Morgunblaðið - 09.10.1987, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 09.10.1987, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 9. OKTÓBER 1987 Japanskir fjölmiðlar: Skýrt frá fyrstu sal- ernisför keisarans Hinni fyrstu eftir veikindi hans Tókíó, Reuter. JAPANSKIR fjölmiðlar hafa að undanförnu verið uppfullir af frásögnum af heilsufari Hirohit- os Japanskeisara, enda alþýðu manna um fátt umhugaðra en keisarafjölskyiduna. Á fimmtu- dag voru fjölmiðlar þar i landi þvi undirlagðir af fyrstu salern- isför keisarans frá því að hann gekkst undir skurðaðgerð fyrir tveimur vikum. Var til þess tekið að sonur sólarinnar hefði gengið örna sinna einn og óstuddur. Hirohito, sem er 86 ára gamall lagðist undir hnífinn hinn 22. síðastliðinn vegna þarmastíflu. Ótt- ast var að keisarinn kynni að vera haldinn krabbameini, en líflæknar hans sögðu að þess hefðu engin fundist merki. Jöötó-fréttastofan og ríkisút- varpið höfðu það eftir hirðmönnum að keisarinn hefði gengið einn og óstuddur 10 m vegalengd til salern- is síns, aðeins degi eftir að hann fór af hirðsjúkrahúsinu. Hann fékk sér myndarlegan árbít, sem samanstóð af komflög- um, soðnum lauk og gulrótum, kálvöndli, súrsuðum plómum og rifnum perum og eplum, sem legið höfðu í sykurlegi. Að sögn var keisarinn gugginn þegar honum var ekið frá sjúkra- húsinu til hallarinnar og sat hann í hjólastól um borð í bflnum, sem flutti hann á milli. Kíótó-fréttastof- an skýrði frá því að keisarinn, sem er sá einvalda heimsins sem lengst hefúr ríkt, væri nú undir stöðugu eftirliti fjögurra lækna og sex hjúk- runarkvenna. Veikindi keisarans, sem eru hin alvarlegustu á 62 ára valdaskeiði hans, hafa valdið almennri samúð í Japan og hafa þúsundir þegna hans þyrpst að hallarhliðunum til þess að rita nöfn sín í heilla- óskabækur. Reuter Ostrur í pósti Frakkar áttu þessa fyrsta sinni kost í gær að fá ostrur í pósti. Ostruseljendur hafa samið við póst og síma í Bretagne-héraði að færa viðskipta- vinum ostrukassa um leið og póstur er borinn út. Þurfa viðskiptavinir einungis að hafa vaðið fyrir neðan sig og panta skeljamar i tæka tíð. Danmörk: Vantrausts- tillaga felld Kaupmannahttfn, Reuter. Minnihlutastjórn Pouls SchlUter, forsætisráðherra Danmerkur, stóð í gær af sér vantrauststillögu er borin var upp af smáflokknum „Fælles Kurs“. Einungis fjórir þing- menn studdu tillöguna. 77 greiddu atkvæði gegn tillög- unni en 64 sátu hjá. Stjómin hefur samtals 70 þingmenn og treystir hún á stuðning tveggja flokka utan hennar. 179 þingmenn sitja á danska Þjóðþinginu. Preben Möller Hansen, leiðtogi „Fælles Kurs“, mælti fyrir van- trauststillögunni og þurfti forseti þingsins þráfaldlega að áminna hann fyrir ósmekklegt orðbragð. Er þetta fyrsta vantrauststillagan sem sett hefur verið fram frá því þingkosningar fóru fram í Dan- mörku í síðasta mánuði. Jaruzelski vill stokka stjórnkerfinu upp Varsjá, Reuter. WOJCIECH Jaruzelski, leiðtogi Póllands, hefur farið þess á leit við miðstjórn kommúnistaflokks- ins að hún samþykki meiriháttar breytingar á stjómkerfinu. Er það liður í áætlunum um efna- hagslegar og pólitískar umbæt- ur. Samkvæmt áætlunum Jaruzelski missa mörghundruð ráðuneytis- manna atvinnu sína. Ætlunin er að leggja mörg ráðuneytanna niður og sameina önnur, þannig að eftir standi færri og stærri ráðuneyti. Draga á úr miðstýringu og verður ákvarðanataka til dæmis færð í i Forseti Nicaragua ávarpar SÞ: Bandaríska sendi- nefndin erekk út Ortega vill viðræður við stjómvöld í Washington Sameinuðu þjóðunum, Reuter. DANIEL Ortega, forseti Nicaragua, bar í gær fram tillögu í ræðu, sem hann flutti í allsheijarþingi Sameinuðu þjóðanna, að hafnar yrðu beinar viðræður við Bandarikjamenn um ágreining ríkjanna. Skoraði hann á Ronald Reagan Bandaríkjaforseta að íhuga málið vandlega áður en hann hafnaði tillögunni. Þegar sendinefnd Banda- ríkjamanna hjá Sameinuðu þjóðunum gekk út sagði Ortega: „Sumir finna til í eyrunum þegar sannleikurinn er sagður." auknum mæli í hendur stjómenda fyrirtækja. Einnig er ætlunin að draga úr skrifræði og er talað um að í upp- siglingu sé viðamesta og jafnvel afdrifaríkusta uppstokkun á stjóm- kerfinu frá heimsstyijöldinni síðari. Ætlunin er að afnema ýmiss konar formvafstur sem viðgengst í sam- bandi við stofnun nýrra fyrirtækja. Þingmaður, sem ekki vildi láta nafn síns getið, sagði fréttamanni Reut- ers, að þarmeð misstu skriffinnamir og möppukarlamir helzta spón úr aski sínum, leyfisveitingamar. „Þúsundir mútuþega munu því ekki hafa lengur neitt að selja. Vald þeirra er því ekki lengur verzlunar- vara.“ Tilgangur pólskra valdhafa með breytingum á stjómkerfi landsins er að hleypa nýjum drifkrafti í efna- hagslegar umbætur, sem hafnar vom í kjölfar herlaga, sem sett voru árið 1981. Með herlögum voru óháðu verkalýðsfélögin, Samstaða, bönnuð en þau börðust fyrir þjóð- félagsumbótum. Á skömmum tíma hafði þeim vaxið mjög ásmegin og óttuðust leiðtogar Kommúnista- flokksins áhrif þeirra. Áætlunin er nú til umijöllunar hjá miðstjóm kommúnistaflokksins og á morgun, laugardag, mun Zbigniew Messner, forsætisráð- herra, flytja hana í pólska þinginu. Gert er ráð fyrir að þingið afgreiði hana um næstu mánaðamót. Að sögn útvarpsins í Varsjá verð- ur onnur lota efnahagsumbótanna senn hafín. Hyggst ríkisstjómin draga stórlega úr niðurgreiðslum ýmiss konar, sem koma mun niður á pyngju landsmanna. Þá er gert ráð fyrir aðgerðir stjómarinnar til að koma verðbólgu úr um 20% nið- ur fyrir 10% fyrir 1990 muni draga úr kaupmætti. Útvarpið sagði að Jaruzelski hefði viðrað þá hugmynd á fundi miðstjómarinnar að efnt yrði til þjóðaratkvæðis um efna- hagsáætlunina fyrir árslok. Vonast hann til að skapa þjóðarsamstöðu um hana. V estur-Þýskaland: Herskip send inn á Miðjarðarhaf Leysa herskip NATO af hólmi Bonn, Reuter. YFIRVÖLD í Vestur-Þýskalandí ákváðu í gær að senda þijú herskip inn á Miðjarðarhaf. Munu þau taka við eftirliti herskipa ríkja Atlants- hafsbandalagsins, sem send hafa verið inn á Persaflóa til að vernda skipalestir á alþjóðlegum siglingaleiðum. Verður þetta í fyrsta skipti frá stofnun Atlantshafsbandalagsins sem vestur-þýsk herskip halda uppi gæslu á Miðjarðarhafi. Ákve veðið hefur verið að skipin, tundurspillir, freigata og fylgdarskip, verði á Miðjarðarhafi frá 14. þessa mánaðar fram í miðjan desember. í tilkynningu vestur-þýska vamar- málaráðuneytisins sagði að Manfred Wömer vamarmálaráðherra hefði ákveðið að skipin skyldu send til gæslustarfa eftir að hafa ráðfært sig við önnur aðildarríki Atlantshafs- Ortega lagði til að hafnar yrðu gagnkvæmar viðræður stjómvalda í Washington og Managua, sem ekki yrðu háðar neinum skilyrðum. Ættu viðræðumar að miða að því að veita Bandaríkjamönnum öryggi og koma samskiptum ríkjanna í eðlilegt horf. Ortega hvatti Reagan til að bregðast ekki við eins og sendinefnd Bandaríkjamanna hjá Sameinuðu þjóðunum, sem gekk út á meðan hann hélt ræðu sína. Stjómvöld í Washington vilja að hemaðarráðgjafar frá Kúbu og Sovétríkjunum og öðmm austantj- aldsríkjum verði sendir brott frá Nicaragua áður en gengið verður til viðræðna við sandinistastjóm Ortega. „Reagan ætti að hafa það hugf- ast að Rambó er aðeins til í kvikmyndum," sagði Ortega og átti þar við stríðshetjuna frá Víetnam, sem Sylvester Stallone hefur leikið. „Fólkið vill ekki Rambó, fólkið vill frið,“ sagði Ortega. Vemon Walters, sendiherra Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóð- unum, kvaðst hafa gengið út vegna þess að hann vildi hvorki sitja und- ir sögufölsunum Ortega, né móðgunum hans í garð Bandaríkja- forseta. Frakkland: Fyrrum ráðherra lögsóttur ERLENT Paría, Reuter. NEÐRI deild franska þingsins samþykkti í gær að leggja til að Christian Nucci, fyrrum ráð- herra jafnaðarmanna, yrði sóttur til saka fyrir embættis- brot. Var tillaga um að Nucci yrði dreginn fyrir sérstakan dómstól samþykkt með 340 at- kvæðum gegn 211. Nucci var samstarfsráðherra í stjóm Jafnaðarmannaflokksins og er sakaður um að hafa misnotað opinberte fé. Hann er sakaður um að hafa notað almannafé til að borga kosningabaráttu sína og munaðarlíf. Einnig hafi hann látið ríkið borga fyrir ýmnsa bitlinga, sem hann hafí veitt stuðningsmönn- um í kjördæmi sínu. Er hann sagður hafa misnotað um fímm milljónir franka, um 33 milljónir íslenzkra króna, í þessu skyni. Efri deild franska þingsins þarf einnig að samþykkja tillöguna til þess að Nucci verði leiddur fyrir rétt. Aðeins er hægt að draga ráð- herra, fyrmverandi eða núverandi, fyrir sérstakan dómstól. Réttinn skipa 24 menn úr báðum deildum franska þingsins. Frá árinu 1815 hefur lögsókn af þessu tagi aðeins þrisvar átt sér stað. bandalagsins. Samkvæmt stjómar- skrá Vestur-Þýskalands er ráðamönnum óheimilt að beita her- afla landsins utan vamarsvæðis Atlantshafsbandalagsins. Miðjarðar- hafið heyrir undir það en engu að síður hafa vestur-þýsk herskip ekki látið til sín taka þar frá ámm síðari heimsstyijaldarinnar. Sagði í tilkynn- ingu ráðuneytisins að Vestur-Þjóð- veijar vildu með þessu sýna samstöðu með öðmm ríkjum Atlantshafsbanda- lagsins sem sent hefðu skip inn á Persaflóa til að halda uppi gæslu. Bandarflqamenn, Bretar og Frakkar hafa þegar sent herskip inn á flóann, ítölsk skip em á leiðinni og Belgar og Hollendingar hafa ákveðið að gera slíkt hið sama. Að sögn ótilgreindra heimildar- manna Jfeuíere-fréttastofunnar hafa bandarískir embættismenn þrýst á ráðamenn í Vestur-Þýskalandi um að senda herskip inn á Persaflóa. Sögðu þeir hinir sömu að stjómvöld- um í Vestur-Þýskalandi hefði þótt það óhyggilegt. Aðrir fullyrtu að Vestur-Þjoðveijar áræddu ekki að stofna alltraustum samskiptum við írana í hættu en í síðasta mánuði höfðu íranir milligöngu um að vest- ur-þýskum kaupsýslumanni, sem haldið var í gíslingu í Beirút í Líab- non, var sleppt úr haldi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.