Morgunblaðið - 09.10.1987, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 09.10.1987, Blaðsíða 50
50 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 9. OKTÓBER 1987 HANDKNATTLEIKUR / VESTUR-ÞÝSKALAND Gummersbach með fullt hús og í sérflokki Kristján Arason skoraði fimm gegn Nurnberg GUMMERSBACH vann sinn fimmta sigur í röð í bundeslig unni í handknattleik í fyrra- kvöld og er eitt á toppnum. Liðið er í sérflokki þessar vikum- ar og í 5. umferðinni tók það Numberg í kennslustund á útivelli. í hálfleik var staðan 12:8, en Kristj- án Arason og félag- ar unnu 23:16. Jóhannilnga Kristján átti góðan Gunnarssyni leik, skoraði fímm i -Þýs aan i mörk og þar af tvö úr vítaskotum, en línumaðurinn Fitzek skoraði sjö mörk fyrir Gummersbach. Stjepan Obran frá Júgóslavíu var markahæstur hjá Numberg með fímm mörk og þar af fjögur úr vítaskotum. PállgóAur Páll Ólafsson var meiddur en lék engu að síður með Dusseldorf, er liðið vann Kiel 18:16 eftir að Kiel hafði leitt 11:7 í hálfleik. Páll hélt Waszkiewicz algerlega niðri og skoraði Pólverjinn ekki mark, en Páll skoraði tvö. Kiel náði fímm marka forystu í seinni hálfleik, en vöm Diisseldorf tók þá við sér og sóknin gekk upp, liðið skoraði 10 mörk gegn einu á tímabili og sigr- aði. Óvæntustu úrslit umferðarinnar urðu í Dortmund, þar sem heima- menn unnu Grosswallstadt sann- gjamt 27:24 eftir að hafa leitt 11:8 í hálfleik. Fyrir keppnistímabilið var ekki búist við miklu af hinum ungu leikmönnum Dortmund, en þeir hafa sýnt að ekki má dæma menn fyrirfram — em nú í 5. sæti. Kulas skoraði sex mörk í leiknum, þar af þrjú úr vítaskotum, en Kovacs og Bussmeyer skoruðu fímm mörk hvor. Schwalb var atkvæðamestur hjá gestunum með sex mörk, þar af þijú úr vítaskotum. Leikurinn var mjög hraður, mörg mörk skor- uð, en engu að síður voru mark- menn beggja liða bestu menn vallarins. SigurAur moA átta mörfc Sigfurður Sveinsson var markahæst- ur að vanda hjá Lemgo og skoraði átta mörk, fjögur úr vítum, en þau dugðu ekki til, því liðið tapaði 20:17 fyrir Essen eftir að staðan hafði verið 8:8 í hálfleik. Essen náði fljót- lega fjögurra marka forskoti eftir hlé og hélt fengnum hlut — fyrsti heimasigur liðsins á þessu tímabili. Kubitzki var markahæstur með sjö mörk, ljögur víti, en Alfreð Gíslason skoraði fímm mörk og hefur oft leikið betur. Schwabing vann Hofweier 21:16, þar sem góður vamarleikur heima- manna sat í fyrirrúmi. Schuppler var þeirra markahæstur með sex mörk, en Elezovic skoraði fjögur fyrir Hofweier. Kamia kempan Klempel skoraði 14 mörk (þijú úr vítum), er Göppingen vann Milbertshofen 22:21. Wund- erlich skoraði 11 mörk fyrir Mil- bertshofen (átta úr vítum), sem tapaði sínum þriðja leik í röð og Gagin skoraði fjögur mörk. Wallau-Massenheim vann Dorma- gen 20:19 eftir að staðan hafði verið 10:6 í hálfleik. Finninn Káll- mann skoraði fímm mörk fyrir heimamenn, en Vukoje var at- kvæðamestur í liði landsliðsþjálfar- ans með sjö mörk, þar af fímm úr vítaköstum. Morgunblaðiö/Gunnlaugur Rögnvaldsson SigurAur Svelnsson er með markahæstu mönnum í þýsku bundesligunni í handknattleik og skoraði átta mörk gegn Essen. tönm FOLX ■ MARK La wrenson hefur ekki náð að tryggja sér sæti í liði Li- verpool eftir að hann náði sér af meiðslum, sem hann átti lengi við að stríða. Lawrenson sagði i gær að hann ætti erfitt uppdráttar hjá Liverpool og væri tilbúinn til að skipta um félag og fara suður á bóginn. Atti hann þar við Sout- hampton, en félagið vill fá írann. " tl TONY Cottee, miðheiji West Ham hefur verið settur í lands- leikjabann fram í byijun febrúar á næsta ári. Cottee var vikið af velli í vináttuleik gegn Vestur- þýskalandi í síðasta mánuði og enska knattspymusambandið sætti sig ekki við það. ■ JOHN Lyall, framkvæmda- stjóri West Ham, sem hefur verið lengur í sama starfínu en nokkur annar framkvæmdastjóri í 1. deild á Englandi eða 13 ár, var mjög gagnrýndur eftir 5:2 tap liðsins gegn Bamsley í deildarbikarkeppn- inni. Stuðningsmenn West Ham sættu sig alls ekki við tapið og £>urfti Lyall að fara í lögreglufygld af vellinum. West Ham er einnig neðarlega í 1. deild, en Lyall situr sem fastast og var málið ekki einu sinni rætt á stjómarfundi félagsins í gær. West Ham hefur aðeins haft fímm framkvæmdastjóra í 87 ára sögu félagsins, enginn þeirra hefur verið rekinn og félagið vill halda þessu meti. ■ HSÍgaf í vikunni út sitt fyrsta fréttabréf á þessu ári og er það helgað málefnum fræðslunefndar sambandsins. Framkvæmdastjóri HSÍ, Guðni Halldórsson, er jafn- ' framt ritstjóri fréttabréfsins, sem stefnt er að komi út mánaðarlega. ■ JORGE Valdano, argentíski landsliðsmaðurinn í knattspymu, sem búið hefur á Spáni í 10 ár, hefur loks fengið spænskan ríkis- borgararétt. í fótboltanum er samt enn litið á hann sem útlending og því má Real Madrid ekki nota hann á meðan Hugo Sanchez og Milan Jankovic eru í liðinu. Þetta kemur frekar spánskt fyrir sjónir og er víst að Valdano og Real Madrid munu gera allt sem hægt er til að ekki verði troðið á rétti Spánveijans frá Argentínu og litið á hann sem aðra þegna landsins. ■ REAL Madríd á við fleiri vandamál að stríða. Sem kunnugt er varð liðið að leika heimaleik sinn gegn Napólí í 1. umferð Evrópu- keppni meistaraliða fyrir luktum dyrum vegna óláta á leik liðsins gegn Bayem MUnchen á siðasta keppnistímabili. Upphaflega var Real dæmt til að leika tvo leiki í Evrópukeppni fyrir luktum dyrum, en dómurinn hefur verið mildaður — liðið verður að leika næsta heima- leik í 350 km fjarlægð frá Madríd. Liðið dróst gegn Porto frá Port- úgal í annarri umferð og fer fyrri leikur liðanna fram 21. október í Valencia á Spáni. ■ ENZO Scifo leikur ekki með Belgum gegn Skotum í Evrópu- keppni landsliða í næstu viku. Guy Thijs, landsliðsþjálfari, tilkynnti hóp sinn í gær og sagði að Scifo væri ekki í leikæfingu. „Hann lék illa gegn Búlgaríu í síðasta mánuði og var varamaður hjá Milan um helgina," sagði landsliðsþjálfari Belga, sem verður einnig án Jean- Marie Pfaff, markvarðar, en hann er meiddur. ■ BAYERN MUnchen vill fá enskan miðheija í sínar raðir. í sumar reyndu vestur-þýsku meist- aramir að fá Mark Hateley, en hann fór til Mónakó. Þá hafa þeir árangurslaust gert hosur sínar grænar fyrir Mark Hughes, og vilja fá hann lánaðan frá Barcelona út keppnistímabilið. Því ætlar Jupp Heynckes, þjálfari Bayern að horfa á leik Danmerkur og Wales í næstu viku. En sá sem félagið vill helst fá núna er Clive Allen. Hann verður hins vegar ekki laus Srr en í vor. I GORDON Duríe skoraði öll Gordon Durle, sem er fyrir miðju á myndinni, skoraði fjögur mörk fyrir Chelsea í 2. umferð í deildarbikamum, en allt kom fyrir ekki — Chelsea féll úr keppninni. Til hægri við hann er Mirandinha frá Brasilíu, sem hefur lofað 20 mörkum í vetur fyrir Newcastle. §ögur mörk Chelsea í leikjunum tveimur gegn Reading í 2. umferð ensku deildarbikarkeppninnar, en þau nægðu ekki til að komast áfram. Chelsea vann seinni leikinn 3:2, en Reading þann fyrri 3:1. ■ IAN Rush gengur frekar illa að aðlagast á Ítalíu. Hann segist sakna félaganna og fjölskyldunnar í Englandi, ítalskan er vandamál og eina fólkið sem hann nái sam-' bandi við séu Michael Laudrup og frú, sem tala ensku. ■ AGANEFND knattspymu- sambands Evrópu fjallaði í gær um atvik, er gerðist eftir seinni leik Vals og Wismut Aue í fyrstu um- ferð Evrópukeppni félagsliða. Þá kastaði áhorfandi dós í einn leik- mann þýska liðsins og gaf eftirlits- dómarinn skýrslu um málið. Ekki hafði frést af fu.idinum seint í gærkvöldi, en Ellert B. Schram, formaður KSÍ á sæti í aganefndinni og vonandi hefur hann getað forðað Valsmönnum frá því að fá sekt. U-21 LIÐIÐ Haraldur og Einar í hópnum Haraldur Ingólfsson ÍA og Einar Páll Tómasson Val em í lands- liðshópnum, sem skipaður er leikmönnum tuttugu og eins árs og yngri, en liðið leikur við Tékka í næstu viku eins og greint var frá í Morgunblaðinu í gær. Þeir vom valdir í stað Andra Marteinssonar KR, sem gaf ekki kost á sér vegna atvinnu sinnar, og Hlyns Birgisson- ar í Þór. Að öðm leyti er hópurinn eins og áður var sagt frá. GOLF Bænda- glíma GR Bændaglíma Golfklúbbs Reykjavíkur sem fresta varð um síðustu helgi fer fram í Grafar- holti á morgun, laugardag. Leikið verður með hefðbundnum hætti og hefst keppni kl. 14.00. Skólamót ígolfi Skólamót í golfí verður haldið í Grafarholti á sunnudaginn. Ræst verður út frá kl. 09.00 til 10.30. Þetta er í þriðja sinn sem slíkt skóla- mót er haldið. Keppnin að þessu sinni er einstaklingskeppni með og án forgjafar eins og á síðasta ári, auk þess verður um sveitakeppni að ræða. Þrír verða í hverri sveit en tveir telja. Hver skóli má senda eins margar sveitir og óskað er. Nánari upplýsingar um mótið gefur Karl Ómar í síma 74854.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.