Morgunblaðið - 09.10.1987, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 09.10.1987, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 9. OKTÓBER 1987 VELDU ®TDK ÞEGARÞÚ VILT HAFAALLTÁ HREINU Morgunblaðið/Þorkell Fulltrúar Atvinnumálanefndar Reykjavíkur og undirbúninganefndar ráðstefnunnar á fundi með frétta- mönnum þar sem ráðstefnan var kynnt. Frá vinstrí: Eggert G. Jónsson borgarhagfræðingur, Óssur Skarphéðinsson borgarfulltrúi, Jóna Gróa Sigurðardóttir formaður Atvinnumálanefndar og Barði Fríð- riksson, sem sæti á í nefndinni. Hvert stefnir í þyrlurekstri Landhelgisgæzlunnar? eftirBenóný Ægisson EIGNASALAM REYKJAVIK RAUÐILÆKUR - 3JA Mjög góð 3ja herb. kjíb. Sér- inng. Sérhiti. Laus fljótl. LAUGARNESHVERFi - 4RA-5 HERB. Höfum í sölu mjög góða 4ra-5 herb. íb. á 3. hæð í fjölbhúsi. íb. er til afh. fljótl. HRAUNBÆR - 4RA Vorum að fá í sölu mjög góða 4ra herb. íb. á 2. hæð í fjölbhúsi í Hraunbæ. Sérþvherb. í íb. Mikiö út- sýni. Suðursv. Ákv. sala. VESTURBERG - 4RA Góð 4ra herb. íb. á hæð í fjölb- húsi. íb. er í góðu ástandi. Gott útsýni. Ákv. sala. Laus eftir samkomul. EIGMASALAN REYKJAVIK Ingólfsstræti 8 Sími 19540 og 19191 Magnús Elnarsson Á haustdögum 1983 stóðum við þyrluflugmenn frammi fyrir þeirri bláköldu staðreynd að á um 17 ára ferli þyrlu-atvinnuflugs á íslandi höfðu um helmingur þyrluflug- manna farist við skyldustörf. Við höfðum misst okkar reynd- asta starfsfólk. Þeir sem eftir voru veltu því fyr- ir sér hvort nokkur skynsamleg rök væru fyrir því að halda þessum þætti flugreksturs Landhelgisgæzl- unnar áfram. Eftir vandlega íhugun ákváðu nokkrir áhugasamir starfsmenn Landhelgisgæzlunnar, ef þess yrði óskað, að halda áfram því starfí sem félagar okkar höfðu farið frá. Það var þó gert með það í huga að skipan mála yrði breytt, bæði hvað varðaði stjómun og uppbygg- ingu. Strax í upphafí fékk þessi hópur mun meira fijálsræði til starfa en verið hafði, m.a. hvað varðaði ákvörðunartöku um tækja- kaup, svo og annan búnað. — Hófst nú uppbyggingarstarfíð. Farið var hægt af stað, og þróað- ist starfsemin eðlilega, meðal annars vegna mikils sjálfboðastarfs sem hópurinn innti af hendi. Segja má að á síðasta ári hafi árangur uppbyggingarinnar verið að skila sér. — En hvað gerist þá. í Iqolfar kjarasamninga flug- manna í sumar óska stjómendur Landhelgisgæzlunnar eft'r því við þyrluflugmenn að þeir lækki sín laun. Meðan aðrir sáu ástæðu til Þyrla Landhelgisgæzlunnar lendir með sjúkling á vellinum við Borgarspítalann. „Enn einn hnúturinn var orðinn staðreynd og nú fóru árekstrarnir að gerast harkalegri sem endaði með því að yfirflugsljóri, sem jafn- f ramt er flugrekstrar- stjóri Landhelgisgæzl- unnar, sá sig tilneyddan að segja starfi sínu lausu. Þegar hér er komið sögu eru málin komin í þvílíka stöðu að undirritaður telur mikið álitamál hvort réttlætanlegt sé að halda þyrlurekstri áfram hjá Landhelgis- gæzlunni.“ að veita áhöfn þyrlunnar viðurkenn- ingu fyrir vel unnin störf. Og nú skulu menn byija að tala um óbilgimi. Þar sem þyrluflugmenn vildu halda uppbyggingarstarfínu áfram í friði og með tilliti til þess að stjóm- endur Landhelgisgæzlunnar höfðu nýverið samið við eina stétt vegna þyrluflugsins um 16 aukavinnutíma á viku fyrir að standa bakvaktir, fóm þyrluflugmenn fram á að þeim yrði greitt, ekki 16 heldur heilar 6 klukkustundir á viku í aukavinnu og lofuðu þeir að sjá til þess að þyrlan yrði mönnuð flugmönnum allan sólarhringinn allt árið. Stjómendur Landhelgisgæzlunn- ar svöruðu þessu neitandi á þeim forsendum að við hefðum ekki unn- ið störf okkar nægilega vel. Allt í hnút Hér myndaðist fyrsti hnúturinn. Þrefinu var síðan haldið áfram með tilheyrandi hnútuköstum og árekstrum sem ekki er ástæða til að tíunda að sinni. Þegar komið er fram í september óska þyrluflugmenn eftir afdráttar- lausu svari frá yfírmönnum vinnu- málanefndar ríkisins hvort þeir hafí hugsað sér að greiða þyrluflug- mönnum Landhelgisgæzlunnar yfír höfuð eitthvað fyrir bakvaktir. Svarið var skýrt nei. Enn einn hnúturinn var orðinn staðreynd og nú fóm árekstramir að gerast harkalegri sem endaði með því að yfírflugstjóri sem jafn- framt er flugrekstrarstjóri Land- helgisgæzlunnar sá sig tilneyddan að segja starfí sínu lausu. Þegar hér er komið sögu em málin komin í þvílíka stöðu að und- irritaður telur mikið álitamál hvort réttlætanlegt sé að halda þyrlu- rekstri áfram hjá Landhelgisgæzl- Ef menn síðan ákveða að halda þessum rekstri áfram, þarf að mínu mati að tryggja að aðrar eins uppá- komur eins og átt hafa sér stað í sumar geti ekki hent aftur. Menn skulu hafa í huga að þyrlu- rekstur á íslandi er ekki enn þá kominn á það stig sem hann á að vera, og á meðan er algjört fmm- skilyrði að þeir sem vinna að uppbyggingu hans séu ekki undir álagi og í ójafnvægi vegna deilna og ásakana við stjómendur Land- helgisgæzlunnar. Nóg er nú samt. Höfundur er þyrluflugstjóri þji Landhelgisgæzlunni. Ráðstefna um fisk- eldi við Reykjavík Atvinnumálanefnd Reykaj- vikur efnir til ráðstefnu um „Fiskeldi við Reykjavík, í Holiday Inn hótelinu, föstudag- inn 16. október næstkomandi. Markmið ráðstefnunnar er að sýna fram á þá möguleika, sem felast í fiskeldi við Reykjavík og munu viðurkenndir sérfræð- ingar fjalla um kosti og galla fiskeldis í sjónum útaf borg- inni. Þeirra á meðal verður dr. Barney Wheelan, yfirmaður þeirra fiskeldisstöðva, sem reknar eru á vegum orkuvera ríkisins i irska lýðveldinu. Sjókvíaeldi^ er ný atvinnugrein í Reykjavík. Á síðata ári var fyrsta aðilanum úthlutað svæði fyrir eld- iskvíar innan hafnarsvæðis Reykjavíkur, en þar er nú rekið umtalsvert kviaeldi á vegum fjög- urra fyrirtækja. Á fundi með fréttamönnum, þar sem fyrir- huguð ráðstefna var kynnt, kom m.a. fram að aðstæður við Faxaf- lóa þættu að mörgu leyti vel fallnar til kvíaeldis, og margir þeirra, sem hyggðu á sjókvíaeldi í stórum stíl renndu nú hýru auga til ýmissa staða við flóann. Þar kom ennfremur fram að framfarir í gerð eldiskvía hefðu verið stórstígar á síðustu árum og nýlega hefðu svokallaðar stór- kvíar, sem þola mikla ölduhæð og illviðri rutt sér til rúms. Flest benti til að slíkar kvíar myndu gegna miklu hlutverki í fískeldi framtí- ðarinnar við ísland, ekki síst í Faxaflóa. Um þetta munu sér- fræðingar meðal annars fjalla á ráðstefnunni. Að sögn forsvarsmanna ráð- stefnunnar er megintilgangur með ráðstefnuhaldinu þrenns konar: Að vekja athygli á þeirri þróun sem átt hefur sér stað á þessu sviði að undanfömu. Að benda á þá möguleika sem fyrir hendi eru í þessari grein og að gefa sérfræð- ingum og áhugamönnum um fískeldi kost á að bera saman bækur sínar í þessum efnum. Þá munu sérfræðingar fjalla um kosti og galla fískeldis í sjónum út af borginni, og vekja athygli á því hlutverki, sem höfuðborgin gegnir í sambandi við fískeldisstarfsem- ina í landinu. Á ráðstefnunni verða flutt fjöl- mörg erindi og má þar nefna að Gunnar B. Guðmundsson hafnar- stjóri flytur erindi um „Aðstæður til kvíaeldis á hafnarsvæði Reykjavíkur og þar í grennd" og Þórður Þ. Þorbjamarson borgar- verkfræðingur fjallar um „Þörf á aðstöðu i landi í tengslum við kvía- eldið". Snorri Páll Kjaran verk- fræðingur og Gunnar Steinn Jónsson líffræðingur fyalla um „Náttúmlegar forsendur til físk- eldis í grennd við Reykjavík" og Sigurður St. Helgason lífeðlis- fræðingur um „Sjávareldi og samanburð á aðferðum." Þá mun Hallgrímur Ingólfsson, fram- kvæmdastjóri Haflax sf. fjalla um „Reynsluna af fiskeldi í Reykjavík og þar í grennd til þessa“, og dr. Bamey Wheelan, jrfírmaður sex fískeldisstöðva á írlandi flytur er- indi um „Stórkvíar og nýjungar í kvíatækni". Að sögn forsvars- manna ráðstefnunnar er dr. Wheelan manna fróðastur um þessi mál og er fyrirlesturs hans beðið með mikilli eftirvæntingu. Sigurður Guðjónsson fískifræðing- ur fjallar um „Hugsanleg áhrif fískeldis á náttúmlega laxagegnd í ám á vatnasvæði Reykjavíkur og nágrennis" og Ámi Matthiesen, dýralæknir fískisjúkdóma, flytur erindi um „Sjúkdóma í sjávareldi, áhættu og tryggingar." Að loknum fyrirlestmm verða almennar umræður og fyrirspum- ir. Ráðstefnustjóri verður Jóna Gróa Sigurðardóttir, formaður Atvinnumálanefndar Reykjavíkur og fundarstjóri Össur Skarphéð- insson borgarfulltrúi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.