Morgunblaðið - 09.10.1987, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 09.10.1987, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 9. OKTÓBER 1987 29 iÞingflokksfundur Sjálfstæðisflokksins: FRAMBJÓÐANDI í EMBÆTTIFORSETA SAMEINAÐS ÞINGS VALINN í DAG ÞINGFLOKKUR Sjálfstæðisflokksins mun í dag velja frambjóðanda til embættis forseta Sameinaðs þings, en samkvæmt heimildum Morgunblaðsins er útlit fyr- ir að kosið verði á milli Þorvaldar Garðars Kristjáns- sonar, sem gegndi embætti forseta Sameinaðs þings síðastliðið kjörtímabil, Ragnhildar Helgadóttur, sem gegndi ráðherrastarfi og Salóme Þorkelsdóttur, sem gegndi embætti forseta efri deildar síðasta kjörtíma- bil. Landssamband sjálfstæðis- ályktanir fyrir skömmu, þar kvenna og einstök félög sjálf- sem mikil áhersla var lögð á stæðiskvenna sendu frá sér það að kona yrði valin í emb- ætti forseta Sameinaðs þings. þingmennina þijá um kosn- Morgunblaðið ræddi í gær við ingu forseta Sameinaðs þings. „Ekki frambjóðendur karla eða kvenna“ RAGNHILDUR Helgadóttir var spurð að þvi hvort hún teldi ekki meiri líkur á þvi að kona yrði kjörin í þingflokknum ef sam- staða hefði verið milli hennar og Salóme um eina konu í framboði. „Þingflokkurinn," svaraði Ragn- hildur, „ákveður hver verður frambjóðandi flokksins í embætti forseta Sameinaðs þings, slíkt semja einstakir þingmenn ekki um sín á milli." Þá var hún spurð að því hvort hún teldi óeðlilegt í tilefni af áskor- „Undir eigin atgervi komið að tækifærið verði að veruleika“ ÞORVALDUR Garðar Kristjáns- son var fyrst spurður að þvi hvort það væri óvanalegt að sami maður gegndi forsetaembætti tvö kjörtímabil i röð. „Það fer eftir atvikum," svaraði Þorvaldur Garðar, „stundum kemur fyrir að sami maður gegni forseta- embætti aðeins eitt kjörtímabil. Fyrir því geta verið ýmsar ástæð- ur. Flokkur viðkomandi forseta kann að hafa misst hald á forseta- embættinu, svo sem vegna þess að flokkurinn sé kominn í stjómarand- stöðu. Þá getur verið að sá sem hefur gegnt forsetaembættinu geti ekki gert það nema eitt kjörtíma- bil, svo sem vegna þess að hann hafí tekið við ráðherraembætti eða jafnvel horfið af þingi. Ef forseti hefur ekki gegnt starfí slnu sem skyldi kann að vera að flokkur hans vilji ekki hafa hann áfram annað kjörtímabil sem forseta og kjósi annan mann I hans stað sem álitinn er betri. Hins vegar er það svo að maður sem talinn er hafa gegnt forsetaembætti stórlýtalaust er endurkjörinn forseti annað kjörtímabil ef atvik ekki hamla. Kann þá sami maður að vera for- seti ekki aðeins tvö kjörtímabil, heldur lengur og eru þar um dæmi fyrr og síðar.“ Þorvaldur Garðar var síðan spurður að því hvort hann teldi óeðlilegt að aðrir þingmenn Sjálf- Þorvaldur Garðar Kristjánsson stæðisflokksins fengju nú tækifæri til að gegna þessari stöðu. „Það þarf ekki að vera," svaraði hann. „Hver og einn á hins vegar að eiga það undir eigin atgervi að tækifær- ið verði að raunveruleika ef gengið er út frá að viðkomandi þingflokkur kappkosti að velja hveiju sinni hæfustu menn til starfans." Salóme yrði frambjóðandi með til- liti til þess að hún sjálf hefði gegnt ráðherraembætti sl. 4 ár. „Það er auðvitað ekkert óeðlilegt," svaraði Ragnhildur, „en í þingflokknum eru menn ekki frambjóðendur karla eða kvenna, heldur taka menn þau störf sem þingflokkurinn felur þeim. Við erum báðar þingmenn fyrir stór kjördæmi og kjósendur okkar eru væntanlega bæði karlar og konur, SALOME Þorkelsdóttir var einn- ig spurð að þvf hvort hún teldi ekki meiri líkur á því að kona yrði kjörin f þingflokknum ef samstaða hefði verið milli hennar og Ragnhildar um eina konu f framboði. „Ég lít svo á að það sé ekkert óeðlilegt að þingflokkurinn geti valið þann þingmann sem hann tel- ur heppilegt að gegna starfí forseta Sameinaðs þings nú,“ sagði Salome. „Ástæðan fyrir því að ég gef kost á mér er áskorun og hvatning sjálf- stæðiskvenna, en þær hafa lagt mikla áherslu á að kona verði valin að þessu sinni. Ef við erum að keppa á jafnréttisgrundvelli, er það ekki rétta leiðin að mínu mati að velja eina úr fyrirfram, við viljum keppa á jafnréttisgrundvelli." Ragnhildur Helgadóttir en úrslit þessa máls ráðast á þing- flokksfundi á morgun og þar mun ég lýsa minni afstöðu." Salome Þorkelsdóttir „Viljum keppa á jafnréttísgrundvelli“ Brids Arnór Ragnarsson Landstvímenningur Bridssambandsins Eins og fram hefur komið, í út- sendri Mótaskrá Bridssambandsins I byijun september og í auglýsing- um í dagblöðum, mun Bridssam- band Islands gangast fyrir samræmdri landskeppni í tvímenn- ing, þar sem sömu spil eru spiluð I öllum félögum og reiknað út sem einn riðill, vikuna 19.—24. október nk. Tölvugjöfin, sem forsvarsmenn félaganna eiga að koma til þess sem gefur spilin til keppni, verður send út nk. mánudag frá BSÍ. Keppnis- gjald pr. par verður aðeins kr. 800, sem rennur óskipt I húsakaupasjóð Bridssambandsins. Spilað er um tvöfaldan skammt bronsstiga í fé- lögunum, auk þess sem efstu pör í heildina fá gullstig og viðurkenn- ingar frá BSÍ. Að lokinni keppni í hveiju félagi skulu útreikningsskor- blöðin send til sambandsins í pósthólf 272 121 Reykjavík, sem allra fyrst, til að sameiginlegir út- reikningar liggi fyrir um mánaða- mótin. Alls verða 33 númer af spilum send út, en fyrstu 26 númer- in gilda til landsmóts, því spila má keppnina í öllum stærðum af riðl- um, frá 6—16 pör pr. riðill. Allar nánari upplýsingar varð- andi Landsbikarkeppni Bridssam- bands íslands ’87 eru veittar á skrifstofu BSÍ í s: 91-689360 (Ólaf- ur)-. Bridsfélag Akureyrar Að loknum þremur umferðum af íjórum í Bautamóti félagsins, er staða efstu para þessi: Öm Einarsson — Hörður Steinbergsson 1128 Stefán Ragnarsson — Grettir Frímannsson 1072 Pétur Guðjónsson — Frímann Frímannsson 1063 Þormóður Einarsson — Símon I. Gunnarsson 103£r Jónas Karlsson — Haraldur Sveinbjömsson 1028 Ámi Bjamason — Kristinn Kristinsson 999 Armann Helgason — Alfreð Pálsson 997 Anton Haraldsson — Ævar Armannsson 983 Ami Arason — Tómas Karlsson 947 Stefán Gunnlaugsson, eigandi Bautans á Akureyri mun svo af- henda verðlaun í mótslok, þrenn eignarverðlaun til þriggja efstu para og að auki farandverðlaun, sem geymd eru í matsal Bautans, til sigurvegaranna. Næsta keppni félagsins verður- trúlega Landsbikarkeppnin í tvímenningi, þriðjudaginn 20. októ- ber en þar á eftir Akureyrarmótið í sveitakeppni. í dag opnum við Skógluggann eftir stórkostlegar endurbætur OPNUNARTILBOD í tilefni opnnnarinnar bjóðum við öllum viðskiptavinum góðan afslátt í eina viku (9. október - 16. október). Þrátt fyrir miklar breytingar, verða gömlu, góðu skómerkin áfram hjá okkur auk nokkurra nýrra skómerkja PABLÖ - SNOPY - ARAUTO-RAP - ROMIKA - MINIBEL Öll börn fá blöðrur frá Skóglugganum Krakkar - Takið pabba og mömmu með - SKOGUUGGINN VITASTÍG 12, SÍM111788. VIÐ LAUGAVEG. Leiðandi barnaskóverslun Í20ár

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.