Morgunblaðið - 09.10.1987, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 09.10.1987, Blaðsíða 52
ÍBRUnnBÚT iSK/' AfÖkYGGISASTÆÐUM Nýjungár í 70 ár ^ ^ I í ALHLIÐA PRENTÞJÖNUSTA $f0tWlplllplp SSGudjónáhf. I / 91-27233 I FÖSTUDAGUR 9. OKTÓBER 1987 VERÐ í LAUSASÖLU 55 KR. Tveir björguðust er trilla sökk við Sandgerði Grmdavik TVEIR menn björgnðust, þegar handfærabáturinn Birgir RE, sem er 12 tonn, sökk í gærkvöldi nm klukkan 11 eftir að hafa fengið á sig brot i innsiglingunni til Sandgerðishafnar. Mönnunum var bjargað um borð í Reyni GK. Þeir voru nokkuð þrekaðir og voru fluttir i sjúkrahúsið í Keflavik. Tveir bátar tilkynntu sig ekki í gærkvöldi. Lögreglumenn og björg- unarsveitarmenn á Suðumesjum og austur til Þorklákshafnar voru beðnir að svipast um eftir þeim í viðkomandi höfnum. Um miðnætti fundu lögreglumenn annan bátinn í Grindavíkurhöfn og hinn fannst síðar í Hafnarfjarðarhöfn. Nokkrir bátar réru í gærmorgun frá Sandgerði og áttu þeir í erfið- leikum með að komast til hafnar í gærkvöldi eftir að brast á með norð- anroki. Birgir RE var kominn inn undir bauju í innsiglingunni þegar brot reið yfír bátinn og sökkti hon- Knattspyrna: Hörður Helga- son ráðinn þjálfari Vals HÖRÐUR Helgason, sem rfað hefur 1. deildarlið og KA í knattspymu, gekk í gær frá eins árs samningi við fslandsmeist- ara Vals. „Mér líst mjög vel á að taka við Valsliðinu. Þetta er spenn- andi verkefni. Valur er gott félag og hefur á að skipa góð- um leikmönnum. Ég stefni á að ná enn betri árangri en lið- ið náði í sumar," sagði Hörður Helgason, í samtali við Morg- unblaðið í gærkvöldi. Valur varð íslandsmeistari í sumar undir stjóm Ian Ross sem nú tekur við liði KR. Valsmenn hafa ekki verið með innlendan þjálfara undanfarin 15 ár. Sjá bls. 51. unm. Annar bátur, Hulda GK átti í erfíðleikum, er stýrið bilaði og kom Jón Gunnlaugsson GK til aðstoðar. Bátamir biðu í nótt utan innsigling- arinnar eftir að gæfí til hafnar. Kr.Ben. Bílasímar og árekstrar „ÞAÐ MÁ rekja æ fleiri árekstra til þess að ökumenn eru að tala i bilasima og hafa ekki hugann við aksturinn," sagði Gylfi Jóns- son, lögreglufulltrúi. Gylfí sagðist vilja hvetja öku- menn til að stöðva bifreiðar sínar utan vegar á meðan þeir notuðu bflasímana. „Ökumenn hljóta að sjá að betra er að hafa hugann við aksturinn en að stofna sjálfum sér og öðrum í hættu með því að hafa bílasímann við eyrað. Það er ekki hægt að hafa athyglina bundna við margt í einu,“ sagði Gylfí. Blindaðist í sólinni Gatnagerðarframkvæmdir hafa verið í Grindavík í sumar og víða þurft að grafa til að skipta um lagn- ir eða ganga frá niðurföllum áður en malbikað hefur verið. Oft hefur komið fyrir að skurðir eða holur hafa staðið opin lengi án þess að óhöpp yrðu. Nú gerðist það hins vegar að bílstjóri blindaðist af sól- inni og varúðarmerki vom hvergi sjáanleg og því fór sem fór. Hvort verktakinn, bæjarfélagið eða bfleigandinn ber skaðann af mikið skemmdum bfl er ekki gott að segja en atvikið varð til þess að vinnuflokkur mætti á staðinn og fór að vinna í skurð- inum. _ Kr.Ben. Fjárlög endurskoðuð í ljósi nýrrar þjóðhagsáætlunar: Stefnt er að hallalausum fj árlöffum fyrir næsta ár RÍKISSTJÓRNIN er að endurskoða fjárlagafrumvarpið fyrir næsta ár í ljósi nýrrar þjóðhagsáætlunar fyrir árið 1988. Utlit er fyrir að viðskiptahalli landsins verði að minnsta kosti 6 milljarðar króna á því ári miðað við núverandi aðstæður og forsætisráðherra sagði í samtali við Morgunblaðið í gær, að ekki væri hægt að útiloka að talan yrði talsvert hærri. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins er nú stefnt að hallalausum fjárlögum, í stað þess að hallinn verði 1,2-1,3 mUljarðar, en óvíst er að það takist. Ljóst er að fjárlögin verða ekki lögð fram sem fyrsta mál á Alþingi eins og venja er. Þingið er sett á laugardag en þingfundir hefjast á mánudag. Ríkisstjómin hélt í gær tvo fundi um þjóðhagsáætlun fyrir árið 1988 og fjárlagafrumvarpið, en þjóð- hagsáætlunin verður lögð fram á Alþingi á mánudag. Þar er gert ráð fýrir að viðskiptahallinn í ár verði 2,7 milljarðar króna og enn meiri á næsta ári, eða um 6 milljarðar, Eimskip vill 3 ára samning um saltfiskútflutning í körum Salt flutt í körunum til landsins Grmdavík. FORRÁÐAMENN Eimskips hafa boðið ráðamönnum innan Sölu- sambands íslenskra fiskframleiðenda að flytja saltfisk út í körum gegn þvi að flytja allan saltfisk til markaðslandanna næstu þrjú árin. Það mun kosta skipafélagið um það bil 80 mUljónir króna að taka upp flutninga í körum og hyggst Eimskip nota körin til þess að flytja salt í þeim heim tU íslands og hætta þar með að flylja laust salt. hefur síðan verið fluttur út á pöll- um, sem er til mikillar hagræðirgar. Nú sjá forráðamenn Eimskips þann möguleika að það muni borga sig fljótt að taka upp saltfiskflutn- inga í körum, þar sem mikil afföll eru á pöllunum, auk annars um- búðakostnaðar, sem félli niður, auk þess sleppa þeir við að flytja saltið Mikil bylting átti sér stað fyrir um fjórum árum í saltfiskspökkun og útflutningi á saltfíski þegar Víkurskip hf. hóf innflutning á litl- um brettum eða pöllum. Með pöllunum fylgdu grindur, sem áttu að auðvelda stöfíun á saltfíski, sér- staklega í skipunum, en þegar til kom þóttu þær óþarfar. Saltfískur laust í skipunum og sekkja það mikið til hér heima, þar sem salt- endur vilja heldur fá saltið til sín í jxikum. Hagræðingin er gífurleg fyrir Eimskip og saltfískverkendur ef þessi leið yrði farin, auk þess sem meðferðin á fískinum myndi batna enn frekar. Forráðamenn SÍF eru mjög hrifnir af hugmyndinni, en það stendur í þeim að láta Eimskip yfírtaka flutningana næstu þrjú árin, þar sem önnur skipafélög hafa stóran hlut í flutningunum og sam- keppnin því hörð. Komið hefur til tals að SIF standi straum af breyt- ingunni til þess að Eimskip ráði ekki alfarið öllum flutningnum. Kr. Ben. miðað við núverandi forsendur. Þorsteinn Pálsson forsætisráðherra sagði eftir fyrri ríkisstjómarfundinn í gær að horfur um viðskiptahalla á næsta ári væru mjög alvarlegar og myndin jafnvel dekkri en þama kemur fram. Þegar Morgunblaðið bar undir hann horfur á 8-10 millj- arða viðskiptahalla á næsta ári sagðist hann ekki vilja nefna tölur en ljóst væri að þær gætu orðið talsvert hærri en miðað er við í þjóðhagsáætlun. Þorsteinn sagði að mikil sam- staða væri í ríkisstjóminni um það hvemig ætti að taka á þessum málum en vildi ekki segja á hvem hátt yrði brugðist við. Jón Baldvin Hannibalsson fjármálaráðherra sagði eftir ríkisstjómarfundinn að sá viðskiptahalli sem við blasti væri óviðunandi og við honum þyrfti að bregðast, en vildi ekki frekar tjá sig um þær aðgerðir. Þær raddir hafa heyrst frá iðn- aði og fiskvinnslu sem segja að ríkisstjómin verði að falla frá fast- gengisstefnunni og fella gengið. Raungengið sé allt of hátt, sem örvi innflutning, frystingin hafí ver- ið rekin með 3-5% tapi undanfarið og fyrirsjáanleg sé vemleg kostnað- arhækkun fyrirtækja vegna komandi kjarasamninga. Þorsteinn Pálsson sagði um þetta að hann hefði ekki orðið var við neinn þunga í gengisfellingarkröfum. „Auðvitað heyrir maður eina og eina rödd af þessu tagi. En atvinnuvegimir hafa gert sfna kjarasamninga og ég geri ráð fyrir að þeir séu tilbúnir til að standa við þá samninga hér eftir sem hingað til. Það er ekki hægt að gera kjarasamninga og koma síðan til ríkisins og segja: Elsku mamma, lækkið þið gengið fyrir okkur." Ólafur ísleifsson efnahagsráð- gjafi ríkisstjómarinnar sagði við Morgunblaðið að ljóst væri að hag- vöxtur, sem hefur verið um 7% á þessu ári, myndi dragast saman á næsta ári, þar sem hagstæðar ytri aðstæður, svo sem mikil aukning í verðmæti sjávarafurða, hækkun afurðaverðs erlendis, lækkun olíu- verðs og lækkun vaxta væru ekki lengfur fyrir hendi. Blaðburðar- drengur kserir rán FJÓRTÁN ára blaðburðardreng- ur kom í gærkvöld á miðbæjar- stöð lögreglunnar í Reykjavík og kvaðst hafa verið rændur 20 þúsund krónum. Sagði hann að tveir piltar um tvítugt hefðu ráð- ist á sig og hefði annar þeirra ógnað sér með hnifi. Drengurinn, sem ber út Morgun- blaðið í Kópavogi, sagðist hafa verið á leið til að gera upp við blaðið, er hann var rændur. Atvikið mun hafa átt sér stað um klukkan 22.00, við Oddfellow-húsið og kvaðst drengur- inn ekki hafa séð árásarmennina glögglega, nema að annar þeirra hefði verið í leðuijakka með kögri. Lögreglan hóf þegar leit að árásar- mönnunum, en sú leit hafði ekki borið árangur þegar síðast fréttist í gærkvöldi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.