Morgunblaðið - 09.10.1987, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 09.10.1987, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 9. OKTÓBER 1987 51 KNATTSPYRNA / 1. DEILD Hörður Helgason þjálfar íslandsmeistara Vals HÖRÐUR Helgason, sem þjálfað hefur 1. deildarllAs ÍA og KA í knattspyrnu með góð- um árangri, gekk f gœrkvöldi frá eins árs samningi við ís- landsmeistara Vals. Hann tekur við af lan Ross sem mun þjáifa KR-inga næstu tvö árin. Mér líst mjög vel á að taka við Valsliðinu. Þetta er spennandi verkefni. Valur er gott félag og hefur á að skipa góðum leikmönnum. Ég stefni á að ná enn betri árangri en liðið náði í sumar," sagði Hörður Helgason í samtaii við Morgunblaðið í gær- kvöldi, eftir að hann hafði gengið frá samningnum. Hörður Helgason hefur þjálfað Skagamenn og KA með góðum árangri. Hann þjálfaði Skaga- menn 1980, 1983, 1984 og 1985. ÍA varð íslands- og bikarmeistari undir hans stjóm 1983 og 1984 og í öðm sæti f 1. deild 1985. Morgunblaðið/Ami Sæberg HörAur Helgason til vinstri ásamt Eggerti Magnússyni, formanni knattspymudeildar Vals. Hann þjálfaði sfðan KA í sumar með góðum árangri. Að íslands- meistarar Vals skuli velja Hörð er mikil viðurkenning fyrir hann sem þjálfara. Valsmenn hafa ekki verið með íslenskan þjálfara f meistaraflokki í 15 ára, eða síðan 1972. En hvers vegna velja þeir nú íslenskan? „Við skildum sáttir við Ross og vomm ákveðnir í að reyna nú íslenskan þjálfara. íslenskir þjálf- arar hafa vaxið mjög og Hörður hefur sannað sig, náð góðum ár- angri og við höfum trú á honum. Við emm mjög ánægðir með þessi málalok. Það getur verið mikið happdrætti að fá erlendan þjálfara og höfum við bæði verið heppnir og óheppnir með þá,“ sagði Eggert Magnússon, formaður knattspymudeildar Vals. Hörður sagðist hefla þjálfun Vals strax upp úr áramótum og flyttist síðan til Reylg'avíkur f vor. Hann starfar nú sem kennari á Akra- nesi og verður þar til vorsins. || KNATTSPYRNA / UNDANKEPPNI ÓL KNATTSPYRNA / ENGLAND Tékkar unnu Belga Svisslendingar unnu Tyrki ÞAÐ eru fleiri en íslendingar sem berjast um að koma knatt- spyrnuliði sínu á Ólympíuleik- ana í Seoul á næsta ári. í gærkvöldi voru tveir leikir í undankeppni Ól. Tékkar unnu Belga í E-riðli með tveimur mörkum gegn engu í Waregem í Belgíu. Stas og Sku- hrayu skomðu mörk Tékka. Sviss sigraði Tyrkland 2:0 í D-riðli. Marin Miiller skoraði fyrra mark Svisslendinga en sfðara markið var sjálfsmark. Leikurinn fór fram í Zurich í Sviss að viðstöddum aðeins 1800 áhorfendum. Sovétmenn hafa foiystu í D-riðli. Hafa sjö stig eftir 4 leiki, Svisslend- ingar em í öðm sæti með 6 stig eftir 5 leiki, Norðmenn í þriðja með 4 stig eftir fjóra leiki, Tyrkir í flórða með 3 stig eftir 4 leiki og Búlgarir reka lestina með 2 stig eftir 3 leiki. Reuter Prá leik Torquay og Tottenham í enska deildarbikamum í knattspymu fyrra kvöld. Tottenham vann 3:0, en Torquay vann fyrri leikinn 1:0. Tottenham kemst því áfram og leikur í 3. umferð gegn Aston Villa. 3. umferð deildarbikarsins: Liverpool og Everton drógust saman LIVERPOOL og Everton drógust saman í 3. umferð ensku deildarbikarkeppninnar, en dregið var í gær. Arsenal sem sigraðl Liverpool í úrslit- um á síðasta keppnistímabili, leikurgegn Bournemouth, er sló Southampton úr keppninni. Liverpool hefur sjö sinnum verið í undanúrslitum á síðustu átta ámm, leikið fímm sinnum til úrslita og sigrað fjómm sinnum í keppn- inni. Liðið er f FráBob miklum ham þessar Hennessy vikumar, en sama 'Englandi er hægt að segja um Everton. Mikil forföll em í báðum liðum vegna meiðsla, en Everton má greinilega síður við að vera án lykil- manna. Luton leikur gegn Coventry og fer leikurinn fram á leikvelli Fulham vegna þess að stuðningsmönnum aðkomuliða er meinaður aðgangur að velli Luton. Southend, sem sló Derby út, leikur gegn Ipswich, „Chelsea-banar“ Reading leika gegn Peterborough og Swindon, sem gerði vonir Portsmouth að engu, fengu Watford í 3. umferð. Eftirtalin lið leika annars saman: Leeds-Oldham Peterborough-Reading Luton-Coventiy Charlton-Bradford Aston Villa-Tottenham Stoke-Norwich Liverpool-Everton Bamsley-Sheffíeld Wednesday Bury-QPR Man. City-Nottingham Forest Arsenal-Boumemouth Ipswich-Southend S windon-W atford Wimbledon-Newcastle Oxford-Leicester Manchester United-Crystal Palace í fyrrakvöld fóm fram síðustu leik- imir í 2. umferð og urðu úrslit þessi, fyrri leikurinn í sviga: Aston Villa-Middlesbrough 1:0 (1:0) Bradford-Fulham.................2:1 (5:1) Chelsea-Reading.................3:2 (1:3) Derby-Southend..................0:0 (0:1) Hereford-Nott. Forest.....1:1 (0:5) Hull-ManchesterUnited ....0:1 (0:5) Newcastle-Blackjx>ol......4:1 (0:1) Northampton-Ipswich......2:4 (1:1 Norwich-Bumley..........1:0 (1:1) Portsmouth-Swindon........1:3 (1:3) Sheffíeld-United-Bury.....1:1 (1:2) Tottenham-Torquay.........3:0 (0:1) ' <2 v V** ® OPfíÐU t MiC LEIKVIKA 7 hægterað gretðafyrirmeð L.ikir 10. október 1987 K 1 X 2 kieditkoili 1 Arsenal"0x,ord 2 Coventry - Southampton ®s,ix,a9a _3_Derb^_Nott'm Forest owiw 4 Everton - Chelsea fraW.9.-00tl 17.00 _ „ 5 Norwich - Tottenham og laugandaga 6 Portsmouth - Luton 7 Sheff. Wed. - Man. United ftákl 900 til 13:30. 8 Watford - Newcastle 9 West Ham - Charlton 10 Wimbledon - Llverpool 11 Lelcester - Barnsley 12 W.B.A. - Bradford

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.