Morgunblaðið - 09.10.1987, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 09.10.1987, Blaðsíða 48
48 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 9. OKTÓBER 1987 © 1985 Universal Press Syndicate ,bji mtiar, hþé-f get'i5 eJcki £om\b hcjr inrv jojciccUcwJS •1 4 Þú verður að breyta neysluvenju þinni... Nokkur orð um umferðarmál Heiðraði Velvakandi. Undanfama allmarga áratugi hafa starfsmenn gatnagerðardeildar Reykjavíkurborgar baslað við að fylla í holur með misjöfnum árangri, fyrir utan þær sem gleymst hafa, en ein þeirra gleymdu er á Bjargarstíg, djúp maibikshola með skörpum kanti, sem ég var neyddur til að bakka í, vegna óliðlegheita vatnsveitustarfsmanna, sem lokað höfðu götunni, löngu eftir að ég hafði lagt bifreið minni fyrir ofan Borgarbókasafnið. Grafínn hafði verið skurður út í tæplega miðja götuna og síðan langt jarðvinnslu- verkfæri (skurðgröfu) fyrir bilið sem eftir var, til þess að enginn kæmist. Við bakkið lenti ég í þessari holu, hægra afturhjól festist, bíllinn sner- ist og olli skemmdum á kyrrstæðri bifreið og að sjálfsögðu minni. Þetta kostaði sjálfsábyrgð mína sem og lækkun á afslætti úr 60%. Sem sagt þó nokkur þúsund. Nú hefur verið tekin upp sú að- ferð að setja upp svokallaðar hraða- hindranir víðsvegar um borgina, t.d. §órar á hinum stutta Bræðraborg- arstíg, sem sagt í stað holu er kominn gúll. Ja, ég segi nú bara. Væri gúllinn eða jafngildi hans ekki betur kominn ofaní einhverri holunni. Að vísu viðurkenni ég að nauðsyn- legt er að draga úr ökuhraða og það mikið, en ósköp er þetta leiðinleg lausn. Aróðurinn gegn ökuhraða hefur ekki, að mínu mati, verið nógu virk- ur. Nú vita allir að á götu með tvö- faldri akrein er sú vinstri fyrir framúrakstur, en þar sem umferð í Reykjavík er orðin jafn æsileg og raun ber vitni, þá eru oftlega báðar akreinar fullsetnar og ef maður gef- ur merki um að hann óski að skipta yfír á vinstri akgrein þá er einungis flautað á hann með látum. í eitt skipti er ég kom vestur Hringbraut á hægri akrein og gaf merki til vinstri þar sem ég ætlaði að beygja niður Sóleyjargötu, þá var það vonlaust. Ég varð að fara alla leið inn á torg- hringinn og þaðan vestur að Sóleyj- argötu. Um frelquna í umferðinni langar mig til að nefna eitt dæmi. Eg var á leið út í Umferðarmið- stöð að sækja pakka. Þegar ég kom að Skothúsvegi logaði rautt ljós. Við skiptingu í grænt tók ég af stað og var kominn í 40 km hraða (hámark 50) þegar bfll kom þjótandi framúr mér en annar kom á móti. Sem bet- ur fór snöggbremsuðum við báðir og frekjan slapp á milli okkar með senti- metra bili. Svo þegar ég kom út að Hringbraut þá logaði rautt á götuvit- anum og viti menn þar stóð þá bfll hins eldklára ökufants og hann hvessti augun, beint fram (ekki til hliðar) með heiftarsvip svona eins og hann vildi segja: „Þetta var sko ekki mín sök.“ Nú vilja framámmenn gatnagerð- ar láta banna nagiadekk, líkt og var gert í Þýskalandi fyrir nokkrum árum. Ætli að þeim sé kunnugt um að þar er miklu minna um ófærð en hér og að þar er blandað ryðvamar- efni í saltið en ekki hér. Nú telja þeir að þama sé um 50 milljónir að ræða í auknu götusliti vegna nagla- dekkjanota, sem ég efa að sé rétt. En hafa þeir nokkru sinni reiknað út hvað saltnotkunin veldur miklu tjóni með ryðskemmdum. Vita þeir e.t.v. ekki, að einungis em saltaðar aðalgötur eða svokallaðar strætis- vagnaleiðir og allar útúr-götur em oftast ófærar illa búnum bflum. Lausnin vetrardekk, heimskuleg fullyrðing. Ifyrir þó nokkmm ámm var ég á labbi niður Bámgötu í gler- hálku á skóm gerðum fyrir hálku- labb. Þar var þá bfll þversum á götunni, í honum var maður nátengd- ur gatnagerð. Bfllinn jkomst hvorki fram né aftur vegna þess að gatan var með bungu, hæsta í miðjunni, svona eins og venjan er. Ég tók mig til og ýtti bflnum langsum en spyr ökumanninn hvort ekki væri vara- samt að aka svona illa búinn. „Nei,“ sagði hann, „ég er á vetrardekkj- um.“ Já, það var nú það. Að sjálfsögðu er mér ljóst að nagladekk leysa ekki allan umferðar- vanda í vondri færð, best á glæm, en flestan. Bfll sem er raunvemlega búinn fyrir vonda færð, mikinn snjó, er með gaddakeðjur á báðum aftur- hjólum og eina gaddakeðju á framhjóli, en ætli það slíti götunum minna en nagladekk? - En að sjálf- sögðu yrði það löglegt! Hvað segja svo tryggingafélögin um aukna árekstrahættu? Ég get tæplega reiknað með að þau segi einungis: „Iss, bara hækka iðgjöld- in.“ Og lögreglan, sem með alltof litlum mannskap reynir að hamla á móti ógeðinu í umferðinni. Eflaust em þeir allir af vilja gerðir, en hver má við margnum. Jón Eiríksson Víkverji skrifar HÖGNI HREKKVÍSI ,HAFDIK.ÐU PAE> CaOTT I V>ACS~T!! Víkverji rak á dögunum augun í frásögn af umræðum Grindvíkinga um það, hvort fá skyldi heilsugæzlustöð þeirra hús- næði á annarri hæð í húsi þar í bæ eða ekki. Frásögninni lauk þannig, að málið hefði verið sent landsyfir- völdum, heilbrigðisráðuneytinu, til umsagnar og virtust Grindvfkingar bíða hennar. Þessi frásögn vakti Víkveija enn og aftur til umhugsunar um það, hversu margir staðir em óaðgengi- legir fyrir aldrað fólk og fatlaða. Víkveija em allir vegir færir og hefur hann því rekið ýms erindi fyrir fólk, sem ekki kemst leiðar sinnar, m.a. þar sem aðeins em stigar og engar lyftur. Meira að segja liggur leiðin til margra lækna upp stiga, sem em mörgu fötluðu fólki ofviða og öldmðum mikil þrautaganga. Vonandi bera Grindvíkingar gæfu til þess að hafa heilsugæzlustöðina sína á jarðhæð. Víkveiji minntist á sínum tíma m.a. á stigana hjá Sjúkrasamlagi Reykjavíkur, en hann hefur svo sannarlega oftar undrast en í þeim. Þó tók steininn úr, þegar Víkveiji fyrir skömmu kom í nýtt húsnæði verzlunar, sem m.a. flytur inn sér- stakar vömr fyrir fatlaða. Þetta hús er nýbyggt og glæsilegt, en þó em það og umhverfi þess þannig, að fötluðu fólki er greinilega ekki ætl- að að komast þar inn fyrir dyr af eigin rammieik. Gangstéttin fyrir utan er hvergi löguð að umferð fatlaðra og eins og til að kóróna hindmnina er hár þröskuldur í inn- ganginum. Það er ef til vill ekki á góðu von annars staðar, þegar að- koman er þannig hjá þeim, sem sérstaklega sinna þörfum fatlaðra. XXX Heldurðu að þjóðin sé ekki alveg orðin húmorlaus? spurði rakari Víkveija, þegar hann settist í stól- inn síðast. Og hann hélt áfram í frekar þunglyndislegum tón. Ég er eiginlega orðinn úrkula vonar um að að meðal vor finnist menn sem geta endurvakið Spegilinn. Og þá á ég ekki við þennan útburð, sem síðast var og þurfti Hæstaréttar- dóm til að deyja drottni sínum, heldur þennan gamla, góða Spegil, sem er eins og engill í endurminn- ingunni. Og rakarinn smellti nokkmm sinnum með skæmnum til að leggja áherzlu á orð sín. Víkveiji spurði, hvort þessi ræða ætti sér sérstakar ástæður og kom þá í ljós, að rakarinn var nýkominn úr bókabúð, þar sem hann hafði rekið augun í erlent gamanblað, sem kemur út í íslenzkri þýðingu. Og íslenzka gamansemin gerir ekki meira en duga í stuttan sérkafla, sagði hann og nú kom grátstafur í röddina. Víkveiji benti á að gleði- legt væri að tímaritið væri gefið út á móðurmálinu, en rakarinn taldi það hins vegar vera hinn eina og sanna Hæstaréttardóm um það að íslenzk gamansemi væri komin að fótum fram þegar þýða þyrfti er- lenda fyndni til að haida úti gamanblaði á íslenzku. Nei, Spegillinn kemur aldrei aft- ur, sagði hann og kippti skegghári fólskulega úr höku Víkveija um leið. Og dagar rakarans em þá líka taldir sagði hann. Af hveiju, spurði Víkveiji. Þegar Spegillinn var og hét, sagði rakarinn, þá hafði hann margt sitt bezta efni úr munni rak- arastéttarinnar. „Rakarinn minn sagði" var inngangurinn að því sem bragð var að. Nú vitnar enginn til rakarans síns lengur. Ég bæti úr því sagði Víkveiji um leið og hann borgaði. Of seint vinur. Of seint, sagði rakarinn. Kímnin er horfin. Ég loka því á morgun og fer að vinna við eitthvað annað.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.