Morgunblaðið - 09.10.1987, Page 11

Morgunblaðið - 09.10.1987, Page 11
MORGUNBLAÐEÐ, FÖSTUDAGUR 9. OKTÓBER 1987 11 Auðna mun ráða Bókmenntlr Erlendur Jónsson Kristinn Reyr: AUÐNUSPIL. Reykjavík, 1987. Kristinn Reyr er margra bóka höfundur. Sennilega er hann kunn- astur fyrir ljóð sín. En hann er einnig leikritahöfundur. Og hér er einmitt leikrit á ferð. Sviðsverk í tveim hlutum, átta atriðum, stend- ur á titilsíðu. Fyrri hlutinn »gerist í höfuðborginni eftir stríð« en seinni hlutinn »gerist á Tanga árum áður«. Þannig er byijað á endinum en endað á byijuninni og hlýtur slíkt að teljast óvenjulegt í skáldverki af þessu tagi. Enda tek- ur nokkum tíma að átta sig á þeirri tilhögun mála. Ekki veit ég hversu auðvelt reynist að setja þetta á svið; ekki heldur hvort höfundur hefur ein- dregið samið verkið með sviðsetn- ingu í huga. Sumt setur rithöfund- ur saman fyrir sjálfan sig fyrst og fremst — til að segja eitthvað sem honum liggur á hjarta. Vera má að Kristinn Reyr hafi skrifað leik- rit þetta á þeim nótunum. Að mínum dómi er fyrri hluti Auðnuspils bæði leikrænni og skemmtilegri. í fyrri þætti hittast gamlir kunningjar eftir nokkum aðskilnað á stormasamri ævi. Saumakona, sem kölluð er fóstra, lífgar upp á stemmninguna. Tilsvör persónanna em afdráttarlaus og á eðlilegu talmáli. Á leiksviði væri Kristinn Reyr þessi byrjun hressileg. Maður segði að hún lofaði góðu um framhaldið. En framhaldið reynist allt á annan veg en búast mætti við. í seinni hlutanum em mun fleiri persónur, fullmargar, sýnist mér í ekki lengra verki; en í leikritinu em þær alls átján auk veisiugesta og radda. Dálaglegur fyöldi það. Dátar em í landi. Og þama er Gray foringi í hópi góðglaðra ís- lendinga. Partístemmningin er kunnugleg, bæði úr skáldskap og vemleika. Gray foringi talar ensku eða bjagaða íslensku. íslendingun- um er líka gjamt að sletta ensku, eða blendingi af íslensku og ensku, bæði til að þóknast útlendingnum og eins til að krydda mál sitt. Þess Stykkishólmur: Talið nauðsynlegt að stækka hótelið Stykkishólmi. AÐALFUNDUR Hótelfélagsins Þórs hf. i Stykkishólmi var nýlega haldinn. Gissur Tryggvason formaður setti fundinn og greindi frá fundarefnum og bauð hluthafa velkomna. Hann gat þess að hótelið hefði nú starfað í 10 ár og væri þetta því hátíðarfundur. Hótelrekstur- inn væri i sókn og aðsóknin færðist með hveiju ári i aukana. Hann skipaði Ellert Kristinsson forseta bæjarstjómar sem fundarstjóra en Áma Helgason sem ritara. Gissur flutti síðan skýrslu stjómar um batnandi hag hótelsins og meiri umsvif. Ýmis tæki hafa verið keypt á árinu til að létta starfið, s.s. bif- reið til að flytja mat tii dvalarheimilis fyrir aldraða, en hótelið hefir frá byrjun annast matseld fyrir það. I ár hefir hótelbyggingin verið máluð öll að utan og ýmislegt fært til betri vegar. Rekstrarreikningur 1986 sýnir sölu veitinga og þjónustu fyrir tæpar 20 milljónir og herber- gjaleigu rúmar 7 milljónir. Laun greidd voru rúmar 9 millj. og vöru- notkun lík. Afskriftir tæpar 4 millj. Niðurstöður efnahagsreiknings voru 72 millj. og skuldir um 10 millj. Hlutafé er rúmar 20 millj. og var mikið rætt um að auka það og bjóða út nýja hluti. Mikill tími fór í umræður um stækkun hótelsins sem talið er að þurfi að verða að veruleika sem fyrst, því nýting gistirýmis fer alltaf vaxandi. Hótelstjórinn lagði fram skrá um nýtingu gistirýmis sl. 2 ár sem sýnir 12% aukningu. Þá er þeg- ar farið að skrá gesti fyrir næsta sumar. í fyrra var stjóminni falið að gera athuganir á kostnaði við stækkun og hugmyndir um hvað væri hentugast og um leið ódýrast og varanlegast. Leitaði hún álits sérfróðra manna og lagði það fyrir fundinn, en mun halda áfram að athuga þetta mál og undirbúa fram- kvæmd þess, en það fór ekki milli mála að allir voru einróma með því að stækka, því með álíka þróun væri skammt þess að bíða að hótelið væri of lítið. Hótelstjórinn, Sigurður Skúli Bárðarson, taldi að súmarstarf hótelsins yrði að hefjast í maí og standa til október. háttar málblanda er alltaf hæpin í leikriti nema brýn nauðsyn krefji og þá í smáum skömmtum. En líklega hefur höfundi þótt það hæfa í þessu dæmi, raunsæis vegna. Og þama kemur líka í ljós hvað höfundur er að gera með dáta á sviðinu, meðal annars í þess- ari leiksviðslýsingu fyrir síðasta atriði: »íslandskortið á ská upp úr Ruslatunnunni. Suðvesturhom þess niðri í henni.« Einnig í þessum orðum sem dmkkinn maður hellir yfir Gray foringja: »Þína skál — ástmögur frelsisgyðjunnar sem að skapaði með sér gullöldina héma á Tanga. Svo að nú er allt í þessu fína. Þessu fínasta fína þar sem ekkert var nema eymd og vol- æði...« Með hliðsjón af uppbyggingu þessa leikrits og gerð allri, per- sónuijölda til að mynda, má sennilega líta á þetta sem lestrar- verk fyrst og fremst; síður virðist það til sviðsetningar fallið. Nema þá með breytingum af því tagi sem leikstjórum einum er lagið að fram- kvæma. Höfundur hefur lengi verið bú- settur í Keflavík sem fyrrum var sjávarpláss en hefur með tímanum vaxið og auðgast, meðal annars af nálægð við herinn og völlinn. Hvort tveggja er hér rækilega í sjónmáli. Þijú atriðin í seinni hluta gerast á verbúðarkontór svo dæmi sé tekið. Og partí með Könum reynist örlagaríkt. Undir lokin ge- rist auðnan fallvöld í meira lagi. Stórbruni, meðal annars, minnir á frystihúsabruna marga sem orðið hafa í sjávarplássum víðs vegar um land á undanfömum árum. Sitthvað kann því að skírskota til heimamanna, sem hafa aðstæður fyrir augum, fremur en til lesenda í Qarlæger þá hreint ekki svo að skilja að Keflavík og völlurinn séu ekki í sviðsljósinu, síður en svo! Auðnuspil er ádeiluverk og sver sig sem slíkt í ætt með öðrum þvílíkum, um það er víst engum blöðum að fletta. Söngtexti er í leikritinu og með- fylgjandi lag sem höfundur hefur sjálfur samið. Vel hefði mátt hugsa sér meira af slíku. Jónas Ingimundarson Kristinn Sigmundsson Ljóðalistflutningur Tónlist Jón Ásgeirsson Tvær síðast liðnar vikumar hafa þeir listvinimir Kristinn Sig- mundsson baritonsöngvari og Jónas Ingimundareon pianóleikari flutt þeim, er fylgjast vel með því sem er í boði á tónlistarsviðinu, nokkra lagaflokka og viðeigandi aukalagaflokk, eins og söngvar- inn kynnti fjögur skemmtileg lög eftir Reyni Axelsson. Lagaflokkamir voru Diehterli- ebe eftir Schumann, við ýmis konar ástarljóð eftir Heine, sem tónskáldið steypti í eina listræna heild með dæmalaust fallegu tón- efni sínu. Þar eftir var hinn fallegi þriggja laga flokkur Jóns Þórar- inssonar Of Love and Death, við kvæði eftir Rosetti. Þriðji laga- flokkurinn var Don Quichotte á Dulcinée eftir Ravel. Lagaflokkur þessi er frá tónskáldsins hálfu bæði til fyrir kammersveit og píanó og talið vera eitt af allra síðustu tónverkunum sem Ravel lauk fullkomlega við (1932—33) en nokkru áður, eða 1927, hafði honum verið ráðlagt að taka sér ársfrí og hvflast, en hann þjáðist af blóðleysi er síðar mun hafa ágerst svo að sfðustu árin gat hann hvorki talað né skrifað. La- gaflokkur Ravels var saminn fyrir kvikmyndafélag sem ætlaði bassasöngvaranum Sjeljapín að leika Don Kikóta, en vegna ósætt- is við Ravel, var Jacques Ibert fenginn til að vinna verkið. Siðasti lagaflokkurinn var svo Childhood fables for grownups eftir Irving Fine (1914—62) bandarískan tónsmið og hljóm- sveitarstjóra, sem lærði hjá Piston og síðar hjá Nadiu Boulanger. Framan af samdi hann í „ný- klassískum" stfl en tók síðar upp tólftóna-tækniaðferðir án þess þó að hafna tónfesti tóntegunda- bundinna aðferða. Meðal verka eftir hann er blásarakvintett (1948) og sinfónía (1962). Kristinn Sigmundsson er feikna mikill túlkandi einkum þó á leik- ræna sviðinu en í túlkun tilfinn- inga er hann stundum of haminn eða allt að því hlutlaus, t.d. eins og í lagaflokk Schumanns. Þar var aftur á móti leikur Jónasar með því fallegasta og tilfínning- aríkasta sem hann hefur gert, enda eru eftirspilin og þó einkum niðurlag verksins smíð snillings sem bæði er að upplifa mestu hamingjuár sín og uppskera laun fyrir margra ára ögun og leit eft- ir fullkomnun i listsköpun sinni. Lagaflokkur Jóns Þórarinssonar var einstaklega vel sunginn og nýtur verkið sín mun betur í pía- nógerðinni en með undirleik hljómsveitar, enda var túlkun Kristins og Jónasar sérlega vel útfærð. Seinni hluti tónleikanna var svo allur á nótum gamanseminnar, fyrst Lög Ravels um Don Kikóta, þá gamansöm bamalög um ýmis dýr eftir Irving Fine og aukalögin eftir Reyni Axelsson, stærðfræð- ing og mikinn áhugamann um tónlist. í slíkri tónlist leikur allt á lukkuhjólum hjá Kristni og ekki dró Jónas heldur af sér en þar naut hann góðrar tækni sinnar og næmi fyrir hinu skoplega. Ýmislegt annað var rætt á fundin- um, svo sem að fleiri aðilar kæmu til samstarfs. Þá var stjómin endur- kosin en hana skipa Gissur Tryggva- son formaður, Sturla Böðvarsson og Ólafur Steinar Valdemarsson. Á þessu tíu ára tímabili hafa 3 hótel- stjórar verið við hótelið, en Sigurður Skúli lengst eða 6 ár. Var hótel- stjóra og starfsfólki þökkuð hagnýt störf í þágu hótelsins. Það fór ekki milli mála að á fundinum ríkti mik- ill áhugi fyrir framgangi hótelsins og ferðaþjónustu allri. Reynsla síðustu ára sýnir glögglega að Stykkishólmur hefir mörg og glæsi- leg tækifæri og þeir ferðamenn sem sótt hafa Stykkishólm heim, eru yfír- leitt allir á sama máli um að það sé ævintýraríkur blær yfír Breiða- firði, sem dregur fólk að, og öll þau tækifæri sem fólk fær til skoðunar eyja og umhverfis. Er ekki vafi á að eftir þennan fund verður settur skriður á það að hótelrými verði stækkað. Engin lyfta er enn í hótel- inu en í upphafí var gert ráð fyrir lyftu og verður það því öruggt að lyftan kemur. Nokkuð var rætt um aðstöðu fatlaðra í hótelinu og var mikill áhugi fyrir því að allt verði gert til þess að auðvelda fötluðu fólki eðlilegan umgang um það. Morgunblaðinu og fréttaritara var þakkað sérstaklega fyrir góða kynn- ingu á ferðamálum hér í bæ og þá sérstaklega hve góðar og sannar upplýsingar það hefði flutt af hótel- málum hér. Fundi var síðan slitið en hótelið bauð að fundi loknum hluthöfum til hádegisverðar í tilefni 10 ára áfanga. — Ámi Hreppsnefnd Borgarfiarðarhrepps: Framkvæmd niðurskurðar vegna riðu gagnrýnd HREPPSNEFND Borgarfjarðar- hrepps átelur að fyrst nú i sláturtíð sé farið að huga að því hvernig staðið verði að förgun fjár af riðubæjum á þessu hausti. Kemur þetta fram i ályktun sem samþykkt var á fundi nefndar- innar þann 4. október sl. eftir að fjallað hafði verið um niður- skurð sauðfjár af riðubæjum. í ályktuninni segir einnig: „Bændur hafa ekki haft ástæðu til að ætla annað en slátrun fjárins yrði í sláturhúsum með venjulegum hætti. Nýframkomin áform um svæfíngu fjárins og síðan dysjun mælast illa fyrir meðal margra bænda. Nefndin telur það lágmarkskröfu að baéndur eigi val um það að senda fé sitt í sláturhús án þess að það valdi þeim útgjaldaauka. Bændur afhendi fé sitt á bfl við fjárhús eða rétt og fái að ráða forgunaraðferð þess fjár, sem dysjað verður. Að minnsta kosti verði kjöt af veturgömlu fé metið og sæti venju- legri meðferð. Nefndin telur það mjög misráðið ef ekki verði notað þetta tækifæri til að setja á markað talsvert af kjöti af veturgömlu fé, sem til fellur á þessu hausti. Flest- ir telja það kjöt bera af öðru kindakjöti að gæðum. Aukið fram- boð af því myndi trúlega auka kjötneysluna. Förgunarverð miðist við inn- leggsverð kindar með 25 kg falli í stað 24 kg, sem sauðfjársjúkdóma- nefnd leggur til. Vissa er fyrir því að fé i Borgarfirði er í þyngra lagi. Þessi hækkun á viðmiðunarfalli, sem lögð er til, myndi að líkindum draga úr því að óskað yrði eftir flokkun og mati fjárins með því umstangi, sem því fylgir." Sálfræðistöðin: Námskeið til að ná betri árangri í starfi SÁLFRÆÐISTÖÐIN sf. gengst fyrir námskeiði um hæfileika og starfsframa þar sem þátttakend- um er gefið markvisst hjálpartæki til að ná betri árangri f starfi og nýta hæfileika sina sem best. Er þetta námskeið ein af helstu nýj- ungum í vetrardagskrá Sálfræði- stöðvarinnar. Námskeiðið er haldið dagana 15., 16. og 17. október á Hótel Loftleið- um. Leiðbeinendur verða forstöðu- menn Sálfræðistöðvarinnar, Álfheiður Steinþórsdóttir og Guð- finna Eydal. í fréttatilkynningu segir að á nám- skeiðinu verði annars vegar boðið upp á hæfíleikamat, þannig að hver þátttakandi fær metnar sterkar og veikar hliðar í starfi. Hver og einn fær linurit yfir þá þætti sem taldir eru skipta sköpum fyrir velgengni í starfi og stjómunarstörfum. Hins vegar eru kenndar aðferðir til að greina samskipti, svokölluð boð- greiningartækni sem miðar að því að auka meðvitund fólks á því hvaða stjómunarstfl það hefur í samskipt- um, auka jákvætt samstarf á vinnu- stað og minnka ágreining og deilur.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.