skrifa skáldverk, þá verður það þó ekki til þess að gera að- ferð Milans Kundera „6gilda“? Það er rétt, að þær bókmenntir sem Kundera skapar, eru bara einn möguleikinn meðal annarra; hann er svo sem ekki óhugsandi. En ég kýs þó fremur aðra mögu- leika með tilliti til þess veruleika, sem einkennir Tékkóslóvakíu nú á tímum. í grein sinni „Rómantík kúgun- arinnar“ skrifar Philip Roth, að ritverk eftir höfunda í kúguðum þjóðlöndum séu yfírleitt allt of hátt skrifuð, sökum þeirrar ró- mantíkur kúgunarinnar sem ríkti hér. Hann lætur svo ummælt, að við í þessum löndum séum tekin Gatnamót Reykjanesbrautar og Njarðvíkurvegar. Fjær á myndinni má sjá stórvirkar vinnuvélar rífa upp gamla veginn sem greinarhöfundur telur að nota hefði átt áfram. Umferðarmá! í Eeykjavík, Mosfellsbæ og Njarðvík Fjölmennt var á fundi í Mosfellsbæ þar sem ríkið var krafið um úrbætur í vegamálum. eftir Amór Ragnarsson Umferðarmál og umferðarmenn- ing eru alltaf mikið til umraeðu hérlendis og ekki að ástæðulausu. íslendingar eru önnur mesta bílaþjóð í heimi, aðeins Bandaríkjamenn eiga fleiri bíla miðað við mannflölda. í fyrra var metár í bílainnflutningi og nú er svo komið að þegar hafa verið fluttir inn á þessu ári fleiri bflar en allt árið í fyrra. Skv. nýjustu tölum bendir allt til að 10 hver landsmaður kaupi sér nýjan bfl á þessu ári. Ég hefí undanfarin 10 ár búið utan höf- uðborgarsvæðisins og ver æ lengri tíma dag hvem í að komast til vinnu í höfuðborginni. Sú tímaaukning er eingöngu innan Reykjavíkursvæðis- ins og kemur þar tvennt til. Annars vegar miklu fleiri bflar á götunum og hins vegar hin gífurlega aukning götuvita sem orðið hefír á undan- fömum ámm. Talandi um götuvita þá er ég undrandi á því hve forráða- menn umferðarmála hérlendis em hrifnir af þessari tegund hjálpartæk- is til að stjóma umferðinni. Það var ekki mín ætlan að rakka niður þá menn sem stjóma umferð- inni og vegauppbyggingu landsins. Þar er margt vel gert en einnig margt sem miður fer eins og geng- ur. Af mínum götum get ég t.d. nefnt breikkun Kringlumýrarbrautar þar sem ein akreinin er notuð til að taka við umferð úr Kópavoginum. Það fannst mér vel gert. Þá var ég n\jög ánægður með breikkun Skógarhlíðar (gatan sem liggur framhjá slökkviliðsstöðinni). Hefðbundið ástand í Skógarhlíð síðdegis. Hins vegar hefði þurft að breikka götuna örlítið meira þannig að hægt hefði verið að hafa tvær akreinar til suðurs og losa um þann tappa sem myndast alltaf síðdegis þar sem Skógarhlíð og Vatnsmýrarvegur liggja saman. Tilefni þess að ég settist niður er reyndar enn ekki komið á blað hjá mér, en það em trúlega ekki margir sem verða mér sammála — allavega ekki Mosfellsbúar. Það vakti mikla furðu hjá mér hve margir tóku þátt í kröfugöngu þeirra Mosfellsbúa fyr- ir nokkru þar sem þeir fóru fram á við ríkið að þeir leggðu nýjan veg framhjá aðalbyggðarkjama bæjar- ins, að byggð yrðu undirgöng undir veginn og settir götuyitar. Ég tel að Mosfellsbúar eigi að líta sér nær. Það hlýtur að vera eitthvað að í skipulagi þessa bæjarfélags. Af hveiju á ríkið að standa straum af þessum kostnaði? Hefur þessi vegur ekki legið þama í áratugi. Var ekki hægt að skipuleggja þetta unga byggðarlag þannig að þessi vegur yrði ekki dauðagildra fyrir íbúana? Það má segja að það sé auðvelt að vera vitur eftirá en allavega held ég að Mosfellsbær eigi að standa straum af þessum kostnaði. Hvað sem öðru líður þá fannst mér skondin frétt Dagblaðsins Vísis nokkrum dögum eftir hina fræknu för íbúanna þegar sagði frá þvl að Lögreglan hefði stöðvað 3 bfla fyrir of hraðan akstur á þessum vegarkafla og þeir voru allir íbúar Mosfellsbæjar. Mig langar einnig að minnast á vegaframkvæmdir á Suðumesjum, nánar tiltekið í Ytri-Njarðvík. Þegar flugstöð Leifs Eiríkssonar var tekin í gagnið var lagður nýr vegur ofan Njarðvíkur og Keflavíkur. Vegur þessi kostaði ómældar flárhæðir og ef ég tók rétt eftir var þessi vegur að mestu eða öllu leyti greiddur úr sjóðum Bandaríkjanna. Það vakti því fiirðu mína, og margra annarra sem ég hefi leitað álits hjá, hvemig geng- ið var frá gatnamótum vegarins í Ytri-Njarðvík. Hafa þeir sem þama réðu aldrei heyrt talað um slaufur í vegaframkvæmdum? Eg held að þama hafí orðið stór- slys í vegaframkvæmdum sem eiga eftir að kosta mörg stór umferðar- slys. Ég spyr: Af hveiju mátti ekki nota gamla veginn áfram sem liggur í þægilegum boga út frá nýja vegin- um inn í Njarðvík? Það þurfti ekki einu sinni að malbika hann. Og til að komast út úr byggðinni hefði ég notað gamla veginn upp á völl, látið hann koma undir nýja veginn og tengjast aðalveginum að sunnan- verðu. Ég er viss um að kostnaður við að byggja eina brú hefir ekki verið meiri en þessi hættulegu gatna- mót sem nú eru. Auk þessa vil ég láta þá skoðun mína í ljós að ég tel það hafa verið mikla skammsýni Njarðvíkinga að leyfa Hagkaup að byggja á þeim stað sem það er. Mun eðlilegra hefði verið að þeir hefðu byggt sunnar, og nær Innri-Njarðvík. Höfundur er blaðamaðurá Morg- unblaðinu.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.