Morgunblaðið - 09.10.1987, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 09.10.1987, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 9. OKTÓBER 1987 37 Ný uppgötvun sálfræðinga: Blygðunin ráðandi afl í tilf inningalífi manna SÁLFRÆÐINGAR eru nú fyrst að átta sig á þvi, að blygðunin er mjög ríkjandi og sterk tilfinn- ing, sem á einhvern hátt hefur sloppið við kastljós vísindanna þangað til nú. Sérhver manneslq'a þekkir blygð- unina, en hluti af ástæðunni fyrir því, að svona erfíðlega hefur geng- ið að henda reiður á henni, er, að hún hefur fallið í skuggann af rann- sóknum á sektartilfínningunni. Það er einnig snúið að mæla blygðunina og erfíðara að sýna fram á tilvist hennar en margra þeirra tilfínn- inga, sem vísindamenn hafa rann- sakað. Stjórnar tjáningri annarra tilf inninga Komið hefur í ljós, að blygðunin er „ráðandi tilfínning", sem hefur áhrif á allar aðrar tilfínningar. Þró- un hennar hefst í fyrstu bemsku og víðtækt hlutverk hennar í mann- legri reynslu - allt frá því að örva til dáða til þess að kynda undir heiftarlegar hjónaeijur - hefur ekki verið réttilega metið fyrr en nýlega. Mikið af þeirri vanlíðan, sem fólk fínnur til í mannlegum samskiptum, kann að eiga rætur að rekja til blygðunarinnar, segja sérfræðing- ar. Blygðunin er einnig móðir sumra ofbeldishneigða, segja aðrir. Og að sumra áliti getur árangur geðlækn- ingar oltið á því, hvaða tökum blygðunin er tekin í meðferðinni. „Blygðunin er ráðandi tilfínning og stjómar tjáningu annarra tilfínn- inga,“ sagði Thomas Scheff, félags- fræðingur við Kalifomíuháskóla, þegar hann kynnti rannsóknar- skýrslu um þetta efni á ársfundi Bandaríska félagsfræðingasam- bandsins f Chicago í síðasta mánuði. „Hvenær sem blygðunin bærir á sér, hindrum við fijálsa tilfínninga- tjáningu, nema tjáningu reiðinnar," sagði Scheff. Blygðunin er ólík öðrum tilfinn- ingum, sem líða hjá við tilfinninga- lausn eins og grát - „það er bæði örðugt að viðurkenna hana og losna við hana,“ sagði Scheff. Blygðunin er einnig persónuleg- ust allra tilfínninga - og heimulleg- ust. „Blygðunin er sennilga ein af örfáum tilfínningum, sem ekki em tjáðar með svipbrigðum," sagði dr. Paul Ekman, sálfræðingur við Kali- fomíuháskóla og sérfræðingur í svipbrigðatjáningu. „Einu haldbæm merkin um blygðun birtast í því, að viðkomandi snýr sér undan eða hylur andlit sitt með einhveijum hætti." Blygðunin nær inn í innsta sjálfið Sérfræðingar em famir að nota sér þessi ytri merki í rannsóknum sínum á bömum og ungbömum - í því skyni að komast að raun um, hvenær blygðunarinnar verður fyrst vart. Sektarkenndin á venjulega rætur að rekja til tilfínninga, sem tengj- ast ákveðnum athöfnum, raunvem- legum eða ímynduðum misgerðum. Hún hefur ekki endilega í för með sér sjálfsfyrirlitningu eins og blygð- unin. Blygðunin nær inn í innsta sjálfíð og er oftast skynjuð sem gremja eða niðurlæging. Blygðunin er í mörgum tilfellum tiltölulega eðlileg tilfínning, en hún verður til- fínningalega hættuleg, þegar hún fer að setja mark sitt á gmnvallar- hugmynd manns um, hver maður er og hvers virði maður er. Eðlileg blygðun getur t.d. stafað af því, að menn verða berir að ein- hveiju misjöfnu, þótt í litlu sé. En sjúkleg er blygðunin orðin, þegar sömu tilfinningar verður vart við sérhveija aðfínnslu eða smámistök, eða hún birtist sem undiralda í öll- um samskiptum viðkomandi við annað fólk vegna einhvers ætlaðs skapgerðargalla, eins og stöðugrar tilfínningar um að maður sé öðmm háður. Blygðunartilfínningin fer að bæra á sér á öðm æviárinu, á aðal- mótunarskeiði sjálfsvitundar bams- ins, að sögn sálfræðinga. Þegar bamið gerir sér grein fyrir, að það er sérstakur einstaklingur, er það fyrst fært um að skilja, að aðrir miðla því tilfínningalegum skilaboð- um. Stolt og blygðun verða til - stolt af því að geðjast öðmm, blygð- un af að gera það ekki. Sálkönnuðir rekja djúpa blygðun- artilfínningu til fyrstu bemsku - þá hafí foreldrar ekki sýnt baminu nógu mikla hluttekningu og at- hygli, þegar það leitaðist við að sýna fram á getu sína. Þegar bam- inu fínnst sem viðleitni sín skipti engu máli, vex það úr grasi með þá tilfínningu, að það sé minni máttar og enginn geti elskað það. Getur haldist við kynslóðum saman Blygðunartilfínning og sjálfsfyr- irlitning valda því, að sumt fólk reynir að blása upp sjálfsímynd sína með ásókn í frægð og fjáreign. Það vonast til að geta á þann hátt sann- fært sjálft sig um verðleika sína og ástsæld. „Þegar makar nota blygðunina sem vopn, harðna hjónaeijumar svo um munar,“ sagði Thomas Scheff á sálfræðingaráðstefnunni í Chicago. Heilar Qölskyldur geta átt hlut- deild í blygðunartilfínningu vegna atburða eins og sjálfsmorðs eða gjaldþrots, eða vandamála eins og áfengissýki foreldris. Blygðunartil- fínningin getur haldist við kynslóð- um saman, að sögn Marilyn Mason, fjölskylduráðgjafa í læknaháskól- anum í Minnesota og höfundar bókarinnar „Að horfast í augu við blygðunina: Fjölskyldur á bata- vegi“. „Það verður óskráð regla hjá fölskyldunni að tala ekki um alls konar sársaukafulla lífsreynslu," sagði Mason. „Og blygðunin leiðir til þess, að þetta fólk leitast við að hafa hemil á tilfinningum sínum og gerir harðar kröfur um hegðunar- mynstur sitt.“ NÝTT hrossalqöt hækkaði um allt að 34% til framleiðenda i haust. Fyrir dýrasta kjötið, verð- flokk IA (FOI), fá framleiðendur nú 151,40 kr. Er það 38,13 kr., eða 33,7%, hækkun frá fyrra verði. Hláturinn áhrifa- ríkasta meðalið Af einstökum mótleilq'um gegn blygðuninni, að því er fram hefur komið í sumum ránnsóknum, ér hláturinn áhrifaríkastur — að fólk hlæi að sjálfu sér — niðurstaða sem Freud komst að á sínum tíma. í rannsókn Suzanne Retzinger, nem- anda Scheff, losnaði það fólk, sem Verðflokkum var breytt við verð- lagninguna. Inn kom nýr flokkur IC, þannig að I verðflokkur er nú í þremur hlutum í stað tveggja. Fyrir kjöt í verðflokki IB (FOII) fá framleiðendur nú 128,70 kr. (33,2% hækkun) en 109,39 kr. (13,2%) fyr- gat hlegið að eigin frásögnum af reynslu sinni af niðurlægingu og gremju, samstundis undan oki blygðunarinnar. Einnig getur fólk linað á blygð- unartilfinningum, ef því tekst að gangast opinskátt við þeim fyrir öðrum og finnast jafnframt, að það sé virt af viðkomandi en ekki dæmt. (International Herald Tribune) ir kjöt í verðflokki IC (FOIIO, TRI og UHI). Kjöt f II verðflokki (HRI og TRII) er verðlagt til bænda á 87.50 kr. (14,8%), verðflokkur III (HRII) á 70,01 (13,2%) og verð- flokkur IV (HRIII og HRIII0) á 59.51 kr. (13,7% hækkun). Allt að 34% hækkun á hrossakjöti INNSTUNG ULAMPINN Lítill, skrítinn verðlaunalampi á aðeins 593 krónur. Lausn á lýsingarvanda. Stundum þarfbirtu án þess að alltsé uppljómað með „venju- legri“ lýsingu. INNSTUNGULAMPINN er tilvalinn í barnaherbergið, í forstofuna og í svefnherbergisganginn. Á nóttunni lýsir hann upp gangana í fyrirtœkinu. INNSTUNGULAMPINN endist von úr viti og eyðir sáralitlu rafmagni. INNSTUNGULAMPINN var valinn lampi ársins '86 í Noregi og hlaut hin virtu vestur-þýsku IF 87 hönnunarverðlaun fyrir að leysa þessi lýsingarvandamál á stórkostlega hagkvœman og öruggan hátt. Hann er samþykktur af Rafmagnseftirliti ríkisins og fœst í öllum helstu raftœkjaverslunum landsins. BRÆÐURNIR (M OKMSSON HF Lágmúla 9 sími: 38820

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.