Morgunblaðið - 09.10.1987, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 09.10.1987, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 9. OKTÓBER 1987 21 Borgarráð: Skipulagsstofa höfuðborgar- svæðisins verði lögð niður F orstöðumanninum boðið að kaupa stofuna BORGARRÁÐ hefur samþykkt samhljóða, fyrir hönd Reykjavík- urborgar, að skipulagsstofa höfuðborgarsvæðisins verði lögð niður. Að sögn Gests Ólafssonar, forstöðumanns skipulagsstofunnar, hefur þess verið farið á leit við hann að hann kaupi stofuna og haldi starfi hennar áfram. Að sögn Davíðs Oddssonar borg- arstjóra var það verkefni skipulags- stoáinnar að vinna að svæðaskipu- lagi höfuðborgarsvæðisins, og þar sem því væri iokið, væri ekki ástæða fyrir sveitarfélögin á höfuðborgar- svæðinu að reka skipulagsstofuna áfram. Kvað hann sama álit hafa komið frá Hafnarfjarðarkaupstað. Sagðist Davíð búast við því að það yrði samþykkt á aðalfundi Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæð- inu í lok mánaðarins að leggja stofuna niður. Gestur ólafsson forstöðumaður skipulagsstofunnar sagði í samtali við Morgunblaðið, að skipulagi væri í raun aldrei lokið og væri aðeins fullt gagn af skipulagi að vinna við það væri stöðug. „Höfuðborgar- svæðið er sífellt að vaxa saman og mikið vandaverk að láta byggðimar krækjast saman svo vel sé.“ Gestur taldi það ekki vera óklókt fyrir sveitarfélögin á höfuðborgar- svæðinu að hafa í sameiningu sérfræðinga á sínum snæmm við að vinna að sameiginlegu skipu- lagi, hins vegar mætti lengi deila um hvort hagkvæmara væri að halda uppi stofu eða hafa verkið í höndum sjálfstæðs verktaka. Gestur sagði að nokkrir stjómar- menn Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu hefðu fært það í tal við sig að kaupa stofuna. „Það er ef til vill ein leið til þess að halda þessu starfi áfram, en hins vegar virðist mér ekki vera fyrir því pólitísk samstaða." Morgunblaðið/Sverrir Ökumaður sendibifreiðar brotnaði á báðum fótum í árekstri í gær og þurfti að nota járnklippur til að ná honum úr bifreiðinni. Klemmdist fastur í sæti sínu MAÐUR festist inni í bifreið sinni við árekstur á miðvikudag og þurfti að nota jámklippur til að losa hann. Hann er brot- inn á báðum fótum. Áreksturinn varð skömmu eftir kl. 12, á götunni Straumi í Árbæ. Þar fór lítil sendibifreið yfir á öfugan vegarhelming og á vinstra framhom lítillar fólksbifreiðar. Við áreksturinn klemmdist öku- maður sendibifreiðarinnar fastur í sæti sínu og þurfti að nota jám- klippur til að iosa hann. Það gekk greiðlega og var maðurinn fluttur á sjúkrahús, þar sem hann fór í aðgerð. Hann mun vera illa brot- inn á báðum fótum. Ökumann hinnar bifreiðarinnar sakaði ekki. 18 félagar úr FAT, félagi fata og textílhönnuöa, halda sína fyrstu samsýningu í Gamla bíói föstudaginn 9. okt. kl. 21.00 (uppselt) laugardaginn 10. okt. kl. 16.00 sunnudaginn 11. okt. kl. 16.00 Miðaverð kr. 300.- Sýningarfólk: Módelsamtökin, Módel 79, Kramhúsið, börn o.fl. Alda Sigurðardóttir Ásdis Loftsdóttir Ásta Björnsdóttir Birna Þórunn Pálsdóttir Eva Vilhelmsdóttir Gerður Pálmadóttir Guðrún S. Jónasdóttir Hulda Kristln Magnúsdóttir Kristfn Schmidhauser Malín Örlygsdóttir Margrét Gunnlaugsdóttir Margrét Þorvarðardóttir María Lovlsa Ragnarsdóttir Marla Manda ívarsdóttir Sigrún Guðmundsdóttir (SIFA) Steinunn Bergsteinsdóttir Valgerður Torfadóttir Þórdís Kristleifsdóttir Verið velkomin MU FÉLAG FATA OG TEXTÍLHÖNNUÐA MANNLEG SAMSKIPTI & SÖLUTÆKNI ER MEIRA EN "GERÐU SVO VEL” "GET ÉG AÐSTOÐAÐ" EÐA "ÞAKKA ÞÉR FYRIR" Iceland Seafood í Bretlandi: Sölumet í september Andvirði seldra afurða nú 17% meira en í fyrra ICELAND Seafood Ltd., dóttur- fyrirtæki Sambandsins í Hull í Bretlandi, seldi fisk í Evrópu í septembermánuði fyrir rúmar 5,5 milljónir punda, um 350 milljónir islenzkra króna. Þetta er mesta sala i einum mánuði frá því fyrirtækið var stofnsett árið 1981. Alls voru seld 2.437 tonn, sem er um 22% meira en í sama mánuði í fyrra. Pyrstu 9 mánuði ársins seldi fyrirtækið fyrir 32,1 milljón punda á móti 27,4 milljónum í fyira, sem er liðlega 17% aukning. Á þessu tímabili nú voru seldar 16.300 tonn en á sama tíma í fyrra 15.600, aukningin er 4%. Nú stefnir í 40 milljóna punda, 2,5 milljarða króna, sölu á þessu ári, en heildarsala fyrirtækisins í fyrra nam 34 milljónum punda. Að sögn Sigurðar Á. Sigurðs- sonar, framkvæmdastjóra Iceland Seafood, óttuðust menn að að- stæður heima fyrir leiddu til of mikils framboðs á frystum þorsk- flökum fyrir Evrópumarkað, en markaðsuppbygging fyrirtækisins hefur komið í veg fyrir það og nú eru birgðir af þorskflökum í lág- marki. Þó hefur mikið framboð meðal annars leitt til 5% verðlækk- unar á fiystum þorskflökum á SAMEIGINLEGRI rannsókn við- skiptabankanna á kindakjöts- birgðum sláturleyfishafanna við upphaf sláturtíðar i haust er lok- ið. Stefán Pálsson bankastjóri Búnaðarbankans segir að ekkert hafi komið fram við þessa athug- un sem tortryggilegt geti talist. Þeir þrír bankar sem eru með sláturleyfishafa í viðskiptum, Bún- aðarbankinn, Landsbankinn og Samvinnubankinn, stóðu sameigin- lega að þessari athugun til að bera saman við þær upplýsingar sem sláturleyfíshafamir gefa upp vegna afurðalána. Hafa bankamir ekki gert svona samræmda athugun á kindakjötsbirgðunum áður. Bretlandsmarkaði á þessu ári, en í fyrra varð á hinn bóginn 30% hækkun á flökunum. Stefán segir að óuppgerðar birgðir kindakjöts þann 1. okt. hefðu verið 2.800 tonn. Þar af hefðu verið um 1.100 tonn af kjöti sem búið var að flytja úr landi en ekki greiða, þannig að raunverulegar kindalqötsbirgðir í landinu við upp- haf sláturtíðar hefðu verið tæp 1.700 tonn. Þetta sagði Stefán að stemmdi við tölur bankanna og töl- ur Framleiðsluráðs. Hann sagði að mikil sala hefði verið síðasta mán- uðinn, en bankamir hefðu ekki ástæðu til að tortryggja neitt í því efni. Stefán sagði að bankamir stefndu að því að gera athugun sem þessa reglulega í framtíðinni. Kindakjötsrannsókn bankanna lokið: Birgðir kindakjöts reyndust 1.700 tonn Dale Carnegie námskeiðið í sölutækni og mannlegum samskiptum hjálpar starísíólki þínu að: • Skapa jákvæð fyrstu áhrif. • Bregðast vel við kvörtunum. • Selja vöru þína og þjónustu betur. • Gera starfið skemmtilegra. • Stjórna stressi. • Svara mótbárum. • Verða þakklátari einstaklingur. Við hjálpum starfsfólki þínu að vinna betur saman og fá meiri áhuga á fyrirtækinu. Við gerum þetta með því að fá þátttakendur til þess að nota margreyndar reglur í mannlegu samskiptum. Námskeiðið verður á þriðjudags— og föstudagskvöldum í sex skipti Kl. 19.00 — 21.30. INNRITUN OG UPPLÝSINGAR í SÍMA 91-8 24 11 o STJÓRNUIMARSKÓLIIMN Konráð Adolphsson. Einkaumboð fyrir Dale Carnegie námskeiðin" V

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.